Morgunblaðið - 01.11.1989, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 01.11.1989, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 „Ymislegt sem þarf að skoða mun betur“ Tillögur eftiahags- nefndar Framsóknar: - segir forspetisráðherra TILLÖGUR efhahagsnefiidar þingflokks Framsóknarflokks- ins þykja að mati sumra þing- manna þingflokksins ganga afar langt, einkum tillögur um aukið frelsi í gjaldeyrisviðskiptum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru það einkum þeir Steingrímur Hermannsson, for- maður flokksins og Páll Péturs- son, formaður þingflokksins, sem hafa tekið þessum hug- myndum fálega á þingflokks- fimdum. „Ég er sannfærður um það að það eru miklu fleiri í þingflokknum sem vilja fara hægt í þessa hluti og skoða þetta á breiðum grund- velli,“ sagði Steingrímur í samtali við Morgunblaðið. „Auðvitað er ég ekki á móti auknu frelsi í gjaldeyrisviðskipt- um. Ég er samþykkur þeim breyt- ingum sem viðskiptaráðherra var að boða í gær, en varðandi þessar hugmyndir um nánast fullkomið frelsi, er ýmislegt sem þarf að skoðast betur,“ sagði Steihgrímur. „íslenski peningamarkaðurinn verður að vera fær um að taka þátt í því frelsi. Hann má ekki vera jafn steinrunninn og hann er í dag. Áður en hægt er að fara að kaupa verðbréf erlendis, fijálst, þá verða menn að skoða hvort við erum samkeppnisfærir og hvað verður um ríkissjóð og hans verð- bréfasölu,“ sagði forsætisráð- herra. Hann sagðist því telja að þessi mál þyrfti að skoða miklu betur í heild sinni, áður en nokkuð yrði ákvéðið. Besti hundur sýningarinnar var hundur af labrador retrie- ver kyni. Hann heitir Dunsin- ane Loch Vigga og er í eigu Stefáns Gunn- arssonar. Besti hvolpur sýningarinnar var einnig af labrador retrie- ver kyni. Hann heitir Kyrja og er í eigu Er- lends Magnús- sonar. Morgunblaðiö/Bjarni Hlýðnasti hundurinn á sýningunni var schaferinn Skuggi í eigu Guðnýjar Reimarsdóttur. Hundaræktarfélag Islands: „Labrador retriev- er“ sigursælastir á hundasýningu Hundaræktarfélag íslands hélt sýningu fyrir skömmu í hlýðni og ræktun í Laugardalshöllinni. Sýningin var haldin í tilefiii 20 ára afhiælis félagsins og var hún sú stærsta sem félagið hefiur haldið. Á þriðja hundrað hunda tóku þátt í sýningunni. Hundum var skipt f-tólf flokka: reyndist Arnarstaða-Ríma, la- golden retriever, labrador retrie- brator retriever, í eigu Hrefnu ver, íslenskur fjárhundur, írskur Ólafsdóttur. Besti hvolpur sýning- setter, enskur cocker spaniel, arinnar var Kyija, einnig labrador enskur springer spaniel, scháfer, . retriever, í eigu Erlends Magnús- maltese, pug, dachshund, poodle sonar. Besti unghundurinn reynd- dverg og poodle miniature. Besti ist vera Labbi-Ylfa Líf, sem er hundur sýningarinnar var Labrad- af labrador retriever kyni í eigu or Retriever að nafni Dunsinane Unnar A. Hauksdóttur og besti Loch Vigga í eigu Stefáns Gunn- öldungur sýningarinnar var arssonar. í öðru sæti varð íslenski Snotra Kolbrúnar Kristjánsdóttur. fjárhundurinn Snotra í eigu Kol- Dómaramir komu allir frá brúnar Kristjánsdóttur. I þriðja Norðurlöndum. Yfirdómari var Bo sæti lenti Thelma, golden retrie- Jonsson frá Svíþjóð. Aðrir dómar- ver, í eigu Þórhildar Bjartmars ar vora Eva Mjelde frá Noregi, og í fjóra sæti varð enskur cocker Henrik Lövgren frá Svíþjóð, Helgi spaniel að nafni Count on me í Lie frá Noregi og Karl-Gustaf eigu Helgu Finnsdóttur. Fridriksson frá Svíþjóð. Besta ungviði sýningarinnar MEÐAL ANNARRA ORÐA Háttvirtu böm eftirNjörðP. Njarðvík Háttvirtu börn, sagði forseti íslands Vigdís Finnbogadóttir, er hún hóf ávarp sitt við upphaf barnaviku í Utvarpshúsinu við Efstaleiti, — og kannski þurfti ekki að segja neitt meira. Ef börn eru virt í raun og sannleika, kem- ur annað líkt og af sjálfu sér. En því miður lifum við ekki í heimi sem virðir börn. Vera má að það sé hluti af tortímingarhvöt mann- eskjunnar. Svo augljóst ætti að vera, að börnin eru framtíð mannsins, að hver ný kynslóð er ný von, og að samskipti okkar við börn er áhrifamesta leiðin til áhrifa á framtíðina. Það er eðlis- læg hvöt manneskjunnar að eign- ast böm, og því ætti sömuleiðis að vera eðlislæg hvöt hennar að hlýnna að börnum af öllum mætti. Hvernig geta ytri staðreyndir stangast svo illilega á við svo augljós sannindi? Umkomuleysi og þrælkun Ef við lítum í kringum okkur í þeirri litlu veröld sem fyrri kyn- slóðir hafa trúað okkur fyrir, þá kemur { Ijós að milljónir barna deyja úr hungri á ári hveiju, að tugmilljónir barna eru heimilis- laus og draga fram lífið á betli, þjófnaði og þaðan af verri úrræð- um, án möguleika á skólagöngu, uppfræðslu eða aðhlynningu af nokkru tagi. Ekki vegna þess að þetta séu slæm börn, því að slæm börn eru tæpast til, heldur af því að svona er að þeim búið á þeim tímum sem við köllum tækniöld alls'nægtanna og byggjast í raun á skefjalausri eyðileggingu nátt- úrunnar, sem er lífsgrundvöllur framtíðarinnar. Kannski er þetta eðlilegt samhengi. Hví skyldi búið vel að þeim börnum sem eru fram- tíðin, úr því að verið er að eyði- leggja sjálfan lífsgrundvöll fram- tíðarinnar? Má vera að þetta sé hluti af tortímingarhvöt mann- eskjunnar. Omurlegar aðstæður umkomu- lausra barna hafa einnig leitt til endurreisnar þrælahalds. Barna- þrælkun er orðin svo útbreidd í hinum svokállaða þriðja heimi, sem er þó ekkert annað en hluti af okkar litla heimi, að hún er á allra vitorði. Ekki virðist vera of- arlega á verkefnalista auðugustu og valdamestu ríkja heims, að berjast gegn þrælkun og fyrir mannsæmandi lífi barna heimsins. Þau virðast hafa miklu meiri áhuga -á vígbúnaði. Þó er vitað ad það fé, sem varið er til hernað- ar, dygði vel til að sjá fyrir börn- um okkar. En þessi ríki virðast hafa meiri áhuga á dauðanum en „Svo augljóst ætti að vera, að börnin eru framtíð mannsins, að hver ný kynslóð er ný von, og að samskipti okkar við börn er áhrifamesta leiðin til áhrifa á framtíðina“. lífinu. Kannski er það líka hluti af tortímingarhvöt manneskjunn- ar. Ekki hér, segir ef til vill ein- hver, svona förum við ekki með okkar böm. Og rétt er það. En það er ekki langt síðan við gerðum það. Hér gengu umkomulaus börn kaupum og sölum og voru þrælk- uð ótæpilega. Um það vitna ótal sögur niðursetninga, sem eru órækur vitnisburður um smánar- blett á okkar eigin sögu. Og ekki eldri en svo að enn er fólk á lífi sem bjó við þessi örlög í æsku. Misnotkun og misþyrming Ég veit að til er fólk sem segir að ekki eigi að vera að stagast á því sem ömurlegt er í tilvemnni, enda sé það langt í burtu og komi okkur ekki við. Þetta er eigin- gjarn hugsunarháttur og leiðir ekki til leiðréttinga á rangsleitni og kúgun. Okkur kemur öllum við það sem gerist í heimi okkar, hann er lítill og við erum hluti af honum. Og við þurfum ekki heldur að fara í fátækasta hluta heimsins til að sjá börnum mis- þyrmt andlega og líkamlega. Kyn- ferðisleg misnotkun barna er ekki betri en vinnuþrælkun, og ef til vill ennþá óhugnanlegri. Hún er til í okkar heimshluta og með okkar eigin litlu þjóð, og hún verð- ur ekki afsökuð með örbirgð. Slík misnotkun hefur lengi verið til og grafin djúpt í smánarafkima mannssálarinnar. Sem betur fer er hún að koma upp á yfirborðið og til opinberrar umræðu, sem er nauðsynlegur undanfari þess að ráðist sé til atlögu gegn svo hroða- legri misþyrmingu saklausra barna. „Að beija barn þótt ekkert sjáist á því ber að telja meiri glæp en lemja fullorðinn mann til óbóta,“ segir Sigvaldi Hjálmars- son í grein sem heitir Áð vaxa eins og blóm. Og víst er um það, að barn sem lifir í sífelldum ótta við kynferðislega misþyrmingu og getur ekki treyst sínum eigin for- eldrum, það lifir í senn í skelfi- legri útlegð og í einangruðu fang- elsi eigin örvæntingar. Er full- komlega hjálparvana og getur f fæstum tilvikum leitað ásjár nokkurs manns. Slíkri áþján megna engin orð að lýsa. Vanræksla og virðing Okkar algengasta synd- gegn börnum okkar hér á íslandi er þó sennilega vanrækslukennd. Við vinnum og vinnum og látum böm okkar ganga sjálfala. Þetta er líka alvarleg synd. Börn þurfa stöðuga örvun til að ná þeim þroska sem vit þéirra og upplag standa til. Kynslóðartengslin eru miklu þýð- ingarmeiri en okkur órar fyrir. Sögulaus þjóð hefur ekki miklar forsendur til að ná áttum. Og sú þjóð er sögulaus sem hefur gleymt fortíð sinni. Þess vegna verða menn að skilja að börn eiga líka fortíð. Þeirra fortíð og reynsla er fólgin í lífi foreldra þeirra. Vandamál vanrækslunnar er að hluta til þjóðfélagslegt, pólitískt, og snýst um lífshætti og aðbúnað, hvernig verðmætum þjóðar er skipt, hversu miklum tíma þarf að veija til að afla lífsnauðsynja. En það er líka spurning um viðhorf, um viðhorf til þess hvers þarf að afla, um viðhorf.til lífsverðmæta. Eru til meiri verðmæti en líf barna? Ósjálfráð virðing fyrir börnum er í raun ósjálfráð sjálfsvirðing. Þess vegna er eftirsóknarvert að læra að virða — og lifa — ávarpið Háttvirtu börn. Af börnum getum við lært margt, svo sem hrein- skilni, hugrekki og dugnað. í skáldsögunni Lifandi vatnið segir Jakobína Sigurðardóttir: „Börn segja það sem fullorðnir geta ekki sagt, þora ekki að segja, nenna ekki að segja. Lítil börn segja það. Seinna skilst þeim að það borgar sig ekki, og þau verða fullorðin." Höfundur er rithöfundur og dósentí íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.