Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 18
G.l 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 Frá setningn Fiskiþings. Fiskiþing: Árni Sæberg Tillögur um að aftiema núverandi veiðistjómun Gildistími nýrrar fiskveiðilöggjafar verði ótímabundinn eða mun lengri en tíðkazt hefur LJÓST er að Fiskiþing, sem nú stendur yfir, mun leggja til töiuverð- ar breytingar á stjórnun fiskveiða, en núgildandi Iög renna út í lok næsta árs. Fyrir þinginu Iiggja samþykktir fiskideildanna og er í þeim flestum lagt til að sóknarmark verði lagt niður og veiðum stjórnað með aflamarki. Jafnframt er lögð áherzla á langan gild- istíma nýrra laga. Snæfellingar leggja til að núverandi kerfi verði lagt niður. Vestfirðingar eru einnig gegn kvótakerfinu og leggja til að hámarksafli verði ákveðinn til nokkurra ára í senn, 320.000 til 380.000 tonn af þorski ár hvert. Á Fiskiþingi stendur nú yfir framsaga og fyrri umræða um helztu málaflokka þingsins. Að loknum þeim umræðum fara fyrir- liggjandi tillögur í nefndir, sem samræma þær og leggja til nýjar. Fer þá fram síðari umræða um til- lögur þingsins og afgreiðsla þeirra. Þingforseti er Marteinn Friðriksson og varaforseti Ingólfur Falsson. Ritari er Benedikt Thorarensen og vararitari Kristján Loftsson. Fram- sögumenn á þinginu eru Einar K. Guðfinnsson, Kristján Ásgeirsson, Eiríkur Tómasson, Aðalsteinn Valdimarsson, Stefán Runólfsson, Hjörtur HeiTnannsson, Jónas Har- aldsson og Guðjón A. Kristjánsson. í tillögum Vestmanneyinga eru meðal annars hugmyndir að nýju aflamarki, sem taki gildi árið 1991. Lagt er til að öllum togurum verði skipt í flokka, frystitogara, stóra togara og minni togara og öðrum fiskiskipum verði skipt í fjóra flokka eftir stærð. Fundinn verði út meðal- afli síðustu þriggja ára á hvert skip og einnig meðalafli á sóknarmarks- skip á svæði 1 og 2. Skipum verði síðan gefinn kostur á áunnu afla- marki eða meðaltali síðustu þriðggja ára. Skip, sem hafi verið á aflamarki eða flutzt milli svæða, fái að velja um áunnið aflamark eða aflamark á viðkomandi svæði, sem fundið verði út frá sóknarmarki. Sunnlendingar leggja til að lög um stjórnun fiskveiða verði ótíma- bundin og byggt verði á aflamarks- leiðinni. Sóknarmark verði aflagt og hin svokallaða suður-norðurlína í kvótaúthlutun verði lögð niður. Þeim skipum, sem verði fyrir veru- legri aflaskerðingu vegna lélegs aflamarks og hafa þess vegna verið á sóknarmarki, fái það bætt með 90% af sóknarmarki síns flokks sem aflamark. Framsal veiðiheimilda Pálmi Ólafsson verkamaður látinn PÁLMI Ólafsson f.v. verkamað- ur I Reykjavík, síðast til heimil- is að Droplaugarstöðum, andað- ist þann 27. október s.I. 90 ára að aldri. Pálmi var fæddur að Hólmi fyr- ir ofan Reykjavík 12. desember 1898, sonur Olafs Vigfússonar og Auðbjargar Guðnadóttur frá Þor- leifskoti í Flóa. Pálmi var alinn upp í Flóanum. Auðbjörg flutti vestur um haf 1911 og náði þar 107 ára\aldri. Þau mæðgin hittust ekki eftir að hún flutti vestur. Pálmi flutti til Reykjavíkur 1913 einn síns liðs, þá nýlega fermdur. Hann stundaði sjó- mennsku og verkamannavinnu síðan, aðallega við höfnina í Reykjavík. Pálmi var mikffl áhuga- maður um knattspymu og einna þekktastur þeirra manna, sem stunduðu íþróttavöllinn að stað- aldri. Hann var jafnan klæddur bláum nankinsfötum og með six- pensara á höfði. Hann sá knatt- spyrnuleik fyrst ánð 1914 og fylgdist með öllum íslandsmótum síðan eða í 75 ár samfleytt. Hann fylgdi Akurnesingum að málum. Pálmi var ókvæntur og barn- laus. verði fijálst að því undanskildu að framsal milli báta og togara verði óheimilt, nema innan sömu útgerð- ar. Þá verði skipum heimilt að geyma allt að 50% af veiðiheimild- um sínum til næsta árs. Fiskideild Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar leggur til að lög um stjórn- un fiskveiða verði ótímabundin og veiðiheimildir verði alfarið bundnar við aflamark á hvert fiskiskip. Svæðaskipting milli Norður- og Suðurlands verði aflögð, framsal afla fijálst og heimilt verði að geyma allt að 50% af úthlutuðum afla til næsta árs. Loks er hafnað hugmyndum um hækkun kvótaá- lags á útflutning á ferskum fiski. Fiskideiíd Snæfeilsness legur til að núverandi kvótakerfi verði lagt niður, enda hafi það mismunað mönnum í sjávarútvegi og með sama áframhaidi, sé byggðaröskun fyrirsjáanleg. Þessari tillögu til stuðnings er bent á að hámarksafli hafi aldrei staðizt, stærð fiskiskipa- stólsins sé komin úr böndunum og sókn í smáfisk hafi aldrei verið meiri. Verði hins vegar einhvers konar kvótakerfi niðurstaðan, legg- ur deildin meðal annars til að endur- skoðaðar verði síldveiðiheimildir, úthlutun rækjukvótan sverði tekin til gagngerrar endurskoðunar, heimilt verða að flytja allt að 50% af aflaheimildum yfir á næsta árs, afnumin verði heimild til flutnings á varanlegum aflakvóta frá bátum yfir á togara og mótmælt hugmynd- um um hækkun veiðileyfagjalda. Fiskideildirnar á Vestfjörðum fordæma þá útfærslu fiskveiðistefn- unnar, sem leitt hefur til þeirra skerðingar, sem orðið hafi á veiði- heimildum Vestfirðinga. Vestfirð- ingar hvetja til þess að á næsta ári verði þegar tekin upp ný aðferð til að ákvarða hámarksafla einstakra botnlægra fisktegunda. Horfið verði frá þeirri aðferð, sem viðgengizt hafi og ákveðinn hámarksafli af þorski 320.000 til 380.000 verði ákveðinn fyrir ár hvert til fimm ára í senn. Höfð verði hliðsjón af ástandi viðkomandi stofna en markmiðið sé að draga úr sveiflum í sjávarút- veginum. Þá er harðlega mótmælt núverandi fyrirkomulagi við úthlut- un heimilda til veiða á grálúðu, sem sögð er þjóðhagslega óhagkvæm. Norðlendingar leggja til að ný fiskveiðilöggjöf frá ársbyijun 1991 gildi til lengri tíma en áður og ekki skemur en fimm ár. Austfirðingar beina því til sjávarútvegsráðherra að álag á óunnin sjávarafla, sem fluttur er úr landi, verði ekki ákveð- inn hundraðshluti. Þess í stað verði búinn til álagsstuðull, þannig að ákveðið hlutfall af afla verði álags- laust, en fari síðan stighækkandi með auknum útflutningi upp að ákveðnu marki. Elding olli raf- magnsleysi í stund um sunnanvert land RAFMAGN fór af á höfúðborgarsvæðinu og Suðurnesjum skömmu fyrir miðnætti á sunnudag, þegar eldingu laust niður í aðra raflínuna, sem liggur frá spennustöð Landsvirkjunar á Geithálsi að álverinu í Straumsvík. Álverið var straumlaust í um 20 mínútur, en þá var gastúrbína ræst og önnur var komin í notkun tæpum 20 inínútum síðar. Um klukkustundu eftir straumrofið var rafinagn komið á að nýju á öllu svæðinu og búist var við að viðgerð á línum til Isal yrði að lúllu Iokið seint í gærkvöldi. Slæmt veður var á þessum tíma, rigning og þrumu- veður. Þórður Guðmundsson, yfir- verkfræðingur í rekstrardeild Landsvirkjunar, sagði að eldingin hefði slegið út einangrara á línu til ísal í mastri við Suðurlands- veg. í kjölfar þess hefði hinni Ísal-línunni á mastrinu slegið út, sem og báðum þessum línum í næsta mastri. Því hefði í raun orðið tvær bilanir á sömu línu. „Varnarbúnaður í spennustöðinni á Geithálsi sló annarri línunni rétt út, þegar eldinguni laust nið- ur,“ sagði Þórður. „Varnarbún- aður hinnar línunnar bilaði hins vegar vegna álagsins, nauðsyn- leg hjálparspenna til að slá línunni út var ekki til staðar og því rofnaði straumur á allri Geit- hálsstöðinni. Þar með fór ráf- magn af öllu Faxaflóasvæðinu." Þórður sagði að nokkurn tíma hefði tekið að finna út hvar bilun- in væri, en eftir það hefði við- gerð gengið vel. „Stjórnkerfið í Geithálsi hefur verið endurnýjað undanfarin ár,“ sagði hann. „Það fékk sína eldskírn á sunnudaginn og reyndist vel. Við höfðum mun betri yfirsýn yfir verkið en áður í sambærilegum bilunum.“ Nýrri aðveitustöð Landsvirkj- unar að Hamranesi, sunnan Hafnarfjarðar, er í framtíðinni ætlað að draga úr líkum á því að svo stórt svæði verði raf- magnslaust. „Enn sem komið er fær Hamranesstöðin rafmagn frá Geithálsi og truflanir þar hafa því áhrif á hana. Stöðin veitir nú eingöngu rafmagn til Hita- veitu Suðurnesja, en Rafveita Hafnarfjarðar tengist henni bráðlega og Rafmagnsveita Reykjavíkur á næsta ári. Nú er verið að undirbúa að byggja línu frá Hamranesi upp á Sandskeiði, þar sem hún tengist annarri Búr- fellslínunni. Þá verður Hamra- nesstöðin óháð Geithálsi.“ Þórður sagði að í apríl á næsta ári kæmu til landsins nýir aflro- far í stjórnstöðina á Geithálsi og bættu þeir rekstraröryggi mjög. Þá væri einnig verið að undirbúa að endurbæta allan varnarbúnað háspennulína og varnarkerfisins alls. Loks væri ætlunin á kom- andi árum að setja upp fleiri eld- ingarvara en nú eru. Hann sagði að sölutap Landsvirkjunar vegna straumrofsins væri um 3-400 þúsund krónur, en reikna mætti með að kostnaður þjóðfélagsins í heild væri um 30-60 sinnum meiri, eða 9-24 milljónir króna. Þó væri mjög erfitt að meta slíkan kostnað. Rafinagnsleysið ógn- aði ekki flugöryggi „VARARAFSTÖÐ okkar fór af stað þegar straumrofið varð, svo flugöryggi var aldrei ógn- að, jafnvel þó talsamband við Prestvik í Skotlandi rofnaði og ratsjárskermar yrðu óvirkir," sagði Guðmundur Matthías- son, framkvæmdastjóri flug- umferðarþjónustu flugmála- stjórnar. Guðmundur sagði að tölvu- stýrður búnaður, radíóvitar, rat- sjárskermar og sjálfvirkt gagna- kerfi tengt Prestvik, hefði farið úr sambandi. „Þetta olli ekki vandræðum þar sem straumrofið var á þeim tíma dags þegar einna rólegast er hjá okkur,“ sagði hann. „Það hefði verið öllu verra ef þetta hefði verið um miðjan dag, þegar umferð er mikil. Jafn- vel þó svo væri, þá ættum við að geta haldið uppi nauðsynlegri þjónustu. Þá er stefnt að því að auka enn á öryggið, til dæmis með byggingu annarrar jarð- stöðvar auk Skyggnis og bæta við vararafstöðvum. Þá er vert að geta þess, að þegar Skyggnir varð sambandslaus við umheim- inn vegna straumrofs í febrúar, var komið upp sérstakri stöð, sem nær sambandi við Evrópu um gervihnetti, á þaki flugturnsins. Ef nauðsyn hefði krafið, þá hefð- um við getað gripið til hennar á sunnudagskvöld," sagði Guð- mundur Matthíasson. Þrumuveðrið vegna mjög óstöðugs lofts „ÞRUMUR og eldingar eru nyög sjaldgæfar hér á landi, en þær verða þó stundum að hausti og vetri þegar loft er ákaflega óstöðugt og miklir skúra- og éljaklakkar ná hátt á loft,“ sagði Markús Á. Einars- son, veðurfræðingur. íbúar á sunnanverðu landinu urðu varir við þrumur og eldungar á sunnudagskvöld og eldingu laust niður í raflínu með þeim afleiðingum að rafmagn fór af í nærri klukkustund. „Það er tvennt sem veldur þrumum og eldingum hjá okkur,“ sagði Mark- ús. „Annað hvort er það veður af þessu tagi eða þegar kuldaskil fara yfir að vetrarlagi. Miðað við nágrannalönd okkar eru þrumu- veður afar fátíð hér á landi. Fólk varð vart við þrumur og eldingar á höfuðborgarsvæðinu . síðla sunnudagskvölds og fram á nótt og sums staðar um sunnanvert landið. Á öllu sunnanverðu landinu voru gífurlega miklar skúrir eða haglél.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.