Morgunblaðið - 01.11.1989, Side 13

Morgunblaðið - 01.11.1989, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 13 Heiðið blátt og grjótið grátt Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Erlendur Jónsson: BORGARMÚR. Bókaútgáfan Smáragil 1989. Borgarmúr er fimmta ljóðabók Erlends Jónssonar, hin fyrsta2 Skugggir á torgi, kom út 1967. I Fyrir stríð, 1978, og Heitu árin, 1982, yrkir Erlendur í anda heim- ildaskáldskapar, ljóðin eru opin og fijálsleg í formi og það að segja frá veigamikill þáttur þeirra. Erlendi er lagið að laða fram andrúmsloft hins liðna, ekki síst stríðsáranna. En í nýju bókinni beinir hann oft sjónum að samtíma sínum og samtímamönnum, stund- um fullur af eftirsjá, stundum háðskur. Hluttekning er skýr mynd úr nútímanum: Lokað frá eitt til þijú vegna jarðarfarar því hann er horfinn yfir móðuna miklu eftir hálfrar aldar óeigingjarnt starf. Hann sem var svo vinsæll og virtur og trúr yfir litlu og alveg einstaklega samviskusamur og það sem meira var: hann skildi svo vel að ekki geta allir orðið fremstir. Erlendur getur verið kald- hæðinn þegar hann yrkir um sam- borgarana og ekki síður um sjálfan sig. En hann gerir líka skil ilmi hinna liðnu daga og vegsamar nátt- úruna. „Horfðu til skýjanna/ og leitaðu að mynd þinni,“ stendur í Skýjamyndum. Náttúran er andstæða borgar- múranna sem umlykja skáldið. Borgin er fyrst og fremst vitni um tilgangslitla lífsbaráttu og von- brigði. Fætur skjóta rótum „í líflausu malbiki". Þegar lýsa skal prýði borgarinnar, Esjunni, er myndin sem dregin er upp síður en svo skáldleg. Fjallið rómaða sem við blasir er „níu hundruð og átján metrar/ á hæð“. Annað þarf ekki að segja um það. En horfi maður á dýrð sveitarinnar verður maður skáld, að minnsta kosti „eina dag- stund“. FASTEIGIMASALA Suðurlandsbraut 10 símar: 21870-687808-687828 Ábyrgð - Reynsla - Öryggi ESKIHLÍÐ Vorum að fá í sölu vandaða sérh. á 1. hæð. Ný Alno eld- hinnr. 3 svefnherb. Tvær stof- ur. Góð staðsetning. Einnig í sama húsi 3ja herb. kjíb. með sérinng. SKÁLAHEIÐI - KÓP. Falleg 72 fm 2ja-3ja herb. ib. á jarðh. í fjórb. Sérinng. Nálægt skóla. Góð staðsetning. Áhv. ca 800 þús veðd. FROSTAFOLD Vorum að fá í sölu fallega 105 fm 4ra herb. íb. á 2. hæð. Fullb. eign. Sérþvottah. í íb. Áhv. 3,9 millj. veðd. Verð 7,5 millj. Ármann H. Benediktsson hs. 681992, Geir Sigurðsson hs. 641657, Hilmar Valdimarsson, Sigmundur Böðvarsson hdl. ■■ Erlendur Jónsson Borgarmúr er bók um hverful- leik. En verðmæti lífsins eru ekki sniðgengin. Þau birtast einkum í tign og fegurð landsins og í ástinni sem er skáldinu sól: Þú ert sólin og sérð mig ekki. Ég er máninn og þetta Ijóð er draumur minn. Málfar ljóðanna er vandað og í þeim mýkt, að mínum dómi meiri en í öðrum bókum Erlends Jónsson- ar. í lengri ljóðunum eru víða ljóð- rænir kostir. í þeim styttri ræður hnitmiðun ferð, það að segja ekki of mikið heldur leyfa lesandanum að geta í eyður. Meðal slíkra ljóða sem athygli vekja eru Bláar hilling- ar, Litaskil og On the Roeks. Það er erfitt að gera upp á milli þessara ljóða, þau eru öll vel ort, en líklega tjá Bláar hillingar helst erindi skáldsins, boðskap þess: Heiðið er blátt þlómið er blátt vonin er blá. En fjarlægðin villir: á leiðarenda blasir við gijótið grátt. 51500 Hafnarfjörður Hringbraut Höfum fengið til sölu góða 3ja herb. íb. á 2. hæð ásamt herb. íkj. Hraunbrún Höfum fengið til sölu stór- glæsil. ca 280 fm einbýlishús á tveimur hæðum auk tvöf. bílsk. ca 43 fm. Hraunbrún Höfum fengið til sölu gott ein- býlishús ca 170 fm á tveimur hæðum auk 33 fm bílsk. Álfaskeið - einbýli Höfum fengið til sölu einbýlis- hús ca 270 fm auk bílsk. Húsið skiptist þannig: íb. ca 190 fm (efri og neðri hæð) auk kj. ca 80 fm (óinnr. að mestu). Vand- aðar innréttingar. Allar nánari upplýsingar á skrifst. Álfaskeið - 3ja herb. Til sölu góð 90 fm íb. á 1. hæð. Austurgata Til sölu 2ja herb. 55 fm íb. for- sköluðu timburhúsi. Blikastígur - Álftanesi Til sölu tvær sjávarlóðir. Stórholt - Rvk. Höfum fengið til sölu góða 3ja herb. íb. með manngengu risi. Árni Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl., Linnetsstíg 3,2. hæð, Hafn., símar 51500 og 51501. Þegar við tökum höndum saman... ... náum við eyrum fleiri Viðskiptavinur! Okkar hlustendur eru þínir viðskiptavinir og í gegnum okkur nærðu athygli fleiri, á betri tíma og á ákjós- anlegri hátt. í glænýrri útvarpskönnun Gallups* sannast svo ekki verður um villst að fleiri hlusta á Bylgjuna og Stjörnuna en aðrar útvarpsstöðvar frá kl. 9 á morgnana og þar til vinnutíma lýkur, að hádeginu einu undanskildu. Þegar þú auglýsir bæði á Bylgj- unni og Stjörnunni — fýrir verð einnar birtingar — nærðu til fleiri hlustenda á morgnana og um hábjartan daginn en ef þú auglýsir á öðrum útvarpsstöðvum. Og tíminn getur ekki verið betri. Yfirleitt gerir fólk innkaup- in í hádeginu, eftir að hafa hlustað á auglýsinguna þína fýrr um morguninn eða að loknum vinnudegi eftir að hafa hlustað á auglýsinguna þína fyrr um daginn. Auk þess birtist auglýsingin ekki samtímis á báðum stöðvum heldur á sitthvorum tímanum. Með þessu fýrirkomulagi eru meiri líkur á því að auglýsingin berist eyrum hvers hlustanda a.m.k. einu sinni eða oftar. Þegar þú auglýsir á Bylgjunni og Stjörnunni nærðu til fleiri hlustenda á áhrifaríkan hátt. Pantaðu birtingar strax í dag í síma 62 52 52 eða sendu texta og birtingaáætlun í gegnum telefax 62 24 06. * IJnnin fyrir íslenska útvarpsfélagið 20. og 21. októbcr. Úrtak valið úr hópi 15 — 70 ára af suövesturhorni landsins og á Akureyri. 989

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.