Morgunblaðið - 01.11.1989, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.11.1989, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 T Islenskar skipasmíða- stöðvar standast ekki samanburð við erlendar - segir Kristján Ragnarsson, formaður LIU ÍSLENSKU skipasmíðastöðvarnar hafa átt í verulegum vandræðum síðustu misseri og í fyrradag sagði Slippstöðin á Akureyri upp öllum starfsmönnum sínum, 210 að tölu. Stjórnendur íslenskra skipasmíða- stöðva segjast geta staðist samanburð við erlendar en Kristján Ragn- arsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir að miklu muni á verði íslenskra og erlendra stöðva. „íslenskar stöðvar hafa tekið miklum framförum undanfarin ár og samkeppnisstaða þeirra skánað. En þó standast þær ekki samanburð við erlendar stöðvar," sagði Kristján Ragnarsson. Kristján sagði að við nýsmíði hefði það mikið að segja að íslenskar stöðvar gætu ekki tekið eldri skip sem hiuta af greiðslu. „Þegar við fáum nýtt skip verður annað að víkja og erlendar stöðvar hafa tekið gömlu skipin. Auk hefur ekki fengist fyrir- greiðsla í íslenskum bönkum á sama hátt og erlendis. Þetta, og fækkun skipa, gerir það að verkum að íslensku stöðvarnar fá færri verk- efni. Hinsvegar gerum við okkur grein fyrir því að það er nauðsynlegt að hafa íslenskar skipasmíðastöðvar en þær verða að vera samkeppnis- færar,“ sagði Kristján. Slippstöðin á Akureyri sagði upp 210 manns í fyrradag. Útlit er fyrir verkefnaskort, enda er framundan rólegur tími í skipasmíði. Akureyrarbær á um 33% í slipp- stöðinni og sagði Sigfús Jósson, bæjarstjóri, að nauðsynlegt væri að koma stöðinni aftur á réttan kjöl. „Það er mjög alvarlegt þegar svo stór hópur fólks missir vinnuna og við ætlum ekki að taka þessu þegj- andi,“ sagði Sigfús. Hann sagði einnig að erfitt væri fýrir íslendinga að keppa við erlend- ar stöðvar sem fengju ýmiskonar styrki frá ríkinu. „Skipasmíðastöðv- ar í Noregi og á Spáni fá verulega fyrirgreiðslu frá ríkinu. Það gerir það að verkum að samkeppni verður ekki eðlileg," sagði Sigfús. Sendibílstj órar mót- mæla virðisaukaskatti TRAUSTI, félag sendibílstjóra, heíur gengist fyrir undirskriftasöfnun meðal félagsmanna sinna þar sem mótmælt er fyrirhugaðri álagningu virðisaukaskatts á flutningsgjöld með sendibifreiðum. Fjármálaráð- herra verða afhent mótmælin og bjóst Hulda Waage framkvæmda- stjóri Sendibílastöðvarinnar við að það yrði gert í dag. Hulda segir að sendibílstjórar óttist meðal annars að gjaldskrá þeirra fáist ekki hækkuð í samræmi við álagningu virðisaukaskattsins. Sendibílstjórar verða skattaðilar í virðisaukaskatti. Það þýðir að skatt- urinn fæst dreginn frá öllum að- föngum til rekstrarins, þar á meðal sendibílunum, sem verða þar af leið- andi ódýrari í innkaupum en verið hefur í söluskattskerfi. Virðisauka- skatturinn leggst einnig á flutnings- gjöld og þurfa sendibílstjórar að gera skil á tveggja mánaða fresti eins og aðrir skattaðilar. Viðskiptavinir sendibílstjóra geta sumir fengið virðisaukaskattinn dreginn frá flutningsgjaldinu, það er, þeir viðskiptavinir sem eru skattaðil- ar. Þeir fá skattinn dreginn frá við næsta uppgjör • eftir að hann hefur verið greiddur sendibílstjóranum. Þetta segir Hulda Waage að sendibíl- stjórar óttist að valdi því, að fyrir- tæki sjái sér í auknum mæli hag í því að reka eigin flutningabíla, frem- ur en að leita til sendibílastöðvanna. Einstaklingar og opinber fyrirtæki og stofnanir eru ekki skattaðilar og geta því ekki dregið virðisaukaskatt frá. Sendibílstjórar óttast að kostn- aðaraukinn af virðisaukaskattinum, fyrir þessa aðila, verði til þess að þeir nýti sér þjónustu sendibíia í minna mæli en áður. Þá segir Hulda að mönnum þyki skjóta skökku við, að sumir vöruflytj- endur þurfi að leggja virðisaukaskatt á gjaldskrá sína, en aðrir ekki, til dæmis leigubílar og skipafélög. Þá telja sendibílstjórar óvíst að virðis- aukaskattur muni leggjast á flutn- ingsgjaldið eins og það er, það er að gjaldið hækki í samræmi við álagninguna. Þeir óttast að þurfa að lækka gjaldið, til þess að milda áhrif virðisaukaskattsins á flutningskostn- að. Að öllu samanlögðu óttast sendibílstjórar að álagning virðis- aukaskatts á flutningsgjald þeirra verði til þess að minnka atvinnu þeirra og að fækki í starfsgreininni, að sögn Huldu Waage. Verðkönnun Verðlagsstofiiunar; 289% verðmunur á heilum steinbít MIKILL verðmunur er á sumuni fisktegundum á milli verslana, samkvæmt könnun sem Verðlagsstoftiun gerði fyrir skömmu. Mesti verðmunurinn reyndist vera á heilum steinbít, 289% og rauð- sprettuflökum, 257%. Steinbíturinn kostaði 72 krónur þar sem hann var ódýrastur en 280 krónur þar sem hann var dýrastur. Ódýrasti steinbíturinn fékkst á Eskifirði, Sauðárkróki og ísafirði. Raunar var fiskur oftar ódýrari á þeim stöðum á lands- byggðinni sem könnunin náði til, en á höfuðborgarsvæðinu. Kíló af rauðsprettuflökum kostaði á bilinu 135 til 482 krónur og voru ódýr- ust á ísafirði. Stórlúða í sneiðum kostaði 255 kr. til 620, og er verð- munurinn því 143%. Smálúðuflök- in kostuðu á bilinu 299 til 675 krónur, og munar þar 126%. Gell- ur kostuðu á bilinu 260 til 550 kr. kílóið, og er verðmunurinn því 111%. í fréttatilkynningu Verðlags- stofnunar kemur fram að nokkur verðmunur er á ýsu en nýlega var hámarksverð á ýsu fellt niður. Ýsuflök með roði kostuðu til dæm- is 359 til 425 krónur á höfuð- borgarsvæðinu (18% verðmunur) og 313 til 402 krónur á lands- byggðinni (28% munur). Fram kemur að í flestum tilvik- um var fiskur á höfuðborgarsvæð- inu seldur á lægra verði í fisk- búðum en matvöruverslunum. Myndin var tekin er bijóstmyndin var afhjúpuð, en á henni eru auk Auðar Auðuns, listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir og dótturdóttir Auðar, Auður Ýr Þorláksdóttir, sem afhjúpaði myndina. Brjóstmynd af Auði Auðuns fyrrum borgarsljóra afhjúpuð BRJÓSTMYND var afhjúpuð af Auði Auðuns, fyrrverandi borg- arstjóra og forseta borgarstjórnar, þriðjudaginn 17. október. Myndina, sem steypt er í brons, gerði listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir. Athöfnin var í herbergi borgar- ráðs Austurstræti 16 þar sem eru bijóstmyndir af fyrrverandi borg- arstjórum. Auður Auðuns sat í Borgar- stjórn Reykjavíkur í 24 ár eða frá 1946 til 1970. Hún var forseti borgarstjórnar frá 1954 til 1959 og frá 1960 til 1970. Þann 19. nóvember 1959 var hún kjörin borgarstjóri ásamt Geir Hallgrí- mssyni og gegndi því starfi til 6. október 1960. (Fréttatilkynning) OPNUMIDAG í hinu stórglæsilega húsi Ingvars Helgasonar hf. ó Sævarhöfða 2 GLÆSIVAGNAR A GOÐU VERÐI Kaupendur ath! Mikið úrval bifreióa á góóum kjörum - jafnvel engri útborgun. Lán í allt aó 2 ár. Opið virlca daga ffrá kl. 9-18.30, laugardaga ffrá kl. 10-17. talú* e<l,rl T HV 5ö'uskr° BORGARBILASALANI GRENSASVEGI 11, SÍMAR 83085 OG 83150 - SÆVARHÖFÐA 2, SÍMI 674848

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.