Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 6
6 kr ' / ; í l> ' • ■ f MORGUNBLAÐIÐ UIVARP/SJONVARP MIÐVIKUDAGUR 1. NÓVEMBER 1989 SJÓNVARP / SIÐDEGI 14:30 15:00 15:30 16:00 16:30 17:00 17:30 18:00 18:30 19:00 17.00 ► Fræðsluvarp. 1. Bakþankar(11 mín.) — Danskur þáttur um vinnu- stellingar. 2. Frönsku- kennsla fyrir byrjendur (5) — Entrée Libre 15 mín. 17.50 ► Töfraglugginn. Umsjón 18.50 ► Tákamáls- ÁrnýJóhannsdóttir. fréttir. 18.55 ► Yngismær. (23). 19.20 ► Poppkorn. STÖÐ 2 15.35 ► Morð í þremur þáttum. Eitt ástsælasta hug- arfóstur Agöthu Christie, nefnilega Hercule Poirot, er hér í höndum hins frábæra leikara Peters Ustinovs. Jonathan Cecil sem fer með hlutverk Hastings er aðdá- endum Agöthu Christievel kunnurþarsem hann er iðulega við hlið Ustinovs í þessum vinsælu kvikmyndum. 17.05 Þ Santa Barb- ara. 17.50 ► Ævintýri á Kýþeríu. Loka- þáttur. 18.20 ► Sagnabrunnur. Myndskreytt ævintýri fyriryngstu áhorfendurna. 18.35 ► I sviðsljósinu. 19.19 ► 19:19. SJÓNVARP / KVÖLD 19:30 20:00 20:30 21:00 21:30 22:00 22:30 23:00 23:30 24:00 19.50 ► Tommi og Jenni. 20.00 ► Fréttir og veður. 20.35 ► Á tali hjá Hemma Gunn. Hemmi Gunn mættur aftur í beinni útsendingu að venju, og að sjálfsögðu með úrvals fólk sér við hlið. 21.40 ► Síðan þú fórst. . . Myndin sem gerð er eftirsögu Margaret Buell Wilder, segirfrá fjöl- skyldu sem þarf að þreyja erfiða tíma meðan fjöl- skyldufaðirinn fer í stríðið. Bandarísk frá 1944. Aðalhlutverk: Claudette Colbert, JenníferJones, Joseph Cotten og Shirley Temple. 23.00 ► Ellefufréttir. 23.10 ► Síðanþúfórstframhald. 00.35 ► Dagskrárlok. 19.19 ► 19:19. Fréttirog fréttaum- fjöllun, íþróttirog veðurásamt fréttatengdum innslögum. 20.30 ► íslandskeppni áhugamanna í kvikmynda- gerð. 21.00 ► Framtíðarsýn. Fræðsluþáttur. 21.45 ► Ógnir um óttubil. Bandarískur spennumynda- flokkur þar sem glæpamál eru leyst á mjög svo óvenju- leganmáta.- 22.35 ► Kvikan. Viðskiptaþátt- urþarsem leitaðverðurfanga jafnt utanlands sem innan. 23.05 ► I Ijósaskiptunum. Skil hins raunverulega og óraun- verulega geta verið óljós. 23.30 ► Átvennumtímum. Mynd- infjallarum H.G. Wellssem erkunn- uruppfinningamaður. Hannerfeng- inn til þess að finna upp tímavél. Aðalhlv.: Malcolm McDowell o.fl. 01.20 ► Dagskrárlok. UTVARP RÍKISÚTVARPIÐ FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Guðmundur Óskar Ólafsson flytur. 7.00Fréttir, 7.03 i morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason tal- ar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Neytendapunktar. 9.20 Morgunleikfimi með Halldóru Björns- dóttur. 9.30 Landpósturinn - frá Norðurlandi. Umsjón: Þorkell Björnsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Þingfréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úrsöguskjóðunni-Ameríka íaugum (slendinga um 1870 er vesturferöirnar hófust. Umsjón: Helga Steinunn Hauks- dóttir. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Einnig útvarpað að loknum fréttum á miðnætti.) 11.53 Á dagskrá. Litið yfir dagskrá miöviku- dagsins í Útvarpínu. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.15 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Mörður Árnason flytur. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónlist. 13.00 í dagsins önn - kvennaþáttur. Klám og erótík. Umsjón: Bergljót Baldurs- dóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Svona gengur það“ eftir Finn Saeborg. Ingibjörg Berg- þórsdóttir þýddi. Barði Guðmundsson les (8). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Einar Guðmundsson og Jóhann Sigurðarson. 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt um innviði þjóðkirkjunnar. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. (EnÖurtek- inn þáttur frá mánudagskvöldi.) 15.45 Neytendapunktar. Umsjón: Björn S. Lárusson. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Hvenær eru frímínút- ur í Hvassaleitisskólanum? Umsjón: Sig- urlaug M. Jónasdóttir. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á siðdegi eftir Jean Sibelius. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Einnig útvarpað að loknum frétt- um kl. 22.07.) 18.10 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Einnig útvarpað í næturútvarpinu kl. 4.40.) 18.30 Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. Þáttur um menningu og list- ir líðandi stundar. 20.00 Litli barnatfminn: „Kári litli í skólan- um“ eftir Stefán Júlíusson. Höfundur les (8). 20.15 Frá tónskáldaþinginu I Paris 1989. Sigurður Einarssón kynnir. 21.00 Stiklað á stóru um hlutleysi, hernám og hervernd. Þriðji þáttur endurtekinn frá mánudagsmorgni. Umsjón: Pétur Péturs- son. 21.30 islenskir einsöngvarar. Elísabet Erl- ingsdóttir syngur lög eftir Þórarin Jóns- son, Atla Heimi Sveinsson og Pál P. Pálsson. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. (Endurtekinn frá sama degi.) 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Aldahvörf - brot úr þjóðarsögu. ■ Fjórði þáttur af fimm: Upphafsár ung- menna- og íþróttafélaga á íslandi. Hand- rit og dagskrárgerð: Jón Gunnar Grjetars- son. Höfundur texta: Guðni Halldórsson. Lesarar: Knútur R. Magnússon og Mar- grét Gestsdóttir. Leiklestur: Arnar Jóns- son, Jakob Þór Einarsson og Brodd Broddason. 23.10 Nátthrafnaþing. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Endurtekinn frá morgni.) 1.00 Veðurfregnir. 1.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - úr myrkrinu, inn í Ijósið, Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 8.00 Morgunfréttir. Bibba í málhreinsun. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Alberts- dóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 12.80 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatiu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akureyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjölmiðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurninga- keppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Flosi Eiríksson, kl. 15.03. 16.03 Ðagskrá. Dægurmálaútvarp. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni út- sendingu, sími 91 - 38 500 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 íþróttarásin. Fylgst með og sagðar fréttir af iþróttaviðburðum hér á landi og erlendis. 22.07 Lisa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur í tónlist. (Úrvali útvarpað aðfaranótt þriðjudags kl. 5.01.) 00.10 ( háttinn. 1.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. NÆTURÚTVARPIÐ 1.00 Áfram ísland. Dægurlög flutt af íslenskum tónlistarmönnum. 2.00 Fréttir. 2.05 Slægur fer gaur með gígju. Magnús Þór Jónsson rekur feril trúbadúrsins Bobs Dylans. Sjöundi og síðasti þáttur. (Endur- tekinn þáttur frá sunnudegi á Rás 2.) 3.00 Á frivaktinni. Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. (Endurtekinn þáttur frá mánudegi á Rás 1.) 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. Úr dægurmálaútvarpi mið- vikudagsins. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. Umsjón: Páll Heiðar lónsson og Bjarni Sigtryggsson. (Endur- tekinn þátturfrá deginum áðurá Rás 1.) 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir kynnir. (Endurtekinn þáttur frá föstudegi á Rás 1.) 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á þjóðlegum nótum. Þjóðlög og vísnasöngur frá öllum heimshornum. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2 8.10-8.30 og 18.03-19.00.Útvarp Norður- land. BYLGIAN FM 98,9 7.00 Páll Þorsteinsson. Alls kyns upplýs- ingarfyrirhlustendur. Fréttirkl. 8.00, 9.00 og 10.00. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Bibba í heims- reisu kl. 10.30. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Allt á sínum stað. 18.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thor- steinsson. 19.00 Snjólfur Teitsson. Tónlist í klukku- stund. 20.00 Haraldur Gíslason. Hann er í sam- bandi við íþróttadeildina þegar við á. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. RÓT FM 106,8 9.00Jazz og Blús. E. 10.00Prógram. Tónlistarþáttur. E. 12.00 Tónafljót. 14.30 Á mannlegu nótunum. Flokkur mannsins. E. 15.30 Samtök Græningja. E. 16.00 Fréttir frá Sovétríkjunum. María Þor- steinsdóttir. 16.30 Umrót. Tónlist, fréttir og upplýsingar um félagslíf. 17.00 Laust. 18.00 Elds er þörf. Umsjón: Vinstri sósíal- istar. , , 19.00 Fés. Unglingaþattur i umsjón Bryndísar Hlöðversdóttur. 20.00 Fés. Unglingaþáttur. Umsjón: Hulda og Magnea. 21.00 Músík með Gauta Sigþórssyni. 22.00 Hausaskak. Þungarokksþáttur í um- sjá Hilmars Þórs Guðmundssonar. 23.30 Rótardraugar. 24.00 Rokkað eftir miðnætti með Hans Konrad Kristjánssyni. AÐALSTÖÐIN FM 90,9 7.00Mörgunmenn Aðalstöðvarinnar. Um- sjónarmenn: Þorgeir Ástvaldsson og Ás- geir Tómasson. 9.00 Margrét Hrafnsdóttir. Öðruvísi viðtöl. 12.00 Hádegisútvarp Aðalstöðvarinnar í umsjón Þorgeirs Ástvaldssonar og Ás- geirs Tómassonar. 13.00 Kántrýtónlistin. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson. 16.00 Dæmalaus veröld. Eiríkur Jónsson. 18.00 Plötusafnið mitt. Fólk lítur inn og spilar sína tónlist og segir léttar sögur með. 19.00 Anna Björk Birgisdóttir. 22.00 Sálartetriö. STJARNAN FM 102,2 7.00 Bjarni Haukur Þórsson. 11.00 Snorri Sturluson. Síminn er 622939. Fréttir kl. 12.00 og 14.00. 15.00 Sigurður Helgi Hlöðversson. Fréttir kl. 16.00 og 18.00. 19.00 Stanslaus tónlist. Ekkert kjaftæði. 20.00 Kristófer Helgason. Síminn er 622939. 1.00 Björn Þórir Sigurðsson. Næturvakt. EFF EMM FM.95,7 7.00 Hörður Arnarson. 9.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie. 11.00 Steingrímur Ólafsson. 13.00 Hörður Arnarson. 15.00 Sigurður Gröndal og Richard Scobie. 17.00 Steingrímur Ólafsson. 19.00 Anna Þorláks. 22.00 Snorri Már Skúlason. 01.00 Tómas Hilmar. ÚTRÁS FM 104,8 16.00 FÁ 20.00 MR 18.00 MS 22.00 FB Velkomnir Vestfírðingar ÞAR SEM MYNDIRNAR FÁST HIT LIST ^ MYND/R myndbandaleigur Álfabakki 14, sími 79050 Austurstræti 22, sfmi 28319 Tæknirt breytir lífi okkar og þrátt fyrir að vamaðarorð H.C. Andersen í Næturgalanum um að treysta ekki um of á mannanna verk heldur hlusta á röddina reigin brjósti þá verður ekki aftur snúið á braut hátæknisamfélagsins. I gamla daga þegar menn fóru um vegleysur á þarfasta þjóninum eða bara fótgangandi þótti ekki tiltöku- mál að hefja búskap á örsmáum landspildum í einangruðum firði við hið ysta haf. Menn bjuggu að sínu. Má telja suma íslenska sveitabæi og jafnvel þorp undursamlegan vitnisburð um áræði og dugnað mannskepnunnar. En eins og áður sagði var nægjusemi fólks mikil og menn treystu á þarfasta þjóninn þegar þurfti að sækja aðstoð á næsta bæ eða fóru á opnum báti um úfínn sæ. Önnuröld Nú er öldin önnur. Bílar og flug- vélar flengja fólki milli staða og fjölmiðlar eru inn á gafli. Stórborg- in virðist innan seilingar hvort sem menn búa við Trékyllisvík eða á Selfossi. Enn finnast þó staðir þar sem menn verða stundum að treysta á þarfasta þjóninn eða kalsasama vélsleða. Á slíkum stöðum er eins og tíminn hafi numið staðar en fólk- ið flýgur á ljóshraða inn í hátækni- öldina og unir því illa að komast ekki til læknis eða í stórmarkaðinn eða bara til kunningjanna þegar fennir á fjallvegi. Stjórnmálamennirnir virðast ekki þora að skera á hnútinn. Samt er alveg Ijóst að senn líður að upp- gjöri. Ánnað hvort verður að ijúfa einangrun staðanna eða hjálpa fólk- inu að flytja þangað sem samgöng- ur eru greiðari og fullkomin læknis- þjónusta, myndarlegir skólar og önnur þjónusta er heyrir til nútíma- samfélaginu. Stjórnmálamennirnir virðast fremur kjósa að láta þessum byggðum blæða út og skilja fólkið eftir í verðlausum húsum. Á sama tíma fá bændur er missa smá skika af heiðalandi undir vatn milljónir í bætur. Atkvæðamisvægið er að sliga þetta land. Endurreisn En nú er tækifærið að skapa voldug og nútímaleg byggðasvæði tengd saman af jarðgöngum og öflugu loftflutningakerfi. Á þessum byggðasvæðum geta íbúarnir náð í lækni þegar þeir þurfa þess með og þar eru myndarlegir skólar og stutt í stórmarkaði sem eru reknir af öflugum verslunarkeðjum. Og þessi byggðasvæði eiga sínar út- varps- og jafnvel sjónvarpsstöðvar er tengja fólkið enn betur saman. Hér gegna svæðisútvörpin miklu hlutverki og því fagnaðarefni að Vestfirðingar skuli nú hafa eignast sína fyrstu útvarpsstöð: Svæðisút- varp Vestfjarða. Finnbogi Hermannsson svæðis- útvarpsstjóri sagði í viðtali á fjöl- miðlasíðu sunnudagsblaðsins um þetta nýja útvarp: „Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og mun betri en ég bjóst við ... Við höfum fengið fólk í heimsókn og tekið menn tali í beinni útsendingu og hefur þetta mælst vel fyrir. Þá hafa auglýsend- ur hér vestra brugðið skjótt við og strax á öðrum degi var auglýs- ingatíminn kominn í sjö mínútur." Til hamingju Vestfirðingar, það var tími til kominn að þið fengjuð ykk- ar útvarp og þá er bara að efla enn samgöngurnar og bora gegnum fjöllin og færa stofnanimar heim í hérað en afnema á móti atkvæða- misvægið. Það gengur ekki lengur að athafnamenn og forystumenn iandsbyggðarmanna eyði dýrmæt- ufti tíma í að híma á kontórum reyk- vískra sjóðakónga og annarra valdsmanna. Svæðisútvarp Vest- ijarða er gleðilegur vottur um efl- ingu byggðasvæðanna utan Stór- Reykjavíkur. Ólafur M. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.