Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2* NOVEMBUR 1989' 7 Verðlækkun á dilkakjöti: Um 800 tonn af eldra kjöti á tilboðsverði GERT er ráð fyrir að um 800 tonn af birgðum dilkakjöts frá haust- inu 1988 fari á neytendamarkað í þessum mánuði á sérstöku tilboðs- verði, en alls eru birgðirnar nálægt 2.000 tonnum. Sala á lambakjöti á lágmarksverði í pokum hefst væntanlega fyrir helgina, en sala á kjöti í lakari ílokkum hófst til verslana og kjötvinnslna í gær. Að sögn Þórhalls Arasonar, á sama hátt og kjöt sem selt var á starfsmanns samstarfshóps um sölu tilboðsverði í sumar. í pokunum lambakjöts, verður kjöt í úrvals- flokki eingöngu boðið í pokum með 'A skrokkum, en kjötið verður snyrt \ Þrýstipróf- un Nesja- vallaæðar lokið ÞRÝSTIPRÓFUN við Nesjavall- aræð er nú lokið og hún tilbúin til notkunar. Hún er 27,2 km að lengd og um 900 millimetrar að þvermáli. Þegar Nesjavallar- virkjun er tilbúin er áætlað að æðin geti flutt um 1.860 lítra af 85 gráðu heitu vatni á sekúndu. Heildarkostnaður við æðina er um 1.700 milljónir króna. Gunnar Sverrisson, eftirlitsfull- trúi Hitaveitunar, sagði að fram- kvæmdum við æðina myndi ljúka næsta sumar. Eftir er að ganga frá klæðningu og reisa vatnsgeyma en fjórir verktakar hafa haft umsjón með verkinu. Fyrsta áfanga Nesjavallarvirkj- unar lýkur á næsta ári og mun hún þá verða um 100 megavött og flytja um 570 Íítra á sekúndu. Þeg- ar henni er að fullu lokið mun afl hennar verða um 300 megavött, 1.860 lítrar á sekúndu, sem eykur afl Hitaveitunar um 60%. Fiskiðjan Freyja: Vantar 20 millj- ónir af 55 STJÓRN Fiskiðjunnar Freyju hefur tekist að safha 35 milljón- um af þeim 55 milljónum sem fyrirtækinu ber að safna til móts við framlag Hlutafjársjóðs. Sjóð- urinn leggur fram 96,5 milljónir króna gegn því að Freyja leggi fram 55 milljónir, en frestur sem fyrirtækið hefur til þess er til 6. nóvember. Sveitarfélagið mun ieggja fram 25 milljónir sem felst í því að skuld er breytt í hlutafé. SÍS mun á sama hátt leggja fram 10 milljónir. „Við leggjum það fram sem við hefðum líklega tapað. Að okkar mati var þetta skuld sem hefði verið erfitt að innheimta, og þessi kostur mun betri en gjaldþrot verður súpukjöt, 14 hryggur, heill eftir endilöngu, grillrif og heilt læri. Hver poki vegur að meðaltali um Freyju,“ sagði Sveinbjörn Jónsson, hreppstjóri á Suðureyri. Rannver Eðvarðsson, skrifstofu- stjóri Freyju, sagði að unnið væri að því að afla þeirra 20 milljóna sem vantaði upp á hjá einstakling- um á Suðureyri, en hann sagðist ekki eiga von á því að önnur fyrir- tæki legðu fram hlutafé. Mál Magnúsar Thor- oddsen: Málflutningur fyrir Hæstarétti ákveðinn ÁKVEÐIÐ hefiir verið að mál- flutningur fyrir Hæstarétti í máli dómsmálaráðherra gegn Magnúsi Thoroddsen, hæstarétt- ardómara, hefjist að morgni 23. nóvember nk. Málið var tekið fyrir í Hæsta- rétti í gær af þremur dómurum úr sérskipuðum rétti í málinu, þeim Gunnari Guðmundssyni, Jóni Finnssyni og Sigurði Reyni Péturs- syni. Lagðar voru fram greinar- gerðir í málinu og að því loknu veittur frestur, en málflutningur ákveðinn þann 23. nóvember klukkan 9.30. Starfsmannafélag Búnaðarbankans: Vill bankastjóra úr röðum starfs- • fólks Starfsmannafélag Búnaðar- bankans hefiir sent bankaráði skeyti þar sem það er hvatt til að ráða bankastjóra úr röðum starfsfólks. Úlfar Indriðason, formaður starfsmannafélags Búnaðarbankans, sagði að það væri mjög mikilvægt að banka- maður yrði ráðinn til að sýna að hægt sé að vinna sig upp inn- an bankans. „Ef ráðinn verður maður utan bankans þá munum við mótmæla. Okkur finnst það ekki nema eðli- iegt að bankastjóri komi úr röðum starfsfólks,“ sagði Úlfar lndriða- son. IBM á íslandi: Greiða 6% til við- bótar í lífeyrissjóð IBM á íslandi hefiir ákveðið að greiða starfsmönnum sínum 6% við- bót við venjulegar lífeyrisgreiðslur. Fyrirtækið hefur gcrt samning við Frjálsa lífeyrissjóðin hjá Fjárfestingarfélaginu og mun frá árs- byrjun 1990 greiða öllum starfsmönnum sínum þessa viðbót. í nýjasta tölublaði Fjármála, mánaðarrits Fjárfestingafélagsins, er sagt frá þessum samningi sem mun vera sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Tekið er dæmi um mann sem vinnur hjá fyrirtækinu í 25 ár og hefur að jafnaði 120.000 kr. í mánaðarlaun. Það þýðir að hann á um 5 milljónir króna í auka- líféyrissjóði þegar hann lætur af störfum, miðað við 6% raunávöxt- un. Strætisvagnar Reykjavíkur munu á næstunni fá tengigötu milli Skóg- arhlíðar og Bústaðavegar og verður fjarstýrt hlið sett upp í götunni sem hindrar alla aðra umferð. Ný tenging milli Skógar- hlíðar og Bústaðavegar Fjarstýrt hlið sett upp fyrir SVR 6,5 kíló, og verður smásöluverðið 428 kr./kg, en verðlækkunin í smá- sölu nemur um 16%. Kjöt úr Dl-A-flokki verður seltí 14 skrokkum beint til verslana og kjötvinnslna á 5% lægra verði, og eiga því neytendur að eiga von á að geta fengið þetta kjöt á lægra verði í verslunum en verið hefur, hvort sem það verður keypt í h skrokkum eða í smærri einingum. Framhryggir, læri og sérskomir hryggir úr Dl-B og C-flokki verða settir á markað eftir að hafa verið snyrtir sérstaklega. Verðlækkun þessari lýkur í lok þessa mánaðar en þá verður hætt að selja kjöt á þessum kjörum til verslana, jafnvel þó eitthvað af því verði eftir. „Markmiðið með þessari verð- lækkun er að kjöt af nýslátruðu verði allsráðandi á markaðnum fyrr en verið hefur í langan tíma, en birgðir af eldra kjöti eru nú um fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra. Samstarfshópurinn vinnur síðan að áframhaldandi markaðs- setningu á lambakjöti á lágmarks- verði, og miðast það við að vera með stöðugt framboð á kjöti á lág- marksverði með mismunandi niður- hlutun eftir árstíðum," sagði Þór- hailur. BORGARRÁÐ hefiir samþykkt að lögð verði gata er tengir Skógarhlíð og nýja Bústaðaveg- inn og verður hún eingöngu ætluð Strætisvögnum Reykjavíkur. í götunni verður sett upp fjarstýrt hlið er virkar eins og fjarstýrðar bílskúrs- hurðir. Að sögn Sveins Björnssonar for- stjóra SVR, var ákveðið að leggja götuna eftir að Miklatorg var lagt niður og ljósin voru sett upp á gatnamótum Miklubrautar og Bú- staðavegar. Vagnar sem aka niður Eskihlíð á vesturleið mun þá taka á sig krók upp Skógarhlíð að nýju götunni, sem lögð verður á milli húss Krabbameinsfélagsins og Sölufélags garðyrkjumanna. „Önnur umferð en strætisvagna á ekki að fara þarna um og væri slæmt ef svo færi því þá bætist við enn einn innáakstur á Bústaða- veginn,“ sagði Sveinn. „Ef þessi tilraun gefst vel þá mætti vel hugsa sér að setja hliðin víðar upp. Miðað við önnur löndær lítið um að hér hafi almenningsvagnar forgang. Á síðustu árum hefur umferðarljós- um ijölgað og komnar eru upp- hækkanir, með þeim afleiðingum að , ferðatíðni vagnanna hefur lengst en það er eitur í béinum farþega og góðrar þjónustu. Þann- ig að ef hægt er að stytta leiðirnar hér og þar þá er það til mjög til bóta.“ ENDURNÝJAÐU NÚNA NÝTTU ÞÉR KYNNINGARTILBOÐie Á _ b ■ MMM M úamixa BLONDUNARTÆKJUNUM III ARCHITECT LINE ► Stíll og stöðugleiki Afsl. 10% 4 ARCHITECT LINE Áleá útdraganlegum barka Afsl. 10% 50LÍNAN Best i eingripstækjum Afsl. 10% 30LÍNAN Einföld og ódýr Áður kr. 2.428,- Nú kr. 2.185,- Útsöluabilar: Járn&Skip Keflavík KÁ Byggingavörur, Selfossi Byggingavörur, Hornafirði COSMOLINE Það allra nýjasta i bönnun Áður kr. 9.765,- Nú kr. 8.789,- 20LÍNAN Sígild og örugg Áður kr. 7.001 r Nú kr. 5.951,- iMtÍ I iilt II ll#l -f I f lifi iliffiililifMMIÍI C lYllfffHillff-lfHfffll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.