Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag er það umfjöllun um ójafnvægi sem getur mynd- ast ef of mikið eða of lítið er of lofti eða vatni í stjömu- korti. Sterkt loft Þegar of mikið er af Tvíbura, Vog og Vatnsbera í einu og sama kortinu er hætt við að viðkomandi verði of „loft- kenndur" eða lifi of mikið í heimi hugmynda og verði það .vitsmunalega sinnaður að hann eigi erfitt með að ná sambandi við „venjulegt" fólk. Undirritaður þekkir t.d. listamann sem útskýrir verk sín með svo gífurlegu magni af orðum að flest öllum verða þau óskiljanleg. Hætta lofts- ins er því m.a. sú að týnast í orðaleikjum eða hugtaka- þvælingi. Loftkastalar Loftið getur því skapað hættu á að. tala of mikið. Annar veikleiki er fólginn í því að vera of hugmynda- ríkur. Það getur vísað til þess að hugsað er meira en fram- ’* kvæmt, en einnig til þess að of hugsunin verði og afkasta- mikil og leiði til þess að við- komandi týni sér í rökræðum við sjálfan sig. Ósjálfstœði Þar sem loftið er frumþáttur félagsiegs samstarfs ekki síður en hugsunar og hug- mynda getur of mikið loft leitt til ósjálfstæðis. Það get- ur skapað mann sem á erfitt með að vera einn með sjálfum sér og standa á eigin fótum. Hann þarf sífellt að spyija aðra álits, ræða málin og vera úti á iífinu, sbr. persóna sem „sóar“ meirihluta af tíma sínum í hangs á kaffi- húsum. Loftleysi Skortur á lofti lýsir sér í andstöðu þess sem framan var lýst. Fólk sem hefur eng- an persónulegan þátt í Tvíbura, Vog og Vatnsbera getur átt í félagslegum og hugmyndalegum erfiðleik- um. Það þýðir ékki að loft- laust fólk hugsi ekki eða sé illa gefið, heldur að það á til að einangrast í hugarheimi sínum. Sérviska Loftið er fyrst og fremst táknrænt fyrir flutninga. og það að flytja boð milli manna. Þeir sem hafa lítið loft geta átt í erfiðleikum með að taka á móti boðum frá öðrum og jafnframt að koma hugmynd- um til annarra. Dæmi um þetta er sérviska, það þegar fólk einangrast í eigin hugar- heimi og skilur ekki skoðanir annarra. Skortur á lofti getur því leitt til tjáskiptaörðug- leika. Einangrun Félagsleg einangrun er ein af afleiðingum þess þegar loftsmerkin láta ekki sjá sig í stjörnukorti. Vegna þess að hugmyndaleg tengsl eru lítil ná þeir sem hafa engin lofts- merki ekki til annarra og eiga litla samleið með öðrum. Merkúrog Venus Þó ákveðinn einstaklingur hafi enga af persónulegu þáttunum, Sól, Tungl, Merk- ur, Venus, Mars, Rísandi og Miðhimni í lofti þýðir það ekki að hann sé dæmdur til sérvisku og félagslegrar ein- angrunar. Merkúr eða Ven- us, t.d. á Miðhimni, vinna gegn loftleysi. Það má heldur ekki gleyma því að það á að gera sér grein fyrir ákveðnu ástandi og hafa vilja til að vinna með þau vandamál sem það skapar getur leyst margt. GARPUR ILONGQ S/p/)/2 J AHÆ- HEPPN/ /1E> ALDREI 4a/D- LIT/J I pETTA EH/PTÍ kOMA Þd AESE/pt/ GHRPS vel ry/s/R. m/g ' GRETTIR ( GRetti^ ertu ap y \F/fRd /WÉe. í RÓHUÐ?!/ y HVAPER pAÐ SEOH ER\ /V1EP 6 LAPPIR 06 GET-1 UR EKXI SysiT i APPELT BRENDA STARR T/L- HA/PONGTU B/ZGNDA ! Z/Ð VOR-UM M'ATULGGa T/LBU/N /HE£> „ H/N/Z GFT/PL 'ýsru " f HVAD AMARAÐ, LTÖE4M? HErURÐU EN ’AHVGGTUR AF /V/ AP BOTTOML/NG HiUA// SENPA Þl<5 T ÖT- LJOSKA ,03 ÉG VIL HELPUR FARA Aftuk til Þessa prau/MS en KLÆBA MlG OG FAEA / V//NN FERDINAND SMAFOLK EVERV VETERAN5 PAV I 60 0VERT0BILL MAULPIN'S H0U5E, ANP WE QUAFF A FEU) R00T 3EER5... OL BILL ANP I AGREE ON EVERVTHIN6.. /EXCEPT HE NEVER ( TAKE5 ANV OF MV VCARTOON IPEA5.. -----" Alla daga uppgjafahermanna fer við Bill gamli erum sammála um Nema livað hánn tekur aldrei mínar ég til Bill Mauldins og við fáum allt. hugmyndir um efhi. okkur nokkra bjóra. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Ef veitt væru verðlaun fyrir „ömurlegasta útspilið", kæmi aðeins eitt til greina, sögðu skýr- endur á HM, og áttu við þetta hér: Vestur gefur; ailir á hættu. Vestur ♦ 984 ¥ÁK6 ♦ K103 ♦ G1085 Norður ♦ KD ¥ G109 ♦ 874 + K9643 Austur II ♦ 1076532 ¥ D852 ♦ 52 ♦ D Suður ♦ ÁG ¥743 ♦ ÁDG96 ♦ Á72 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 lauf Pass 1 tígull Pass 1 grand Pass Pass 3 grönd Pass Pass Útspil: laufgosi. Spilið kom upp í átta sveita undankeppni milli Ástralíu og Indlands, Indveijinn í vestur var heldur ólánssamur með útkom- una. Suður fangaði gosa og drottningu með ás heima, og svínaði svo sjöunni í öðrum slag! Þrátt fyrir fimm slagi á lauf á sagnhafi ekki nema átta slagi beint. Hann verður að svína fyr- ir tígulkónginn, og þá getur vörnin tekið fjóra slagi á hjarta. En austur var sofandi fyrir mikilvægi hjartalitarins og henti einu í laufið! 12 IMPar til Ástr- ala. Umsjón Margeir Pétursson Á meðan heimsbikarmótið í Skellefteá í Svíþjóð stóð yfir var einnig haldið kvennamót. Þessi staða kom þar upp í viðureign sovézku kvenstórmeistaranna, Nana Aleksandrija (2.375) og Lidija Semenova, sem hafði svart og átti leik. 31. - Dxh3!, 32. gxh3 - g2+, 33. Kgl - gxfl=D+, 34. Kxfl — Bxh3+ og hvítur gafst upp, því hann er mát eftir 35. Kh2 — Bh4. Nina Gurieli frá Sovétríkjun- um sigraði örugglega í kvenna- flokknum, með 8 v. af 10 mögu- legum, Semenova kom næst með &í v. og síðan Aleksandrija með 6 v. Nieves-Garcia frá Spáni hlaut 'Sk v. og lestina ráku norsku stúlk- urnar Ingrid Dahl með 34 v. og Sylvia Johnsen með 'k v. Af ein- hverjum ástæðum tók engin sænsk stúlka þátt í mótinu. Verð- laun í þessu öfluga móti voru öll fatakynS, sovézku stúlkunum til mikilla vonbrigða, þær hafa líklega talið að Svíar væru lengra komnir í jafnréttismálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.