Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 35
MORGÚNBLADH) MIDVIKUDAGUR Í. NÓVEMBER 1989 35 veikindi að stríðar. Hann var dyggi- lega studdur af fjölskyldu sinni. Segja má að Þura hafi verið sem hetja við hlið hans. Elísabet Berta Kveðja frá Karlakórnum Fóstbræðrum og Gömlum Fóstbræðrum Nokkrum árum fyrir síðustu heimsstytjöld komu hingað til lands tónlistarmenn frá landi tónlistarinn- ar, Austurríki. Þessir tónlistarmenn voru aufúsugestir. Meðal þeirra má nefna Fritz Weisshappel og Carl Billich, sem kom hingað árið 1933 og við kveðjum nú. Síðar urðu þess- ir menn meiri íslendingar en marg- ur landinn. Þeirra minning mun lifa um ókomin ár. Carl Billich kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þuríði Jónsdóttur, árið 1939. Heimsstyijöldin síðari var að skella á og hefir skilið eftir sárar minningar. Svo mun einnig hafa verið hjá ungu hjónunum Carli og Þuru. Carl var tekinn á heimili sínu og fluttur til Englands sem stríðsfangi. Þau höfðu þá verið gift aðeins eitt ár. Kjarkur og dugnaður Þuru á þessu erfiðleikatímabili var óbilandi. Þegar prísundinni lauk og Carl komst heim árið 1947 var þráðurinn tekinn upp að nýju. Þuríður skapaði þeim yndislegt og myndarlegt heimili. Heimsóknir til þeirra voru alltaf gleðistundir. Og nú varð tónlistin allsráðandi. Sem píanóleikari var Carl jafn- vígur á klassíska tónlist sem dægur- tónlist. Hann var einstaklega lipur undirleikari. Nú minnist fjöldinn allur af söngvurum hæfni Carls og gleðistunda samvinnunnar. Það er oft þannig að flytja þarf lög milli tóntegunda eftir því hver söngvar- inn er. Ef nótur voru fyrir hendi þá var sama hvaða tóntegund var valin. Aldrei þurfti að afskrifa lækkanir eða hækkanir. Og ekki voru útsetningar Carls af lakara taginu. Eftir hann liggur fjöldinn allur af útsetningum fyrir kóra, kvartetta og ekki eru fáar útsetn- ingar sem hann gerði fyrir ýmsa lagahöfunda sem áttu í erfiðleikum með að útsetja lög sín sjálfir. Fljótlega eftir heimkomuna fór Carl að starfa með Karlakórnum Fóstbræðrum. Það var mikið happ fyrir kórinn. Hann gerðist félagi sem borin var virðing fyrir og kór- inn heiðraði hann með því að sæma hann gullmerki kórsins. Fjölmargar upptökur eru til með undirleik Carls sem sanna hæfni hans. Hann var sannur listamaður. Hógværð og lítillæti eru aðal góðs listamanns og var Carl ríkulega búinn þeim eiginleikum. Góðmennska og kurt- eisi var ríkjandi lífsviðhorf. Eitt sinn var rætt um þýðingu á enska orðinu „gentleman". Menn voru ekki sam- mála og töldu erfitt að ná meiningu orðsins fullkomlega, þar til kveðið var upp úr um að þýðingin væri maður eins og Carl Billich. Og nú kveðjum við Carl með söknuði. Samúðarkveðjur eru flutt- ar Þuru og dótturinni Sigurborgu og fjölskyldu hennar. Guð blessi minninguna um Carl Billich. Kristinn Hallsson Með nokkrum orðum vil ég minn- ast vinar míns og samstarfsfélaga Carls Billich hljómlistarmanns sem iést hér í Reykjavík mánudaginn 23. október sl. Hingað kom hann fyrst frá föðurlandi sínu, Aust- urríki, 1933. Erindið var að leika á Hótel íslandi í svokölluðu Vínar- tríói. Það var fyrir milligöngu Hans Stephanek, fiðlukennara við Tón- listarskólann hér, sem þetta ágæta Vínar-tríó kom hingað. Þetta voru þeir féiagar Carl Billich, Jósef Feltzman og Felix Czerny. Carl og Jósef kvæntust báðir íslenskum konum og urðu hér vel þekktir og dáðir hljómlistarmenn. Czerny sellóleikari var hér aðeins þijú ár og sneri þá aftur heim til Vínar. Á þriðja ári þeirra félaga hér (’36) var það fyrir atbeina FÍH (Félags íslenskra hljóðfæraleikara) að með þeim voru ráðnir tveir íslenskir hljóðfæraleikarar og átti ég því láni að fagna að vera annar þeirra en Sveinn Ólafsson hinn. Þannig atvik- aðist það að við fórum að leika \ hljómsveitinni á Hótel Islandi. Á þessum dögum var hún sérlega vel rómuð fyrir hljómleikana á sunnu- dagseftirmiðdögum. Þá var nú ekki til neitt sjónvarp eða Sinfóníuhljóm- sveit. Allt frá þessum dögum höfum við Carl haft samband og alltaf spilað saman öðru hvoru þótt leiðir okkar hafi legið um ýmsa stigu þess á milli. Ljúft er mér að minn- ast nokkurra ára samleiks með hon- um, en það var þegar við vorum á eftirmiðdögum í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Þar tókst honum að endurvekja gömlu sunnudagstón- leikana og fyrir það fékk hann mik- ið þakklæti frá fjölda fólks. Um langan tíma starfaði Carl sem hljómsveitarstjóri við Þjóðleikhúsið og einnig þar dáðist ég oft af hæfni hans og næmleika, enda var hann í miklum metum hjá öllum leikurum og öðru starfsfólki. Hann var afar nákvæmur og shyrtilegur í öllum sínum hljómlistarflutningi og fannst mér oft það vera hans aðals- merki, en þar við bættist svo hans góða hjartalag. Hann var sérstak- lega greiðvikinn ög hjálpsamur. Það voru ekki fáir lagasmiðir sem áttu Carl sem hauk í horni, þegar andinn kom yfir þá og erfitt reyndist að koma tónunum rétt á nótnablaðið. Hann var alltaf boðinn og búinn að leiðbeina og laga. Það er satt að segja með ólíkindum hve mikið starf hann lagði af mörkum fyrir aðra á þessu sviði. Það má hiklaust segja að þjóðin muni njóta þess um ókomin ár, því margt af þeim tónsmíðum hefði ef til vill aldrei komið fram án hans aðstoðar. Á unglingsárum heima í Vín lauk hann sveinsprófi í nótnaprentun. Var hann því allri nótnaútgáfu vel kunnugur. Fyrsta nótnaútgáfan sem hann aðstoðaði við hér heima var árið 1936. Það var valsinn „Þú ert“ eftir Oliver Guðmundsson. Mér er í fersku minni hve fallega hann var prentaður og var hann nýkom- inn úr þrykkinu þegar við tókum hann til leiks. Á þessum árum var ekki auðhlaupið að fá nótur prent- aðar hér. Einnig man ég eftir að hann aðstoðaði Sigvalda Kaldalóns við lög og nótnaútgáfur en hann kom oft til hans á Hótel ísland. Þá átti Carl einnig stærstan þátt í að Söngvasafnið eftir Inga T. Lárus- son komst á prent. Ekki aðeins átti hann heiður skilið fyrir útsetningar og frágang allan, heldur einnig að koma til skila óljósum handritum höfundar. Þá vil ég nefna ungan höfund sem kom til hans á árum áður með lítið lag, en átti síðar eft- ir að njóta aðstoðar hans við svo mörg góð lög síðar. Þetta var okkar ástsæli höfundur Sigfús Halldórs- son. Carl átti síðar eftir að aðstoða fólk út um allt land við sönglaga- gerðir og útsetningar og allt fram á síðustu ár var hann ósérhlífinn við þessa iðju sína. Ein stærsta gæfa Carls í lífinu var gott kvonfang. Hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þuríði Jóns- dóttur Billich, 27. maí 1939. Er rnér minnisstætt hve hamingjusöm þau voru þegar við vinir komum til þeirra nýgiftra á fallega heimilið þeirra á Skarphéðinsgötunni. Sárt var svo til þess að vita, þegar hús- bóndinn var rifinn upp úr rúmi sínu eldsnemma morguns þann 4. júlí 1940.og tekinn sem stríðsfangi. Sjö urðu árin sem hann var að heiman. En mikill varð fagnaðarfundur, þegar hann loks náði aftur heim til Islands,_með hjálp góðra manna og eiginkonunnar sem þar vann stór- virki. Alla tíð hefur hún verið hans ástríka eiginkona og annast hann í blíðu og stríðu. Hún á mikið lof skilið fyrir allt og allt. Við Jóhanna flytjum henni og fjölskyldu þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minn- ing Carls Billich. Þorvaldur Steingrímsson + MINNINGARKORT Sérfrædingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Herdís Björk Þor- valdsdóttir — Minning Fædd 10. desember 1955 Dáin 17. október 1989 Ég er þakklát fyrir þá trúföstu vináttu og allar þær ánægjustundir sem við Hedda höfum átt saman í gegn um árin. Endurminningarnar eru margar og mikil birta og gleði í kring um þær. Þrátt fyrir veikindi síðustu árin vildi hún alltaf gefa það besta sem hún gat gefið í hvert skipti sem við hittumst. Eg dáist að dugnaði hennar og hefí sjaldan séð nokkurn gleyma sínum eigin þjáningum svo algerlega í gleðinni yfir að fá að gefa öðrum. Þó ég sakni Heddu mjög trúi ég að hún sé núna hamingjusamari og fijálsari en nokkru sinni, umvafin kærleika og friði. Fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur á þessari sorgar- stundu' Gunna np blómaverkstæði ®INNA Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis sími 19090 Kransar, krossar og kisíuskreýtingar. Sendum um allt land. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álflicimum 74. sími 84200 + Móðir okkar og tengdamóðir, EULALIA STEINUNN GUÐBRANDSDÓTTIR, áður til heimilis í Meðalholti 13, Reykjavik, sem andaðist laugardaginn 21. október sl., verður jarðsungin fimmtudaginn 2. nóvember kl. 13.30 frá nýju kapellunni í Foss- vogi. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Friðgeir Olgeirsson, Edna Falkvard, Ólafur Olgeirsson, Helga Jörundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Utför mannsins míns, föður okkar og stjúpföður, STEFÁNS G. SIGURMUNDSSON AR, fer fram frá Bústaðakirkju, fimmtudaginn 2. nóvember nk. kl. 13.30. Halla Steingrímsdóttir, Gunnar Freyr Stefánsson, Stefán G. Stefánsson, Gísli Stefánsson, Kristjana Stefánsdóttir, Steingrimur Gautur Pétursson, Gunnhildur Pétursdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Gylfi Gautur Pétursson. STOFNFUNDUR SAMTAKA UM LÍF í FOSSVOGSDAL verður haldinn í safnaðarheimili Bústaðakirkju miðvikudaginn l.nóvember kl.20.30. Dagskrá fundarins: 1 .Tilgangur fundarins / Gunnar Steinn Pálsson 2. Fossvogsdalur,nútíö og framtíö/ Sigmundur Guðbjarnason 3. Rannsóknir í Fossvogsdal /Jónas Elíasson 4. Tillaga að lögum samtakanna 5. Kosning stjórnar 6. Ávarp nýkjörins formanns Allir áhugamenn um líf í Fossvogsdal eru hvattir til að sækja fundinn og gerast stofnfélagar. Undirbúningsnefndin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.