Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 Fundur Jóns Baldvins og Hurd utanríkisráðherra Bretlands: * Athug’asemdir Islend- inga verða hafðar í huga JON Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra átti í gærmorgun fiind með Douglas Hurd utanríkisráðherra Bretlands. Jón gerði Hurd grein fyrir viðhorfum EFTA-ríkjanna til nánara Evrópusamstarfs og fjallaði ítarlega um það sem gerst hefur í þeim málum að undanlbrnu á tíðum fundum milli EFTA og EB. Þeir ræddu um nokkur lykilatriði þeirra mála, sem niðurstöður munu að líkindum velta á. Báðir vildu steftia að því að í desember yrði hægt að taka ákvörðun um að formlegar samningaviðræður milli EFTA og EB geti farið fram á næsta ári, með það að markmiði að færa þessa tvo ríkjahópa nær hvorn öðrum. Enn- fremur kom Jón Baldvin á framfæri áhyggjum íslcndinga vegna áforma um byggingu endurvinnslustöðvar fyrir kjarnorkuver í Dounreay og ítrekaði óskir um viðræður ráðamanna um Hatton-Rockall svæðið. Ólafur Egilsson sendiherra í Lon- stöðvar fyrir kjamorkuúrgang í Do- don segir að ekki hafi verið efnt til fundarins í því skyni að taka þar mikilvægar ákvarðanir. „En það er mjög heppilegt að þetta tækifæri skyldi gefast núna strax í upphafi ráðheradóms Hurd, þegar hann er sem óðast að setja sig inn í mikilvæg mál sem undir hans ráðuneyti heyra," sagði Ólafur. Eftir að ráðherrarnir höfðu rætt málefni EFTA og EB, sneru þeir sér að tvíhliða málum sem snerta ísland og Bretland. Jón Baldvin lýsti áhyggjum íslendinga vegna ráða- gerða um byggingu endurvinnslu- unreay í Skotlandi. Hann lagði áherslu á hvílík alvara þama væri á ferðum fyrir þjóð sem byggði afkomu sína á sjávarfangi eins og íslending- ar gera. Hurd hét því að athuga- semdir íslendinga yrðu hafðar mjög vandlega í huga þegar kæmi að ákvörðun í málinu. Hurd sagði að ennþá hefði ekki verið tekin fullnað- arákvörðun um að reisa stöðina og sú ákvörðun réðist meðal annars af ítarlegri upplýsingum sem síðar myndu liggja fyrir um hugsanleg umhverfisáhrif slíkrar stöðvar. Hann bjóst við að allt að því sex ár líði þar til málið liggi þannig fyrir að hægt sé að taka ákvörðun. A þessu stigi hefðu aðeins verið heimilaðar undirbúningsrannsóknir og áætlanir. Jón_ Baldvin vék einnig að ágrein- ingi Islendinga, Dana fyrir hönd Færeyinga, íra og Breta um Hatton- Rockall svæðið. Hann minnti á að Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðhema gerði í febrúar síðastliðnum tillögu til Margrétar Thatcher for- sætisráðherra Breta um að efnt yrði hið fyrsta til viðræðna ráðamanna um ágreininginn. Hurd sagði að svar Breta hefði verið í undirbúningi og væri þess nú ekki langt að bíða að svarið lægi fyrir. Jón Baldvin hélt áleiðis til Ung- veijalands að loknum fundinum með Douglas Hurd. Þar verður utanríkis- ráðherra í opinberri heimsókn til 3. nóvember næstkomandi. Jón Baldvin mun eiga fund með settum forseta Ungveijalands, dr. Mátyás Szúrös, Miklós Nemeth forsætisráðherra, Gyula Horn utanríkisráðherra og Tamás Beck viðskiptaráðherra. VEÐUR / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR íDAG, 1. NÓVEMBER: YFIRLIT í GÆR: Um 250 km vestsuövestur af Reykjanesi er 962 mb. lægð sem þokast norðaustur og grynnist. Hiti verður víðast 3-7 stig. SPÁ: Sunnankaldi eða stinningskaldi um sunnanvert landið en austlægari og yfirleitt hægari í öðrum landshlutum. Skúrir eða slydduél sunnanlands og vestan- en léttskýjað á Norður- og Norð- austurlandi. Hiti 4—7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG:Hæg austlæg átt. Slydduél við norð- og austurströndina en þurrt vestanlands. Fremur svalt. HORFUR Á FÖSTUDAG: Þykknar upp með vaxandi suðaustanátt, fyrst suðvestanlands. Heldur hlýnandi. x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■| 0 Hitastig: 10 gráður á Cefsíus SJ Skúrir = Þoka = Þokumóða >, 5 Súld OO Mistur —I- Skafrenningur Þrumuveður X- r.a^ VEÐUR 1fÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 6 skýjað Reykjavik 6 þokumóða Bergen 10 hálfskýjað Helsinki 3 rignlng Kaupmannah. vantar Narssarssuaq +8 hálfskýjað Nuuk +9 skýjað Osló 8 skýjað Stokkhólmur 6 rigning Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 23 heiðsklrt Amsterdam 10 rigning Barcelona 24 léttskýjað Berlin 13 skýjað Chicago 6 súld Feneyjar 16 þokumóða Frankfurt 11 rigning Glasgow 11 úrkoma Hamborg 10 skýjað Las Palmas 28 heiðskírt London 16 skýjað Los Angeles 14 skýjað Lúxemborg 13 súld Madríd 20 léttskýjað Maiaga 23 heiðskirt Mallorca 24 léttskýjað Montreal 11 hálfskýjað New York 16 þoka Orlando 19 þokumóða París 16 rigning Röm 19 þokumóða Vín 17 skýjað Washington 17 rigning Winnipeg +4 skýjað Utanríkisráðherrar Breta og íslendinga, Douglas Hurd og Jón Bald- vin Hannibalsson, slá á Iétta strengi fyrir fund þeirra í London gærmorgun. Yiðræður um vanda Slippstöðvarinnar Nauðsyn að auka hlut íslendinga, segja stjórnendur skipasmíðastöðvanna JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra hefiir falið ráðuneytisstjóra iðnaðar- ráðuneytisins að hafa forystu um viðræður um lausn á vanda Slippstöðv- arinnar hf. á Akureyri en fyrirtækið sagði upp starfsfólki sínu í fyrra- dag. Stjórnendur íslenskra skipasmíðastöðva eru heldur svartsýnir á veturinn og segja að gengið hafi verið framhjá íslenskum stöðvum í nýsmíði skipa. Þeir vilja hertar reglur sem geri það að verkum að hlutur þeirra aukist og fiskveiðisjóður reyni að beina útgerðarmönnum til íslenskra stöðva. Vandi Slippstöðvarinnar hefur verið til umíjöllunar hjá stjórnvöld- um. Jón Sigurðsson sagðist hafa átt í viðræðum við forystumenn félags- ins að undanförnu. Til dæmis hefði hann kallað þá á sinn fund síðastlið- inn föstudag og rætt við þá með fjár- málaráðherra og sjávarútvegsráð- herra. Iðnaðarráðherra sagði að vandi fyrirtækisins væri fyrst og fremst vegna óselds skips sem væri í smíðum í stöðinni. Farið hefði verið út í þessa nýsmíði af ónógri fram- sýni þar sem sala skipsins hefði ekki verið tryggð. Jón sagði nauðsynlegt að finna leiðir til að Slippstöðin gæti komið skipinu í verð og sagðist hafa falið ráðuneytisstjóra að hafa forystu um viðræður um lausn vandans. Fiskveiðisjóður lánar 65% til smíða innanlands en 60% til smíða erlend- is. Þess má geta að áður fyrr var þessi munur meiri eða um 15%. Þeir sem eru í forsvari fyrir íslenskar stöðvar segja að þessi munur sé of lítill vegna mikillar niðurgreiðslu í nágrannalöndunum og ýmiskonar fyrirgreiðslu. Ef þetta breytist ekki á næstu misserum er útlitið mjög dökkt í íslenskum skipasmíðaiðnaði og framundan vetur án verkefna. „Nú hafa verið smíðuð um 50 skip og af þeim hafa íslenskar stöðvar aðeins fengið tvö eða þijú. Það er ekki vegna þess að við séum ekki samkeppnisfærir heldur er ekkert gert til að beina viðskiptum til okk- ar,“ sagði Sævar Birgisson, fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar Marsellíusar á ísafirði. „Fiskveiði- sjóður ætti að lána til dæmis 70% til innlendra stöðva og 50% til er- lendra. Það myndi strax bæta stöðu okkar. Auk þess ættu yfirvöld að reyna að jafna þetta út svo það séu ekki allir að smíða í einu. Það gerir það að verkum að næstu ár verður lítil sem engin nýsmíði," sagði Sæv- ar. Vantar samstöðu Jósef Þorgeirsson, framkvæmda- stjóri skipasmíðastöðvarinnar, Þor- geirs og Ellerts, sagði að fyrst og fremst vantaði samstöðu. „Það hafa komið fram margar hugmyndir til lausnar á vanda íslensku stöðvanna en það hefur ekki verið nógu mikil samstaða til að koma þeim í gegn,“ sagði Jósef. Hjá Þorgeiri og Ellert starfa um 130 manns og fyrirtækið vantar nauðsynlega verkefni eftir áramót. „Við erum að ljúka við Breiðafjarðar- feijuna og tvo hafnarbáta. Þegar því er lokið höfum við lítil sem engin verkefni,“ sagði Jósef. „Ég hitti mann í dag sem var nýkominn frá Danmörku. Þar sá hann sjö íslensk skip sem voru í meiriháttar breytingum. Vissulega er það rétt að við getum ekki tekið gömul skip uppí verð á nýjum. En það væri heldur ekki hægt í öðrum löndum ef ekki kæmi til aðstoð ríkis- ins. Ef við fengjum, þó ekki væri ■ nema lítinn hluta slíkrar aðstoðar, þá væri útlitið ekki svo dökkt í íslenskri skipasmíði," sagði Jósef. Verkamenn í Sundahöfii: Frestuðu vinnunni vegna fundarhalda „AUt verkafólk er í stríði við ríkisvaldið og daufa verkalýðsforustu," sagði Sigurður Rúnar Magnússon, aðaltrúnaðarmaður Dagsbrúnar hjá Eimskipafélagi tslands í Sundahöfn, en verkamenn þar funduðu í upp- hafi vinnu í gærmorgun og hófst vinna af þeim sökum ekki fyrr en klukkan tíu. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem harðlega er mót- mælt síendurteknum árásum ríkisvaidsins á lifsafkomu heimila almúga fólks. Jafiiframt var stjórn Eimskips send ályktun varðandi vinnulok þeirra sem eru komnir hátt á sjötugsaldur og fækkun starfsmanna í Sundahöfn. „Það er hægt að segja sem svo að maður skammast sín fyrir að vera vinstri maður og verkalýðssinni. Skattþorsti ríkisins er orðin slíkur að ég veit ekki hvar það endar. Þeir hirða hverja einustu krónu sem þeir mögulega geta og það má engu breyta," sagði Sígurður Rúnar enn- fremur. Hann sagði að þjóðfélagið snerist allt orðið um það að verja kjör þeirra sem ættu peningana. „Þeir sem eiga fjármagnið fá alltaf sitt og þá skipt- ir engu máli hagur fyrirtækja eða venjulegs fólks. Peningarnir bara kosta þetta og veskú og borgaðu. í ályktun fundarins segir að nú þegar hafi fjölda fólks verið steypt í glötun og ýtt fram á barm gjald- þrota. Lífsgleði og framkvæmdasemi hafi verið frá því tekin í skjóli vaxta- okurs og vísitölubindingar. Peningar og verðbréf séu meira virði en bros- andi böm. Sigurður sagði að bytj- að hefði verið að ræða um að halda þennan fund fyrir helgi „og þetta er bara byijunin. Við erum ekkert hætt- ir,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.