Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 21 = HÉÐINN = VELAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER 15% afsláttur í tilefni 150 ára afmælis Ijósmyndarinnar ♦ Opiö á laugardögum Þú spaiar með Gorbatsjovs Sovétforseta en lítið hef- ur orðið úr framkvæmdum. Todór Zhivkov, sém vérið hefur valdamesti maður landsins um áratuga skeið, viðurkenndi í yfiriýsingu á sunnudag að umbætur hefðu ekki náð fram að ganga, gera yrði grundvallarbreyt- ingar og dreifa valdi. Erlendur stjórnarerindreki sagði að vissulega kvæði við nýjan tón í yfirlýsingunni en ekki væri víst að breytingarnar yrðu aðrar en þær að nokkrir menn í valdastöðum skiptu um embætti. Umhverfísverndarráðsteftia í Sofíu: Búlgörsk yfirvöld krafin fregna af andófsmönnum Soílu. Reuter. FULLTRÚAR tuttugu vestrænna ríkja á umhverfisverndarráðstefhu í Búlgaríu hafa krafið þarlend yfirvöld um upplýsingar vegna meðferðar á sjö kunnum andófsmönnum. Ráðstefnan hefur staðið í þrjár vikur og hafa andstæðingar stjórnvalda notað tækifærið til að koma mótmæl- um á fi-amfæri. Það gerðist svo í síðustu viku að búlgörsk yfirvöld misttu þolinmæðina. regluna hafa gengið of langt vegna misskilnings. „Við höfum miklar áhyggjur af frásögnum fólks sem hefur orðið fyrir átroðslu, verið hótað með brottvísun frá landinu og getur nú átt á hættu lögsökn vegna þátttöku sinnar í ráðstefnurmi," sagði aðalfull- trúi Bandaríkjanna, Richard Smith. Búlgarskir umhverfis- og mannrétt- indasinnar hafa óspart notað tæki- færið til að vekja athygli á málstað sínum hjá fulltrúunum og þar til á fimmtudag létu yfirvöld það að mestu afskiptalaust. Sendinefndir vestrænna ríkja á ráðstefnunni hafa gagnrýnt stefnu búlgarskra yfirvalda í mannréttindamálum og hafa Bandaríkjamenn lagt til að samþykkt verði sérstakt ákvæði þar sem tryggt verði að sjálfstæðir hópar geti tekið þátt í umræðum um umhverfismál. Ákvæðinu verði bætt við samning RÖSE-ríkjanna 35 um mannréttinda- mál er gerður var í Vín í janúar síðastliðnum. Eko-glasnost fékk leyfi til að halda útifund í Sofíu um síðustu helgi. Hópurinn hefur safnað undirskriftum 8.-000 manna sem krefjast ítarlegri umræðna um starfsemi margra iðn- fyrirtækja í landinu. Stjórnvöld í Búlgaríu hafa oft lýst stuðningi sínum við umbætur í anda Míkhaíls Yfii'völd í Búlgaríu hafa skipað einum sjömenninganna, mannrétt- indafrömuðinum Anton Zapijanov, að hafa sig á brott frá landinu, að sögn heimildarmanna meðal andófs- manna í landinu. Haft var eftir öðr- um andófsmanni, Ljúbomír Sobajev, að honum hefði verið hótað með ákæram um njósnir eftir að hann ræddi við fulltrúa á umhverfismála- ráðstefnu Ráðstefnunnar um sam- vinnu og öryggi í Evrópu (RÖSE) í höfuðborginni, Sofíu. ■ Sobajev var handtekinn á fimmtudag en látinn aftur laus á laugardag. Lögreglumenn réðust með barsmíðum á leiðtoga umhverfis- sinnahópsins Eko-glasnosts á fimmtudag og handtóku um 30 manns. Stjórnvöld báðust síðar af- sökunar á framferðinu og sögðu lög- Ótti við áhrif japanskra fyrirtækja í Bandaríkjunum Tókíó. Reuter. SKÝRT var fi-á því í gær að japanska fasteignafyrirtækið Mitsubishi Estate myndi kaupa 51% hlutabréfa Rockefeller Group, sem á og rek- ur Rockefeller Center í New York. Kaupverðið er 846 dalir, eða um 52 milljarðar íslenskra króna. Fréttaskýrendur telja að kaupin ipuni valda miklum ótta á meðal Bandaríkjainanna um að japanskt fjármagn sé að ná yfirtökunum í Bandaríkjunum. I Rockefeller Center era 14 bygg- ingar, þar sem fjölmörg fyrirtæki, svo sem fréttastofan Associated Press og AiBC-sjónvarpskeðjan eru með höfuðstöðvar sínar. Þar er einn- ig Radio City Music Hall, þar sem dansflokkurinn Rockettes sýnir listir sínar, og á efstu hæð einnar bygging- arinnar er vinsæll skemmtistaður, Regnbogaherbergið. Á milli bygging- anna er hringlaga skautasvell sem laðað hefur að sér fjölmarga ferða- menn frá því Rockefeller Center var reist á kreppuárunum. Rockefeller Group er einkafyrirtæki og að mestu í eigu afkomenda auðjöfursins Johns D. Rockefellers. Bandarískir fasteignasalar sögðu að Japanir mættu búast við hörðum viðbrögðum almennings í Banda- ríkjunum vegna kaupanna. Japanar hafa að undanförnu keypt fjölmörg fyrirtæki í Bandaríkjunum og nýlega var skýrt frá því að japanska stórfyr- irtækið Sony hefði keypt kvikmynda- fyrirtækið Columbia. Nokkrir banda- rískir þingmenn hafa þegar hvatt til þess að fjárfestingar útlendinga í Bandaríkjunum verði takmarkaðar. Einn fasteignasalanna sagði að kaupin á Columbia og Rockefeller Center hlytu að valda miklum pólitískum vanda í Bandaríkjunum. Reuter Jotaro Takagi, sljóriiarformaður japanska fyrirtækisins Mitsubishi Estate (t.h.), og Raymond Pettit, varastjómarformaður Rockefeller Group, á blaðamannafúndi í gær. Mitsubishi Estate kaupir meiríhluta hlutabréfa Rockefeller Group: Bandaríkj amenn innan tvítugs: ll%falla fyrir byssum Washington. Reuter. SAMKVÆMT nýjum upplýs- ingum frá heilbrigðisyfirvöld- um í Bandaríkjunum eru skotsár ein af helsta dánaror- sökum ungs fólks undir tvítugu. Árið 1987 dóu 3.392 börn á aldrinum eins til nítján ára af þessum völdum í Banda- ríkjunum. Eru það 11% allra dauðsfalla í þessum aldurs- flokki. Hlutfall dauðsfalla af völdum skotsára hækkar með aldri; það er 1% hjá börnum á aidrinum eins til fjögurra ára en 17% hjá unglingum. Það era einkum karlkyns þeldökkir unglingar sem era í hættu en 40% allra dauðsfalla í þeim aldurshópi era af völdum skotvopna. Sambæri- leg tala hjá hvítum unglingspilt- um er 14%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.