Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 19 Ævar Kvaran og Baldur Hermannsson. Ævars saga Kvarans: Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikhúslíf og lækn- ingar að handan LEIKHÚSLÍF fyrri tíma og lækn- ingar að handan eru meðal efnis- þátta í Ævars sögu Kvarans, sem út kemur fyrir miðjan þennan mánuð og skráð er af Baldri Her- mannssyni. „Ævar Kvaran er tilfinningamað- ur, hann hefur lifað mikið, elskað mikið og unnið mikið, og það er með ólíkindum hvað hann hefur kynnst mörgu fólki um ævina,“ segir Baldur Hermannsson. Hann er einn dáðasti leikari landsins, orðlagður upplesari, rithöfundur, söngvari, ritstjóri, Is- landsmeistari í knattspyrnu og skel- eggur baráttumaður fyrir fagurri framsögn íslenskrar tungu, kemur fram í frétt sem blaðinu hefur borist. Ævar segir frá bernsku sinni í Bergstaðastræti, frama fullorðinsár- anna, leikferli í Iðnó og Þjóðleik- húsinu, miðilsstarfi og hvernig það atvikaðist að hann ákvað í broddi lífsins að helga líf sitt öðrum. Einn- ig er í bókinni vitnisburður nokkurra einstaklinga, sem hafa leitað til Ævars um hjálp að handan og feng- ið bót meina sinna en alls hafa um 12.000 manns leitað til Ævars í þessum tilgangi. Ævars saga Kvarans er fyrsta bók Baldurs Hermannssonar, en hann hefur lengi starfað við flöl- miðla og framleitt fjölda sjónvarps- þátta. Órn og Örlygur gefa út bók- lna' (Úr frcttatilkynningu) Almenna bókafélagið: Þrjár nýjar ljóðabækur ungra skálda komnar út ÞRJÁR ljóðabækur ungra skálda eru komnar út hjá Al- menna bókafélaginu, þeirra Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Birgittu Jónsdóttur og Stein- unnar Ásmundsdóttur. Útgáfan er liður í átaki félagsins til efl- ingar íslenskri ljóðlist. Ljóðabók Sigmundar Ernis Rúnarssonar fréttamanns nefnist Stundir úr lífi stafrófsins og er þetta þriðja ljóðabókin sem hann sendir frá sér. í frétt frá Almenna bókafélaginu segir, að ljóðin séu þrauthugsuð enda hafi bókin verið árum saman í smíðum. Fyrsta ljóðabók Birgittu Jónsdóttur nefn- ist Frostdinglar og myndskreytir hún einnig bók sína. Fram kemur að ljóðin séu persónuleg og áleit- in. Þriðja skáldið er Steinunn Ásmundsdóttir og er Einleikur á regnboga fyrsta ljóðabók hennar. Bókin er sprottin úr reynslu henn- ar af dekkri hliðum lífsins. í henni eru ljósmyndir eftir Ingu Lisu Middelton. Sigmundur Ernir Rúnarsson Steinunn Ásmundsdóttir Birgitta Jónsdóttir Hausthefti Skírnis komið út HAUSTHEFTI Skírnis, tímarits Hins íslenska bókmenntafélags, 163. árgangur, er komið út. Heftinu fylgir Bókmenntaskrá Skírnis 1988. Ritsljóri Skírnis er Vilhjálmur Árnason. Ástráður Eysteinsson er meðritstjóri þessa árgangs. Höfundur Bókmenntaskrár er Einar Sig- urðsson. Fyrirferðarmesta efni Skírnis er um íslenskar bókmenntir. Ritgerðir þeirra Ástráðs Eysteinssonar um Þórberg Þórðarson og Þóris Óskars- sonar um Gunnar Gunnarsson eru skrifaðar í aldarminningu þessara tveggja rithöfunda. Guðbjörn Sigur- mundsson skrifar um tvær síðustu ljóðabækur Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar, sem lést á síðasta ári. Helga Kress fjallar um „Grasaferð" Jónas- ar Hallgrímssonar og „systur“ hans. Einnig er birt þýðing Málfríðar Ein- arsdóttur á Ijóði eftir Jónas. Málfríð- ur er skáld þessa Skírnisheftis og birtast hér þijú ljóð hennar, eitt fru- mort og tvö þýdd. Þijár greinar eru um íslenskar fornþókmenntir. Hermann Pálsson túlkar haugvísu Gunnars á Hlíðar- enda og Sveinbjörn Rafnsson ræður í merkingu fundarins í laukagarði Guðrúnar Ósvífursdóttur. Jón Sveinbjörnsson ijallar um Nýja- testamentisþýðingu Odds Gott- skálkssonar, sem í fyrra kom út í Sigurður Sigurmundsson Irá Hvítárholti: Sköpun Njálssögu Sigurður Sigur- mundsson frá Hvítárholti. ÚT ER komin bókin Sköpun Njálssögu eftir Sigurð Sigur- mundsson frá Hvítárholti. Á bókarkápu segir um efni bókarinnar: „Höfundar ís- lendingasagna hafa sem kunnugt er ekki látið nafns síns getið. Það liggur í mann- legu eðli að leita hins óþekkta. Hér er Njálssaga viðfangsefnið, lista- verkið mikla, einn af hátindum heimsbókmennta. Margir höfundar hafa verið tilnefndir. Eins og nafn þessarar bókar ber með sér, er hér reynt að skyggna það þjóðfélag 13. aldar við veðra- brigði evrópskrar bókmenningar sem sagan er sprottin úr. Hér er hún tengd nafni eins voldugasta höfðingja á síðari hluta 13. aldar. En hann hafði öðrum fremur mögu- leika til að uppfylla þau skilyrði sem fræðimenn hafa markað í leit að höfundi. Um efni bókarinnar verður hér ekki frekar rætt, nema geta mætti þess, að fjallað er um eina fræg- ustu orðræðu sögunnar á annan hátt en áður hefur verið gert.“ Bókin er 95 blaðsíður og unnin í Prentsmiðju Suðurlands hf. nútímastafsetningu, og aðrar fornar þýðingar á efni Biblíunnar í tilefni af bók Ians Kirby, Bible Translation in Old Norse. Aitor Yraola birtir ágrip af niður- stöðum athugana sinna á viðbrögð- um íslendinga við ófriðnum á Spánf og ritgerð eftir Arthúr Björgvin Bollason sýnir hvernig nasistar nýttu sér íslenskar fornbókmenntir til að upphefja og stappa stálinu í þýsku kvenþjóðina. í þessum Skírni skrifar Skúli Sig- urðsson grein um bækur Þorsteins Vilhjálmssonar, Heimsmynd á hverfanda hveli I-II. í grein um íslenska þjóðhætti leggur Hjörleifur Jónsson út af bókum Árna Björns- sonar og Ingólfur Jóhannesson andæfir tæknihyggju í skólamálum og fjallar jafnframt um íslenska menntastefnu í tilefni af nýlegri bók Wolfgangs Edelstein. Tvö Skírnismál eru í heftinu. Halldór Guðjónsson reifar hug- myndir um merkingu og markmið háskóla og Árni Finnsson hugleiðir stöðu tækninnar í nútímanum. TOLVU- MÖPPUR frá Múlalundi... . þar er tölvupappírinn vel geymdur. s Múlalundur J VERDUR ÞU STJÓRNANDI 1992? Hvernig þarftu að undirbúa þig strax fyrir breytingarnar sem sameiginlegur innri markaður EB hefur á þína starfsemi 1992? Stjórnunarfélagið býður þér til námstefnu á Hótel Loftleiðum 2. nóvember nk. kl. 14:00. Stjórnunarfélag SKRÁNING Islands s 621066 HEFUR ÞU UNDIRBUIÐ ÞIG FYRIR SAMEIGINLEGAN INNRI MARKAÐ EB 1992? Stjórnunarfélag íslands hefur boðið hingað til lands tveimur þekktum sérfræðingum i málefnum Evrópubandalagsins. Það eru Sören Krohn forstöðumaður alþjóða- og efnahags- máladeildar Félags danskra iðnrekenda og yfirmaður upplýs- ingaátaks þeirra um málefni Evrópubandalagsins og Patric Flochel, yfirmaður upplýsingaskrifstofu ráðgjafarfyrirtækisins Ernst & Young í Brússel. Fyrirtækið starfar meö bresku ríkis- stjórninni áð undirbúningi fyrir sameiginlegan Evrópumarkað 1992. Verkefni þeirra er að benda íslenskum stjórnendum á hvernig þeir þurfa nú þegar að hefjast handa við undir- búning vegna sameiginlegs Evrópumarkaðar 1992 og hver viðbrögð stjórnenda þurfa að vera. Þeim til stuðnings verða þrír íslenskir stjórnendur sem sérfróðir eru um málefni Evrópubandalagsins, hver á sínu sviði. DAGSKRA Setning. Innri markaður EB; Kemur hann íslenskum stjórnend- um eitthvað við? - Sören Krohn, forstöðumaður alþjóða- og efna- hagsdeildar Félags danskra iðnrekenda. |£gjj| Hvernig stjórnendur geta undirbúið og aðlagað fyrirtæki sín að innri markaðnum? - Patric Flochel, Ernst & Young. | Hvernig innri markaður hefur áhrif á sveitarstjórnir og opinberar stofnanir á islandi. - Björn Friðfinnsson.Táðuneytisstjóri Iðnaðarráðuneytisins. / Kaffihlé. 1^3 Áhrif innri markaðar á stjórnendur í innlendum sam- keppnisiðnaðaði. - Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda. HCKKWH Viðbrögð stjórnenda útflutningsiðnaðarins við tilkomu innri markaðar. - Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra fiskframleiðenda. j Panelumræður. Þátttakendur panelumræðna eru fram- sögumenn auk stjórnanda. FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER, KL. 14:00 • HOTEL LOFTLEIÐUM Takmarkaður þátttakendafjöldi. M Stjórnunarfélag íslands SKRÁNING S 621066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.