Morgunblaðið - 01.11.1989, Side 17

Morgunblaðið - 01.11.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 17 Um skattlagningu námsbóka eftir Þóru Elíu Björnsson Á nýafstöðu bókaþingi varpaði Svavar Gestsson menntamálaráð- herra fram þessari spurningu: „Hvernig eflum við bókmenningu þjóðarinnar?" Ekki kvaðst hann einn og sjálfur hafa viðhlítandi svör við þessu, enda væri það verkefni margra og yrði seint til fullnustu svarað. Þó nefndi hann þrennt sem ráðuneyti hans gæti stuðlað að: — að hvetja skólanemendur til að lesa og lesa og lesa svo þeir kynntust heimi bókarinnar. — að efla bókasöfn, bæði almenn og skólabókasöfn svo þau geti orðið að lifandi veruleika og — að bæta afstöðu rithöfunda til að skrifa bækur og koma þeim út. Svona viljum við að menntamála- ráðherrar séu. Og öll viljum við vera með í að ná þessum markmiðum, þetta er ekki einkamál ráðuneytisins heldur allra hagur. Við viljum líka að stutt sé við bókaútgáfu, ekki síst námsbóka- útgáfu, með því að felldur verði niður væntanlegur virðisaukaskatt- ur á bókum. Það er ljóst að aukning bóklesturs og efling skólabókasafna verður ekki að raunveruleika með þeirri skattheimtu sem nú hvílir á bókum. Okkur kennurum þykir gott að ýtt sé undir lestur, bæði nemenda og annarra. Mörgum þykir nóg um samkeppni gróðastefnuafþreying- armiðla sem að margra áliti saxa linnulítið á dómgreind, ímyndunar- afl, mannúð og innsæi neytenda (þolenda). Þær raddir hafa heyrst sem vilja tengja vaxandi ofbeldisár- áttu unglinga of miklu myndbanda- og sjónvarpsglápi. Þótt segja megi að ekki séu allar bækur siðbætandi þarf varla að taka fram að þar er um öðru vísi neyslu að ræða, ann- ars konar reynsiu og annars kpnar innrætingu. Margt hefur verið skrifað um námsbækur (og námsbókaskort) en ekki síður um verðlag á þeim bókum sem nemendum hefur verið ætlað að kaupa en þar bera framhalds- skólanemendur þungan bagga. Á nær hverju hausti gera blöðin skyndikönnun á námsbókakaupum og eru upphæðirnar geigvænlegar og hreint út sagt ósanngjarnar. Stundum fylgir þessum könnun- um sundurliðun á verði bókanna og alltaf stingur það í augu að ríkið skuli taka '/i í sinn hlut. Oft hefur ve.rið reynt að hagga við þessari bjánalegu skattheimtu en reynst erfiður róður. Helst hefur verið að heyra að þetta yrði tekið til athug- unat- og leiðréttingar um leið og virðisaukaskatturinn kæmi. 'Og hvað fá Islendingar, læsir og ólæs- ir, að heyra um virðisaukaskattinn? Jú, að hann skuli lagður á bækur, allar bækur, skólabækur svo sem aðrar bækur, einnig á kaup bóka- Þóra Elfa Björnsson „Og hvað fá íslending- ar, læsir og ólæsir, að heyra um virðisauka- skattinn? Jú, að hann skuli lagður á bækur, allar bækur, skóla- bækur svo sem aðrar bækur, einnig á kaup bókasafna á bókum. Hver hefði trúað þess- ari vitleysu?“ safna á bókum. Hver hefði trúað þessari vitleysu? í spánýjum lögum um framhalds- skóla stendui' m.a. í 2. gr.: Hlut- verk framhaldsskóla er að búa nem- KJARABOT nóvembermánadar Vönduð þýsk leikgrind 110x72 cm á aðeins kr. 5.500,- ALLT FYRIR BORNIN Klapparstíg 27 Sími 19910 endur undir líf og starf í lýðræðis- samfélagi með því að skapa skilyrði til náms og þroska við allra hæfi. Ennfremur í 29. grein: í öllum framhaldsskólum skal vera bókasafn. Hlutverk þess er að vera upplýsingamiðstöð fyrir nem'- endur og kennara. Það skal búið bókum og nýsigögnum auk annars safnkosts sem tengist kennslu- greinum skólans. Ég vil einnig minna á að í Skóla- stefnu Kennarasambands íslands segir: Vandað og fjölbreytt námsefni er undirstöðuatriði í skólastarfinu. (Bls. 48.) Margar brautir framhaldsskóla- námsins búa við nokkuð góðan námsbókakost en því miður er ástandið ekki alls staðar jafn gott. í nýlegri könnun á námsgögnum í iðngreinum (Staða verkmenntunar á íslandi, Iðnfræðsluráð 1989) kém- ur í ljós að í 89 af 226 áföngum eru engin eða ófullnægjandi kennslugögn. Þetta eru tæp 40% áfanganna. Þar er notast við fjöl- rit, ljósrit, handrit kennara og ýmis- legt þess háttar bjargræði. Ýmis ljón eru á veginum að útgáfu kennsluefnis hér á landi eða eins og segir í Um innra starf fram- haldskóla (bls. 18): „Námsefnisgerð fyrir framhaldsskóla hér á landi verður alltaf erfiðleikum bundin. Ástæðan er sú að upplög flestra kennslubóka eru það lítil að útgáfan ber sig ekki fjárhagslega. Sam- kvæmt þeim skilgreiningum sem notaðar eru á hinum Norðurlöndun- um þá eru flestar greinar hér það fámennar að annars staðar væri litið á útgáfur kennsluefnis í þeim sem sérstakt vandamál." Ekki lagast þetta vandamál þeg- ar ríkið leggst á með þunga skatt- heimtu. Ef litið et' til annarra þjóða kem- ur í ljós að skattheimta af bókumm er hér hin hæsta í Vestur-Evrópu. í 5 ríkjum er skattur enginn, í 7 löndum er hann frá 3—7%. Svíar eru nærri okkur, með 23,46%, en á móti kemur að þar þurfa fratn- haldsskólanemendur ekki að greiða fyrir sín námsgögn. Okkur, sem eigum að búa nem- endur undir lífið og framtíðarstarfið með því að halda að þeim vönduðu og fjölbreyttu námsefni, þykir skattheimta á námsbókum alls ekki við hæfi.Þess vegna er krafa okkar: Engan virðisaukaskatt á bækur. Höfundur er framhnldsskólakennari og í stjórn Kennarasambands íslands. .000 # fyrir örbylg juofn Við fengum sendingu af þessum vandaða örbylgjuofni frá TOSHIBA á einstak- lega hagstæðu verði, kr. 28.400,- stgr. Verð áður kr. 35.900,-. Ofninn er búinn „Surfa Touch“ stillibúnaði, það nýjasta frá Toshiba. 9 mismunandi hitastillingar 99 mínútna kiukka. 1 sek. nákvæmni. Ofninn er stór að innan, 27 lítra, sem tryggir að þú getur matreitt læri fyrir fjölskylduna.- Stór snúningsdiskur gefur jafnari hitun (ofninn má nota án disksins). 650 watta orka. Mál: H. 35,5 - b. 45,5 - d. 49,5. íslenskar leiðbeiningar og meira en 50 upp- skriftir fylgja. Og síðast en ekki síst, er þér boðið á mat- reiðslunámskeið hjá Dröfn H. Farestveit, hús- stjórnarkennara, án endurgjalds. Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði. íslensk nám- skeiðsgögn fylgja. Vertu velkomin í hóp ánægðra eigenda Toshiba örbylgjuofna. Við bjóðum þennan vinsæla ofn með 5.000,- króna útborgun og síðan 3.000,- króna afborgun á mánuði. Við fengum takmarkað magn á þessu hagstaeða verði. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTUN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NÆG BÍLASTÆPI BÆJARinS BESTI FISKUR Við leggjum metnað okkar í að veita lipra oggóða þjónustu, og að afla besta hráefnis sem býðst hverju sinni. Það er því sönn ánægja að geta nú boðið sælkerarétti okkar á sérstöku kynniaqatverði næstu þrjár vikumar: I HJARTA BORGARIHHAR Dagana 30. -5. nóu • Smokkpskur með tómatkjöti og hvíttauks- Lambalundir í hunangssósu. Djúpsteiktur banani með súkkulaðisósu og uanillu- ís. Kafft og konfekt Aðeins kr. 1.490,- Dagana 6.-12. nóu. Sjáuarréttasúpa með íslensku sjávarsælgæti. fluítuínssoðin ýsa og steinbíturað hætti matreiðslumannsins. Irish coffee ostakaka. Kafp og konfekt Aðeins kr. 1.490.- Dagana 13.-19. nóu. Laxa-, lúðu-, og kryddjurtakæfa með kauíarsósu. Pönnusteiktur karp með möndlum og vínberjum í sherrysósu. Súkkulaðimús með rjóma. Kafp og konfekt. Aðeins kr. 1.490,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.