Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 44
SJOVAaDALMENNAR ^ FELAG FOLKSINS XJöföar til JlX fólks í öllum starfsgreinum! MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Útsala á dilkakjöti ÚTSALA á birgðum af lamba- kjöti frá haustinu 1988 hefst í dag og stendur út nóvembermán- uð. Ríkissjóður greiðir 40,5 millj- öna kr. í aukaniðurgreiðslur og lækkar hvert kílá á bilinu 5 til 16% í smásölu. Útsöluverðið er mismunandi eftir kjötflokkum, svo og vinnsla kjöts- ins. Kjöt í svokölluðum úrvalsflokki verður selt á hálfum skrokkum, niðurhlutað í pokum og unnið á svipaðan hátt og í söluátaki í sum- ar. Smásöluverðið er 428 kr. hvert kíló, sem er 16% afsláttur. Kjöt í A-flokki verður selt óunnið í heilum skrokkum, fyrst og fremst til verslana og í kjötvinnslur. Af- sláttur á því kjöti verður 5%. 5.400 bílar óskoðaðir í borginni MEIRA en tíundi hver bíleig- andi í Reykjavik hefur ekki mætt með ökutæki sitt til skoðunar hjá Bifreiðaskoðun Islands innan tilskilins frests í ár. Um áramót voru 53.999 ökutæki skráð í höfuðborg- inni en þeir sem eiga venju- lega fólksbíla yngri en tveggja ára þurfa ekki að láta skoða þá. Bifreiðaskoðun íslands hefur nú látið lög- reglu í té lista yfir um það bil 5.400 bifreiðar sem ekki hafa verið skoðaðar á tilsett- um tíma. Skráin er flokkuð eftir göt- um og pósthverfum borgarinn- ar og á næstunni mun lögregl- an, að sögn Arnþórs Ingólfs- sonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns, fara að heimilum þeirra sem vanrækt hafa að láta skoða bíla sína og klippa númeraplöt- ur af bílum þeirra. Morgunblaðið/Þorkell Níu slösuðust í árekstri Morgunblaðið/Bjöm Blöndal NIU slösuðust í hörðum árekstri skólabifreiðar og pallbíls á mótum Reykjanesbrautar og Víknavegar um klukkan hálftvö í gær. Ökumað- ur pallbílsins lærbrotnaði og skarst og var fluttur á Borgarspítaiann. Farþegi úr pallbílnum, ökumaður rútunnar og 6 skólabörn úr Grindavík voru flutt á sjúkrahúsið í Keflavík, en meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Pallbíllinn var á Ieið suður eftir Reykjanesbraut hlaðinn fiski en skólabílnum var ekið eftir Víknavegi og beygt inn á Reykjanes- braut. Við áreksturinn valt skólabifreiðin. Iðnaðarráðherra ræðir við stjórnendur Alusuisse í dag: Ágreiningur álfyrirtækj- anna um stækkun álversins FYRIRTÆKIN sem standa að ATLANTAL-hópnum um álfram- Ieiðslu á Islandi hafa ekki náð samningum um stækkun álvers ISAL í Straumsvík en það hafa ráðgjafar þeirra talið hagkvæm- ari kost en að byggja nýtt 185 þúsund tonna álver sem einnig hefúr verið rætt í þeirra hópi. Ráðgjafarnefnd iðnaðarráðherra ræddi við ATLANTAL-hópinn á fúndum í Amsterdam í gær og fyrradag. Jón Sigurðsson iðnað- arráðherra er í Ziirich í Sviss og ræðir í dag við stjórnendur Alusuisse. Með honum eru fúll- trúar ráðgjafarnefndarinnar. Fyrirtækin í ATLANTAL-hópn- um eru auk Alusuisse sænska fyrir- tækið Gránges Aluminium og hol- lenska fyrirtækið Alumined Beheer. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að reiptog hagsmuna sé á milli fyrirtækjanna varðandi stækk- un ÍSAL sem Alusuisse á. Sagði hann að ágreiningurinn væri um samstarfs- og stjórnunarsamninga og kostnaðarskipti. „Þ_að þarf að meta þá aðstöðu sem ÍSAL hefur og kostnað við stofnframkvæmdir og rekstur bæði með stækkun og nýtt fyrirtæki í huga. Þetta er flók- ið mál og virðist á þessu stigi ekki hafa gengið alveg upp hjá þeim.“ Jón sagðist taka vel í hugmyndir um að taka aftur upp útreikninga á nýju álveri. Fyrirtækin í ATL- ANTAL-hópnum hefðu sjálf lagt þessa útreikninga til hliðar í vor vegna þess að þau töldu þá hag- kvæmara að fara út í stækkun ál- versins í Straumsvík. Nú þegar þau væru búin að skoða allar hliðar málsins virtust þau ekki hafa kom- ist að sameiginlegri niðurstöðu. „Allir aðilar málsins lýsa miklum áhuga á að halda áfram athugunum og tilraunum til þess að koma á alveg föstu formi fyrir aukna ál- framleiðslu á íslandi," sagði Jón. Samstarfið í _ ATLANTAL-hópnum héldi áfram. í viðræðunum í Amst- erdam var farið yfir alla þætti málsins, að sögn Jóns, drög að orku- verðssamningi, hugmyndir um Flug’vél og allt að 18 bátar leita síldar við Vesturland ÁKVEÐIÐ hefur verið að allt að 18 b.átar leiti að síld frá Snæfellsnesi að Vestmannaeyjum og hefst leitin á morgun, fimmtudag, ef veður leyfir. Hugsanlegt. er að leitað verði í tvo sólarhriiiga, að sögn Hall- dórs Ibsen formanns Útvegsmannafélags Suðurnesja en að leitinni standa útvegsmenn, skipstjórar og síldarsaltendur á Suðvesturlandi. Einnig hefúr verið ákveðið að llugvél frá Sverri Þóroddssyni fljúgi fyrst yfir svæðið og leiti að háhyrningum en þeir fylgja oft síldinni. Mikil síldveiði var við vestanvert landið um 1960 og mikið af síld fannst við Reykjanes haustið 1987. Halldór Ibsen sagði að trúlega tækju þátt í síldarleitinni 12-14 bátar frá Suðurnesjum, 2-4 frá Þorláks- höfn, nokkrir frá Vestmannaeyjum og einn frá Akranesi. Halldór Ibsen sagði að hugsanlega yrði hætt við síldarleitina ef saltsíld- arsamningar við Sovétmenn tækjust á næstu dögum, þar sem bátamir færu þá trúlega að veiða síld fyrir Rússlandsmarkað. í fyrra tókust saltsíldarsamningar við Sovétmenn 1. nóvember, árið 1987 tókust samn- ingar 30. október og árið 1986 5. nóvember. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, og útvegsmenn og skipstjórar á síldarbátum frá Suð- urnesjum héldu fund um þetta mál í Grindavík á mánudag og Jakob og þrír skipstjórar héldu annan fund um málið í gær, þriðjudag. Ákveðið var að þessir þrír skipstjórar stjórnuðu síldarleitinni en þeir eru Halldór Brynjólfsson á Skagaröst KE, Ölver Skúlason á Geirfugli GK og Helgi Einarsson á Hafbergi GK. I leitinni verða skipstjórarnir í sambandi við Jakob Jakobsson en haustið 1987 fann Jakob mikið af síld vestur af Reykjanesi og við El- deyjarboða. skattlagningu og ekki síst umhverf- I starfshópum isverndar- og mengunaivarnamál- skattamál. in. í næstu viku verða fundir í I um umhverfis- - og 38 starfsmönnum Álafoss sagt upp NÍU starfsmönnum Álafoss var í gær sagt upp störfum, tveimur yfirmönnum og sjö starfsmönn- um í verksmiðju fyrirtækisins í Mosfellsbæ. Fyrr í mánuðinum var 29 starfsmönnum sagt upp, flestum þeirra á Akureyri, og hefur því alls 38 starfsmönnum Álafoss verið sagt upp í október- mánuði. Ólafúr Ólafsson, for- stjóri fyrirtækisins, sagði að upp- sagnirnar væru liður í endur- skipulagningu sem miðaði að því að skera verulega niður stjórn- unarkostnað fyrirtækisins. Ólafur sagði að gripið hefði verið til þessara aðhaldsaðgerða í fram- haldi af breytingum á rekstri fyrir- tæksins. Hann sagði að uppsagnirn- ar í gær og í byijun mánaðarins leiddu til 35% minni stjórnunar- kostnaðar. Hann kvaðst vonast til að ekki þyrfti að grípa til frekari uppsagna. Ólafur sagði að yfirmenn og verkstjórar fyrirtækisins, sem ekki hefðu unnið fasta yfirvinnu, hefðu boðist til að taka á sig 10% kjara- skerðingu. Aðrir yfirmenn hefðu boðist til að vinna fasta yfirvinnu án endurgjalds. Ólafur sagði að þetta sýndi hve ábyrga afstöðu starfsmenn fyrirtækisins tækju til vanda þess. Þetta fyrirkomulag tók gildi um mánaðamótin september- október og mun standa yfir í sex mánuði. Ólafur sagði að verið væri að ganga frá nýjum samningi sem unnið hefði verið að úm langan tíma við Sovétmenn um sölu á ullarvör- um. Ólafur taldi heildarverðmæti samningsins nema um 5 milljónum Bandaríkjadala eða um 310 milljón- um íslenskra króna. Verði á síld til írysting’- ar sagt upp SÍLDARVERKENDUR hafa sagt upp verði á síld til frystingar. Að sögn Bjarna Lúðvíkssonar, fúlltrúa kaupenda í verðlagsráði sjávarútvegsins, hefur verðlagn- ing á millisíld verið óhagstæð að undanfórnu. Ákváðu kaupendur að fara fram á frjálst verð og að markaðurinn yrði látinn ráða verðinu hverju sinni. Verð á millisíld til frystingar var 9 kr. kílóið. Fulltrúar seljenda höfn- uðu þessu alfarið. Ef ekki næst samkomulag um síldarverð í verðlagsráði sjávarút- vegsins er deilunum vísað til yfir- nefndar. Sæti í yfirnefnd eiga tveir fulltrúar frá hvorum aðila og odda- maður skipaður af ríkisvaldinu. Bjarni sagði að málið stæði fast en hann vænti þess að haldinn yrði fundur í þessari viku í yfirnefnd. Sjá bls. 25: Lítt miðar í saltsíld- arviðræðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.