Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 34
,34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 MiTSUBISHI GAIANT HLA.ÐBA.KUR 1990 BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG ÍH HEKLAHF vfR2^sRoooR “ iLaugavegi 170-174 Simi 695500 I ZOO.UUU NUDDSKOLI RAFNS GEIRDAL eftir Vilhjálm Inga Arnason Vegna greinar í Morgunblaðinu 5. október sl. og íyrirspurna sem beint hefur verið til Sjúkranuddara- félags íslands vegna þeirrar greinar og nuddskóla Rafns Geirdals, vill félagið koma eftirfarandi á fram- færi: Rafn segir skóla sinn með sterk- ari nuddskókum á Vesturlöndum og uppfylla nú þegar þær kröfur Söðvetðöí * innkaup til heimiiisins.. • Genð hagstæð \nnKaup • MíUIBOOqðO-Q Rftzkex66’' Smí»'"400g ’ -177 - n KjakW1 NeaqJlk*sms««OB166' oMaamd^0*9*'’ J.oSvkurU«70,- y^sönalsosa* 9-, ’ oamaíSkom105’' BsechNutbamamaM^ QWCpapplr4Q,M67,- SI > Hreins?ölt«insi-560g . ^^^2359136,- ° . i996i. . 3pK259,-a K iKAWCTMSffi r-kumUIAI LA „Það er grundvallarat- riði í menntun heil- brigðisstéttar að námið fari fram í samræmi við þarfír og kröfiir þess heilbrigðiskerfis sem við búum við á hverjum tíma.“ sem gerðar eru til sjúkranuddskóla. Þessi fullyrðing er röng. Stór hiuti þess námsefnis sem kennt er í skóla Rafns er alls ekki viður- kenndur af yfirvöldum heilbrigðis- og^menntamála, og getur því alls ekki verið grundvöllur náms lögg- iltrar heilbrigðisstéttar. Sé námsvísir skóla Rafns krufinn - til mergjar kemur í ljós að jafnvel heilbrigðisfögin eru ekki sniðin að þörfum sjúkranuddraa sem vinna samkvæmt tilvísunum lækna. Nám í Fjölbrautaskóla Breiðholts er ágætt til þess sem það er ætlað, en forráðamenn skólans hafa ekki skipulagt námið með það fyrir aug- um að það yrði grundvöllur sjúkra- nuddnáms. Megin uppistaða þess nudds sem Rafn kennir í skóla sínum er ekki viðurkennd meðferð í lækninga- skyni. Má þar til dæmis nefna „innra nudd, sálrænt þrýstinudd og síð-reichískt öndunarnudd“. Sú kennsla sem Rafn flokkar sem verk- iegt sjúkranudd er aðeins 96 kennslustundir, en til samanburðar má geta þess að í kanadískum og þýskum skólum eru 4-500 kennslu- stundir í verklegu sjúkranuddi. Nuddskóli Rafns hefur engin tengsl við heilbrigðiskerfið. Það er grundvallaratriði í menntun heil- brigðisstéttar að námið fari fram í samræmi við þarfir og kröfur þess heilbrigðiskerfis sem við búum við á hverjum tíma. I Þýskalandi eru sjúkranuddskólar yfirleitt starf- ræktir í tengslum við háskóla- sjúkrahús, heilsuhæli eða meðferð- arstofnanir. Sjúkranuddskólar sem Sjúkra- nuddarafélag íslands viðurkennir eru með 2300 til 3000 kennslu- stundir á námsskrá sinni, auk þess sem þýsk heilbrigðisyfirvöld krefj- ast eins og hálfs árs starfsnáms til viðbótar áður en löggilding er veitt. Skóli Rafns hefur einungis 1250 kennslustundir á námsskrá, þar af stóran hluta óviðurkenndan. Rafn ætlar einum kennara að leiðbeina 48 nemendum í verklegum fögum, en hæfilegt er að tveir kennarar séu um 12-14 nemendur í verklegu námi. Auk þess er engin kennsla í vatns- og rafmagnsmeðferðum, svo augljóst er að skóli Rafns er fjarri því að vera jafningi raunverulegs sjúkranuddskóla. Þann 3. október sl. fyrirskipaði heilbrigðisráðuneytið Rafni að kunngera nemendum sínum, að námið væri ekki sjúkranuddnám, en miðað við fjölda fyrirspurna er ljóst að fáir vita um þau tilmæli. Ilöfundur cr formaður Sjúkranuddarafélags Islands. MIR: Opið hús OPIÐ hús, vegna þjóðhátíðardags Sovétríkjanna og 72 ára afmælis Októberbyltingarinnar í Rússlandi, verður í félagsheimili Menningar- tengsla íslands og Ráðstjórnarríkj- anna að Vatnsstíg 10, laugardaginn 4. nóvember næstkomandi. Húsið verður 'opnað kl. 14 og verða fjölbreytt dagskráratriði fram eftir degi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.