Morgunblaðið - 01.11.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.11.1989, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. NOVEMBER 1989 Matarsendingarnar streyma út úr eldhúsinu fyrir hádegið, nær 500 heitar máltíðir afgreiddar til aldraðra íbúa Reykjavíkur. Matreiðslu- meistararnir Bragi Guðmundsson og Sveinn Friðfinnsson senda út matarbakka. Morgunoiaoio/övernr í tilefiii aftnælisins verður um helgina basar og sýning á handavinnu aldraða í þjónustuíbúðunum við Dalbraut. Hér eru nokkrar konur við vinnu sína. Þjónustuíbúðir við Dalbraut 10 ára: Afgreiðir 500 máltíðir daglega til aldraðra TÍU ár eru síðan hafin var starfsemi í þjónustuíbúðum aldraðra við Dalbraut í Reykjavík, en það var 6. nóvember 1979. Þetta voru fyrstu vernduðu þjónustuíbúðirnar með þessu sniði og eru það að vissu leyti enn. Var þarna aukin þjónusta í slíkum ibúðum Reykjavík- urborgar. Má segja að íbúðir aldraðra við Dalbraut séu mitt á milli vistheimilis og venjulegra þjónustuíbúða. Ibúar eru 82 talsins, þar af 18 í hjónaíbúðum. Af þeim sem fyrstir fluttu þarna inn eru þar enn 19-20 einstaklingar, en meðalaldur er 85 ár. Elsti íbúinn er Kristjón Ólafsson, 96 ára gamall. Af þessu tilefni leit blaðamaður Morgunblaðsins þar inn og leitaði upplýsinga hjá Margréti S. Einars- dóttur, sem veitir forstöðu starfseminni, en hún er mun víðtækari en við íbúa þjónustuíbúðanna einvörðungu. Þarna er t.d. dagdeild fyrir aldraða og í eldhúsinu eru framlei(jdar nær 500 máltíðir fyrir aldraða íbúa staðarins, þá sem koma í mat og þá sem fá sendan heim heitan hádegismat. Margrét S. Einarsdóttir, forstöðumaður á Dalbraut, og elsti íbúinn, Kristjón Oddsson, sem er 96 ára gamall. Margrét útskýrir fyrst að hvaða leyti þessar íbúðir séu frábrugðnar öðrum. „Þjónustuíbúðir hafa þann kost umfram venjulegar íbúðir aldr- aðra að þjónustutilboð eru fleiri. Hér er t.d. starfsfólk allan sólar- hringinn, sem íbúar geta Ieitað til og má segja að þjónustuíbúðir standi nær hinu hefðbundna vist- heimilaformi. Þó er ekki gert ráð fyrir hjúkrunaraðstöðu við þjón- ustuíbúðir nema í formi heima- hjúkrunar. Kostur þessara íbúða fram yfir vistheimili og hjúkrunar- heimili er ef til vill ekki hvað síst fólginn í því að þær eru ekki rekn- ar á daggjaldakerfi, sem þýðir að íbúar halda fjárhagslegu sjálfstæði, sem hvetjum einum er afar mikil- vægt. Að auki er hugmyndin að baki þjónustuíbúða nokkur trygg- ing fyrir því að hér veljist til dvalar sæmilega hressir einstaklingar, sem geta myndað með sér félagslega samstöðu, og haft áhrif á starfsemi staðarins. Þannig finna íbúar fyrir ábyrgð um leið og þeir njóta ákveð- innar vemdar og öryggis." íbúamir á Dalbrautarheimilinu greiða auk húsaleigu og fæðis ákveðið þjónustugjald, sem felur í sér margvísleg tilboð um þjónustu. Þar er starfandi heimilislæknir með fasta viðtalstíma í húsinu og gegn- ingarskyldu við íbúa og greiðir borgin hana, auk þess sem lyf eru heimsend frá apóteki. Hjúkrunar- fræðingur frá heimahjúkrun hefur fastan viðverutíma alla virka daga. Vakt er í húsinu allan sólarhringinn og innanhússbjöllukerfi. Allir fá heimilishjálp, fatnaður er þveginn í þvottahúsi og rekin er lítil verslun fyrir þá sem erfitt eiga með að- drætti. Sjúkraþjálfari er þar alla virka daga. Búnaðarbankinn veitir þar bankaþjónustu einu sinni í viku og segir Margrét að sú þjónusta sé afar vel þegin, megi segja að nú orðið hafi nánast allir haft einhver viðskifti við bankann. Þá er hægt að fá fótsnyrtingu og hárgreiðslu. Ýmislegt fleira fellur til og er for- stöðumaður á staðnum á daginn. Skömmu eftir að þjónustuíbúð- irnar vom teknar til notkunar var komið upp í húsinu dagdeild fyrir aldraða, sem fá alla sömu þjónustu á daginn sem íbúarnir. Eru þeir sóttir heim til sín á morgnana og ekið heim síðdegis. í dagvistinni eru 40 manns. Þeir borða á staðnum, eins og íbúarnir og njóta félags- -starfsins í húsinu, en þar er boðið upp á fjölbreytt starf í föndri og handavinnu hverskonar, svo að flestir finna þar eitthvað við sitt hæfi. Tvær handavinnustofur eru í húsinu auk smíðastofu og líta sum- ir íbúanna nánast á þetta eins og að fara í vinnuna fimm daga vik- unnar. Auk þess er reynt að halda uppi félagslífi á kvöldin með spila- kvöldum, skemmtikvöldum, bingói, leikhúsferðum o. fl. Þá eru guðs- þjónustur í húsinu. í sambandi við tíu ára afmælið verður um helgina, laugardaginn 4. og sunnudaginn 5. nóvember, basar og sýning á handavinnu íbú- anna. Og samhliða verða sýndar skemmtilegar brúður af ýmsum persónum, sem Arndís Sigurbjörns- dóttir, yfirleiðbeinandi hefur gert. „Við erum mjög heppin með starfsfólk hérna,“ segir Margrét. „Hér er mjög mikið álag á öllum verksviðum í húsinu. En þótt þröngt sé, eins og t.d. í eldhúsinu, þá erum við svo heppin að starfsfólkið er reiðubúið til að leggja mikið á sig til að fullnægja nauðsynlegum þörf- um.“ Það minnir á að úr eldhúsinu fara daglega nær 500 heitar máltíð- ir. Heimsending til aldraðra víðs vegar um bæinn var tekin upp í maímánuði 1986. íbúar á Dalbraut borða í borðstofu, svo og dagdeild- arfólkið, auk þess sem fólk utan úr bæ er þar í föstu fæði. Þá eru máltíðir sendar út í stórum hita- kössum í íbúðir fyrir aldraða við Norðurbrún, við Furugerði, í Gimli og hús VR við Hvassaleiti, í íbúðir aldraðra við Bólstaðarhlíð og sam- býlishúsin handan götunnar, við Dalbraut 18 og 20. Þá er sendur matur til einstaklinga úti í bæ, 140 aldraðra sem búa heima hjá sér. Eru 3 bílar við að aka þessum máltíðum út. Sagði Margrét að bráðlega mundu væntanlega bætast við hinar nýju íbúðir aldraðra við Vesturgötu og jafnvel fleiri. Slík þjónusta miðar að því að öldruðum sé lengur fært að vera heima hjá sér eða f eigin sérbyggðum íbúðum. Margrét S. Einarsdótlir sagði að nýting þjónustuíbúðanna við Dal- braut væri alger. Um leið og íbúð losnar er búið að úthluta henni og flutt í hana innan nokkurra daga. „Þetta er ákaflega skemmtilegt starf og lifandi, eins og allt sem unnið er með fólki,“ sagði hún, þegar haft var orð á því að starf forstöðumanns á svo stórum stað og með svo fjölþætta starfsemi hljóti að vera erilsamt. „Þetta er eins og ein fjölskylda. Við viljum líta á okkur hér sem eina heild og gera allt í þeim anda, svo að það geti orðið sem notalegast fyrir alla. Og það ríkir mikil samkennd hjá fólkinu. Þótt það komi víða að þá finna flestir sér félagsskap og lað- ast hver að öðrum.“ Blaðberar óskast Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Flókagata 1 -51 VETRARHJÓLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar kHANKOOK frá Kóreu. Mjög lágt verð. STÆRÐIR: 145R12 155R12 135R13 145R13 155R13 165R13 175X13 STÆRÐIR: 175/70R13 185/70R13 175R14 185R14 185/70R14 195/70R14 165R15 Gerið kjarakaup Sendum um allt land BARÐINN, Skútuvogi 2, Reykjovik. Simor 91-30501 og 84844. E.Pá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.