Morgunblaðið - 01.11.1989, Síða 31
MORGUNBLABIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989
Agústa P. Jóns-
dóttir — Minning
Hún Gústa okkar er dáin, það
er viss söknuður við fráfall hennar,
hún var eina frænka barna minna
í föðurætt og Gunnars Mosty er
lést af slysförum, systursonar henn-
ar, er hélt alltaf sambandi við okk-
ur með sinni tryggð og umhyggju
sem hún ein kunni, svo látlaus
fáguð og traust en samt svo óháð
öllu og öllum afskiptalaus, en alltaf
tiibúin að rétta hjálparhönd og
styðja við okkur sem hún gerði alla
tíð frá því að ég kynntist henni eða
fyrir um 25 árum síðan.
Alltaf mundi hún eftir litla
frændfólkinu sínu, bæði á jólum og
afmælum, sem hún hafði jú gert
frá því þau fæddust að undan-
skildri Köllu dóttur minni sem var
2 ára er hún kom inn í þessa fjöl-
skyldu, en hana tók hún sem sína
frænku frá byijun og var hún henn-
ar uppáhald. Það kom alltaf eitt-
hvað fallegt upp úr pökkunum frá
henni, eins var það með jólapakkana
hennar, þeir voru fallegastir við
jólatréð, börnin þekktu þá alltaf úr
því þeir voru svo fallega skreyttir.
Nú koma ekki fleiri jólapakkar frá
henni, en þeir voru nú orðnir ansi
margir síðustu árin því alltaf fjölg-
aði börnunum, litlu frænkurnar
hennar eru orðnar fullorðnar og
búnar að eignast börn, og það var
ekki við annað komandi en að gefa
öllum því Gústa var í raun og veru
i ömmuhlutverkinu hjá mínum
börnum þótt hún hafi aldrei orðið
amma. Þá var litið á hana sem
slíka en Gústa átti engin börn sjálf
en samt átti hún börn út um allan
bæ, bæði frænkur og frændur og
börn vinafólks síns, þau voru all-
staðar börnin hennar.
Gústa var fáguð og falleg kona
og þannig var einnig hennar per-
sóna og framkoma, skriftin hennar
var líka falleg og fáguð og ég held
að fáir hafi haft jafn fallega rithönd
og hún.
Gústa var sérstaklega smekkleg
kona bæði í klæðaburði sem og í
öðru, hún var svo sérstök að ég
held að hún hafi átt engan sinn
líka, það mundu allir eftir henni sem
sáu hana eða kynntust, svo eftir-
lektarverð var hún, en samt svo
látláus. Það væri hægt að skrifa
mikið meira um hana.
Við minnumst þess er við dvöld-
um hjá henni og systrum hennar í
sumarbústað í Munaðarnesi fyrir
um 16 árum, ég með dætur mínar
þijár, þá yngstu tveggja ára, en
þær muna eftir því er Gústa fór
með þær út í rólurnar og ýtti þeim
af stað, þar kunni hún við sig með-
al barnanna, gönguferðirnar urðu
líka margar, því hún var mikið fyr-
ir göngu sér til heilsubótar.
Það er eitt sem mig langar að
minnast á er ég skrifa um þessa
yndislegu og góðu konu, skjald-
bökuna hennar sem henni var færð
er hún fór í mikinn hjartauppskurð
fyrir mörgum árum, þessi sjaldbaka
átti að gefa henni betri heilsu sem
hún gerði og það fannst Gústu því
hún trúði á hana. Þessa skjaldböku
færði hún mér eftir að Gunnar,
maðurinn minn, lést, svo að ég
mætti ná aftur heilsu eins og hún,
hún var hjá mér í nokkur ár eða
þar til í sumar er Gústa veiktist,
þá bað hún um að fá hana aftur
til sín svo hún gæti fært henni
bata á ný en í þetta skiptið gat hún
ekki hjálpað, það gat enginn.
Gústa er búin að kveðja mig í
hinsta sinn, en það gerði hún er ég
fór til hennar nokkru áður en hún
lést, þá var hún hress og kát og
þannig vil ég minnast hennar. Ég
kveð elsku Gústu mína að sinni og
þakka henni af alhug fyrir alla þá
umhyggju er hún sýndi mér og
börnum mínum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ester Jörundsdóttir
Það er erfitt að sætta sig við
að hún skuli vera farin og komi
aldrei aftur. Það kemur enginn í
hennar stað, hún var alveg sér-
stök. Hún var okkur mjög góð, hún
var vinur.okkar. Fyrir það langar
okkur að þakka henni. Við kveðjum
hana með söknuði og aldrei mun
sá dagur líða að við munum ekki
á einhvern hátt verða 'minnt á
hana. Við vorum lánsöm að kynn-
ast henni. Við þökkum henni fyrir
allt, við vitum að henni líður vel
núna.
Palli og Auður
Nú er hún Gústa okkar farin.
Þegar mamma sagði mér frá því
átti ég mjög erfitt með að trúa því
vegna þess að ég og Kalla systir
höfðum farið til Gústu upp á spít-
ala nokkrum dögum eftir afmælið
hennar. Við tókum dætur okkar
með og Gústa var svo ánægð að sjá
þær.
Þegar við löbbuðum upp stigann
á spítalanum þá heyrðum við
Gústu vera að hlæja, hún virtist
vera í mjög svo skemmtilegum
samræðum og ég sagði við Köllu
að hún væri örugglega nokkuð
hress og það voru orð að sönnu,
þarna sat hún framnii á gangi með
fólkinu sem voru með henni á deild-
inni sem hún hafði kynnst, já,
þarna sat hún í nýjum jogging-
galla og svo hress að sjá, hún leit
út fyrir að vera fertug en ekki sjö-
tug með ný lakkaðar neglurnar og
svo samt eins og hún var ævinlega
og ég man að þegar ég var yngri
fannst mér Gústa alltaf svo rosa-
lega flott og ég ákvað að þegar
ég yrði eldri að þá ætlaði ég að
hafa svona flottar neglur eins og
Gústa frænka hafði.
Þegar við sátum þarna frammi
á gangi varð mér hugsað til þess
þegar ég kom fyrst til Gústu á
spítalann með mömmu. Þá sagði
hún okkur að kíkja út um
gluggann sem við gerðum og sáum
við þar þijá þrastarunga í hreiðri
á syllu sem var neðst við gluggann
og Gústa sagði okkur frá því að
hún ásamt fólkinu sem var með
henni á deildinni væri búið að fylgj-
ast með þessu frá upphafi eða al-
vég frá því að mamman byijaði
að búa til hreiðrið, hún var svo
heilluð af þessum litlu krílum og
hún sagði okkur að það væri búið
að skíra alla ungana en ég man
nú ekki hvað þeir voru skírðir.
Þegar ég heimsótti Gústu seinna
sagði hún mér að fuglarnir væru
dánir og hún sagði þetta með hálf-
gerðri eftirsjá.
Gústa bauð svo dóttur hennar
Köllu appelsín að drekka sem hún
þáði og þetta minnti okkur Köllu
á að þegar Gústa bjó á Hofsvalla-
götunni og við smástelpur að fara
í heimsókn til Gústu með mömmu
og pabba á sunnudagsrúntinum,
það var eins og að komast í sæl-
gætisbúð að koma til hennar, hún
var alltaf með nammiskál á stofu-
borðinu sem var troðin af allavega
sælgæti og skálin var nú ekki
lengi að tæmast, þó svo að mamma
hefði verið búin að biðja okkur um
að vera kurteis og borða ekki
svona mikið, reyndar vorum við
fjögur um hana því Helga María
og Garðar kynntust henni líka.
Þegar Gústa var búin að hella
á könnuna máttum við systkinin
fara í ísskápinn og velja okkur
gosdi-ykk, svo var sest inn í stofu
með gosflöskurnar og rörin fyrir
framan nammiskálir.a sem Gústa
var svo iðin við að fylla. Þegar við
Kalla minntumst á þetta við hana
fór hún að hlæja.
Sumarið sem pabbi miiin; Gunn-
ar Mosty, dó stóð ekki á hjálp frá
Gústu, hún útvegaði mér vinnu á
Pósti og síma og ég vann þetta
sumar með Gústu frænku sem mér
fannst mjög gaman, við unnum
reyndar ekki í sömu deild, og ekki
á sömu hæð, en við hittumst alltaf
í mötuneytinu í kaffi- og matartím-
um, ég vann tfið vélritun og bjó
ég lengi að þessu sumri á Pósti
og símá og það var Gústu að
þakka því ég vann mjög mikið við
vélritun eftir þetta sumar. Já,
svona var Gústa alltaf tilbúin að
rétta fram hjálparhönd og ég man
að nokkrum dögum fyrir jarðarför-
ina hans pabba fór Gústa með mig
niður í bæ til að kaupa á mig
kápu, ég var aðeins 15 ára og
Gústa vildi endilega kaupa á mig
kápu sem hún hafði séð í bænum
og fyrst Gústu fannst hún flott þá
hlaut það líka að vera, svo við örk-
uðum saman í bæinn og keyptum
kápuna sem kom að góðum notum.
Já, þær voru nú ekki af verri end-
anum gjafirnar frá henni og hún
hætti nú ekki þó svo að við systurn-
ar værum allar komnar með börn,
og daginn eftir að dóttir mín fædd-
ist kom Gústa auðvitað upp á spít-
ala með pakka, hún tók nú bara
strætó eins og hún var vön til að
koma að sjá litlu frænku sína og
hún lét sig nú ekki vanta í skírnar-
veisluna hennar.
Ég á mjög erfitt með að trúa
því að Gústa sé dáin því þegar ég
hugsa til baka finnst mér Gústa
ekki vera deginum eldri en ég man
hana fyrst. Mér finnst eins og ég
geti endalaust talað um hana, svo
margar eru minningarnar.
Að endingu þakka ég þær mörgu
skemmtilegu stundir sem ég átti
með Gústu og bið góðan Guð að
styrkja alla aðstandendur, vini og
vandamenn.
Rósella G. Mosty
Foreldrar Ágústu voru hjónin
Jón Daníelsson, ættaður frá Skáld-
stöðum í Eyjafirði, og Petrína Sigr-
ún Guðmundsdóttir, fædd og upp-
alin í Strandasýslu. Petrína var
tvígift, fyrri maður hennar var
Ágúst Guðmundsson frá Kjós. Þau
eignuðust fimm börn. Ágúst lést
langt um aldur fram. Árið 1917
fluttist Jón Daníelsson að Kjós og
giftust þau Petrína nokkru síðar.
Petrína og Jón eignuðust þijár
dætur, Ingibjörgu, Ágústu og Guð-
rúnu, allar símadömur lengst af í
Reykjavík. Guðrún lést 3. júlí á
síðasta ári. Ingibjörg er því eina
systirin sem er enn á meðal okkar
ásamt hálfbróður sínum frá fyrra
hjónabandi Petrínu, Guðmundi
Ágústssyni, sem býr með fjöl-
ÞórhaJlur HaUdórs
son - Minning
Fæddur 11. ágúst 1922
Dáinn 24. október 1989
Við lékum okkur saman að legg og skel,
ljúft var vor og bjart um ijöll og dal.
Elskulegur fósturbróðir okkar,
Þórhallur Halldórsson, er horfinn
yfir móðuna miklu, þá miklu móðu,
sem við öll förum yfir þegar stunda-
glas okkar er út runnið.
Hann hét eftir móðurforeldrum
okkar, Halldóri og Þórdísi. Er Hall-
dór faðir hans lést, stóð móðir hans
ein uppi á afdalakoti með fimm
unga syni. Halli var í miðið, tveir
yngri og tveir eldri. Foreldrar okkar
ákváðu þá að taka Þórhall í fóstur.
Hann var þá þriggja og hálfs árs
gamall. Brýnt var fyrir okkur systk-
inum og sérstaklega fyrir mér, sem
þá var yngst, hve erfitt- það væri
fyrir lítinn dreng að fara frá foreld-
rum sínum og bræðrum til ókunn-
ugs fólks. Ég held við höfum skilið
það öll. Mér fannst þetta voðalegt,
kenndi sárlega í brjósti um hann,
ég gat ekki hugsað mér að sofa
eina nótt á næsta bæ, þó ég þekkti
fólkið þar vel. Því tók ég því með
glöðu geði að láta honum eftir bedd-
ann minn, er stóð fyrir framan rúm
pabba og mömmu. Mér var stungið
í bólið hjá Kötu systur. Fljótlega •
tók þessi litli snáði gleði sína. Föð-
ursystir hans, er kom með honum
til okkar, hélt til síns heima. Allt
gekk þetta vel, ég fékk ákjósanleg-
an leikfélaga, því aðeins var
tveggja ára aldursmunur á okkur.
Við urðum samrýnd og lékum mik-
ið saman, gengum saman í skólann,
þegar hann var á Stað, þar var
hópur af gæsum, gassinn var
grimmur, kom gapandi á móti okk-
ur. Við stóðum þá þétt saman hlið
við hlið og börðum hann með skóla-
töskunum okkar, þetta ráð gaf
prestsfrúin okkur og dugði það vel.
Margir snúningar falla til á sveita-
bæjum, sem auðvelt er fyrir krakka
að annast, þannig að við höfðum
alltaf nóg að stússa. Eitt atvik er
mér minnisstætt, okkur var sagt
að sækja sand niður að á (gólfin.
voru þá alltaf þvegin með sandi),
við bárum hann í poka á bakinu.
Ég sé að djúp spor myndast í gras-
svörðinn og segi: nú er ég eins
þung og hestur, neihei, segir Halli.
En hvað þú ert vitlaus, enginn
maður er eins þungur og hestur.
Hann var strax mjög glöggur og
verkhagur. í þann tíð þekktist lítið
að krakkar fengju aðkeypt leikföng.
Við lékum okkur að legg og skel —
höfðum búskap með kýr, kindur og
hesta. Kúskeljar voru kýr, leggir
voru hestar og gimburskeljar, svo-
kallaðar, voru kindur, nú skilja
sennilega fáir svona tal. Krökkun-
um fjölgaði, tvö bættust í hópinn
með þriggja ára millibili, bróðir og
systir. Tíminn leið, við uxúm öll úr
grasi, unnum saman sem unglingar
og fulltíða fólk. Leikirnir gleymdust
að mestu, þó kom það fyrir að stans-
að var við hálfhrundar kofatóttir,
sem við höfðum byggt sem krakk-
ar.
31
skyldu sinni í Hafnarfirði.
Það er ekki ætlan mín að skrifa
langt mál um lífshlaup Ágústu
Jónsdóttur, enda ekki í stíl við
skap og lífsmáta hennar. Ég vil
aðeins ekki láta hjá líða að færa
henni þakkir mínar og konu—
minnar, frænku Ágústu, og barn-
anna okkar fyrir það að hafa átt
hana að samferðamanni og vini.
Ágústa Jónsdóttir bar orðið vin-
ur afar vel. Hún var vinur í gleði
og mótlæti, með stillingu sinni og
yfirvegaðri og látlausri framkomu,
byggt á góðum gáfum og raun-
sæi. Hún var alla sína tíð að gefa
öðrum af sjálfri sér, gleðja ein-
hvern, hjálpa einhveijum. Fram á
síðustu stund, helsjúk, var hún á
sífelldum þönum við að hlúa að og
hjálpa samvistarfólki sínu á y
Landspítalanum.
Ágústa var góðum gáfum gædd.
Hagmælt vel eins og þær systur
allar. Þjóðfélagslegar skoðanir
hennar mótuðust af sannfæringu
og trausti tii þeirra sem hún trúði
að myndu hjálpa lítilmagnanum.
mest.
Við hjónin og börnin okkar send-
um Ingibjörgu systur hennar og
öðrum skyldum og tengdum okkar
innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum þess að Ágústa fái notið
friðar og blessunar.
Þórarinn St. Sigurðsson
Hún Gústa okkar er dáin.
Þó okkur hafi grunað að hveiju **
stefndi kemur dauðinn alltaf á
óvart. Ekki ætlum við að rekja
ættir Ágústu Jónsdóttur frá Kjós,
það verða sjálfsagt aðrir færari um
það. En okkur samstarfsfélögum
Ágústu langar til að sýna henni lít-
inn þakklætisvott með því að skrifa
þessar línur, því hún var góður
starfskraftur og ávallt vel liðin af
öllum.
Ágústa starfaði nærfellt allan
sinn starfsaldur hjá Pósti og síma,
eða í 50 ár, var ljúf í framkomu’*’
og vildi hag stofnunarinnar sem
mestan. Við sem störfuðum með
henni í gegnum árin, vissum hvern
mann hún bar. Barngóð var hún
með eindæmum, börn löðuðust að
henni, þó að hún eignaðist engin
sjálf, alltaf átti hún eitthvað til að
stinga upp í litla munna.
Ágústa var bókhneigð, enda var
hún fróð og víðlesin. Hún var mikil
kvenréttindakona, sem vildi hag
kvenna sem mestan í þjóðfélaginu,
síðustu árin starfaði hún mikið með
kvennalistakonum.
Margt væri hægt að segja um
hana Gústu en það hefði etki verið
að hennar skapi.
Við vottum systkinum hennar og -
öðrum nákomnum skyldmennum
samúð okkar. Megi minning hennar
lifa.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt. -
Starfsfólk skrifstofu
símstjórans í Reykjavík
Tímamir breyttust hröðum skref-
um, hópurinn tvístraðist, við stofn-
uðum okkar eigin heimili. Þórhallur
kynntist myndarstúlku á Hólmavík,
Ragnhild Friðjónsdóttur, gengu þau
í hjónaband og stofnuðu heimili
þar. Þau eignuðust mannvænle»éí
börn, sem nú eru uppkomin. Síðar
fluttu þau til Reykjavíkur. Halli
settist þá á skólabekk og nam
múraraiðn, er hann vann við meðan
heilsa hans entist. Að því kom að
þrek hans dvínáði og varð hann
algjör sjúklingur.
Ég sem þetta skrifa heimsótti
Þórhall okkar á Grensásdeildina.
Við áttum þar s'aman dýrmæta
stund. Hann sagði: „Okkur kom
alltaf svo vel sarnan." Þessi orð
hans mun ég ætíð muna.
Hann var mannkostamaður,.
glöggur á flest, prúður alia tið og
hógværðin sjálf. Við gleðjumst að
hann þurfi ekki að þjást lengur og
biðjum honum guðsblessunar. Fjöl-
skyldu hans vottum við samúð okk-
ar. Minningin um hann mun ætíð
veita okkur Ijós og hlýju.
Fyrir hönd okkar systkinanna frá
Víðivöllum.
S.J.