Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 33 Arnar Ingólfs- son - Minning Fæddur 22. júní 1939 Dáinn 24. október 1989 Kær vinur er látinn. Hann Arnar okkar hefur öðlast kærkomna hvíld eftir baráttuna við erfiðan sjúkdóm. Fjölskylda okkar hefur átt margar góðar stundir með Arnari, Heddý, Sif og Kristjáni. Sérstaklega hafa jólin verið okkur kær. Þau verða óneitanlega tómleg í ár, þegar Arnar verður ekki með okkur. Við skemmtum okkur oft yfir góð- látlegri glettni hans. Hann var sér- staklega ljúfur og viðmótsþýður maður og við söknum hans mikið. Við skiljum illa tilganginn með því að maður er tekinn frá ástvinum sínum þegar hann er í blóma lífsins. En eins og Drottinn gefur þá tekur hann, þótt okkur sé tilgangurinn ekki alltaf ljós. En við tnium því að góður Guð hugi vel að Arnari og veiti ástvinum hans styrk í þeirra miklu sorg. Elsku Heddý, Sif og Kristján, megi algóður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Oðrum ástvinum Arnars vottum við einnig samúð okkar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama, en orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. _ (Ur Hávamálum.) Berglind og Þorsteinn Vinur minn Arnar Ingólfsson er látinn. Ekki óraði mig fyrir þeirri baráttu, sem framundan var, þegar hann hringdi í mig í marsmánuði og sagðist vera kominn á Borgarspítal- ann. Það tók sjúkdóminn hálft ár að leggja að velli þennan hrausta dreng. Þessi tími hefur verið Ijölskyldunni erfiður. Herdís hefur sýnt einstakan dugnað og þrek. Hún vék varla frá sjúkrabeði hans þennan tíma, nema vjnir og ættingjar hlypu í skarðið. Þannig sá hún til þess, að Arnar var aldrei einn og veitti honum styrk fram á síðustu stund. Arnar vann lengst af við verslun- arstörf. Hann tók við rekstri Banana- sölunnar að tengdaföður sínum látn- um 1979, þar til hún var seld og var um skeið forstjóri Ágætis. Hann hafði nýlátið af því starfi, er hann veiktist. Arnar vann mikið að félagsmálum. Hann var lengi í stjórn og formaður hverfafélags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi. Hann starfaði mikið með Lionshreyfingunni, var í stjóm og formaður Lionsklúbbsins Fjölnis og svæðisstjóri, þegar hann veiktist. Hann var félagi í Oddfeliow-reglunni. Við Arnar spiluðum mikið brids saman. Hann var góður spilamaður eins og í öllu því, sem hann tók sér fyrir hendur. Ég mun sakna hans við spilaborðið, en það má alltaf fá annan spilafélaga. Hitt er erfiðara að eignast góðan vin. Arnar Ingólfsson verður til moldar borinn í dag. Hann fór of snemma og vei'ður sárt saknað. Þessar línur eiga að bera Herdísi og börnunum hlýjar samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja þau i þeirra djúpu sorg. Magnús Eymundsson Góðvinur okkar og samheiji til margra ára, Arnar Ingólfsson, lést þriðjudaginn 24. október á Borg- arspítalanum. Fregnin kom okkur ekki á óvart, því við höfðum fylgst með erfiðri baráttu hans við illvígan sjúkdóm. Harmur okkar er mikill og söknum við þessa vinar okkar ein- læglega og biðjum algóðan Guð að styrkja eiginkonu hans, börn og aðra aðstandendur í sorg þeirra og veita þeim hughreystingu. Við áttum því láni að fagna að vinna með Arnari í Félagi sjálfstæð- ismanna í Mela- og Neshverfi allar götur síðan 1979. Arnar hafði for- mennsku með höndum 1985- 1987 og leysti hann þau störf af hendi llrvals amerískt sinnep með frönsku imfí Eitt það aiira besta Heildsölubirgðir: KARL K. KARLSSON & CO. Skúlatúni 4, Reykjavík, sími 62 32 32 með ágætum. Arnar var ákaflega þægilegur maður í öllum samskipt- um, kurteis og blíður en þó ákveð- inn, átti þægilegt með að finna orð- um sínum stað og laginn að ná því besta út úr samstarfsmönnum sínum. Hann sparaði hvorki tíma né fyrir- höfn fyrir félag okkar og dafnaði það vel, á meðan hann var við stjórn- völinn. Er honum nú þakkað hans óeigingjarna starf og munum við ávallt minnast hans' með virðingu. — Blessuð sé minning hans! F.h. stjórnar Félags sjálfstæðis- manna í Mela- og Neshverfi. Sigríður Arnbjarnardóttir Útsölustaðir: Steinar Waage - Toppskórinn - Útilíf - Sparta - Akranes, Versl. Óðinn - ísafjörður, Sporthlað- an - Akureyri, Sporthúsið - Egilsstaðir, Krumma- fótur - Vestmannaeyjar, Axel Ó. SKIÐAFERÐIR TIL AUSTURRIKIS Brottfarardagar: 3. og 17. febrúar^ 2 vikur Feröasktilstofa Guðmundar Jónassonar hf., Borgartúni 34, s. 83222. JAM - JAM óhefðbundið og skemmtileg litasamsetning. W Tiffany borás áferðarfallegt og látlaust. W borás Paradiso íburðarmikið með fallegu munstri. í Borás sængurfatnaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.