Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 250. tbl. 77. árg. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Nicaragua: Stjórn sandinista aflýsir vopnahléi Managua, Washington, Tegucigalpa. Reuter. STJORN sandinista í Nicaragua aflýsti í gær vopnahléi sem staðið hefur í 19 mánuði í stríði stjórnvalda og kontra-skæruliða er njóta stuðnings Bandaríkjanna. Daniel Ortega forseti bar því við að skæru- liðar hefðu fellt yfir 40 manns í árásum undanfarna tíu daga og stjórnvöldum bæri skylda til að verja líf landsmanna. Bandaríkja- menn fordæmdu ákvörðun sandinista en sögðust myndu bíða átekta þar til í ljós kæmi hve umfangsmikill hernaðurinn yrði. Talsmenn kontra-skæruliða liafa vísað ásökunum sandinista um aukinn hernað á bug og halda því fram að markmið Ortega sé að gera frjálsar forsetakosningar, sem fyrirhugaðar eru í Nicaragua í febrúar nk., óframkvæmanlegar. Nýlegar skoðanakannanir gefa til kynna að frambjóðandi stjórnarandstæðinga, Violeta Chamorro, muni sigra. Skilyrði sandinista fyrir því að vopnahlé heljist á ný ei*u þau að kontra-skæruliðar hætti ölium hernaðaraðgerðum og leysi upp sveitir sínar auk þess sem Banda- ríkjastjórn gefi kontrana upp á bát- inn. Bandaríkjastjórn hefur stutt skæruliðana með fé, lyfjum og öðr- um búnaði en vopnasendingum var hætt á síðasta ári. Öldungadeild Bandaríkjaþings fordæmdi í gær ákvörðun sandin- ista og sagði hana skýlaust brot á fyrri loforðum þeirra. I ágúst náðist samkomulag á fundi leiðtoga fimm Mið-Ameríkuríkja þar sem kveðið var á um frjálsar kosningar í Nic- aragua og sakaruppgjöf til handa skæruliðum gegn því að þeir af- vopnuðust fyrir fimmta desember nk. Skæruliðarnir hafa krafist auk- innar tryggingar fyrir því að stjórn- völd bijóti ekki gegn skilmálunum. Forysta skæruliða, sem hefur aðset- ur í nágrannaríkinu Honduras ásamt tugþúsundum kontraliða og skylduliði þeirra, skipaði í gær 4.000 liðsmönnum sínum í Nic- aragua að halda vopnahléið einhliða en veija sig yrði á þá ráðist. Jafn- framt hvöttu leiðtogarnir önnur Mið-Ameríkuríki til að telja sandin- istum hughvarf. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjastjórnar, sagði ljóst að minniháttar átök hefðu orðið milli stjórnarheija og kontraskæruliða en þau gætu ekki réttlætt stefnu- breytingu sandinista. Talið er að George Bush forseti sé nú milli steins og sleggju þar sem herskáir andstæðingar sandinista í Banda- ríkjunum krefjast þess að skærulið- um verði þegar í stað send vopn svo að þeim verði ekki útrýmt af vel búnum sandinista-hermönnum. Þeir ráða yfir gnægð fullkominna, sovéskra vopna. Ortega gæti hins vegar notað vopnasendingar sem átyllu og aflýst forsetakosningun- um. Nixon íKína Reuter Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, spjallar við verkamann í Peking. Nixon er nú á sex daga ferðalagi um Kína. í ræðu sem hann hélt í gær í boði hjá Yang Shangkun forseta gagnrýndi hann harkalega kínverska ráðamenn fyrir blóðugt ofbeldi gegn námsmönnum í júní sl. Forsetinn fyrrverandi, sem í forsetatíð sinni kom á tengslum við Kína eftir tveggja áratuga kulda í samskiptum landanna, sagði að Kínastjórn hefði hrapað í áliti í Bandaríkjunum. „Verða pólitísk undirokun og herlög ævinlega við lýði í Kína?“ spurði Nixon gestgjafa sína. Egon Krenz hyllir stefiiu Gorbatsjovs í Moskvu: Austur-Þjóðveijar halda á brott þúsundum saman Moskvu, Prag, Austur-Berlín. Reuter. EGON Krenz, leiðtogi austur- þýska kommúnistaflokksins, kveðst vera hlynntur umbóta- stefnu Míkhaíls Gorbatsjovs, for- seta Sovétríkjanna, og neitar því að hafa nokkru sinni verið harðlínumaður. Á blaðamanna- fúndi sagðist hann samþykkur mótmælum hundruða þúsunda Austur-Þjóðveija að undanförnu og taldi þau vita á gott eitt. Bann, Rúblan á niðurleið Sovéskur herlög- reglumaður sést hér gæta dyra Vneshek- onombank í Moskvu í gærmorgun. Þá tók gildi nýtt gengi rúbl- unnar sem áður hafði verið skráð öllu hærra en Bandaríkjadollar. Nýja verðið á rúblunni er aðeins tíundi hluti hins gamla. Á svarta markaðnum er erlendi gjaldeyririnn þó mun dýrari enda vilja margir versla í doll- arabúðunum sem ekki taka við rúblum og hafa eftirsóttar neysluvörur á boðstól- um. Vörur eins og kaffi, sykur og sápa eru nú skammtaðar í Moskvu. Reuter sem austur-þýsk sljórnvöld settu við ferðalögum til Tékkósló- vakíu, rann út á miðnætti í fyrri- nótt og að sögn breska útvarps- ins BBC í gærkvöld fóru allt að 6.000 manns yfir landamærin næstu klukkustundirnar i von um að komast til vesturs. Er fréttamenn ræddu við fólkið kom fram að það treysti ekki nýju valdhöfunum; þeir væru í engu frá- brugðnir þeim gömlu. Um 500 Austur-Þjóðveijar hafa sest að í vestur-þýska sendiráðinu í Prag. Tugþúsundir manna komu saman á götum úti í Neu Brandenburg, Freital og fleiri austur-þýskum borgum í gærkvöldi og kröfðust umbóta. Krenz kom í gær heim frá Moskvu úr sinni fyrstu utanför og staldraði við í Póllandi til viðræðna við þarlenda ráðamenn. Á blaða- mannafundi sagði hann meðal ann- ars að fjöldamótmælin í Austur- Þýskalandi væru til marks um að fólkið vildi betri sósíalisma. Hann þverneitaði að hann væri harðlínu- maður á borð við fyrirrennarann, Erich Honecker, og kvaðst ætla að beita sér fyrir sams konar umbótum í Austur-Þýskalandi og Gorbatsjov í Sovétríkjunum. Talsmaður austur-þýska inn- anríkisráðuneytisins sagði í gær, að verið væri að endurskoða bannið við starfsemi Nýs vettvangs, helstu samtaka austur-þýskra stjórnar- andstæðinga, en það hefur verið ein aðalkrafa þeirra sem mótmælt hafa stjórnarfarinu í landinu að undan- förnu. Þá er einnig talið víst, að Hárry Tisch, formaður austur- þýská alþýðusambandsins, segi af sér á næstu dögum og missi einnig sæti sitt í stjórnmálaráðinu. Barentshaf: Gert ráð fyrir erfið- um kvótaviðræðum FULLTRÚAR norskra og sov- éskra stjórnvalda munu hittast í þessum mánuði til að ræða um skiptingu þorskkvótans í Bar- entshafi á næsta ári og er óhætt að segja, að fæstir hlakki til fúnd- arins. Fiskstofnarnir hafa ger- samlega hrunið og það er erfitt að skipta því, sem ekkert er. Gunnar Kjönnöy, ráðuneytisstjóri í norska sjávarútvegsráðuneytinu, sagði nú í vikunni, að fundirnir með Sovétmönnum yrðu erfiðir én vísaði jafnframt á bug hugmyndum um, að engar veiðar yrðu leyfðar í Bar- entshafi í nokkur ár. Sagði hann, að ástandið í Norður-Noregi og Finnmörku sérstaklega Ieyfði það ekki. Stórþingsmaðurinn Anders Aune sagði fyrir nokkrum dögum, að stjórnvöld hefðu stundum heimilað allt að fjórum sinnum meiri kvóta en fiskifræðingar hefðu lagt til og dagblaðið Aftenposten segist einnig hafa undir höndum'svipaðar upplýs- ingar. Sjá „Fólksflótti og félagsleg á bls. 23. Dýrmætur Strindberg Stokkhólmi. Reuter. MÁLVERK eftir sænska leik- ritaskáldið August Strind- berg seldist fyrir metverð á uppboði í gær. Greiddar voru sem svarar 152 milljónuni ísl. kr. fyrir málverkið sem er met fyrir norrænt verk. Strindberg er þekktastur fyrir leikrit sín, þ. á m. Fröken Júlíu og Föðurinn og er skammt síðan honum var skipað á bekk með sænskum öndvegismálur- um. Verkið sem seldist fyrir svo hátt verð í 'gær heitir „Viti 11“ og var málað árið 1901.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.