Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 Grunnskólinn — nýr grundvöllur Þakkarávarp og fróðleiksmolar eftir Svavar Gestsson Viktor Guðlaugsson skrifað góða og kjarnyrta grein um gi-unnskól- ann í þetta blað. Mér finnst gallinn á grein hans vera sá að hann gerir of lítið úr því sem vel er gert í skól- unum, en það er hins vegar rétt hjá honum að skólinn býr að mörgu leyti við slakan aðbúnað. Það sem veldur er að mínu mati einkum þetta: Mótun steliiu 1. I fyrsta lagi það að ekki hefur verið mótuð stefna um forgangs- verkefni í skólamálum fyrr en nú að unnið er að því. 2. Að ár hins mikla hagvaxtar liðu hjá án þess að aukið væri við hlut skólans; þvert á móti var þá um verulegan samdrátt að ræða til skólamála sem einkum birtist í lækkandi launum kennara. Á því ári sem liðið er frá því að ég kom til starfa í menntamálaráðu- neytinu hefur reynst óhjákvæmilegt að taka á sparnaði í skólakerfinu. Eins og allir vita og líka Viktor stafar það ekki af öðru en hinu almenna efnahagsástandi sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig og eftir fimm ára óstjórn í efna- hagsmálum. Vandinn var í stuttu máli þessi: 1. Þrátt fyrir samfellt góðæri í tvö ár, það mesta sem sögur fara af og nemur á núvirði um 50 millj- örðum króna í hagvöxt, var safnað skuldum við útlönd og ríkissjóður var rekinn með halla. 2. Vaxtaokrið var í algleymingi sem birtist í gjaldþrotum fyrirtækja og heimila og um leið stórfelldum félagslegum vandamálum sem Viktor kannast örugglega við úr sínum skóla. Það var því megin- verkefni ríkisstjórnarinnar frá þvi að hún hóf að skapa aðstæður í þjóðarbúinu, nýjan grundvöll, svo unnt yrði að halda áfram á braut uppbyggingar meðal annars í skóla- málum strax og þessi nýi grundvöll- ur þjóðarbúsins hefði skapast. Það voru því erfiðar ytri aðstæð- ur og hallarekstur á ríkissjóði og vaxtaokrið sem höfðu það í för með sér að óhjákvæmilegt var að fylgja strangri aðhaldsstefnu í efnahags- málum. En sá sparnaður sem ákveðinn hefur verið í skólakerfinu er ekki einhliða en hann er slæmur og það verður að auka við skólann einkum tímasókn yngstu barnanna. Það hlýtur hver maður að sjá það í hendi sér að sparnaður í skólakerfi sem hefur verið svelt fjárhagslega á marga lund er ekki eftiríætisvið- fangsefni undirritaðs. Sparnaður — en nýjungar í skólastarfi Á þessu ári var gert ráð fyrir 120 milljónir kr. sparnaði í grunn- skólunum af 5000 milljónum kr. Það jafngildir því að maður sem á 1000 krónur eigi að spara 12 krón- ur. Það er erfitt þegar af litlu er að taka og það er athyglisvert hversu erfitt það hefur reynst viða. Það hefur komið víða við. Það er alveg ljóst. En á móti þessum sparn- aði kemur meðal annars að tryggt hefur verið fjármagn til nýjunga í skólastarfi. Dæmi: 1. Nú eru greiddar 1,75 klst. á nemanda á ári til kennara sem hafa með höndum umsjón með bekkjar- deildum. 2. Greiddar verða tvær vikustundir á nemenda á ári í árganga og fag- stjórn. 3. Stofnaður hefur verið þróunar- sjóður grunnskóla og til hans er veitt 4 milljónir kr. í ár og 9 milljón- ir kr. á næsta ári samkvæmt fjár- lagaf rumvarpinu. Þessi atriði koma fram í grein Viktors og ég fullyrði að þau fara samanlagt langt með að vega að fullu upp þann almenna sparnað sem grunnskólunum var ætlað að framkvæmda. En auk þessara at- riða sem eru fjárhagsleg verður líka að nefna hin sem eru stefnumót- andi <og hafa mikil áhrif á skóla- starfið: 1. Gefin hefur verið út aðalnáms- skrá gi-unnskóla. Hún er aftur und- irstaða þess að unnið er að skóla- námsskrám alls staðar. Það þýðir betra skólastarf og að gæði skólans eru meiri fyrir barnið en þau eru nú. 2. Unnin hefur verið könnun á forgangsverkefnum í skólamálum. Niðurstaða könnunarinnar verður kynnt í þessum mánuði. Þar koma fram þær áherslur sem á að vinna eftir á næstu árum í skólamálum. Þar er verið að raða skólanum ofar á forgangslista þjóðfélagsins, þar er um að ræða þjóðaratkvæða- greiðslu um mikilvægustu verkefn- in í skólamálum. Þar með á skólinn að geta sótt til sín íjármuni strax eða á næsta hagvaxtarskeiði. 3. Fyrir liggur frumvarp til grunnskólalaga sem gjörbreytir stefnumiðum grunnskólans þar sem gert er ráð fyrir að þau markmið sem skólamenn vilja ná verði lög- fest. Það er úrslitatriði sem ætti að vera kennurum fagnaðarefni. 4. Á þessu ári hefur verið veitt fé til málræktarátaks sem hefur náð til allra grunnskóla landsins. 5. Kennaraháskólinn hefur verið efldur markvisst og er um að ræða raunaukningu framlags til hans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. 6. í fjárlagafrumvarpinu er einn- ig gert ráð fyrir raunaukningu á framlögum til Námsgagnastofnun- ar. 7. Hafinn er undirbúningur að dreifðri og sveigjanlegri kennara- menntun sem mun styrkja verulega kennara á landsbyggðinni sérstak- lega og er því stórt og þýðingarmik- ið byggðamál. 8. I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að verja til leiðsagnar nýliða í kennarastarfi í grunnskól- um tæpum fimm milljónum króna. 9. í íjárlagafrumvai’pinu er gert ráð fyrir því að veija 3,5 milljónum kr. í þróunarsjóð dagvista sem er mikilvægt frá sjónarmiði grunn- skólans líka. 10. í fjárlagafrumvarpinu ergert ráð fyrir því að hækka framlög til framhaldsdeilda grunnskóla um lið- lega 10 milljónir kr. og er það tvö- faldað milli ára. ' '11. Framlög til endurmenntunar sálfræðinga gera meira en að tvö- faldast. 12. Nú eru í ijárlagafrumvarpinu tillögur um að auka kennslu yngstu barna á næsta ári og nemur tillag- an nær 41 milljón kr., hækkun um 174% milli ára. Og gert er ráð fyr- ir því að 6 ára börn verði skóla- skyld frá og með næsta hausti. 13. Og gert er ráð fyrir því að vegna grunnskólans verði varið Ijármunum til sérstakra verkefna eins og jafnréttisverkefnis sem er í gangi í einu fræðsluumdæmi. Þessi upptalning ætti að nægja til þess að sýna að margt hefur verið gert og þessar breytingar sem hér hafa verið nefndar hafa þegar birst í betra skólastarfi og eiga eft- ir að skila sér enn frekar. Svavar Gestsson „í greininni telur hann sérstaklega þrengt að sérkennslunni. Það er rangt. Sérkennslan hef- ur haldið sínu þrátt fyr- ir sparnað á öðrum sviðum og meira en það.“ í grein Viktors kemur meðal annars fram að viðmiðunarstunda- skráin er úrelt orðin og það er rétt. Henni verður breytt og sú breyting tekur gildi fyrir næsta skólaár. Aukning sérkennslu I greininni telur hann sérstaklega þrengt að sérkennslunni. Það er rangt. Sérkennslan hefur haldið sínu þrátt fyrir sparnað á öðrum sviðum og meira en það. Gert er ráð fyrir aukningu á sérkennslunni í íjárlagafrumvarpinu en samtals verður varið til sérkennslu. á næsta ári 427 milljónum króna. Það er því beinlínis rangt að snert hafi verið á sérkennslunni í niðurskurð- arátt. Það er ekki svo. Og raunar verður hér einnig .að geta þess að í gangi er og verður áfram starfs- leikninám og sérkennaranám sem skilar betur menntuðum sérkennur- um en áður hefur verið kostur á. Hér verður ekki fjallað um starfs- leikninámið en nú er nærri tíundi hver kennari í tugum skóla allt í kringum landið í starfsleikninámi. Hér hefur því þrátt fyrir sparnað og samdrátt í hagkerfinu náðst margvíslegur árangur á einu ári, satt að segja verulegur miðað við þann mikla samdrátt sem um er að ræða í hagkerfinu. Kaflaskil í skólamálum En hér skal ekki látið staðar numið heldur haldið áfram á sömu braut. Verði grunnskólafrumvarpið lögfest í vetur verða kaflaskil í skólamálum þannig að lögfest verða Ijölmörgþau meginatriði sem skóla- menn hafa keppt að á liðnum árum. Ég tek eftir því að margir eru óþol- inmóðir. Og það er gott. Verri eru hinir sem reyna að sverta myndina í stað þess að koma með í þá fylk- ingu sem nú krefst betri skóla hvað sem tautar og raular. Viktor mælir með einkaskólum til að leysa vandamál grunnskólans. Það getur ekki gerst. Grunnskólinn er í senn uppeldisstofnun og jöfnun- artæki. Þar sitja hlið við hlið börn úr fjölbreytilegu félagslegu um- hverfi. það væri háskalegt að gef- ast upp við að efla grunnskólann með því að afhenda einkaaðilum yfirstjórn hans. Þá breyttist þetta þjóðfélag og yrði allt annað en við viljum hafa það. Það ánægjulega við umræðuna um grunnskólann er einmitt það að það er Jjjóðarsamstaða um að efla hann. A grundvelli hennar þarf að fá fólk til þess að sameinast um að efla skólann með því að auka til hans fjármuni. Það verður að gerast. Við höfum stigið fyrstu skrefin. Höldum áfram á þeirri braut. Má ég gera lokaorð Viktors Guðlaugssonar að mínum: „Tillaga mín er sú, að þessi menningarþjóð hristi nú af sér „bar- barisman" og hætti að verða sér. til minnkunar meðal siðaðra þjóða á vettvangi uppeldis og skólamála. Höfúndur er menntamálaráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík. GÍTARLEIKUR ________Tónlist__________ Jón Ásgeirsson Simon Taylor, írskur gítarleik- ari hélt tónleika sl. þriðjudag í Norræna húsinu og flutti gítar- verk eftir Tárrega, Bromhead, Moreno-Torroba, Guiliani, Mary Kelly og Mangore. Auk þess flutti Taylor gítarútfærslur á hörputón- verkum eftir O. Carolan (1670- 1738) er var frægur hörpusnill- ingur. Nokkur verka hans njóta nokkurra vinsælda en eftir hann flutti Taylor sex smálög sem voru það áhugaverðasta á þessum tón- leikum. Leikur Taylors var skýr og við- fangsefnin vandlega unninn en ekki spennandi í meðferð hans. Það vantaði þá hrynrænu snerpu sem bætir upp vöntun á hljóm- styrk hljóðfærisinS en í hægu þáttunum, eins og t.d. í miðþætti sónötunnar eftir Moreno-Torroba og í „Barkarólunni" eftir Mang- ore, mátti heyra mjög fallegan leik. Nútímaverkin, „Gemini“ eftir Bromhead og „Shard“ eftir Mary Kelly voru vel útfærð, einkum er varðaði blæbrigði, en verkin eru, sem tónsmíðar heldur svona smá- legur „ný-akademismi“. í sónö- tunni eftir Torroba og tveimur völsum eftir Mangore, reis leikur Taylors hæst, sem þó var um of mótaður af yfirvegun og áhættu- leysi. Eftir Guliani (1781-1829) voru á efnisskránni tvö tilbrigði yfir írsk þjóðlög og var það síðara „Garryowen“ bráðskemmtilegt í einfaldleika sínum og auk þess nokkuð líflega leikið. Simon Tayl- or er vandaður gítarleikari, nær oft mjög fallegum blæbrigðum en hvað tækni og leikspennu snertir, allt of haminn, svo að leikur hans í heild var ekki áhugaverður, þrátt fyrir að margt væri fallega og smekklega útfært. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 4. nóvember verða til viðtals Katrín Fjeldsted, 2. varaforseti borgarstjórn- ar, í borgarráði og formaður heilbrigðisráðs, og Hulda Valtýsdóttir, formaður menning- armálanefndar. Minning: Stefán Sigurmundsson Látinn er Stefán Sigurmundsson langt um aldur fram. Þegar dauðinn kveður dyra finnur maður vel fyrir smæð sinni í lífsins leik. Söknuður og tómleiki fylla hugann, en síðan streyma fram minningar, lítil mynd- brot og löngu liðnir atburðir verða ljóslifandi á ný. í huga minn kemur mynd af hávöxnu glæsimenni með hljóm- mikla, djúpa rödd. Mynd ljúflingsins geislandi af persónutöfrum, hrókur alls fagnaðar, lífsgleðin holdi klædd. Mynd hins hógværa listunn- anda, sem hafði þá sjaldgæfu gáfu að geta miðlað af reynslu sinni án .þess að ætlast til þess að eftir því væri farið í einu og öllu. Slíkar minningar eru huggun harmi gegn og hjálpa til að græða sárin. Sá, sem þetta ritar, var svo lán- samur að verða Stefáni Sigur- mundssyni samferða stuttan spöl á lífsins vegi. Sá tími var ánægjuleg- ur og Iærdómsríkur og fyrir hann verð ég ævinlega þakklátur. Fjölskyldu Stefáns og ættingjum öllum votta ég mína innilegustu samúð. Megi minningin um góðan dreng styrkja ykkur öll. Ragnar Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.