Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989
fclk í
fréttum
Eldhúsið
þitt er
ekki of
lítið
fyrir
upp-
þvotta-
Þessi
vél
sannar
það.
<*45cm ►
Nýja
45 cm
breiða
vélin
er góð
lausn!
*a«
hmm
**®***
*******
LADY
PLUS45
frá
Siemens
SMUH&
NORLAND
Nóatúni 4
Sími 28300
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson.
Þrír fyrstu keppendurnir, Sigríður, Kristrún og Elín.
FEGURÐ
Ung’frú Hollywood
í tíunda sinn
Nú er að heijast keppnin um
titilinn ungfrú Hollýwood sem
samnefnt skemmtihús og tímaritið
Samúel gangast fyrir. Er þetta
tíunda árið í röð sem efnt er til
þessarar keppni og meginverðlaun-
in eru hin sömu nú og þegar í byrj-
un, ferð til kvikmyndaborgarinnar
frægu Hollywood. Þá tekur ungfrú
Hollywood þátt í hinni alþjóðlegu
keppni Miss Wonderland í Japan,
en stúlkur úr fegurðarsamkeppni
íslands hafa til þessa verið fulltrúar
íslands í þeirri keppni.
Níu stúlkur keppa um titilinn að
þessu sinni og verðá þær kynntar
í þremur þriggjastúlkna hollum í
Hollywood fyrri hiuta vetrar, en
krýning íer fram á stórskemmtun
á Hótel íslandi í janúar næst kom-
andi. Nú er búið að kynna þijá
fyrstu keppendurna, þær Sigríði
Laufey Gunnarsdóttur, Kristrúnu
Kristjánsdóttur og Elínu Reynis-
dóttur.
Fleira verður í boði á krýningar-
kvöldinu, Sólarstúlka Úrvals verður
kjörin, Ljósmyndafyrirsæta Samú-
els. Sólarstúlkan hreppir tvær sólar-
landaferðir, en fyrirsætan kemst á
reynslusamning hjá Premier um-
boðsskrifstofunni í Lundúnum.
Ættfræðiþjónustan
Kynnið ykkur þjónustuna:
Ættfræðinámskeið, ættrakning
(ættartölur og niðjatöl), leit að
týndum ættmennum og önnur
upplýsingaöflun, sala ættfræði-
bóka og hjálpargagna í ættfræði.
Sími27101
V^terkurog
k.# hagkvæmur
auglýsingamiðill!
ÁTRÚNAÐARGOÐ
Rússi í leit
að Presley
Rússinn Kolja Vasín er að eigin
sögn helsti aðdáandí rokk-
söngvarans Elvis Presleys í Sov-
étríkjunum. Hann var nýlega í Las
Vegas í Bandaríkjunum til að leita
að þeim manni sem líkist átrúnaðar-
goðinu mest. Svo fann hann Toni
Roi (t.h.) og sagði að óþarft væri
að leita meir. Með þeim á myndinni
er Barbara Bogar, sem þykir slá-
andi lík leikkonunni Marilyn
Monroe og veit af því.
VEIÐIMENN SKA
Rjúpnaveiðin
að glæðast
*
Rjúpnaveiðin fór rólega af stað
fyrstu vikurnar og menn voru
að fá 1 til 2 tjúpur í ferð sem verð-
ur að teljast slakur afli. Sumir vilja
kenna snjóleysinu um, en í síðustu
viku byijaði að snjóa hér sunnan-
lands og jörð orðin alhvít á föstu-
daginn fyrir helgi. Þá fóru margir
á veiðar og mátti sjá marga bíla
við Bláíjöll og Botnsúlur.
Veðrið var mjög gott, sól og blíða
allan daginn og ekki spillti nýfallinn
snjórinn fyrir áhugasömum íjúpna-
skyttum. Þar voru menn að fá 7
til 10 ijúpur eftir daginn, sem er
betri fengur en hefur verið undan-
farnar vikur. Vitað er um tvo veiði-
menn sem hafa fengið 100 ijúpur
saman eftir fimm ferðir. Þeir hafa
verið að skreppa eftir hádegið dag
og dag og koma alltaf með ijúpur
heim. Mest hafa þeir fengið 18 til
20 í ferð hvor. Ekki vildu þeir gefa
upp staðinn, en þeir hafa verið að
fá þessar íjúpur hér við nágrenni
Reykjavíkur. Annar er kominn með
60 en hinn um 40, og eru þessir
menn komnir með í jólamatinn fyr-
ir sig og sína.
Reuter
Karl Bretaprins vekur athygli viðstaddra á málverkinu nýja.
BÍLAR
Hekla selur þúsundasta
Mitsubishinn á árinu
Harald ísaksen rafvirkjameist-
ari keypti 25. október síðast-
liðinn bíl hjá Heklu hf. og var það
þúsundasti bíliinn af gerðinni
Mitsubishi, sem Hekla selur á
þessu ári.
Harald valdi bíl af gerðinni
Mitsubishi Lancer, en þær gerðir
Mitsubishi bíla sem fylla þúsund-
ina eru Galant, Lancer, Colt, Pa-
jero og L-300. Auk þeirra hefur
Hekla hf. selt á annað hundrað
bíla af gerðunum Volkswagen og
Audi og hefur því selt alls á tólfta
hundrað bíla, sem er um fimmt-
ungur heildarsölu nýrra bíla hér-
lendis, að sögn Finnboga Eyjólfs-
sonar fulltrúa hjá Heklu.
Þúsundasti Mitsubishinn á þessu ári aflientur, frá vinstri Har-
ald ísaksen, sem keypti bílinn, Davíð Davíðsson söiustjóri og
Finnbogi Eyjólfsson íúlltrúi.
i