Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 49*» KNATTSPYRNA / EVRÓPUKEPPNI MEISTARALIÐA Real úr leik! Real Madrid vann AC Mílanó 1:0 í Madrid í gærkyöldi, en ítalska liðið vann fyrri leikinn 2:0 og er komið í þriðju umferð í titil- vörninni. Leikurinn var slakur og leiðinleg- ur og verður ekki í minnum hafð- ur. Leikurinn var grófur. Manuel Sanchis, miðvörður Real Madrid, braut tvisvar ruddalega á mótheij- um og var vikið af velli er 12 mínút- ur voru til leiksloka. Fimm aðrir leikmenn fengu að sjá gula spjald- ið. Aðeins Marco van Basten stóð undir væntingum. Mílanó virkaði betra, en mark- tækifæri voru nánast engin. Mm FOLX ■ LUIGI de Agostini lék 100. leik sinn fyrir Juventus í gærkvöldi og hélt upp á daginn með því að skora sigurmarkið, 2:1, gegn Paris Saint-Germain í UEFA-keppninni. ■ AC MÍLANÓ sló Real Madrid úr Evrópukeppni meistaraliða í annað sinn á sjö mánuðum. ■ BENFICA sýndi stórleik gegn Honved, vann 7:0 og minnti leikur Portúgalanna á leik liðsins 1962, er Benfica varð Evrópumeistari. ■ WIM Kiett, markahæsti leik- maðurinn í hollensku 1. deildar- keppninni, var ekki með PSV gegn Stauea í gær. Hann tognaði á læri á síðustu æfingu fyrir leik. Danski varnarmaðurinn Ivan Nielsen náði sér hins vegar af ökklameiðsium og var með, svo og brásilíski fram- heijinn Romario, sem hafði fengið magakveisu. Útheijinn Kalusha frá Zambíu og Gerald Vanenburg voru hins vegar báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Meiðsli svo- kallaðra lykilmanna komu þó ekki að sök því PSV hreinlega rúllaði yfir rúmensku meistarana. ■ ROMARIO var hetja PSV og gerði þrennu í seinni hálfleik. Eftir þriðja mark hans stóðu áhorfendur upp og fögnuðu gífurlega ■ ÞRJATÍU og sex Skotar, sem fylgdu Hiberninan til Belgíu, þar sem liðið tapaði fyrri FC Liege í fyrradag, voru handteknir og hafðir í haldi í nokkrar klukkustundir fyr- ir leikinn vegna drykkjuláta, slags- mála og fyrir að trufla umferð í miðborginni. Þeir voru síðan látnir lausir án ákæru og fengu að fyþrj- ast með leiknum. ■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson átti mjög góðan leik og skoraði sex mörk fyrir Saab gegn Ðrott á úti- velli í gærkvöldi. Það dugði þó ekki til sigurs - Drott vann, 25:18. Drott er með átta stig eftir fjóra leiki í Svíþjóð. I GRANOLLERS gerði góðá ferð til Santander í gærkvöldi, þar sem félagið gerði jafntefli, 20:20, gegn Teka í spönsku 1. deildar- keppninni. Atli Hilmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Granollers og Geir Sveinsson skoraði tvö. Kristján Arason náði sér ekki á strik - skoraði eitt mark fyrir Teka, sem er með níu stig eftir fimm leiki. Morgunblaöið/Skapti Haiiarimson Maradona og Corrado Ferlaino, forseti Napolí, hafa ekki verið mik! ir mátar að undanfömu. Þama em þeir á góðri stundu — eftir sigur Napolí á Stuttgart í úrslitum UEFA-keppninnar í vor. Maradona settur úr liði Napolí og hótar enn að fara og þriðjudag, vegna 29. afmælis- dags síns og brottfarar unnustu sinnar til Argentínu, en þar ætla þau að ganga í hjónaband næsta þriðjudag. Lucianó Moggi, framkvæmda- stjóri félagsins, neitaði því að Maradona hefði hringt og tilkynnt forföll, og bætti því við að hvaða leikmaður sem er hefði verið sett- ur út úr iiðinu fyrir að láta ekki sig á tveimur æfingum í röð. Hann sagðist hins vegar vonast til þess að Maradona yrði með á sunnudaginn gegn Leece í deildar- keppninni. Maradona lét hins vegar iiafa eftir sér, að hann léki varla fram- ar fyrir Napolí. Hann sagðist hafa leyfi til þess að sleppa æfingum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Maradona hótar að hætta hjá fé- laginu — og stóra spurningin því hvort hann stendur við það nú... DIEGO Maradona lék ekki með Napolí í gærkvöldi gegn Wettingen, fór heim í fússi af vellinum og sagðist álfta feril sinn hjá félaginu á enda. Maradona hefur átt í deilum við forráðamenn Napolí- liðsins í allt haust, eftir að hann kom mánuði of seint til æfinga úr sumarfríi sínu. Hann mætti ekki í leikinn gegn Wettingen í gær fyrr en klukkustund áður en viðureignin hófst, og var þá til- kynnt af forráðamönnum Napóli að hann hefði verið settur út úr liðinu. Maradona mætti ekki á æfingu tvo síðustu dagana fyrir leikinn, en sagðist í gær vera í nógu góðri æfingu til að spila. Hann sagði fréttamönnum enn- fremur að hann hefði hringt til félagsins og tilkynnt að hann sæi sér ekki fært að æfa á má.nudag Reuter Fernando Hierro, Real Madrid til vinstri og Alberigo Evani, AC Milanó, beijast um knöttinn. Marki fagnað Hans van Breuke- len, markvörður PSV, til vinstri, fagnar fyrsta marki Romario gegn Staeua Búk- arest í gærkvöldi. Rúmenamir kom- ust í 1:0, og þar með 2:0 saman- lagt, en Hollend- ingarnir sigraðu 5:0 fleiknum! Reuter Martha framar- lega f París Martha Ernstdóttir, ÍR, hafnaði í 11. sæti í fjölmennu götuhlaupi, sem fram fór í París á sunnudag. Keppt var í mörgum flokkum og var Martha í alþjóðlegum keppnisflokki kvenna, þar sem keppendur voru 59. Martha hljóp 3,8 km á 12:21,45, en Jill Hunt- er, Bretlandi, sigraði. Hunfer varð í 7. sæti í Heimsmeistarakeppninni í viðavangshlaupum, en þar varð Martha í 40. sæti. Mörthu var sérstaklega boðið til keppninnar og greiddu Frakkar allan kostnað. UEFA-keppnin Napólí (Ítalía) - Wettingen (Sviss)............2:1 (2:1) Baroni (47.), Mauro (74, vítasp.) - Bertelsen (14.). 35.000 Auxerre (Frakkl.) - Rovaniemi (Finnl.).........3:0 (8:0) Scifo (3., vítas.), Dutuel (65.), Darras (76.) Áhorfendur 12.000 Austría Vín - Werder Bremen....................2:0 (2:5) Hasenhuettl 2 (9., 79.) Áhorfendur 2.500. Dundee United - Antwerpen......................3:2 (3:6) Mixu Paatelainen (43.), Michael O’Neill (61.), John Clark (89.) - Hans Peter Lenoff (18.), Nico Claesen (20.) 8.994. Hamborg - Real Zaragoza (Spánn)................2:0 (2:1) Andreas Merkle 2 (69., 96.) Áhorfendur: 17.300. FC Liege (Belgá) - Hibernian (Skotland)........1:0 (1:0) Jean-Francois de Sart (105.). Rapid Vín (Austurr.) - FC Biiigge (Belgía).....4:3 (6:4) Fjortoft (54.), Keglevits 2 (70., 89.), Pfeifenberger (85.) - Farina (18.), Ceulemans (83. vítasp.), Booy (90.). 18.000. Banik Ostrava (Tékkó.) - Dynamo Kiev (Sovétr.).1:1 (4:1) Chylek (35.) - Bessonov (2.) Áhorfendur. 10.000 Spartak Moskva (Sovét.) - Köln.................0:0 (1:3) Áhorfendur: 65.000 Stuttgart - Leningrad..........................5:0 (6:0) Fritz Walter (27.), Ásgeir Sigurvinsson 2 (41., 45.), Karl Allgöver (43.), Guido Buchwald (49.) Áhorfendur: 15.000. Juventus - París St. Germain...................2:1 (3:1) Galia (26.), Luigi de Agostini (83. ) - Bravo (30.). 50.000 Valencia - Porto...............................3:2 (4:5) Emilio Fenoll 3 (39., 62., 89.) - Madjer (43.), Gonzalez (79. sjálfsm.). Áhorfendur: 42.000. Karl-Max-Stadt - Sion (Sviss)..................4:1 (5:3) Ziffert (11.), Steinmann (28.), Wienhold (41.), Laudeley (65.) - Cina (77.). Áhorfendur: 20.000. Sochaux (Frakkl.) - Fiorentína (ítal.).........1:1 (1:1) Laurey (35.) - Buso (33.) " Evrópukeppni meistaraliða Nentori Tirana (Alban(a) - Baycrn Miinchen......0:3 (1:6) - Strunz (45.), Drahamer (47.), Domer (90.). 23.000 Bcnfiea (Portúgal) - Honved (Ungveijal.).....7:0 (9:0) Cesar Brito 2 (19., 42.), Abel (36.), Vata 2 (62., 65.), Matts Magnusson 2 (87., 89.). Áhortendun 55.000. CFKA Sofia (Bulgaria) - Sparta Prag (Tékkóslóvak.) ...3:0 (5:2) Stoichkov 2 (45. vítasp., 89.), Kostadinov (84.). 30.000. Eindhovcn (Holland) - Steaua Búkarest (Rúmeníu).5:1 (5:2) Juul Ellerman 2 (22., 64.), Romario 3 (46., 50., 86.) - Marius Lacatus (17.) Áhorfendur: 28.000. Tírol (Austurriki) - Dujepr (Sovétr.)........2:2 (2:4) Westerthaler (30.), Pacult (76.) - Son (5.), Lyuti (79.). Mehelen (Belgía) - Malmö FF (Svíþ.)..........4:1 (4:1) Pascal de Wilde 2 (18., 20.), Johnny Bosman (46.), Patriek Versavel (55.) - Hakan Lindman (58.) Áhorfendur: 8.000. Real Madrid - AC Mílanó......................1:0 (1:2) Emilio Butragueno (45.). Áhorfendur: 95.000. AEKA|»na- Marseille..........................1:1 (1:3) Saveski (78.) - Papin (85.). Áhorfendur: 35.000. Evrópukeppni bikarhafa Dynamó Búkarest (Rúmen.) - Panathinaikos (Grikkl.) 6:1 (8:1) Rednic (22.), Mateur 2 (31., 49.), Sabau 2 (41., 51.), Klein (90.) - Samaras (34.) Á'norfendur. 20.000 Sampdorfa (Italía) - Dortmund (V-Þýskaland)..2:0 (3:1) Gianluca Vialli 2 (73. vftas., 87.) Áhorfendun 19.000 Partizan Bcigrad (Júgós.) - Groningen (Holland).3:1 (6:5) Djurovski (16.), Milojevic (83.), Djurdjevic (90.) - Van Caat (80.) Áhorfendur: 52.000 Djurgarden (Svíþ.) - Real Valladolid (Spánn)....2:2 (2:4) Skoog (41.), Martinsson (58.) - Moreno 2 (65., 72.) 3.166. DynamóBerlín - Mónakó........................1:1 (l;i) Eike Kuettner (110.) - Ramon Diaz (118.) Áhorfendur: 17.000 Ferencvaros - Wacker (Austurr.)..............0:1 (0:2) Grasshopper - Torpedo Moskva.................3:0 (4:1) Andy Egli (32.), Wiederkehr (34.), Gren (79.) Áhorf.: 15.000. Barcelona - Anderlecht.......................2:1 (2:3) Julio Salinas (49.), Beguiristain (56.) - Marc Van der Linden (97.) Áhorfendur: 105.000. FRJALSAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.