Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 Flugfélag Norðurlands 30 ára: Flytur tuttugu þús- und farþega á ári Félagið á nú 8 flugvélar FLUGFÉLAG Norðurlands á 30 ára afmæli í dag, 1. nóvember. Félag- ið hefur smám saman vaxið og dafnað á þeim 30 árum sem liðin cru frá stofnun þess, en í upphafí átti félagið eina vél sem fyrst og fremst sinnti sjúkraflugi. Nú á Flugfélag Norðurlands átta flugvélar, um 2.000 fermetra verkstæðisaðstöðu og flugskýli auk þess sem það rekur flug- skóla. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Leiftursmenn á grasi næsta sumar Framkvæmdir við gerð grasvallar í Ólafsfirði hafa staðið yfir í sumar og haust. Bæjarfélagið kostar verkið, en Leiftursmenn hafa lagt fram mikla vinnu. Eins og sjá má á myndinni eru hita- leiðslur lagðar undir völlinn og sáu Leiftursmenn um lagningu leiðslanna. Þeir lögðu einnig hönd á plóginn þegar að því kom að tyrfa fyrir skömmu og gerðu sér lítið fyrir og lögðu þökur á allan völlinn, samtals 125 metra að lengd og 80 metra að breidd. Næsta vor verður unnið við frágang, völlurinn girtur og æfingasvæði sléttað út. Ahorfendasvæði er frá náttúrunnar hendi afar gott rétt ofan vallarins. „Við vonumst til að geta fengt tímabilið uin eina tvo mánuði þegar vöiiurinn er kominn í gagnið," sagði Þorsteinn Þorvaidsson sparisjóðsstjóri og Leift- ursmaður. Byrjað verður að spila á vellinum einhvern tíma næsta vor, en grasvöllur þeirra Ólafsfirðinga er sá eini norðan heiða sem státar af hitalögn. Stofnun Norðurlands- deildar foreldrafélags misþroska barna Foreldrafélag misþroska barna hefur starfað í nær tvö ár. En starf- semin hefúr einkum verið bundin við Stór-Reykjavíkursvæðið og iiggja til þess ýmsar ástæður. Þar eru félagar langflestir, þar eru allir sfjórnarmenn búsettir og þar er boðið upp á flesta þá þjónustu sem þessum börnum stendur til boða. En félagið hefur á stefnu- skránni að færa út kvíarnar og nú á næstunni stendur til að stofna fyrstu deildina í félaginu, Norðurlandsdeildina. Það var Tryggvi Helgason flug- maður sem stofnaði félagið 1. nóv- ember árið 1959 og hét það þá Norð- urflug. Arið 1974 keyptu starfsmenn Tryggva fyrirtækið, en á árinu 1975 var nafninu breytt í Flugfélag Norð- urlands hf. og er það nú í eigu fimm einstaklinga á Akureyri, en þeir eiga samtals 65% hlut í félaginu og Flug- leiðir hf. 35%. . „Félagið byijaði smátt, átti eina flugvél og sinnti einkum sjúkraflugi, en fljótlega var sett upp verkstæðis- aðstaða í litlum skúr,“ sagði Sigurð- ur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands hf. Félagið á nú átta flugvélar; þijár Twin-Otter sem taka 19 farþega, tvær Piper Chieftain, sem taka níu farþega og eina Piper Aztec, en hún tekur fimm farþega. Þá á félagið um 2.000 fer- metra upphitað flugskýli þar sem jafnframt er verkstæðisaðstaða. Flugfélag Norðurlands flj’tur að jafnaði um 20 þúsund farþega á áætlunarleiðum sínum og um það bil 400 tonn af pósti og fragt á ári hveiju. Hjá félaginu starfa 25 manns, þar af tíu flugmenn og átta flugvirkjar. Sigurður sagði að félagið ræki umfangsmikla viðhaldsþjónustu fyrir önnur flugfélög á landinu, eink- um Erni og Flugfélag Austurlands, en Flugtak væri einnig að hefja við- skipti við fyrirtækið. „Þetta er öflug- ur hluta af starfseminni og nauðsyn- legur þáttur,“ sagði Sigurður. Fljótlega eftir að fyrirtækið var stofnað hófst flugkennsla og getur félagið annast alla verklega kennslu til atvinnuflugmannsprófs, en til einkaflugmannsprófs í bóknáminu. Tvær vélar eru eingöngu notaðar í kennslufluginu. Grænlandsflugið hefur verið stór þáttur í starfsemi félagsins, en það hófst um 1970. Um er að ræða leigu- flug einkum með leiðangra frá ís- landi til Grænlands og einnig flug innan Grænlands. „Það má segja að við séum brautryðjendur í flugi á norðausturhluta landsins og þar hef- ur Twin-Otterinn gegnt lykilhlut- verki. Flugmenn okkar eru þekktir um allt Grænland fyrir kunnáttu sína við erfiðar aðstæður," sagði Sigurð- ur. Afkomu félagsins sagði hann hafa verið misjafna, en í heild hefði það skilað hagnaði. Á síðasta ári varð 11 milljóna króna hagnaður af rekstrinum en að sögn Sigurðar er tæplega von á jafngóðri útkomu á þessu ári. „Við höldum ekki sérstaklega upp á daginn, en það er aldrei að vita nema okkur detti í hug að gera það seinna,“ sagði Sigurður. Þann 4. nóvember næstkomandi klukkan 14 verður haldinn fundur í Síðuskóla á Akureyri. Gestir fund- arins verða þau Sigrún Sveinbjörns- dóttir, sálfræðingur og fram- kvæmdastjóri Svæðisstjórnar um málefni fatlaðra, Geir Friðgeirsson, barnalæknir, og Matthías Kristian- sen, formaður Foreldraféiags mis- ‘þroska barna. Mun Sigrún ræða um misþroska almennt, Geir útskýrir ýmislegt tengt greiningu og Matt- hías segir frá störfum og skipulagi foreldrafélagsins. Að þessum erind- um loknum mun svo verða stofnuð deild, ef áhugi er fyrir hendi. Morgunblaðið/Rúnar Þór FN-menn að leggja í Grænlandsflug, f.v.: Gunnar Jakobsson, Ármann Sigurðsson og Jónas Finnbogason. Herlúðra- sveit í Kringlunni LÚÐRASVEIT konunglega breska landgönguliðsins undir stjórn Peter Rutterford, liðs- foringja, spilar í Kringlunni, fimmtudaginn 2. nóvember, frá kl. 17.00-18.15. Lúðrasveitin, sem hefur aðsetur sitt í Rosyth í Skotlandi, er eina lúðraveit landgönguliðsins sem er að staðaldri norðan Lundúnaborg- ar. Hún ferðast gríðarlega mikið um Skotland og Norður-Irland og einnig um Norður-England. Til íslands hefur hijómsveitin komið árlega um langt skeið og hefur mikla ánægju af að koma hér fram. Hljóðfæraleikararnir 47 þurfa allir að kunna á að minnsta kosti tvö hljóðfæri og þeir spiia við hin margvíslegustu tækifæri, svo sem skrúðgöngur, hljómleika og dans- leiki. Á undanförnum árum hefur lúðrasveitin komið fram á Royal Tournament, Horseguard Parade í London, Edinburgh Military Tattoo, á Samveldisleikunum sem haidnir voru í Edinborg 1986 og í júlí 1988 fór hún í tveggja vikna hljómleika- og sýningarferð til Hong Kong. Síðan hefur lúðra- sveitin haldið áfram að ferðast um, halda hljómleika og gleðja þúsundir manna með tónlist sinni. (Fréttatilkynning) Ferð NVSV á Veðurstofuna Á morgun, fimmtudag, kl. 17.30 stendur Náttúruverndar- félag Suðvesturlands fyrir vett- vangsferð á Veðurstofii íslands. Starfsmaður Veðurstofunnar lýsir nokkrum veðurathugun- artækjum í mælagerði Veður- stofunnar. Þátttakendur fá í hendur eyðu- blað með ýmsum upplýsingum en á það geta þeir skráð eigin athug- anir gerðar með einföldum veður- athugunartækjum. I lokin verður hægt að bera þessar athuganir saman við veðurlýsingu Veður- stofunnar. Vettvangsferðin tekur um eina og hálfa til tvær klukkustundir. Öllum er heimil þátttaka í vett- vangsferðinni. Biblíulestrar í Breiðholts- kirkju í nóvember eru fyrirhugaðir vikulegir biblíulestrar í Breið- holtskirkju í Mjóddinni og verð- ur hinn fyrsti á morgun, fímmtudagskvöld, kl. 20.30. Mun sr. Jónas Gíslason, vígslu- biskup og prófesesor við guð- fræðideild Háskóla íslands, ann- ast þessa lestra, en hann sá ein- mitt um nokkra biblíulestra í kirkjunni síðastliðið vor. Eru allir velkomnir til þátttöku í þessum biblíulestrum, sem áhuga hafa á því að kynnast ritn- ingunni betur og athuga hvaða boðskap hún flytur okkur mönn- unum í dag. Fyrirlestur um mælingar í raf- dreifikerfí í DAG, miðvikudaginn 1. nóv- ember, verður haldinn fyrir- lestur í Tækniskóla íslands á Höfðabakka 9 um mælingar í rafdreifikerfi. Fyrirlesari er Þorkell Jónsson, tæknifræðingur. Fyrirlesturinn nefnist „Mælistöð fyrir lágspennt rafdreifikerfi". Hér er um að ræða hönnun og smíði sem byggist á nokkurra ára nemendaverkefnum í skólanum. Fyrirlesturinn verður í sal skólans og hefst kl. 17.15. Hann er öllum opinn. Þetta er þriðji fyrirlesturinn í flokki fyrirlestra sem efnt er til í Tækniskólanum nú á haustmisseri vegna 25 ára afmælis skólans. Morgunblaðið/ Halldór Jónsson Lyftarinn hífður upp úr höfh- inni á Súðavík. Lyftari í höfn- ina á Súðavík ÞEIR eru oft slæmir fyrstu hálkudagarnir þegar menn eru ekki búnir að venjast hálkunni og ekki farnir að haga akstri sínum í samræmi við það. Þessu komst ökumaður lyftara í Súðavík að, þar sem hann var á ferð við höfnina fyrir skemmstu. Er hann hugðist stöðva lyftarann tókst það ekki heidur rann hann stjórnlaust í höfnina. Ökumannin- um tókst að komast á þurrt án meiðsla en kalla þurfti til krana og kafara til að ná lyftaranum á þurrt. Óljóst er með skemmdir á Íyftaranum. - DóJó. Bæjarstjórn mótmælir skerðingu BÆJARSTJÓRN Egilsstaða hefúr samþykkt ályktun þar sem mótmælt er skerðingu á yfirvinnu lögreglu í umdæminu. „Bæjarstjórn Egilsstaða mót- mælir harðlega þeirri skerðingu á þjónustu sem íbúar bæjarins verða fyrir vegna gildandi skerðingar á yfirvinnu hjá lögreglunni í um- dæminu. Bæjarstjórn bendir á þá staðreynd að eftirlitssvæði lög- reglunnar úti á landi er jafnan víðáttumikið og erfitt yfirferðar, vegna snjóa og slæmra vega og því algjörlega óraunhæft að beina sömu aðhaldsaðgerðum að öllum löggæsluumdæmum landsins án tillits til aðstæðna á hveijum stað. Sem dæmi má nefna að tímar sem greiddir eru af þriðja aðila, t.d. vegna gæslu við dansleiki, eru jafnframt dregnir frá þeim kvóta sem lögreglan hefur til yfirvinnu. Þá varar bæjarstjórn við þeirri hættu sem getur stafað af því að auglýst er vanmætti lögreglu til að halda uppi eðlilegu eftirliti. Bæjarstjórn krefst þess að ráðu- neytið beiti sér nú þegar fyrir því að úr verði bætt áður en í algert óefni verður komið með vaxandi skammdegi og versnandi veðri og færð.“ ■ ■■■■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.