Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAOUP 1. lN<j)VBMBER, 1989 //Huer'ju-finr>st þér þett<x hljo& Li l<j'a5t ? " s Ást er ... íþvott'dvélinni. TM Reg. U.S. Pat Oft — all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate Mamma, pabbi, afi. Við erum komin heim ... HÖGNI HREKKVtSI ARASIR OG OFBELDI Til Velvakanda. Það var um miðjan dag, mánu- daginn 9. október sl. að ungur maður kom á aðallögreglustöðina í Reykjavík og sagði frá því að á hann hafi verið ráðist á Hlemmi og hann rændur veski sínu. Árásar- menn voru tveir og áfengi með í spilinu. Ekki var margt um lögreglumenn á stöðinni og því haft samband við nálægan lögreglubíl til að senda á vettvang. I sama mund fór lög- regluvarðstjóri út til að svipast um eftir árásarmönnum og fann þá eftir ábendingu sjónarvotta. Sátu þeir við drykkju inni á Áningu. Er lögreglumaðurinn ræddi við þá um málið og vildi fá þá með sér á lögreglustöðina hljóp annar út á Rauðarárstíg. Lögreglumaðurinn náði honum, en þá skipti það engum togum að sá grunaði snéri sér að lögreglumanninum og sló hann þtjú högg í andlitið. Þrátt fyrir miklar blóðnasir og sársauka tókst lög- reglumanninum að halda árasar- manninum uns lögreglumenn komu á bifreið honum til hjálpar. Eftir að árásarmaðurinn hafði ’verið færður á lögreglustöðina vegna ránsmáls þeirra félaga og fólskulegrar árásar hans á lögreglu- manninn var hinn slasaði fluttur til læknismeðferðar. Síðan þetta gerðist er lögreglu- maðurinn búinn að gangast fjórum sinnum undir læknisaðgerð sem hefir falist í því, að koma brotum saman, því afleiðing högganna sem hann fékk í andlitið var margbrotið nef. Hann Iýsir læknisaðgerð sem mjög kvalafullri og segist aldrei hafa liðið meiri sársauka á ævi sinni en í þessu slysi. Að sjálfsögðu er lögreglumaðurinn frá vinnu í langan tíma. Þetta árásarmál hefir ekki fengið mikla umfjöllun í íjölmiðlum og kannski ekki ástæða til. Það var lögreglumaður sem varð fyrir fólsk- ulegri árás við skyldustörf og það kemur svo oft fyrir og þeir eiga svo oft von á vinnuslysi. Þó ég taki þetta mál til umræðu er það ekki af því að ekki sé af nógu að taka og kannski eitthvert mál ætti ekki síður erindi fyrir al- menningssjónir. Og það eru margir fleiri en Iögreglumenn sem verða fyrir fólskulegum árásum og af því höfum við ekki síður áhyggjur. Með þessari hugleiðingu minni vil ég reyna að vekja fólk til um- hugsunar um ástand í svona málum, erfiðleika lögreglunnar við að koma í veg fyrir að slíkt hendi, ef vera mætti til þess að styrkja lögregluna í því að fá það sem þarf til að hún geti sinnt því brýna verkefni, að koma skjótt til hjálpar þegar við á. Ekki síst vil ég vekja fólk til umhugsunar um það ástand sem skapast ef ekki tekst að fyrirbyggja ofbeldi, árásir, rán, ofneyzlu áfeng- is og lyija svo eitthvað sé nefnt, ásamt því að halda uppi greiðri umferð og fylgjast með lögbijótum á þeim vettvangi. Þegar rætt er um fólskulegar árásir og meiðsli af þeim sökum, er af mörgu að taka og sjálfsagt Til Velvakanda. Æ fleira fólk sækir nú ættfræð- inámskeið og fer síðan að vinna sjálfstætt við að rekja ættir sínar. Gallinn er bara sá að ætt- fræðibækur eru nú orðnar mjög dýrar, sérstaklega eftir að farið var að birta fjölda mynda með niðja- tölum svo að almennt festa menn ekki kaup á þeim. Bókasöfn þurfa því að hafa ávallt til útlána ætt- fræðibækur og önnur gögn sem þarf til ættfræðiiðkana. Bókasöfnin hafa borið við takmörkuðum fjár- ráðum til bókakaupa þegar kvart- er það mál sem ég tek hér til um- fjöllunar ekki það versta af því tagi. Þá ætla ég að leyfa mér að vona að umræða um svona tilfelli verði til þess að árásarmenn verði ekki síður til að hugleiða afleiðingar gjörða sinna. Lögreglumaður sá sem varð fyrir því óláni að slasast við skyldustörf sín, eins og ég hefi skýrt hér frá, hefir starfað í lögregluliði Reykja- víkur í rétt 30 ár og verið samvisku- samur og gætinn starfsmaður. Hann hefir fengist við margvísleg störf á löngum ferli og notið trúnað- ar yfirboðara sinna. Eg vil að lokum óska honum alls góðs, skjóts bata og vona að sjá hann sem fyrst heilbrigðan við störf á ný. Guðmundur Hermannsson anir hafa komið um að bækur skorti á þessu sviði, en það ætti að vera auðvelt að ráða bót á því, með því einfaldlega að hækka gjöldin fyrir útlán á bókum. Aðalatriðið er að bókasöfn landsins geti sinnt hlut- verki sínu, og hafi til útlána þær bækur sem almenningur þarf á að halda, sérstakíega til fræðslu. Þetta var álit nokkurra sem um þetta ræddu á ættfræðinámskeiði fyrir skömmu, og er því hér með komið á framfæri. Guðný Jóhannsdóttir Um þjónustu bókasafha Víkverji skrifar Víkveiji hlustaði á viðtalsþætti í tveimur útvarpsstöðvum annars vegar Aðalstöðinni á þriðjudagskvöld í síðustu viku og hins vegar Rás 2 síðdegis síðasta laugardag, og velti því fyrir sér að slökkva á viðtækinu í bæði skiptin vegna þess hve spyrl- amir (konur í báðum tilvikum) fliss- uðu mikið eða hlógu, þegar þær spurðu og hlustuðu á viðmælendur sína. Erfitt er að átta sig á því, hvers vegna þessi háttur þarf að vera á viðtölum um hin alvarlegustu efni. Varla er þetta yfirlæti gagnvart hlustendum eða viðmælanda? Ekki getur vant útvarpsfólk verið þeirrar skoðunar, að hlustendum þyki þægi- legt að greina orðin, þegar þau eru höggvin í sundur með hlátri? Líklega er þetta einhvers konar taugaspenna sem brýst svona leiðinlega fram. xxx Könnun á viðhorfum fólks til Evrópusamstarfsins hefur leitt í Ijós, að tiltölulega fáir gera sér glögga grein fyrir því, sem þar er að gerast og hvemig stöðu íslensku þjóðarinnar er háttað. Þennan þekk- ingarskort er ekki með nokkrum rök- um unnt að rekja til þess, að það skorti upplýsingar fyrir þá, sem vilja bera sig eftir þeim. Víkveija finnst að könnunin leiði í ljós, að hið sama eigi við um íslendinga og aðrar þjóð- ir, að það er aðeins fámennur hópur sem gefur sér tíma til þess að kynna sér þjóðfélagsmálefni til nokkurrar hlítar. Þrátt fyrir það hefur fólk gert upp hug sinn um ákveðin meginat- riði flókinna mála. Menn geta til dæmis haft mjög ákveðnar skoðanir á landbúnaðarmálum, án þess að vita hvað bændur eru margir eða hvað orðið fullvirðisréttur þýðir. Hvað átta margir sig á efnisatriðum deilunnar um kvótakerfi í sjávarútvegi annars vegar og auðlindaskatt hins vegar? Evrópusamvinnan verður ofarlega á dagskrá áfram og við munum þurfa að taka afdrifaríkar ákvarðanir um það efni. Víkveiji er viss um að margir, ekki síst stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn, eiga eftir að láta eins og þeir séu fyrstir til þess að hefja umræður um Evrópumálefni hér á landi; aðrir sjá þá strax, að viðkom- andi er aðeins að uppgötva stað- reyndir sem hafa legið fyrir lengi en hann hefur ekki fyrr nennt eða haft áhuga á að kynna sér. Við höfum óteljandi dæmi um það úr stjómmálunum, að þeir sem þar hafa valist til forystu hlaupa upp til handa og fóta, þegar eitthvert mál ber á góina, sem þeir telja að geti orðið þeim til framdráttar. Fyrir fáeinum misserum voru afvopnunar- mál í þessari skúffu en þau hafa nú vikið til hliðar fyrir umhverfismálum. Þá var talað um að við ættum að breyta landi okkar í einhvers konar friðar- eða afvopnunarstöð en nú vilja sömu menn að við verðum alþjóðleg umhverfisvemdarmiðstöð. Hvað ætli komi næst? Vilji þessir stjómmálamenn ávinna sér það traust á alþjóðavettvangi sem er forsenda fyrir því að hugmyndir af þessu tagi nái fram að ganga, þurfa þeir að sýna og sanna að þeir hafí haldgóðá þekkingu á umræddu málefni. Víkveiji er þeirrar skoðunar að ekki hafi verið lögð nægileg áhersla á upplýsingaöflun og heima- vinnu áður en íslenskir ráðherra hófu að gefa harðorðar yfirlýsingar vegna Dounreay-stöðvarinnar í Skotlandi á dögunum. Þær kunna því að spilla fyrir áformum um alþjóðlegt íslenskt fmmkvæði í umhverfismálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.