Morgunblaðið - 01.11.1989, Síða 32

Morgunblaðið - 01.11.1989, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 + Ingibjörg G. Hilmars- dóttir - Minning Fædd 25. ágúst 1971 Dáin 21. október 1989 Augu okkar fylltust tárum þegar við fréttum að æskuvinkona okkar hefði látist í hörmulegu bílslysi, að hún sé farin og komi ekki aftur. Við ólumst upp í sama hverfi í sextán ár, þangað til að hún flutti í hinn enda bæjarins. Við gengum í gegnum súrt og sætt og upplifðum margar ógieymanlegar stundir. Því það var alltaf fjör þegar við komum saman þijár. Við stóðum alltaf sam- an hvað sem á gekk. Ingibjörg var mjög ákveðin, dug- SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ICELAND SYMPHONY ORCHESTRA TÓNLEIKAR UTAN ÁSKRIFTAR í Háskólabíói laugardaginn 11. nóvember kl. 17.00 Óperusöngkonan heimsfræga KATIA RICCIARELLI syngur aríur eftir Mozart, Catalani, Cilea, Rossini og Bellini Stjórnandi: Petri Sakari Aðgöngumiðasala í Gimli við Lækjargötu. Sími 62 22 55. Opið frá kl. 9-17. // wmammm í E" Samkort leg og góð stúlka, hún vildi öllum vel -og vildi enga vorkunn þó eitt- hvað bjátaði á, því hún var mjög sjálfstæð. Hún var mikill dýravinur. Hún átti marga vini og var vinur vina sinna. Hún skilur eftir sig stórt skarð og hennar er sárt saknað. Aldrei heyrum við aftur hennar sérstæða hlátur sem kom okkur alltaf í gott skap. Aldrei datt okkur í hug að við ættum eftir að skrifa minningargrein um elsku Ingi- björgu okkar. Hún átti allt lífið framundan og margt ógert, því spyrjum við, hvers vegna hún, ung stúlka í blóma lífsins. Henni hlýtur að vera ætlað mikilvægt hlutverk hinu megin: Við sem fengum mað kynnast henni þökkum samfylgdina og megi minning hennar lifa um ókomin ár. Megi guð styrkja fjölskyidu hennar í sorgum sínum. Blessuð sé minning hennar. Þungt er að skilja skapadægur skáru bönd benjar vöktu bliknar rós við reiðarslag þraut sár þeim er syrgja. (J.G.) Brynhildur og Gulla Hún Ingibjörg frænka er dáin, þessi orð hljómuðu í eyrum mínum lengi því ég trúði ekki að svona ung manneskja gæti horfið á brott allt í einu. Ingibjörg var aðeins átján ára gömul þegar hún var tekin frá okk- ur, lífsglöð og sjálfstæð en hugsaði aldrei nema um einn dag í einu. Hún átti marga góða og trausta FESTINGARJÁRN FYRIR BURÐARVIRKI Þ.ÞORGBlMSSOH&CO ÁRMÚLA29, SI'MI 38640 vini, sem hún hefur eytt góðum stundum með en í alltof stuttan tíma. Ingibjörg og ég vorum systra- dætur og þótti mér vænt um hana ekki bara sem frænku heldur trausta vinkonu líka. Alltaf var gaman að koma í heimsókn til henn- ar því alltaf tók hún vel á móti mér o g mömmu þegar við fengum okkur göngutúr í Hlaðbrekkuna. Oft feng- um við að gista hvor hjá annarri þegar við vorum yngri og bíóferð- irnar voru ótalmargar. Síðustu dagarnir sem ég eyddi með Ingibjörgu voru um síðustu verslunarmannahelgi, en þar vorum við saman komin móðir hennar og systkini ásamt fjölskyldu minni. Þessir stuttu tímar sem ég gat eytt með Ingibjörgu eru mér mjög dýrmætir og ógleymanlegir. Megi hún hvíla í friði. Inga Þóra frænka Mig langaði að minnast í örfáum orðum systurdóttur minnar Ingi- bjargar Guðrúnar Hilmarsdóttur sem lést af slysförum 21. október síðastliðinn. Hún var yngst fjögurra systkina, en eldri eru Haraldur Páll, Þorlákur Ingi og Sigurbjörg Kristín. Foreldr- ar þeirra, Margrét Þorláksdóttir frá Arnardrangi í Landbroti Siguijóns- sonar og konu hans Ingibjargar Stefánsdóttur, og Hilmar Haralds- son frá Laufási í Vogum, en hans annað heimili var að Höfða í Kirkju- hvammshreppi hjá föðursystur sinni. Faðir Ingibjargar lést eftir erfiða sjúkdómslegu 29. desember 1974, þá liðlega þrítugur að aldri. Ingibjörg var því aðeins þriggja ára gömul þegar hún missti föður sinn. Það var hörð raun fyrir Margréti rnóður hennar að missa sinn góða mann svo fljótt frá fjórum ungum börnum. En svona er stundum gangur lífsins þó oft sé erfitt að skilja hvers vegna. Ingibjörg ólst upp með systkin- unum hjá móður sinni og Guð- mundi Jörundssyni sambýlismanni hennar. Hún var lífsglaður unglingur sem átti allt lífið framundan. Kristínu systur sinni reyndist hún hin mesta hjálparhella í erfiðleikum hennar. Ingibjörg var sú eina af systkinun- um sem ekki mundi eftir föður sínum, og saknaði hún þess mjög. Hún spurði okkur mikið um hann og hvernig maður hann hefði verið. Nú í haust fór hún með vinkonu sinni og frænda austur í Skafta- fellssýslu að vinna. Þau stunduðu vinnu á Kirkjubæjarklaustri og frændsystkinin fóru til frænda síns á Arnardrangi um helgar. Hún lenti í hræðilegu bílslysi á þessum slóðum sem varð hennar bani. Fullviss þess, að hennar heitasta ósk í lífinu rættist í dauðanum, það er ósk hennar að kynnast föður sínum, vil ég þakka samfylgdina lyrir mig og fjölskyldu mína. Systur minni og fjölskyldu hennar votta ég mína innilegustu samúð. Ingi- björg amma á Klaustri sem ekki kemst suður vegna heilsubrests er líka hjá ykkur í huganum. Einhvers staðar stendur, þeir sem guðirnir elska, deyja ungir. Sigurdís Þorláksdóttir og íjölskylda Auöi Sea stílhreint og glæsilegt. Seiðandi og mjúkur Borás sængur- fatnaður er sænsk gæðavara úr 100% mjúkri bómull. Borás sængur- fatnað færðu í fallegum litum og mynstrum sem prýða svefnherberg- ið. Hentug og góð gjafavara. Borás sængurfatnaður er strau- léttur, mjög endingargóður og sér- saumaður fyrir íslensk heimili. Þú færð Borás sængurfatnað í öll- um helstu heimilis- og vefnaðar- vöruverslunum landsins. W borás borás Zam fallegir og mildir litir. Svífðu inn í svefninn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.