Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989-
+
Bróðir okkar,
GÍSLI V. HALLDÓRSSON,
Nesbakka 19,
Neskaupstað,
andaðist í Landspítalanum þann 31. október.
Lára Halldórsdóttir,
Rúna Halldórsdóttir,
Stefán Halldórsson,
Svanbjörg Halldórsdóttir.
Móðir okkar,
HERDÍS JÓNSDÓTTIR
frá Hurðarbaki, Kjós,
Hrauntungu 97,
Kópavogi,
andaðist í Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudaginn 31. október.
Guðrún Berglind Sigurjónsdóttir,
Helga Sigurjónsdóttir,
Guðrún Jóna Sigurjónsdóttir,
Hermann Páimi Sigurjónsson.
Móðir okkar. + VALGERÐUR ÞÓRMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. nóvember
kl. 15.00. Hulda Knudsen, UnnurKnudsen, Gylfi Knudsen.
+
Útför föður míns og stjúpföður okkar,
GUÐMUNDAR PÉTURSSONAR,
Laufási,
Stokkseyri,
fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00.
Pétur Guðmundsson,
Ingibjörg Helgadóttir,
Vilbogi Magnússon.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma,
SÚSANNA PÁLSDÓTTIR,
Hverfisgötu 73,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 2. nóv
ember, kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu
minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Lárus Guðgeirsson, Aðalbjörg Hólmgeirsdóttir,
Unnur Björk Lárusdóttir,
íris Ósk Lárusdóttir.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
vörubifreiðastjóri,
Hringbraut 63,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 3.
nóvember kl. 15.00.
Ásta Vilmundsdóttir,
Vilmundur Guðmundsson,
Steinar I. Guðmundsson, Guðrún B. Helgadóttir,
Ingigerður Guðmundsdóttir, Ingvar Snæbjörnsson,
Hafdís Guðmundsdóttir
og barnabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN KRISTJÁNSSON
skipstjóri,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. nóvember kl.
15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeir, sem vildu minnast hans láti
líknarstofnanir njóta þess.
Steinar Sigurjónsson,
Oddný Ólafia Sigurjónsdóttir, Benedikt Hermannsson,
Hreiðar Sigurjónsson, Trenna Mulligan,
Kristján Sigurjónsson, Helga Kristjánsdóttir,
Sigurjón Guðmundsson, Ólöf Hafdís Guðmundsdóttir
Sigríður Steinarsdóttir, Einar Þórhallsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Sigurlilja Þórðar-
dóttir - Minning
Fædd 2. nóvember 1909
Dáinn 3. maí 1989
I dag hefði hún amma okkar
orðið áttatíu ára. Þar sem hennar
var ekki minnst er hún dó í vor,
langar okkur, barnabörnin hennar,
að minnast hennar með örfáum
orðum.
Það var einn vormorgun í maí-
byijun að móðir okkar vakti okkur
með þeim fregnum að amma okk-
ar, Sigurlilja Þórðardóttir, hefði
dáið þá sömu nótt. Við gátum ekki
trúað okkar eigin eyrum. Að hún
elsku amma okkar væri dáin, hrifs-
uð á brott frá ástvinum og ættingj-
um svo skyndilega. En eins og
stendur í Biblíunni þá eru vegir
Drottins órannsakanlegir eins og
við systkinin og foreldrar okkar
urðum áþreifanlegar vör við þennan
dag.
Amma Lilja, eins og við systkinin
kölluðurh hana, fæddist í Hvítuhlíð
í Bitru á Ströndum, dóttir hjónanna
Sigurlaugar Sigvaldadóttur og
Þórðar Hjartarsonar, bónda þar.
Ung að árum flutti hún ásamt for-
eldrum sínum að Efri-Brunná í
Saurbæjarhreppi í Dalasýslu, og
ólst þar upp með systkinum sínum
þeim Margréti, Kristjáni, sem nú
er látinn, og Haraldi.
Þegar amma var ung kona, flutti
hún til Reykjavíkur og vann hin
ýmsu verkakonustörf. Þá kynntist
hún háskólanema að nafni Sverrir
Einarsson og eignuðust þau saman
son, Jóhannes, sem er faðir okkar.
Ekki varð neitt meira úr kynnum
þeirra og næstu árin reyndi amma
fyrir sér við ýmsa vinnu og þurfti
þess vegna að flytja mikið á milli
staða með son sinn*. Alltaf vann hún
mikla og erfiða vinnu til þess að
geta veitt syni sínum það besta sem
hún gat, en alltaf hafði hún samt
tíma fyrir hann. Árin liðu og brátt
var sonur hennar orðinn fullvaxta
maður með Ijölskyldu, og þá fór
amma að búa ein. Hún bjó svo síðan
ein til dauðadags en við heimsóttum
hana eins oft og við gátum.
Það viðmót, sem amma sýndi
okkur systkinunum alltaf, ein-
kenndist af hlýju, ást og væntum-
þykju, og alltaf hafði hún eitthvað
Júlíus B. Skúla-
son - Minning
Okkur langar til að minnast í
fáum orðum vinar okkar og sam-
starfsfélaga Júlíusar B. Skúlasonar
sem lést af slysförum, laugardaginn
21. október 1989.
Kynni okkar af Júlíusi hófust er
við byijuðum störf á ms. Heklu
fyrir nokkrum árum. Þá var hann
starfandi sem háseti og síðar báts-
maður. Sáum við fljótt að þar var
traustur og góður drengur sem
hægt var að reiða sig á í þessu
erfiða starfi sem strandsiglingar
umhverfis landið eru. Júlíus hafði
ákveðnar skoðanir í ýmsum mál-
umm en setti þær aldrei fram með
háreysti eða látum og virti skoðan-
ir annarra og hlustaði en gerði svo
sínar athugasemdir að lokum þegar
málin voru rædd. Þessi aðferð sem
Júlíus beitti hafði yfirleitt róandi
áhrif á ýmsa áhafnarmeðlimi. Júlíus
var mjög vel að sér í sínum stéttar-
félagsmálum og var gott til hans
að leita ef um vafaatriði í samning-
um var að ræða, og skipti ekki
máli á hvom veg málin fóru og
sagði hann oft rétt skal vera rétt.
Hann var einstakt snyrtimenni og
bar af sér góðan þokka og til marks
um það sá maður aldrei rúmið hans
óumbúið og allir hlutir í hans klefa
áttu sína réttu og ákveðnu staði. Á
sama hátt gekk hann frá öllum
búnaði skipsins og áttum við mjög
gott samstarf um það.
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
JÓN ABRAHAM GUÐMUNDSSON
bóndi,
Bóndhól,
verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 4. nóvember
kl. 14.00.
Svava Finnsdóttir,
Kristbjörn Jónsson, Þórhildur S. Þorgrímsdóttir,
Guðmunda G. Jónsdóttir, Hannes Heiðarsson,
Jóhanna M. Jónsdóttir, Jón J. Sigurðsson
og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BALDUR KARLSSON
skipstjóri,
Egilsbraut 6,
Þorlákshöfn,
verður jarðsunginn frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, laugardaginn
4. nóvember kl. 14.00.
Guðrún Jóna Jónsdóttir,
Jóhanna Baldursdóttir, Haukur Guðjónsson,
Guðmundur Karl Baldursson, Kim Sorning,
Jón Baldursson,
Gissur Baldursson, Anna Guðrún Árnadóttir
og barnabörn.
+
Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar móður
minnar og systur,
INGUNNAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Höfn, Hornafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Skjólgarði.
Sigtryggur Benedikts,
Sigurður Benediktsson,
Áslaug Benediktsdóttir.
í handraðanum til að stinga að okk-
ur. Amma Liija var mjög harðgerð
kona eftir erfitt líf, í erfiðri vinnu,
með bam til að sjá fyrir en samt
var oftast grunnt á glensinu hjá
henni og lét hún oft frá sér fara
setningar sem voru hreinustu gull-
korn og eru enn höfð í minni á
mínu heimili.
Elsku ömmu gieymum við ekki
á meðan við lifum.
Ómar Karl og Lilja Guðrún
Júlíus var ekki sáttur við sjó-
mennsku sína í seinni tíð og var
búinn lengi að ætla að láta draum
sjómannsins rætast og fara að
vinna í landi. Hafði hann leitað fyr-
ir sér allt síðasta ár og var loksins
búinn að fá atvinnu við sitt hæfi
og var sáttur og ánægður með það
þegar þetta hörmulega slys átti sér
stað.
Við erum reynslunni ríkari eftir
kynni okkar við Júlíus B. Skúlason
og þökkum fyrir að hafa mátt kynn-
ast honum sem samstarfsfélaga og
góðum vini.
Nú að leiðarlokum viljum við
þakka þetta allt og biðjum Guð að
styrkja eiginkonu hans Ásdísi
Hallgrímsdóttur og börn hans
Hörpu, Dögg og Skúla einnig for-
eldra, bræður og fjölskyldur þeirra
og aðstandendur í þeirri miklu sorg
sem fráfall hans er.
Guð gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt
kjark til að breyta því
sem ég get breytt
og vit til þess að
greina þar á milli.
Þórhallur Ottesen,
Einar Ingi Einarsson.
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
vió öll tækifæri
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090
Ffe blómaverkstæði
tÍTNNA