Morgunblaðið - 01.11.1989, Side 41

Morgunblaðið - 01.11.1989, Side 41
MORGÚNBLAÐIÐ MIÐVIKtJDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 41 VEL\AKANDI SVARIR í SÍMA 691282KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FCSTUDAGS tíí Þessir hringdu . . Útrýmingarstefiia? Danielle Somers hringdi: „Meðan Hitler réð yfir Evrópu fengu allir matarskömmtunar- miða og jafnt börn sem aðrir. Á íslandi fá hjón skattaafslátt en það er ekki sérstakur afsláttur fyrir fjölskyldur. Þeir sem eiga börn fá bamabætur, einn íjórða af því sem fólk fær í nágranna- löndunum. Fjölskylda með fimm börn fær 5 þúsund krónur í út- svarslækkun á ári og barnabætur að upphæð 100 þús kr. Svo það hlýtur að vera hagstæðara að vera barnlaus. Fyrirtæki getur rekið starfsmenn sína ef það gengur illa en foreldrar geta ekki hent út börnum sínum innan 16 ára aldurs. í mannréttindasátt- málanum segir að allir geti gifst og eignast fjölskyldu en þetta vantar alveg í íslensku stjórnar- skránna. Reyndar vantar alveg fjölskyldulög. Stjórnvöld virðast fylgja útrýmingarstefnu gagn- vart fjölskyldunni." Góðir útvarpsmenn Sigríður hringdi: „Ég hlusta mest á Ríkisútvarp- ið, Rás 1 og Rás 2. Ég vildi gjarn- an heyra oftar í Ævari Kjartans- syni, Stefáni J. Hafsteinssyni, Gunnari Karlssyni og feiri ungum útvarpsmönnum sem fjalla um þjóðlífið á lifandi og skemmtileg- an hátt. Mér finnst að gamlir útvarpsmenn, sem kannski hafa verið vinsælir á sínum tíma, mættu gjarnan fara að víkja meira fyrir yngri mönnum og við það myndi dagskráin tvímæla- laust batna.“ Köttur Fjögura mánaða fress fór að heima frá sér að Fögrukinn 1, Hafnarfirði miðvikudaginn 25. október. Hann er svartur með hvítar hosur, hvíta bringu og höku. Kisa er sárt saknað. Ef einhver getur gefíð upplýsingar um ferðir hans vinsamlegast hringið í síma 50399. Ákeyrsla Ekið var á rauða Nissan fyrir utan verslunina Glóey Ármúla 19 hinn 13. október sl. Vitni eru beðin að hafa samband í síma 46331. Páfagaukur Hvítur páfagaukur hvarf frá Hjallabraut í Hafnarfirði 26. október. Vinsamlegast hringið í síma 54356 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Ráðamenn líti sér nær María hi'ingdi: Ráðamenn eru duglegir að hækka við sig laun, dagpeninga, bílastyrki o. fl. en setja jafnframt lög sem gera öryrkjum nær ómögulegt að komast af. Ef ör- yrki vinnur eitthvað svolítið er örorkustyrkurinn tekinn af hon- um og fínnst mér þetta mjög örfugsnúið, að bijóta svona niður sjáfsbjargarviðleitni fólks. Ráða- menn ættu að líta sér nær og skera niður hjá sjálfum sér í stað þess að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.“ Þakkir Kona hringdi: \ „Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til ökumanns Volvobifreiðar sem var á leiðinni niður Bildshöfða á fímmdudag en hann benti mér á að ég hefði gleymt veskinu mínu upp á þaki bílsins. í veskinu var aleiga mín, bankabók og skilríki, og hefði ég verið illa stödd ef ég hefði týnt því.“ Kostnaðurinn af Stefáni Valgeirssyni EUilífeyrisþegi hringdi: „Forsætisráðherra á að láta meðráðherra sína borga kostnað- inn af Stefáni Valgeirssyni því hann veitti þeim embættin en þjóðin ekki.“ Budda Lítil brún leðurbudda með smellu tapaðist á Lækjartorgi. í buddunni voru peningar og hú- sykill. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 33764. Lyklakippa Lyklakippa með tveimur bíl- lyklum fannst fyrir nokkru. Á kippunni er fjölskyldumynd. Upp- lýsingar í síma 691155. Úr Seiko gullúr tapaðist í ná- grenni Bústaðakirkju. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 33872. Fundarlaun. Hátíðnihögnar Spurt var eftir hátíðnitækjum, sem fæla burt mýs, í Velvakanda fyrir nokkni. Slík tæki fást hjá Son sf. í Einholti 2 og Búnaðar- deild Sambandsins í Armúla 3. Taska Blár bakpoki tapaðist í grennd við Litlu kaffistofunni í Hveradöl- um. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 37626. Köttur Steingrár köttur með hvítar hosur og hvítur á bringu hefur verið í óskilum í Krummahólum síðan á föstudag. Hann er með bláa hálsól. Eigandi hans er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 78557. Gullhringur Gullhringur með plötu með steinum í tapaðist við Álfheima eða í Borgartúni. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 24440 að deginum. Fitusnautt heilsufæði Til Velvakanda. í tilefni af grein Guðrúnar Guð- laugsdóttur um fítusnautt fæði sem birtist í Morgunblaðinu föstu- daginn 20. október langar mig til að benda fólki á Mori-Nu-tofu sem ég kaupi í Hagkaupsbúðinni í Kringlunni. Það fer ekki mikið fyr- ir því þar, en þið finnið það í græn- metisborðinu í litlum bláum pökk- um. Þetta Mori-Nu-tofu er eina tofu-tegundin sem ég hefi fundið í bakteríufríum umbúðum og geymist það mjög vel. Jafnvel mánuðum saman. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. En hvað er Mori-Nu-tofu kann einhver að sþyija. Tofu er unnið úr sojabaunum og kemur í staðinn fyrir kjöt og físk og ýmsar aðrar matvörur í hinum ýmsu réttum og er alveg sérstaklega holl, næring- arrík og góð fæða sem inniheldur mikið af próteini en er snautt af kolesteróli og fitan er aðeins 3 prósent. Þá vil ég taka undir með hús- móður á Suðurnesjum sem benti fólki á sojakjötið sem fæst í Fræ- korninu á Skólavörðustígnum. Ég nota það mjög mikið og á mínu heimili kemur það nú alveg í stað- inn fyrir kjöt. Þetta er líka hollt og gott fitusnautt fæði, laust við kólesterólmettaða fítu og mörg önnur ósækileg efni fyrir heilbrigði mannslikamans. Svo er það líkja mjög ódýrt, kostar aðeins brot af því sem mað- ur borgar fyrir venjulegt kjöt og drýgir því matarpeninga heimilis- ins. Með hveijum poka fylgir upp- lýsingabæklingur með mörgum góðum uppskriftum. Ég ráðlegg því fólki að prufa þessar fitusnauðu og hollu vörur. Þær hafa reynst okkur vel og koma sér vel í dýrtíðinni sem við búum við. Björk Reynisdóttir Rykgrímur fyrir allar aðstæður ÁRVfK ÁRMÚLI 1 - REYKJAVÍK — SÍMI 687222 -TELEFAX 687295 Áskriftarsiminn er 83033 Þúl Já, þú! Við höfum ætíð tíma fyrirþig. Við erum lítil, heimilisleg og ódýr. Verð aðeins: 10 tímar á 2000 kr. 20 tímar á 3000 kr. V/SA* sólbaðsstofa ® 621440 Sendum um allan heim! Jólasveinar eruákreiki I U11U111 tí| aft minna ykkur á, aö óöum í Hafnarstræti »ts .Sann fyrir sér ef jólagjafirnar fil vina og ættingja erlendis eiga aö ná fram í tíma... Við göngum trá og sendum jólapakkana um allan heim. Allar sendlngar eru fulltryggðar yður að kostnaðartausu. RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI 19 v Fjarstýrður dyravörður STANLEY bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu er eins og sívakandi dyravörður sem opnar og lokar þegar þrýst er á hnapp. Aukið öryggi, aukin þægindi. „Sá búnaður sem kemur helst til greina er hinn íviðurkenndi STANLEY. Hann er hraðvirkur; öryggisbúnaður virkaði eins og til var ætlast og i hægt er að fá mikið af gagnlegum aukabúnaði. 1 Við völdum hann sem bestu kaupin". Hið útbreidda og virta neytendablað CONSUMER REPORTS (okt. 88) gerði úttekt á bílskúrshurðaopnurum. STANLEY kom út sem bestu kaupin. STANLEY Vörur sem eru viðurkenndar fyrir gæði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.