Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER.1989. Fata-, vefjar- og skinnaiðnaður: Starfsmönnum fækkaði um 249 á tveimur árum Samdrátturinn heldur áfram, segir Kristín Hjálmarsdóttir, formaður Iðju Á ÁRUNUM 1987-88 fækkaði starfsfólki í fata-, ve(]ar- og Fimm sagt upp hjá Höldi FIMM mönnum var sagt upp störfum hjá Höldi sf. um mán- aðamótin. Um er að ræða bensínafgreiðslumenn og sölu- mann bifreiða. „Þetta var neyðarráðstöfun hjá okkur,“ sagði Skúli Ágústsson hjá Höldi. „Það er greinilegur og mikill samdráttur í þjóðfélaginu og fólk heldur vel utan um það litla sem það hefur handa á milli, þannig að ekki var um annað að ræða.“ Skúli sagði að bensínsölum væri lokað kl. 20 á kvöldin yfir vetrarmánuðina og ættu menn fullt í fangi með að ná vöktum hjá fastráðnum mönnum. Gítartón- leikar í Gamla Lundi IRSKI gítarleikarinn Simon Taylor heldur tónleika í Gamla Lundi við Eiðsvöll í kvöld, fimmtudagskvöld, og heQast þeir kl. 20.30. Simon Taylor fæddist í Dublin árið 1956 og hóf hann gítarnám á írlandi'ungur að aldri, en síðan hefur hann m.a. stundað nám í London og á Spáni undir hand- leiðslu José Luis Rodrigo. Hann er nú skólastjóri Newpark-tón- listarskólans í Dublin. írsk tónlist skipar veglegan sess á tónleikum hans, en inn á milli leikur hann þekkt spænsk gítarverk. Húsavík: Myndir, lög og íjóð í Saftiahúsinu JON Laxdal Halldórsson og Kristján Pétur Sigurðsson íirá Akureyri opna myndlistasýn- ingu í Safnahúsinu á Húsavík föstudagskvöldið 3. nóvember kl. 21. Við opnunina munu þeir félagar ílytja kvæði og söng- dagskrá sína Lög og Ijóð sem þeir hafa flutt víðar og felst í flutningi Jóns á eigin kvæðum og söng og gítarslætti Kristj- áns Péturs. Jón Laxdal hefur fengist við skáldskap og myndlist jöfnum höndum og sýnir í þetta sinn smámyndir mitt á milli málverks og klippimynda. Kristján Pétur hefur lengstum lagt stund á rokk og ról, m.a. með hljómsveitunum Kamarorg- hestar og Lost, undanfarið hefur hann og fengist við myndlist og sýnir nú akrylmálverk. skinnaiðnaði um 249. Á þessu ári hefúr nokkur Qölgun orðið aftur í skinnaiðnaði, en við þann sam- drátt sem orðið hefúr í þessum iðnaði hefur félagsmönnum í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri fækkað um 200. Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju sagði að samdráttar hefði farið að gæta í þessum iðngreinum síðla árs 1986. Á árinu 1987 fækkaði starfsmönnum í fata-, vefjar- og skinnaiðnaði um 85. Næsta ár á eftir varð enn meiri fækkun, en á fyrri hluta ársins fækkaði starfs- mönnum um 64 og síðar um 100, þannig að samtals hafí starfsmönn- um fækkað um 164 á síðasta ári. Kristín segir að verulega muni þarna um að mokkadeild Sam- bandsins var lögð niður. „Það hefur verið stöðugur sam- dráttur og hann heldur áfram á þessu ári. Þetta er mjög stór biti og gætir eðlilega í bæjarfélaginu," sagði Kristín. Hún bætti við ljósi punturinn væri að á þessu ári hefði nokkur flölgun orðið í skinnaiðnaði, þannig að bein fækkun í félaginu á þessum árum væri um 200 manns. Kristín sagði alvarlegast þegar samdráttur ætti sér stað hjá fyrir- tækjum, að eldra fólki væri sagt upp störfum, fólki um og upp úr sextugu. Þetta fólk fengi enga aðra vinnu, og atvinnuleysisbætur væru greiddar út í 260 daga, þannig að fólkið hefði engar tekjur á tímabili, eða þar til það fengi greiddan ell- ilífeyri. . „Mér hefur lengi þótt iðnaðurinn vera hornreka í okkar þjóðfélagi og það hefur verulega hallað undan fæti á síðustu árum. Það verður að gera átak til að snúa þessari þróun við,“ sagði Kristín. Morgunblaðið/Rúnar Þór Starfsmaður ístess handleikur hér íslenskt mjöl, en ef ekki rætist úr loðnúveiðum fljótlega kann svo að fara að verksmiðjan þurfi að flytja inn útlent mjöl. Engin loðnuveiði: Komið gæti til innflutn- ings á dönsku fiskimjöli Svipað og flutt væri inn kaffi til Bras- ilíu, segir framkvæmdastjóri ístess hf. SVO getur farið að fóðurverksmiðjan Istess hf. þurfi að flytja inn fískimjöl, ef ekki rætist úr loðnuveiðum. Fyrirtækið hefúr aflað sér upplýsinga frá Danmörku varðandi kaup á mjöli þaðan. Um er að ræða á milli þrjú og fjögur hundruð tonn £if mjöli, en endan- leg ákvörðun um kaupin hefúr ekki verið tekin þar sem verksmiðj- unni áskotnaðist nýlega nokkurt magn af mjöli. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ístess hf. sagðist vonast til að loðnuveiðar færu að glæðast, svo ekki þurfi að koma til þess að mjöl sé keypt erlendis frá. „En nú er komið fram í nóvem- ber og nánast engin loðna hefur veiðst á vertíðinni. Ef engin loðna veiðist verðum við að leita fyrir okkur annars staðar með hráefni,“ sagði Guðmundur. Forráðamenn ístess hafa verið í sambandi við seljendur í Danmörku, en óvíst um hvort af kaupunum verður. „Það er óneitanlega skondið ef við þurfum að flytja inn fiskimjöl og má líkja því við að flutt væri inn kaffi til Brasilíu," sagði Guð- mundur. Guðmundur sagði að verksmiðj- an hefði fengið á milli tvö til þijú- hundruð tonn af mjöli frá Krossa- nesi, Þórshöfn og Grindavík ný- lega og því væri ekki brýn þörf á að taka ákvörðun um kaup á danska mjölinu strax. Guðmundur sagði að rætt hefði verið um kaup á þijú til fjögur hundruð tonnum af mjöli í fyrstu umferð. „Við eig- um eitthvað af mjöli og ef við fáum nokkur hundruð tonn til viðbótar dugar það fram að áramótum,“ sagði Guðmundur. Sigurður Ringsted forsljóri Slippstöðvarinnar: Okkar vandi er ekki óselt skip heldur verkefiialeysi „OKKAR aðalvandamál er ekki þetta óselda skip, heldur það að við höfúm ekki verkeftii íiram í tímann. Ef við hefðum verkeíúi þyrfti ekki að segja upp fólki. Mér þykir rangt að segja vanda okkar byggjast á óseldu skipi, en ef ekki hefði verið farið út í smíði þessa skips haustið 1987 þá hefði sú staða sem nú er uppi komið til fyrir tveimur árum. Við þetta skip hefúr verið unnið tvo síðustu vetur og því þurfti ekki að grípa til uppsagna,“ sagði Sig- urður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar hf. vegna ummæla Jóns Sigurðarsonar iðnaðarráðherra í Morgunblaðinu í gær, en haft var eftir lionum að vandi Slippstöðvarinnar væri fyrst og fremst vegna óselds skips sem í smíðum væri hjá stöðinni og farið hefði verið út í nýsmíðina af ónógri framsýni þar sem sala þess hefði ekki verið tryggð. Sigurður Ringsted sagði að inn- lendum skipasmíðastöðvum væri sjaldnast gefinn kostur á að vera með þegar nýsmíðaverkefni væru boðin út. „Ég bendi á það að þó hér væri smíðað eitt skip á eins og hálfs til tveggja ára fresti myndum við ekki stækka flotann. Straumur innfluttra skipa er hins vegar mikill og einungis á þessu ári eru í smíðum í útlöndum skip sem samsvara um tíu ára afkasta- getu Slippstöðvarinnar," sagði Sigurður. Eftir Kristjáni Ragnarssyni formanni LÍÚ var haft í Morgun- blaðinu, að íslenskar skipasmíða- stöðvar væru ekki samkeppnis- færar í verði við þær erlendu og þær íslensku gætu ekki tekið eldri skip sem hluta af greiðslu þegar ný væru smíðuð. Sigurður sagði lítið hafa reynt á hvort innlendu stöðvarnar væru samkeppnisfærar í verði þar sem þeim væri sjaldan gefinn kostur á að gera tilboð í verkefni. „Þegar við smíðuðum hvað mest upp úr 1980 voru við óðúm að nálgast að geta boðið svipað verð og boðið var erlendis,“ sagði Sigurður. Hann sagði einnig að ef næg verkefni væru fyrir hendi hjá Slippstöðinni hefði fyrir- tækið aðstöðu og húsakost til að reka á milli þijú til fjögur hundruð manna fyrirtæki. Þá benti hann einnig á að í samningi þeim sem Slippstöðin gerði við Ingvar Þór Gunnarsson útgerðarmann á Eski- firði um kaup á nýsmíðaskipinu hefði verið innifalið að stöðin tæki eldra skip hans, Núpinn upp í. Hann sagði að frá upphafi ársins 1988 hefði Slippstöðin boðist til að taka gömul skip upp í ný.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.