Morgunblaðið - 01.11.1989, Page 42

Morgunblaðið - 01.11.1989, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIUV-IKUBiVGUR; l. NÓVEMBER 1989 BANDARÍKIN , Reuter Dennis Eckersly, einn leikmanna Oakland-liðsins, fagnar eftir að liðið hafði sigrað í heimsmeistarakeppninni í hafnabolta, eins og Bandaríkjamenn kalla meistarakeppni sína. Til vinstri er dómari. Síðasta ieiknum lauk 9:6 Oakland í hag. KsattspymuKálfarar Knattspyrnudeild Þróttar vill ráða knattspyrnuþjálf- ara fyrir yngri flokka félagsins. Einungis þjálfarar með reynslu koma til greina. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Upplýsingar veita Eiríkur, vs. 685380, hs. 667288, Sigurður, vs. 606378, hs. 77406, og Jón, hs. 74803. Knattspyrnudeild Þróttar Ræðumennska og mannleg samskipti. Kynningarfundur Kynningarfundur verður haldinn fimmtu- daginn 2. nóvember kl. 20.30 á Soga- vegi 69, gengið inn að norðanverðu. Fáheyrðir yfirburðir í úrslitum hafna- boltans! Lið Oakland sigraði í heims- meistarakeppninni í hafna- bolta, sem lauk um helgina. Leik- menn liðsins lögðu nágranna sína í San Fransisco FráGunnari Giants, í fjórum Valgeirssyni i leikjum — en það lið Bandarikjunum sem fyrr sigrar { fjórum viðureignum fagnar sigri. Talað er um lið Oak- land sem besta hafnaboltalið Bandaríkjanna fyrr og síðar. Það hafði ótrúlega yfirburði — bæði á keppnistímabilinu sjálfu og í úrslita- keppninni. Ekkert lið þykir hafa sýnt eins mikla yfirburði í úrslita- keppninni þau 86 ár sem keppnin hefur farið fram. Það vakti athygli að leikmenn Oakland fögnuðu ekki sigri með því að skála í kampavíni í búningsklef- anum eftir leikinn. Það er venja; en meistararnir drukku appelsínus- afa og mjólk að þessu sinni. Sögðu að ekki væri hægt að fagna með kampavíni eins og ástandið væri á svæðinu um þessar mundir — eftir jarðskjálftann mikla sem reið yfir San Fransisco, Oakland og ná- grenni á dögunum. IMFL-deildin hálfnuö Keppnin í ameríska fótboltanum, NFL-deildinni, er nú hálfnuð. Atta umferðum lokið og línur farnar að skýrast. Leikið er í sex riðlum í tveimur deildum. I amerísku deild- inni er nokkuð ljóst að Buffalo vinn- ur austur-riðilinn, Denver mjög sennilega vestur-riðilinn en í mið- riðlinum er hörkukeppni á milli Cin- cinnati og Cleveland. í Landsdeild- inni [National League] erhörkubar- átta í tveimur riðlinum. í austur- riðlinum er mikil barátta milh New York Giants og Philadelphia. í mið- riðlinum er einnig hörkubarátta; milli Minnesota og Chicago en í vestur riðli virðist lið San Fransisco vera að tryggja sér sigurinn — liðið er með besta árangur í deildinni; sjö sigra og eitt tap, en lið Los Angeles Rams, sem vann fimm fyrstu leiki sína, hefur nú tapað þremur í röð og virðist vera að missa af lestinni. ★ Námskeiöiö getur hjálpað þér að: ★ Öðlast HUGREKKI og meira SJÁLFSTRAUST. ★ Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri sann- færingarkrafti í samræðum og á fundum. ★ Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐINGU og VIÐURKENNINGU. ★ Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni séu komin undir því, hvernig þér tekst aö um- gangast aöra. ★ Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á vinnustað. ★ Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr kvíða. Fjárfesting í menntun gefur þér arð ævilangt. Innritun og upplýsingar í síma: 82411 0 STJÓRIMUIMARSKÓLINIV Konráö Adolphsson. Einkaumboö fyrir Dale Carnegie námskeiöin" ■ TOM Kite vann 450.000 dali [um 28 milljónir ísl. króna] um helgina er hann sigraði i Nabisco- meistarakeppninni í golfi. Þetta var boðsmót með 30 tekjuhæstu kylf- ingum á bandarísku mótaröðinni á keppnistíambilinu. Kite sigraði Pa- yne Stewart í bráðabana. Stewart átti möguleika á sigri er hann pútt- aði af 50 sentímetra færi, en mi- stókst. Því varð hann að heyja bráðabana við Kite og tapaði. Stewart fór þó ekki tómhentur heim því hann fékk 270.000 dali, andvirði tæplega 17 milljóna ísl. króna. ■ RICK Mahorn, körfuknatt- leiksmaður, sem lék með Detroit síðustu ár, var keyptur til Minne- sota Timberwolves fyrir skömmu, eins og komið hefur fram í blaðinu. En hjá því liði er Pétur Guðmunds- son einmitt. Mahorn neitaði að hefja æfingar með hinu nýja liði fyrr en gerður yrði við hann nýr samningur. Hann hefur því enn ekki komið til_ Minnesota, en fór þess í stað til Ítalíu í síðustu viku, þar sem hann er að reyna að kom- ast að hjá liði í Veróna! Við þau tíðindi sögðust forráðamenn Tim- berwolves orðnir þreyttir á við- skiptum sínum við leikmanninn og seldu hann til Philadelphia 76’ers fyrir valrétt næstu tvö árin! KORFUBOLTI / AGANEFND Morgunbl8ðíö/iúlíus Dómarar leiks KR og UMFG við ritaraborðið í þeim leik, en þar var Jón Bender, til vinstri, sleginn af áhorfanda eftir viðureignina. Til hægri er Árni Freyr Siguriaugsson. KR-ingar fá áminningu Tveir leikmenn í eins leiks bann Afundi aganefndar KKÍ í gær var tekin fyrir kæra Jóns Benders, dómara, sem var sleginn af áhorfenda eftir leik KR og Grindavíkur i úrvalsdeildinni í körfuknattleik fyrir skömmu. Aganefndin komst að þeiiri niður- stöðu að veita bæri KR áminn- ingu. „í samræmi við 6. tölulið 6. greinar starfsreglna fyrir aga- nefnd er körfuknattleiksnefnd KR veitt áminning vegna umrædds atviks [sbr. kæruna] og þess kraf- ist að öryggi leikmanna og starfs- manna leikja verði tryggt með fullnægjandi hætti“ var niður- staða aganefndar. Á sama fundi voru Sverrir Sverrisson, UMFT, og Birgir Vil- hjálmsson, ÚÍA, dæmdir í eins leiks bann eftir að hafa fengið tæknivillur. Bannið tekur gildi á hádegi á morgun. KORFUBOLTI Norska landsliðið lagt niður Norska körfuknattleikssam- bandið hefur átt í miklum fjár- hagsörðugleikum. Sambandið hefur ákveðið leggja niður karlalandsliðið fram að áramótum og byija nýtt ár af krafti. Norska sambandið hefur ekki lengur fjármagn til að koma á landsleik. Illa hefur gengið hjá norska landsliðinu að undanförnu og því færri fyrirtæki sem hafa viljað fjár- magna körfuboltann. Norska sam- bandið stóð fyrir nokkrum mótum í sumar og'var mikið tap á þeim öllum. í maí var spilaður einn riðill í Evrópukeppninni í Naddenid-höll- inni og var mikið tap á þeirri keppni enda gekk illa hjá norska landslið- inu. „Við getum ekki meira en pen- ingarnir leyfa. Nú verður að stokka þetta upp og reyna að finna lausn á fjárhagsvandanum,“ sagði Per Burud, formaður norska körfu- boltasambandsins. FELAGSLIF Herrakvöld Fram Framarar verða með hið árlega Herrakvöld sitt n.k. föstudags- kvöld kl. 20 í félagsheimili Fram við Safamýri. ÍHémR FOLK ■ JOHN Toshack, þjálfari Real Madrid, segir að með stuðningi 90.000 áhorfenda í 90 mínútur, geti Real sigrað AC Mílanó, sem vann fyrri leikinn 2:0, og landsliðs- maðurinn Michel er á sama máli. „Stuðningsmennirnir geta gert fyrsta markið og látið okkur síðan um afganginn.“ Ruud Gullit er enn meiddur og verður ekki með MUanó. H SAAB , lið Þorbergs Aðal- steinssonar, hefur komið mest á óvart allra liða í sænsku úrvais- deildinni í handknattleik það sem af er. Saab og Drott eru einu liðin sem unnið hafa alla þtjá leiki sína, en þau mætast einmitt í kvöld. Jan Lennart Olsson, sem leikur með Saab, er markahæstur í deildinni með 21 mark. Jan Lennart er son- ur Stig Lennart Olsson sem var á sínum tíma fastamaður i sænska landsliðinu og lék með því 61 lands- leik. ■ LENNART Söderber, sem þjálfaði Gefle í sænsku knatt- spyrnunni á síðasta keppnistíma- bili, verður fyrstur Svía til að þjálfa 1. deildarlið í Danmörku. Hann hefur gert tveggja ára samning við Ikast sem er í 10. sæti í 14 liða deiid. Ikast lék einnig tii úrslita í bikarkeppninni við Bröndby.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.