Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 41
MOKGUKBLAÐIÐ FIMMTUDAGUfi, 2. NÓVEMBER 1989 41 Minning: Stefán G. Sigurmunds■ son, rekstrarsljóri Fæddur 12. desember 1936 Dáinn 22. október 1989 í dag er kvaddur hinstu kveðju svili minn Stefán Sigurmundsson, en hann lést á heimili sínu 22. októ- ber sl. aðeins 52ja ára að aldri. Stefán var sonur hjónanna Sæunn- ar Friðjónsdóttur og Sigurmundar Gíslasonar. Það eru 35 ár síðan ég heyrði nefnda „drengina" hennar Sæunnar, en það var sagt þannig að ekki fór á milli mála að þeir væru sérstaklega prúðir og góðir drengir. Það var mörgum árum síðar, að ég kynnist öðrum þeirra, Stefáni, en hann kvæntist mágkonu mmni Höllu Steingrímsdóttur þann 6. nóvember 1976. Stefán var góður félagi, hjálpfús og vildi leysa hvers manns vanda, enda leituðu ættingj- ar og vinir til hans þegar eitthvað amaði að, en ekki síður til að eiga með honum gleðistundir. Það var sérstaklega ánægjulegt að heimsækja Höllu og Stefán og endaði „sunnudagsbíltúrinn" oft á fallegu og notalegu heimili þeirra á Seljabraut 38 í kaffi og líflegum umræðum. Ef áform voru um ferð- ir í leikhús, á sýningar eða tónleika voru þau alltaf tilbúin að koma með og á eftir voru málin rædd fram og til baka og allir höfðu skoðanir en ekki endilega þær sömu. Börnum mágkonu minnar reynd- ist Stefán einstaklega vel, sem og allri Qölskyldu hennar og var traustur sem klettur. Stefán átti við veikindi að stríða síðustu árin en þar þau af mikilli karlmennsku. Ég flyt Höllu, börnum hennar, börnum Stefáns, móður hans og öðrum ættingjum samúðarkveðjur fjölskyldu minnar. Það hefur alltaf í mínum huga verið sérstaklega mikið hrósyrði að vera kallaður „drengur góður“ og með söknuði og trega kveðjum við hjónin okkar góða vin með orðunum. „genginn er drengur góður“. Birgir L. Blöndal Útför Stefáns G. Sigurmunds- sonar rekstrarstjóra hjá Jarðhita- deild Orkustofnunar verður gerð í dag frá Bústaðakirkju. Stefán fæddist í Reykjavík. For- eldrar hans voru Sigurmundur Gísl- ason yfirtollvörður, sem nú er lát- inn, og Sæunn Friðjónsdóttir. Börn þeirra önnur eru Úlfur og Margrét Rún. , Að loknu stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1957 innritaðist Stefán í lyfjafræði við Háskóla Islands og lauk þaðan fyrrihlutaprófi 1959. Fór að því loknu til frekara náms í Kaup- mannahöfn, en hvarf heim vorið 1960, og réðist fljótlega til starfa fyrir Raforkumálaskrifstofuna, sem síðar varð Orkustofnun. Hefur hann síðan helgað íslenskum jarðhita- rannsóknum starfskrafta sína í hartnær 30 ár, og komið víða við á þeim vettvangi. Eiginkona Stefáns er Halla Steingrímsdóttir ritari hjá Fisk- veiðasjóði íslands, og hófu þau bú- skap sinn 1973. Bæði höfðu þau verið gift áður og áttu hvort um sig 4 börn. Þau voru mjög samhent og stóð heimili þeirra ætíð opið vin- um og venslafólki. Ég'kynntist Stefáni fljótlega eft- ir að hann hóf störf hjá raforku- málastjóra, og með árunum varð samstarf okkar æ nánara. Starfs- ævi hans spannar uppgangstímann í íslenskri jarðhitavæðingu. Sum þau svið, sem í dag eru talin sjálf- sögð í jarðhitarannsóknum hér á landi, voru á þeim tíma lítt þróuð, og þá kom sér vel að njóta dugmik- illa og fjölhæfra manna eins og Stefáns. Þegar Stefán kom til starfa, voru fyrstu boranir gufubors ofan við Hveragerði nýhafnar. Það voru með fyrstu meiri háttar borunum á há- hitasvæði hér á landi, og nauðsyn- legt var að efla mjög marga þætti jarðhitarannsókna í tengslum við þær. Hugmyndir voru uppi um virkjun jarðhita til raforkuvinnslu ofan við Hveragerði. Prófa þurfti afköst borhola og mæla efnainni- hald vatns og gufu, og gegndi Stef- án mikilvægu hlutverki í þeirri vinnu. Umsvif í sviði borholumæl- inga jukust einnig irijög með til- komu nýrra og afkastameiri bora en áður voru til, og þegar mann vantaði til að hafa með höndum þessa starfsemi var Stefán fenginn til þess og sinnti hann henni um nokkurra ára skeið þar til aðrir tóku við. Þegar starfsemi Jarðhitadeildar hafði aukist svo að þörf var orðin á sérstökum rekstrarstjóra, var Stefáni falið það starf vegna mann- kosta hans og reynslu. Þar kom vel í ljós, að honum var einnig mjög sýnt um fjármálalegt eftirlit. Þessu starfi gegndi hann síðan og ávann sér í því traust og virðingu hinna fjölmörgu samstarfsmanna sinna hjá Orkustofnun. Meðal starfsfélaganna verður Stefáns ekki síst minnst fyrir störf hans að félagsmálum, en hann var um árabil helsti forsvarsmaður starfsmannafélags Orkustofnunar' og vann þar ötullega að mörgum málum til hagsbóta fyrir félagið. Það er kannske táknrænt fyrir áhuga hans á þeim málum að nokkrum dögum áður en hann lést fór hann, þrátt fyrir veikindi sín, ásamt Höliu konu sinni austur í Biskupstungur til að skoða sumar- bústað, sem félagið er að koma sér upp þar. Félagið naut einnig góðs af tónlistaráhuga Stefáns, en hann lagði á yngri árum stund á sellóleik um tíma við Tónlistarskólann í Reykjavík. Fyrir nokkrum árum fór að gæta þeirra veikinda, sem að likum báru hann ofurliði. Síðustu árin átti hann í erfiðri sjúkdómsbaráttu til skiptis heima og á spítala. Leit um tíma svo út sem hann væri á batavegi og kom hann aftur til vinnu, en batinn reyndist tálsýn ein. Allan þennan erfiða tíma hefur Halla ver- ið honum ómetanleg stoð og stytta. Stefán var mjög traustur og dríf- andi starfsmaður og var oft tii hans leitað er leysa þurfti aðsteðjandi mál, hvort sem um var að ræða undirbúning funda og ráðstefna, samvinnu við erlenda rannsókna- leiðangra, námsferðir nemenda Jarðhitaskólans, skemmtanir starfsfólks eða annað af því tagi. Alltaf mátti treysta því, að sá undir- búningur stæðist, sem Stefán tók að sér að sjá um. Slíkt er mikils virði og verður skarð Stefáns vand- fyllt á þessum vettvangi. Sovéskir vísindamenn, sem hér hafa dvalist við rannsóknir mörg undanfarin sumur, að hluta til í samvinnu við Orkustofnun, eiga Stefáni mikið að þakka, því hann hefur stutt þá með ráðum og dáð við að leysa þau vandamál, sem óhjákvæmilega koma upp í vinnu á erlendri grundu. Hafa þeir beðið mig að flytja fjölskyldu Stefáns samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. Ég minnist með virðingu og þökk góðs samstarfs við Stefán í nærri þijá áratugi. Þar hefur aldrei borið skugga á. Við Ólöf vottum Höllu innilega samúð okkar, svo og móð- ur hans, börnum og öðrum aðstand- endum. Guðmundur Pálmason Stefán G. Sigurmundsson átti ákaflega gott með að umgangast fólk. Hann hafði létta lund og var mjög úrræðagóður. Hann þekkti landið vel eftir mælingaferðir um árabil og var góður málamaður. Hann var því nánast sjálfkjörinn til að sjá um móttöku erlendra hópa sem heimsóttu Jarðhitadeild Orku- stofnunar. Eftir fyrstu olíukrepp- una 1973 fjölgaði mjög hópum er- lendra tæknimanna sem vildu kynna sér hvernig íslendingar nýttu jarðhitann. Oftar en ekki var það Stefán sem sá um móttöku slíkra hópa. Og það var sama hvort um var að ræða forstjóra eða blækur (svo notað sé orð sem Stefáni var tamt), alltaf náði hann persónuleg- um tengslum við fólk á mjög skömmum tíma. Eftir þijá til íjóra daga með Stefáni virtist flestum finnast þeir eiga í honum hvert bein. Stefán tók þátt í undirbúningi að stofnun Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, enda var skipulagning alþjóðlegra vinnu- funda og ráðstefnuhald nánast sér- grein hans. Frá því Jarðhitaskólinn tók til starfa árið 1979 var Stefán á hveiju ári með í námsferð styrk- þega um jarðhitasvæði á Suður-, Vestur- og Norðurlandi og sá um að hótel, kennslustofur, bíll og kost- ur væri í lagi. Um hundrað jarð- hitamenn frá tæplega tuttugu þró- unarlöndum eiga góðar minningar um Stefán úr þessum ferðum. Á þessum árum varð Stefán smátt og smátt bundnari við skrifborðið í Reykjavík og naut þess því í ríkum mæli að komast út í náttúruna. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlót GUÐMUNDAR INGVA HELGASONAR, Ljósheimum 6. Hafliði Magnús Guðmundsson, Ólöf Anna Sigurðardóttir, Gróa Svava Helgadóttir, Guðrún Olsen. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, dóttur, systur, tengdamóður og ömmu, ALDÍSAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Björgum i Ljósavatnshreppi. Sigurður Sigurbjörnsson, Hvergi náði hann eins miklu jarð- sambandi og í Mývatnssveitinni. Þar naut söngrödd hans sín hvað best. Það var aldrei dauft í návist Stefáns. Og það var sama hvort sest var til borðs á veitingahúsi eða með nestispakka í hraunbolla, alltaf var veislustemmning hjá þeim sem sátu hjá honum. Nú í sumar gat Stefán því miður ekki komið með vegna veikindanna. Hans var og verður sárt saknað. Fyrir hönd Jarðhitaskólans og némenda hans vil ég þakka Stefáni fyrir hans miklu tryggð við skólann og allar ánægjustundirnar sem við höfum átt saman. Við Þórdís send- um Höllu, Sæunni, Margréti og öðrum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Ingvar Birgir Friðleifsson Kveðja írá samstarfsfólki á Jarðhitadeild Orkustofhunar í dag kveðjum við í hinsta sinn góðan vin okkar og samstarfsmann, Stefán G. Sigurmundsson. Það er erfitt að sætta sig við að þessi bros- mildi og glaðværi maður skuli nú horfinn úr hópnum, aðeins 52 ára gamall. Stefán hafði starfað um áratuga skeið á Jarðhitadeild Orkustofnun- ar, í fyrstu við ýmiss konar mæling- ar en síðasta áratuginn sem rekstr- arstjóri Jarðhitadeildar. Starf hans var erilsamt og bauð upp á náin samskipti við flesta. starfsmenn Jarðhitadeildar. Hann var farsæll í starfi og vinsæll meðal samstarfs- manna sinna enda lipur og bóngóð- ur og reyndi af fremsta megni að greiða hvers manns götu. Hann var hreinskilinn og sagði mönnum tæpi- tungulaust þegar honum mislíkaði. Stefáni var einkar lagið að leysa viðkvæm eða flókin mál þar sem úrlausnin valt öðru fremur á lipurð í mannlegum samskiptum. Gilti þar einu hvort um var að ræða sam- skipti við bændur, vegna rannsókna stofnunarinnar á landi þeirra, eða glímu við opinber skriffinnskukerfi. Því var eðlilega mikið til hans leitað með margvísleg mál og oftast var svar hans: „Ekkert mál, við reddum þessu, vinur minn.“‘ Á því tímabili, sem hann gegndi starfi rekstrarstjóra urðu miklap sveiflur í starfi Orkustofnunar. Á fyrri hluta tímabilsins var stofn'unin að þenjast út enda gegndi hún mik- ilvægu hlutverki í hinni gríðarmiklu uppbyggingu orkuiðnaðarins á þessum árum. Þessu uppbyggingar- skeiði fylgdi síðan stöðnun, sem hafði í för með sér mikinn sam- drátt og uppsagnir fjölmargra starfsmanna stofnunarinnar. 1 þeirri kreppu, sem margir starfs- menn lentu í á þessu tímabili, var mikið leitað til Stefáns. Honum var nefnilega einkar vel lagið að hlusta á aðra og stappa stálinu í menn þegar þess þurfti með. Stefán var lengst af í fararbroddi í félagslífi starfsmanna og réttinda- málum af ýmsu tagi. Hann kunni flestum betur að gleðjast með vin- um á góðri stund, söngelskur í betra lagi og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann fór. Hann missti aldrei sjónar á því, að hann var starfsmaður og umgekkst alla menn sem jafningja, einnig þegar störf hans voru orðin við stjórnun. Á síðasta ári hófust starfsmenn handa um byggingu sumarbústaðar og var Stefán þar aðalhvatamaður. Heimsókn hans í bústaðinn, aðeins nokkrum dögum fyrir andlátið, er okkur hinum hvatning þess að ljúka við bygginguna með þeirri reisn, sem Stefán hefði kosið. Síðustu fjögur ár hefur Stefán átt við erfiðan hjartasjúkdóm og sykursýki að etja. Hefur hann oft á þessu tímabili mátt dveljast lang- dvölum á spítala, stundum þungt haldinn. Þess á milli sótti hann vinnu sína, oft meira af vilja en getu. Þrátt fyrir þetta andstreymi var hann jafnan léttur í lund sem fyrr. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður en jafnframt þakk- læti fyrir þau ár sem við áttum með Stefáni í starfi og leik. Eigin- konu hans, Höllu Steingrímsdóttur, móður, börnum og öðrum aðstand- endum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Megi hann hvíla í friði. í dag verður borinn til moldar Stefán G. Sigurmundsson rekstrar- stjóri Jarðhitadeildar Orkustofnun- ar. Okkur vinnufélaga hans langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Stefán var lengi trúnaðarmaður síns stéttarfélags á vinnustað og gekk fram fyrir skjöldu þegar hags- munamál vinnufélaganna voru ann- ars vegar. Einatt bar hann hita og þunga af skemmtanahaldi á vegum starfsmannafélagsins þar sem hann var oft veislustjóri og forsöngvari. Þar nutum við þess, að hann var afbragðs söngmaður og mjög mús- íkalskur. Þess gætti líka sem best í ferðum okkar, sem hann tók alltaf þátt í meðan heilsa entist. Það var hans verk, að alltaf áttum við að- gang að bústað úti í sveit til orlofs- vistar og sumarhús okkar, sem nú er nýrisið af grunni var að mestu leyti til komið fyrir hans tilverknað. Þrátt fyrir vanheilsuna tókst hann ferð á hendur austur fyrir fjall nú fyrir skemmstu til að sjá húsið. Hann var fram á síðustu stund að hugsa um velferð samstarfsmanna sinna. Oft var leitað til Stefáns í smáu og stóru og einkum ef mál virtust komin í hnút. Sjaldan kom fyrir að þangað þyrfti að fara nema einu sinni með hvert mál. Meðan hann var bundinn heima vegna vanheilsu þá freistuðumst við oft til að hringja í leit að góðum ráðum. Jafn- vel voru haldnir fundir heima hjá honum um mikilvægt mál. Starfsmannafélagið á varla nokkrum manni jafn mikið upp að unna og Stefáni heitnum. Hann var kosinn til margra starfa á vettvangi félagsins o^oft tók hann ótilkvadd- ur að sér verk þegar ekki voru lík- ur til að aðrir byðu sig fram. Við sendum Höllu og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjut-. Starfsmannafélag Orkustofiiunar Hjördís Gunnarsdóttir, Björgvin Gunnarsson, Sigurður Freyr Sigurðsson, Rakel Guðmundsdóttir, Sigurlína Björgvinsdóttir, Guðmundur Björgvinsson, og barnabörn. Tómas Kristjánsson, Hildigunnur Guðlaugsdóttir, Björgvin Jónsson, Jón Már Björgvinsson, Sigríður G. Björgvinsdóttir Stéttarsamband bænda: Matvælategundum verði ekki mismunað STÉTTARSAMBAND bænda getur ekki sætt sig við þá mismunun milli matvælategunda sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu, þar sem gert er ráð fyrir því að hluti virðisaukaskatts verði endurgreidd- ur á ákveðnum vöruflokkum á framleiiðslustigi, en þar er um að ræða mjólk dilkakjöt, innlent grænmeti og fisk. Telur Stéttarsam- bandið að ef gera eigi upp á milli búgreina af byggðasjónarmiðum eða af öðrum ástæðum, þá verði að gera það á annan hátt en í gegn- um skattlagningu á búvörur. Fjallað var um framkvæmd laga um virðisaukaskatt á fundi stjórnar Stéttarsambandsins í síðustu viku. Leggur Stettarsambandið áherslu á að tvö þrep verði á innheimtu virðis- aukaskatts á smásölustigi, og skatt- prósenta á innlen'dum matvælum verði sem lægst. Hefur Stéttai'sam- bandið alla fyrirvara gagnvart hug- myndum um endurgreiðslu á heild- sölustigi búvara til að milda áhrif skattlagningarinnar á smásöluverð þeirra. Sú aðferð sé ótraust, auk þess sem hún hafi mjög óæskileg pólitísk áhrif fyrir landbúnaðinn. Stéttarsambandið leggur áherslu á, að allar innlendar landbúnaðar- vörur sitji við sama borð varðandi álagningu virðisaukaskatts.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.