Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 15 í greinargerð með tillögnnni er bent á að verulegur samdráttur hefur orðið í landbúnaði sem haft hefur bein og óbein áhrif á atvinnu- lífið á Selfossi til hins verra. „Ekki virðast neinar líkur á að breyting verði til batnaðar í þessum efnum á næstu árum. Því verður að leita annarra leiða til að skjóta styrkari stoðum undir atvinnulífið á staðn- um. Ferðamannaþjónusta er hins- vegar vaxandi atvinnugrein og á Suðurlandi eru margir af helstu ferðamannastöðum landsins. Frá Selfossi er stutt til flestra þessara staða og því ættu að vera mjög góð skilyrði hér til að efla ferðaþjón- ustuna enn frekar en nú er. í þeim tilgangi er tillaga þessi lögð fram,“ segir í greinargerðinni sem undirrit- uð er af Þorvarði Hjaltasyni, Sigríði Jensdóttur og Steingrími Ingv- arssyni, flutningsmönnum tillög- unnar. Tillögunni var vísað til ferða- málaráðs og atvinnumálanefndar. - Sig. Jóns. ___________Brids_______________ Arnór Ragnarsson Stórmót í parabrids Laugardaginn 18. nóvember verður haldið silfurstigamót í parabrids, hið fyrsta sinnar tegundar í sögu bridsí- þróttar á íslandi. Mótshaldari er Bridsklúbbur hjóna, fyrirkomulag og stigagjöf er sam- kvæmt reglum Bridssambands íslands. Glæsileg verðlaun verða veitt: 1. verðlaun kr. 80.000, 2. verðlaun kr. 50.000, 3. verðlaun kr. 30.000 og 4. verðlaun kr. 15.000. Sá nýstárlegi háttur er hafður á verðlaunaafliendingunni að helmingur hverra verðlauna er peningaverðlaun, hinn helmingur verðlaunanna eru per- sónulegir munir til herrans og dömunn- ar. Spilað verður í sal Bridssambands íslands í Sigtúni. Mótið hefst kl. 10 laugardaginn 18. nóvember. Spilaður verður barómeter, hámarksþátttaka eru 42 pör. Væntanlegir keppendur geta skráð sig fyrirfram, Isak Sigurðs- son, framkvæmdastjóri Bridssambands íslands, tekur á móti þátttökutilkynn- ingum í síma 689360 eða 689361. Bridsunnendur eru hvattir til að hafa samband við ísak sem fyrst. Þátttöku- gjald er kr. 4.500 fyrir parið. Bæjarstjórn Selfoss: Stofnun ferðaskrif- stofii verði könnuð Selfossi. BÆJARRAÐ Selfoss samþykkti á fundi sínum 19. október að kannað- ir yrðu möguleikar á stofnun hlutafélags um rekstur ferðaskrifstofu eða ferðamiðstöðvar á Selfossi sem hefði það meginmarkmið að taka á inóti erlendum ferðamönnum og skipuleggja ferðir fyrir þá. Jafn- framt öðrum verkefnum sæi ferðamiðstöðin um upplýsingamiðlun til ferðamanna. Gert er ráð fyrir að ef kemur til stofnunar hlutafé- lags verði leitað til þeirra aðila á Selfossi sem starfa á sviði ferða- þjónustu og öllum þeim sem áhuga hafa gefinn kostur á þátttöku. Þarna sérðu Tómas. Hann nýtur þess að ferðast um landið - og hann hefur efni á því! r Tómas hefur alltaf haft yndi af fjalla- ferðum. Hann kynntist þeim hjá vini sínum sem átti fjársterka foreldra og | gat fyrir vikið ekið um á rándýrum I fjallajeppa. Tómas ákvað að þegar hann keypti bíl þá yrði það góður bíll s sem myndi duga vel á hálendinu og b verða góður í endursölu. Þetta var fyr- ir 4 árum. Tómas var svo heppinn að vinna 500.000 kr. í happdrætti þegar hann var 16 ára. Og hamingjuhjólið snerist áfram því hann komst í sam- band við sérfræðingana hjá Fjárfest- ingarfélagi íslands hf. og í samræmi við ráðleggingar þeirra keypti hann KJARABRÉF fyrir vinningsupphæð- ina. í sumar - 4 árum seinna - gat hann keypt sér 2.000.000 kr. jeppa. KJARABRÉFIN hafa nefnilega fjórfaldast á síðustu 4 árum og árið 1990 hefur upphæðin líkast til tvöfald- ast að raungildi. Og auðvitað er Tóm- as áfram í sambandi við Fjár- festingarfélagið - hann stefnir nefni- lega að því að skipta eftir 2-3 ár! - Gott hjá þér Tommi! Oi> FJÁRFESriNGARFÉLAG ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI, S. 28566 • KRINGLUNNI, S. 689700 • AKUREYRI, S. 25000 tikiilitIIIllIjI41111|||

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.