Morgunblaðið - 01.11.1989, Page 20

Morgunblaðið - 01.11.1989, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR f.‘ NÓVEMBER 1989 Nicaragua: Ortega spáð ósigri í forsetakosmngiim Kontra-skæruliðar sakaðir um brot á vopnahléssamningum Managua, Washington. Reuter og Daily Telegraph. DANIEL Ortega, forseti Nicaragua, hefur heitið því að sýna var- færni er hann tekur ákvörðun um framlengingu á vopnahléi í baráttunni við kontra-skæruliða. Hléið hefur staðið 19 mánuði en á ráðstefnu Ameríkuríkja um síðustu helgi sagði Ortega að vegna endurtekinna árása kontranna og mannfalls í liði stjórnarhersins hygðist stjórn sandinista heQa stríð að nýju. Ymsir ráðamenn, þ. á m. Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafa hvatt Ortega til gætni. Skoðanakönnun í Nicaragua, sem gerð var fyrir skömmu, sýndi mun meira fylgi við Violetu Cham- orro, helsta frambjóðanda stjórnarandstæðinga í væntanlegum forsetakosningum, en Ortega. Samningar tókust um frjálsar kosningar í febrúar nk. undir al- þjóðlegu eftirliti og afvopnun kontranna með ákveðnum skilyrð- um á fundi Mið-Ameríkuríkja í ágúst síðastliðnum. Bandaríkja- menn hafa stutt kosningabaráttu Chamorro með milljónum dollara en á móti kemur að sandinistar hafa óspart misnotað yfirráð sín yfir ríkisfjölmiðlum og opinberum sjóðum, auk þess sem þeir tolia bandarísku aðstoðina við Cham- orro. afstöðu með sandinistum eða gegn þeim. Dóttir hennar ritstýrir La Prensa, einn sonurinn gegnir sömu stöðu hjá málgagni sandinista en annar var í hópi kontra-leiðtoga tii skamms tíma. Ekkjan segir börnin fullorðið fóik með eigin skoðanir en sjálf hefur hún aldrei látið deigan síga í baráttunni fyrir lýðræðisumbótum. Sagt er að hún hirti leiðtoga ^andinista eins og óþekktarorma þegar henni þykir við eiga. Reuter Aquino sökuð um harðýðgi NOKKUR þúsund stuðningsmenn Ferdinands Marcosar heitins, er eitt sinn var forseti Filippseyja, hófu fyrir skömmu 500 km gönguferð frá heimaborg Marcosar til höfuðborgarinnar, Manila. Markmiðið er að fá Corazon Aquino forseta til að breyta þeirri ákvörðun sinni að meina Marcosi leg á Filippseyjum en forsetinn lést nýlega á Hawaii. Aquino óttast að til uppþota komi í sambandi við jarðarförina. Búist er við að göngumenn komi til Manila á föstudag en sama dag hyggst Aquino leggja upp í ferð til Bandaríkjanna og Kanada. „Sýnum fram á hún hefur hjarta úr steini," var hrópað í gjallarhorn göngumanna sem sjást hér á leið um heimahérað Aqúinos forseta. Violeta Chamorro fékk stuðning 40% aðspurðra í könnuninni en Ortega 29%; 31% studdu aðra frambjóðendur eða höfðu ekki tek- ið afstöðu. Chamorro er sextug að aldri og gefur út dagblaðið La Prensa sem sandinistar hafa látið loka nokkr- um sinnum eftir að þeir tóku völd- in 1979. Eiginmaður hennar var Pedro Chamorro sem glæpalýður Anastasio Somoza einræðisherra myrti árið 1978. Morðið er talið hafa flýtt mjög fyrir falli Somoza. Ekkjan átti sæti í upprunalegri fimm manna stjórnarnefnd sandinista eftir fall einræðisherr- ans en sagði sig úr henni eftir níu mánuði vegna óánægju með marx- istakreddur hinna og sívaxandi einræðishneigð. Börn hennar hafa ýmist tekið Uppreisn námsmanna í Peking: Deng Xiaoping segir Banda- ríkjamenn hafa rekið undirróður Peking. Reuter. FRÉTTASTOFAN Nýja Kína hefur eiitir Deng Xiaoping, leiðtoga Kína, að bandarísk stjórnvöld hafí „tekið of mikinn þátt í óeirðum og gagnbyltingu“ þeirri sem leiddi til þess að uppreisn náms- manna var kveðin niður með blóðugum hætti í júní sl. Deng lét þessi orð falla í viðræðum við Richard Nixon, fyrrum Bandaríkja- forseta, í Peking í gær. Nixon sagði eftir fúndinn að samskipti Bandaríkjanna og Kína hefðu ekki verið verri síðan 1972 þegar þíða hófst í samskiptum ríkjanna. Yrði hugmyndafræðilegur ágreiningur lagður til hliðar myndi þó gróa um heilt með þeim. Starfsmaður bandaríska ut- ' anríkisráðuneytisins, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði í gær að stjómvöld i Washington hefðu ekki miklar áhyggjur af orð- um Dengs. Hann gat þess þó að Turgut Ozal nýr forseti Tyrklands: Sagður stefiia að aukn- um völdum embættisins Ankara. Reuter. NÝKJÖRINN forseti Tyrklands, Turgut Ozal, hefur verið forsætis- ráðherra landsins undanfarin sex ár og hefur barist fyrir því að Tyrkir taki upp vestræna lýðræðishætti. A ýmsu hefúr gengið í landinu frá því að lýðveldi var stofhað þar 1923 og er Ozal ann- ar maðurinn sem kjörinn er forseti með lýðræðislegum hætti. Andstæðingar hans segja reyndar að forsætisráðherrann sé að misnota sér sterka stöðu stjórnarflokksins, Föðurlandsflokksins, á þingi og ætli sér að hafa eftir sem áður mikil völd í landinu. Kjörtímabil forseta er sjö ár en Föðurlandsflokkurinn heflir feng- ið herfilega útreið í skoðanakönnunum að undanfornu og persónu- legt fylgi Ozals farið niður í 16%. Hagvöxtur hefur verið mikill í Tyrklandi síðustu árin en verðbólga er um 70% og spilling út- breidd meðal ráðamanna. Turgut Ozal er 62 ára að aldri, rafmagnsverkfræðingur að mennt og starfaði um hríð hjá Alþjóða- bankanum í Washington. I lok áttunda áratugarins reyndi hann að komast á þing fyrir bókstafs- trúarflokk múslima en náði ekki kjöri. Síðan hefur hann skipt um skoðun og lýst trú sinni á nauðsyn þess að ríkisvaldi og trúarbrögð- um sé haldið aðskildum. Talið er að eiginkona hans hafi haft áhrif á hann í þessum efnum. Er herinn tók völdin 1980 tii að bæla niður uppþot öfgahópa varð Ozal að- stoðarforsætisráðherra. Síðar stofnaði hann Föðurlandsflokkinn þar sem saman komu frjálslyndir menn, þjóðernissinnar og heittrú- aðir múslimar. Flokkurinn sigraði i kosningunum 1983 og kom Ozal á umfangsmiklum breytingum í fijálsræðisátt í viðskipta- og at- vinnulífi landsmanna auk þess sem sótt var aðild að Evrópu- bandalaginu 1987. Sjálfur hefur Ozal oft lýst mikilli aðdáun sinni á Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, og stefnu hennar. Óðaverðbólga og fjármálaspill- ing eru ekki einu ástæðurnar fyr- ir fylgishnjni stjórnarinnar sem fékk 36% atkvæða í þingkosning- unum 1987 en aðeins 21% í sveit- arstjórnarkosningum snemma' á þessu ári. Einræðistilburðir Ozals, sem stundum hefur verið líkt við soldána fyrri tíma í tyrkneskum blöðum, hafa reitt marga til reiði. Hann var skorinn upp við hjarta- kvilla 1987 og í júní á síðasta ári særðist hann á hendi er gerð var morðtilraun við hann á þingfundi í Ankara. Þetta virðist þó ekki hafa nægt til afla honum samúðar og sú ákvörðun hans að bjóða sig fram til forseta hefur valdið ólgu í landinu. Fráfarandi forseti, Kenan Evr- en, sem var valdamaður í Tyrk- landi árin 1980 - 1983, er herinn réð þar öllu, hefur haldið sig utan við flokkapólitík en forseti hefur vald til að neitað að staðfesta lög og getur haft allmikil áhrif. Ozal hefur sagt að hann munu veita eftirmanni sínum í ríkisstjórn ráð ef þeirra verði leitað. Kínveijar hefðu hert öryggisgæslu við bandaríska sendiráðið í Peking. Bandaríkjamenn líta á þá ráðstöf- un sem truflun á starfsemi stjórn- arerindreka. Talið er að ástæða þessara aðgerða sé m.a. reiði Kínveija vegna þess að hinn kunni andófsmaður Fang Lizhi fékk hæli í sendiráðinu í júní. Þótt Nixon sé í Kína á eigin vegum þá ætlar hann að gefa George Bush Bandaríkjaforseta skýrslu um ferðina sem er farin í boði kínverskra stjórnvalda. Það var í forsetatíð Nixons sem sam- skipti Kína og Bandaríkjanna tóku stakkaskiptum eftir meira en tveggja áratuga óvináttu. Deng sagði við Nixon að kínversk stjórnvöld væru hin raun- verulegu fórnarlömb uppreisnar- innar í vor og ósanngjarnt væri að skella skuldinni á þau. Banda- ríkjamenn ættu að eiga frum- kvæðið að því að bæta samskipti ríkjanna á ný. Kínversk stjórnvöld segja að 300 manns hafi fallið þegar uppreisnin var bæld niður en stjórnarandstæðingar halda því fram að mörg þúsund manns hafi látið lífið. Deng, sem er orðinn 85 ára gamall, virtist þreytulegur og hendur hans skulfu þegar hann tók á móti Nixon í Alþýðuhöllinni í Peking. Nixon, sem sjálfur er 76 ára, sagði hins vegar áhrifaríkt að sjá hversu mikill kraftur byggi enn í leiðtoganum. Kínversk stjórnvöld veittu líka Frökkum ákúrur. í gær. Kvörtuðu þau undan því að frönsk yfirvöld hefðu ekki komið í veg fyrir að franskir Ijölmiðlar sendu flóð af andkínverskum áróðri með póst- faxi í síðustu viku til Kína. Afganistan: Stjórnarliðar ná mikilvægiá þjóðleið 200 skæruliðar sagðir hafa fallið í bardögum um Salang-veginn Kabúl. Iteutcr. AFGANSKI sljórnarherinn hefúr náð aftur á sitt vald helstu þjóð- leiðinni til Sovétríkjanna eftir mikil átök við skæruliða. Um veg- inn fara næstum allir matvælaflutningar frá Sovétríkjunum til höfúðborgarinnar, Kabúl. Skæruliðar náðu Salang-vegin- um fyrir níu dögum en talsmaður stjórnarinnar í Kabúl sagði, að þeir hefðu verið hraktir brott með miklum eidflaugaárásum. Sagði hann, að 200 skæruliðar hefðu legið í valnum að þeim loknum. Síðustu. daga hafa skæruliðar skotið fyölda flugskeyta/á Kabúl en staðan í stríðinu milli þeirra og stjórnarhersins virðist litið breytast. Á landsbyggðinni ráða skæruliðar víða lögum og lofum en stjórnarhernum tekst að halda stærstu borgunum. Spár um, að skæruliðar ynnu auðveldan sigur strax og Sovétmenn færu á braut hafa ekki ræst og treysta sér nú fáir tii að áætla hve lengi þrátefl- ið geti staðið yfir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.