Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÖIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 87 Vilborg Þórólfs- dóttir - Minning Fædd 6. október 1899 Dáin 24. október 1989 Vilborg fæddist í Gerðiskoti í Gaulveqabæjarhreppi. Foreldrar hennar voru Ingveldur Nikulásdótt- ir frá Hamri í sama hreppi og Þó- rólfur Jónsson frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal. 90 ár þykja hár aldur, þeim aldri náði Vilborg, en 18 dögum seinna kom kallið og Vilborg lauk ævi sinni. Hún var eiginkona Þórarins Jóns- sonar Wium, bróður okkar, sem var elstur systkina. Þau bjuggu í Reykjavík og eignuðust 3 börn, Freyþór, Bergljótu og Jón Frey. Skömmu eftir fæðingu yngsta barnsins veiktist Vilborg af berklum og varð að dvelja um skeið á Vífils- staðahæli. Þetta var erfiður tími og enn þyngdust raunir ijölskyld- uhhar, því meðan Vilborg vat' á sjúkrahúsinu veiktist Freyþór alvar- lega og þau misstu hann áður en hann hafði náð fjögurra ára aldri. Sonarmissirinn var þeim hjónum þungbæt'. Hann vat' ljúfur og yndis- legur drengut'. Vilborg komst heirn um tíma, en henni vat' ekki batnað og varð að fara aftur á hælið. Þá var gerð á henni lungnaaðgerð, sem réð úrslit- um, hún komst yfir veikindin og lífið blómstraði á ný. Heilsa hennar var nokkuð góð eftir það, þar til síðustu árin, að ellihrumleiki fór að sækja á. Snemma á búskaparárum byggðu þau hjón húsið sitt á Hjalla- vegi 66 af litlum efnum og fluttu í það um haust aðeins fokhelt með tvö ung börn. Þórarinn var húsa- smiður og vann hann mest að bygg- ingunni með eigin höndum og smíð- aði líka marga innanstokksmuni, sem komu í góðar þarfir. Þau hjónin höfðu mikið yndi af ferðum um landið og fóru oft í úti- legur á sumrin með tjaldið sitt í gamla góða bílnúm. Börnin nutu vel þessara ferða með foreldrum sínum. Bergljót fermdist 14 ára gömul. Hún var falleg og þroskuð ferming- arstúlka og vel gefin. A því sumri veiktist hún og það varð ekki við neitt ráðið, hún dó um haustið. Það var ólýsanlega sárt að sjá þetta fagra Iífsblóm blikna á morgni æsk- unnar. En lífið hélt áfram og þau áttu eftir yngsta soninn, Jón Frey, sem var þeim góður sonur. Sorgin þurfti enn að kveðja dyra hjá Vilborgu, hún missti mann sinn rúmlega sextugan. Eftir það lét hún gera sér snotra íbúð í kjallaranum. Verkstæði Þórarins breyttist í stofu og eldhús, en eitt svefnherbergi var þar fyrir. Jón Freyr og Matthildur Guðmundsdóttir, kona hans, tóku nú við efri hæðinni. Meðan börn ungu hjónanna, Þór- ólfur og Vilborg, voru ung og þurftu gæslu, kom aðstoð ömmu að góðum notum. Það var gott sam- býli og góð samvinna í þessu húsi. Börnin urðu stór og fluttu að heiman, en Vilborg bjó áfram í íbúð sinni. Þegar elli fór að hijá hana, naut hún frábærrar umönnunar sonar síns og tengdadóttur þar til yfir lauk. Þegar við kveðjum Vilborgu hinstu kveðju, er okkur efst í huga að þakka henni vináttu og tryggð, sem aldrei brást öll árin sem við þekktum hana. Hún kunni alltaf að taka lífið réttum tökum, bæði í sorg og gleði. Hún átti lífsgleði, sem vann á öllum erfiðleikum. Við biðjum henni blessunar á nýju lífssviði, sem við vitum lítið um, en trúum því að einnig þar sé lífsgleðin í fyrirrúmi. Við sendum Jóni Frey, Matthildi og börnum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur. Guðrún, Hansína, Magnús, Kristín. Síðan að ég kynntist Vilborgu Þórólfsdóttur hefur hún búið á Hjallavegi 66 í Reykjavík. Fyrst með manni sínum, Þórarni, sem andaðist 1961, og síðan rneð syni sínum og tengdadóttur. Á þeim árum kynntist ég Vilborgu vegna þess að ég var heimagangur hjá systur minni og mági. Vilborg var myndarleg húsmóðir og hannyrðakona eins og heimili hennar ber vott um. Þegar ég birt- ist í dyrunum fékk ég ætíð bros og hlýlegt viðmót svo mér fannst það hvíld á erilsömum degi að líta inn hjá henni. Einnig fannst mér hress- andi að hitta hana og ræða við hana um ýmis málefni, því að hún var ætíð hreinskilin, rökvís og já- kvæð í áliti sínu um menn og mál- efni. Vilborg tók alltaf þátt í heimilis- haldi á Hjallavegi 66 meðan heilsan leyfði. Hún var alltaf heima og tók á móti barnabörnum sínum þegar þau komu úr skólanum. Var ómetanlegt fyrir systur mína að þurfa ekki að leita út fyrir íjölskyld- una til þess að fá gæslu fyrir börn sín. Vilborg og Þórarinn voru mikið fyrir að ferðast innanlands á sumr- um. Þau fóru í tjaldútilegur og kunnu vel að njóta náttúrunnar. Vilborg sagði mér einu sinni að þau hefðu gjarnan tjaldað fyrstu nóttina í rjóðrinu undir Hafnarfjalli ef farin var norðurleið. Bílarnir og vegirnir í þá daga voru ekki eins góðir og Þórarinn Andrés- son - Minning Fæddur 15. október 1911 Dáinn 14. október 1989 Fyrr en varir lýkur lífsgöngu hvers og eins og mismunandi er hvað hveijum einum er ætlaður langur tími til hérvistar. Alltaf bregður okkur þegar ein- hver kveður sem við höfum haft göngu með einhvern tíma af þess- ari jarðvist. Þegar ég heyrði and- látsfregn Þórarins Andréssonar reikaði hugurinn til baka til þess tíma þegar ég hluta af lífsgöngu minni staldraði við í Klæðaverslun Andrésar Andréssonar. Ég gat ekki verið heppnari eins og ástæður voru. Þetta samfélag var svo sér- stakt, svo ljúft og gott. Feðgarnir Þórarinn og Andrés voru alveg sérstakir menn gagnvart sínu starfsfólki. Þetta var eins og -ein fjölskylda og hver og einn reyndi að gera sitt besta. Maður metur aldrei sem vert er, að vera með góðu fólki og hafa yfirmenn sem koma fram við starfs- fólk sitt eins og jafningja, með virð- ingu og hlýju. Nú hefur Þórarinn kvatt eins og svo margt af því fólki sem vann þar á þeim tíma. Og vil ég með þessum örfáu orðum þakka fyrir alla góðvildina sem ég varð aðnjót- andi þar, um leið og ég votta Krist- ínu, sonum og fjölskyldum þeirra innilegustu samúð mína. Margrét nú er, mátulegt var að tjalda þar til næturinnar. I ágúst síðastliðnum dvaldi hún vikutíma í sumarbústað á Flúðum með syni sínum og tengdadóttur. Þar gafst henni tækifæri til að horfa til fjallanna sem hún þekkti svo vel og voru henni kæt'. Hún heimsótti þá skyldfólkið að Reykj- um og Iðu, en það voru þeir staðir sem hún hafði mesta ánægju af að korna á. Hún vat' áhugasöm um garð- rækt, enda er skjólgóður garður í kringum húsið hennar. Það eru eins og sólargeislar í minningunni þegar ég lá þar í sólbaði á góðum sumar- degi og Vilborg færði okkur kaffi og meðlæti út á blett. Hún hafði yndi af tónlist og leik- list og sótti leikhús alltaf þegar hún gat, en síðasta leikhúsferð hennar var fyrir ári, þegar hún sá Ævin- týri Hoffmanns ásámt foreldrum mínum og fjölskyldu sinni. Engum sem sá hana þá datt í hug að hún væri orðin 89 ára. Hún naut þess að fylgjast með barnabörnunum tveimur og síðar langömmubarninu sem kom oft í heimsókn. Fjölskyldan var henni allt og hún fylgdist grannt með störfum þeirra og áhugamálum. Þann 12. september síðastliðinn fór hún á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur og áætlað var að hún yrði þar í nokkrar vikur, en það fór á annan veg því að hún andaðist þar þann 24. október. Ég og fjölskylda mín vottum aðstandendum Vilborgar innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Erna Guðmundsdóttir BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. > s ZD ^ Múlalundur Viðskiptatækni 128 klst. Markaðstækni 60 klst. Fjármálatækni 60 klst. Sölutækni 36 klst. ^gE| Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan bækling w Viðskiptaskólinn Borgartúni 24, sími 62 66 55 Langar þig til að semja dægurlag? Eða læra meira um þín eigin lög? Nú er tækifærið! Námskeið í dægurlagagerð verður haldið í Tónlistarskóla F.Í.H. í Rauðagerði 27. Námskeiðið hefst 6. nóvember og er átta sinnum, 2 klst. í senn. Kennsla fer fram á kvöldin. Þú lærir um hljóma, tónfræði, textagerð, sögu dægurlaga, hljóðver, midi, höfundarrétt, samningagerð og margt fleira. Og síðast en ekki síst: t>ú færð lag þitt hljóðritað í hljóðveri í lok námskeiðsins. Kennarar verða þeir Stefán S. Stefánsson og Jónas Þórir Þórisson. Innritun og allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Tónlistarskóla F.Í.H. í síma 678255 milli kl. 17.00 og 19.00. Lágmarks þátttökuskilyrði. F ■■■■ V*7/ eldhús Hilluberar meö stál- Hilluefni oa innskápar Plastlagðar hurðir með ál- eða beyki- köntum. Skúffubrautir úr stáli, einstaklega hljóðlátar og falla sjálfkrafa í lok- aða stöðu. Skúffubotnar úr 16 mm spónaplötum harðplastlögðum báðummegin. DÚETT - NÝJA ELDHÚSLÍNAN frá Ármannsfelli þar sem gæöi og góöar lausnir fara saman. Funahöfða 19, sími 685680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.