Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 29
t.v.<M 2 mi.)/<i in«i'. tiijiMmij;rioM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 Misstu bíl niður um ís nærri Urðarhálsi Mývatnssveit. FERÐALANGAR úr Mývatnssveit lentu í töluverðum hrakning-um við Urðarháls um síðustu helgi. Þeir voru á ferð á þremur bílum úr Mývatnssveit í Kistufell til að búa þar skála undir veturinn, er einn bilanna fór niður um ís á um meters djúpu lóni. Langan tíma í miklu frosti tók að ná bílnum upp og þurfti meðal annars að fá flugvél úr Mývatnssveit til að fljúga suður eftir með olíu á drif og gírkassa bílsins. Engin slys urðu á fólki. Síðastliðinn föstudag fqru 10 manns héðan úr Mývatnssveit á þremur bílum suður í Kistufell. Lagt var af stað klukkan 15. Þegar komið var suður í Grafarlönd, fannst slóð eftir eitt lamb. Var þá haft talsímasamband við Mývatns- sveit og látið vita um slóðina. Þess má svo geta að lambið var sótt á laugardagsmorgun og flutt til byggða. Þegar komið var suður fyrir Dyngjufjöll fór snjór vaxandi. Kiukkan 23.00 um kvöldið var ferðafólkið státt við Urðarháls, far- ið var milli hálsins og jökulsins. Skyndilega fór fremsti bílinn niður um ís á lóni, þar sem vatnið var um einn metri á dýpt. Vitað var um þetta lón, en álitið af fyrri reynslu að það þornaði upp á haust- in. ' Frá Urðarhálsi að skálanum í Kistufelli eru um 8 kílómetrar. Þeg- ar séð varð að bílnum yrði ekki náð upp úr lóninu nema á löngum tíma, var farið á einum bílnum með sumt af fólkinu í Kistufell. Nokkru síðar fór annar bíll á eftir í skálann. Var þá ökumaður bílsins, sem fastur var Mælskukeppni ITC á Selfossi MÆLSKU- og rökræðukeppni III ráðs ITC á ísiandi verður haldin sunnudaginn 5. nóvember klukk- an 14, í Arsölum Hótel Selfossi. ITC Seljur, Selfossi mæla með þeirri tillögu að „aldrei verði fluttar erlendar landbúnaðarvörur til ís- lands“. ITC Stjarna, Rangárþingi mælir gegn tillögunni. Öllum er heimill aðgangur. í lóninu, einn eftir. Reyndi hann að halda bílnum í gangi, því frost var þarna um 18,5 stig. Þeir, sem komnir voru í skálann gripu til þess ráðs, að rífa pall, sem var um- hverfis húsið, og nota timbrið til að ná upp bílnum. Klukkan 4 um nóttina komu þeir með timbrið á slysstað og hófust þá þegar björg- unaraðgerðir. Klukkan 8 á laugar- dagsmorgun náðist bílinn upp. Virt- ist þá miklu fargi létt af ferðafólk- inu. Síðan var haldið í skálann og var mörgum orðið mál á hvíld og einhverri hressingu. Óttast var að vatn myndi hafa komist í drif og gírkassa á bílnum, sem í lónið fór, og myndi því þurfa að skipta um olíuna, sem að vísu var ekki með í ferðinni. Var nú haft talsamband við Mývatnssveit og óskað eftir að send yrði flugvél með olíu suður í Kistufell. Þetta gekk allt, Hörður Sigurbjarnarson flaug á kennsluvél frá Mýflugi með olíu og varpaði henni niður við skál- ann. Nú vænkaðist hagur fólksins verulega og átti það góða sunnu- dagsnótt í skálanum. Snemma á sunnudagsmorgun var farið að búa bílana undir heimferð. Erfitt reynd- ist að gangsetja þá, enda frostið um 20 stig. Varð að kynda með gasi undir þeim og þýða með heitu vatni. Að lokum tókst það þó. Lagt var af stað heimleiðis upp úr há- degi og gekk ferðin vel. Heimn var komið klukkan 20.00 um kvöldið. Megintilgangur með þessari ferð var að ganga frá skálanum í Kistu- felli og búa hann undir vetur. Eins og áður hefur komið fram tókst ekki að vinna það verk 29. septem- ber síðastliðinn vegna veðurofsa. Kristján Fiskverð á uppboðsmörkuðum 1. nóvember. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 68,00 66,00 67,69 3,525 238.623 Ýsa 88,00 55,00 70,21 9,688 680.178 Karfi 35,00 32,00 33,88 30,350 1.028.419 Ufsi 29,00 29,00 29,00 0,329 9.535 Steinbítur 73,00 55,00 61,31 7,315 448.462 Langa 40,00 37,00 39,50 1,708 67.461 Lúða 240,00 120,00 153,41 0,216 33.144 Koli 57,00 57,00 57,00 0,735 41.867 Keila 23,00 23,00 23,00 0,255 5.865 Skata 99,00 99,00 99,00 0,032 3.168 Skötuselur 125,00 125,00 125,00 0,059 7.375 Samtals 47,30 54,211 2.564.097 Selt var meðal annars úr Elínu Þorbjarnardóttur ÍS. I dag verð- ur selt óákveðið magn af blönduðum afla úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 79,00 60,00 61,74 24,231 1.495.980 Þorskur(1-3n.) 40,00 40,00 40,00 0,530 21.200 Ysa 86,00 35,00 67,06 6,968 467.253 Ýsa(1-3n.) 57,00 57,00 57,00 0,096 5.472 Ýsa(umál) 25,00 25,00 25,00 0,460 11.500 Karfi 33,00 29,00 32,00 31,156 997.063 Ufsi 28,00 20,00 24,92 34,439 858.310 Ufsi(umál) 10,00 10,00 10,00 0,015 150 Steinbítur 39,00 39,00 39,00 0,030 1.170 Hlýri 37,00 37,00 37,00 0,618 22.866 Hlýri+steinb. 39,00 37,00 37,17 2,541 94.429 Langa+blál. 39,00 33,00 37,87 1,417 53.661 Lúða(milli) 220,00 220,00 220,00 0,058 12.760 Lúða(smá) 195,00 195,00 195,00 0,112 21.840 Skarkoli 31,00 31,00 31,00 1,027 31.837 Keila 22,00 22,00 22,00 0,499 10.978 Skötubörð 130,00 130,00 130,00 0,048 6.240 Samtals 39,45 104,244 4.112.709 I dag verða meðal annars seld 35 tonn af þorski, 7 tonn af ýsu, 35 tonn af karfa og 8 tonn af ufsa úr Margréti EA og Ásgeiri RE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 61,00 32,00 40,11 7,375 295.819 Ýsa 89,00 30,00 71,33 2,472 176.326 Ufsi 33,50 10,00 25,67 0,600 15.400 Steinbítur 41,00 41,00 41,00 0,023 943 Langa 41,00 39,00 39,98 0,912 36.466 Lúða 275,00 70,00 204,88 0,022 4.405 Skarkoli 36,00 36,00 36,00 0,230 8.280 Skötuselur 300,00 102,00 148,89 0,038 5.658 Blandað 15,00 15,00 15,00 0,100 1.500 Samtals 46,28 11,772 544.797 í dag verður selt óákveðið magn af blönduðum afla úr línu- og netabátum, meðal annars Búrfelli KE og Víkingi III. JS. Minningar- sjóður Ragnars H. Ragnar ÁRIÐ 1988 var stofnaður Minn- ingarsjóður Ragnars H. Ragnar í tileftii af því að hann hefði orð- ið 90 ára þann 28. september það Einnig átti Tónlistarskóli ísa- fjarðar 40 ára starfsafmæli þann 10. október sama ár. Nú hafa verið gefin út minning- arkort og eru þau til sölu á eftirt- öldum stöðum: Tónlistarskólanum ísafirði, hjá Jónínu Einarsdóttur, ísafirði, hjá Hildi Ásvaldsdóttur, Gautlöndum, Mývatnssveit, í Bóka- búð Jónasar, Akureyri, í Bókabúð- inni Borg, Lækjargötu 2, Reykjavík. Minningarsjóðurinn var stofnað- ur innan Styrktarsjóðs húsbygg- ingar Tónlistarskóla á ísafirði en þau samtök stofnuðu konur á Isafirði fyrir áeggjan Ragnars. Til- gangur Styrktarsjóðsins er að veita Tónlistarfélagi ísafjarðar íjárhags- legan stuðning við byggingu skóla- húss fyrir Tónlistarskóla Isafjarð- Mynd Kristjáns af Fremri-Hálsi í Kjós. Eftirprentanir af Fremri-Hálsi í Kjós Eftirprentanir hafa verið gerðar af mynd Kristjáns Fr. Guðmundssonar af Fremri-Hálsi í Kjós. Myndirnar eru til sölu í Innrömmun Siguijóns í Ármúla 22. Bjartmar Guðlaugsson heldur tónleika í Vitanum Sandgerði í kvöld klukkan 22. Bjartmar með tónleika BJARTMAR Guðlaugsson lield- ur tónleika í Vitanum, Sandgerði í kvöld fimmtudagskvöld og byrja tónleikarnir klukkan 22. Laugardagskvöldið 4. nóvember veður Bjartmar í Broadway á opun- arkvöldi Reykjavíkurborgar á hús- inu. Klukkan 23 sama kvöld heldur hann tónleika í Ilótel Borgarnesi. Á þessum tónleikum mun hann m.a. flytja lög af væntanlegri hljómplötu sinni „Það er puð að vera strákur". 80 ára aímælis- hófDagsbrúnar Ungmennafélagið Dagsbrún í Austur-Landeyjum á 80 ára af- mæli um þessar mundir, en stoftidagur félagsins var 23. október 1909. Félagið minnist þessara tíma- móta með hófi í Gunnarshólma laugardagskvöld 11. nóvember og hefst það kl. 21. Þangað eru íbúar Austur-Land- eyjahrepps velkomnir, svo og allir fyrrverandi og núverandi félagar í Dagsbrún ásamt mökum sínum. Þátttaka óskast tilkynnt fyrir 6. nóvember. Blúshátíð á Hótel Borg VINIR DÓRA halda blúshátíð á Hótel Borg fimmtudagskvöldið 2. nóvember. Hátíðin hefst klukkan 22. Vinir Dóra skipa Halldór Braga- son, Jens Hansson, Hjörtur Hows- er, Ásgeir Óskarsson, Guðmundur Pétursson og Hafsteinn Hafsteins- son. Gestir þeirra verða Andrea Gylfadóttir, Mickey Dean, Bubbi Morthens, Haraldur Þorsteinsson, Björgvin Gíslason, Pétur Hjalt- ested, Tregasveitin og Sigurður Bjömsson trúbador. Flúðaskóli 60 ára Syðra-Langholti. FLÚÐASKÓLI í Hrunamanna- hreppi verður 60 ára á fostudag- inn 3. nóvember. Af því tilefiii verður opið hús í skólanum á milli kl. 11 og 14.30. Allir eldri nemendur og velunnarar skólans eru hjartanlega vel- komnir. Kaffiveitingar. Nemendur hafa unnið að sam- eiginlegu verkefni um heimabyggð- ina. Þá verða til sýnis myndir, kort og líkön. Nemendur við Flúðaskóla eru nú 137 í átta bekkjadeildum. Kennarar eru' 14 en sumir þeirra eru ekki í fullu starfi. Skólastjóri er Bjarni H. Ansnes. Leiðrétting Vegna fréttar í Morgunblaðinu, þriðjudaginn 31. október, um stofn- un fyrirtækis í Ungveijalandi með íslenskri eignaraðild vildum við að fá að koma að smá leiðréttingu. í fyrsta lagi þá er ekki búið að stofna fyrirtækið. Það verður gert formlega næstkomandi föstudag í tengslum við heimsókn Jóns B. Hannibalssonar, utanríkisráðherra til Ungveijalands. í öðru lagi þá eru íslensku eign- araðilarnir tveir þ.e. Virkir-Orkint sem mun eiga 25% og Þróunarfélag íslands sem mun eiga 25% hluta- fiár. Með vinsemd, Gunnlaugur M. Sigmundsson. Úr myndinni „Stöð sex 2“ sem sýnd er nú í Iláskólabíói. Háskólabíó: Úr myndinni „Náin kynni“ sem sýnd er í Bíóborginni. Bíóborgin sýnir „Náin kynni“ BIOBORGIN sýnir um þessar mundir myndina „Náin kynni“ með Dennis Quaid, Jessica Lange og Timothy Hutton meðal aðalleikara. Leikstjóri er Tyler Hedford. Gavin Grey þykir slyngur knatt- spyrnumaður, svo góður að hann er kallaður „Grái svipurinn". Meðal aðdáenda hans er kaupsýslumaður að nafni Kiely. Hann vill nota nafn Greys í auglýsingaskyni en Grey hefur megna óbeit á slíku. Það tekst þó að lokum samkomulag milli þeirra og Kiely rekur veitinga- hús með nafni hans. Babs, kona Greys, vinnur á veitingahúsínu en Kiely er óánægður með störf henn- ar þar og Grey sér sér ekki vænna en að draga sig út úr rekstrinum. „Stöð sex 2“ Háskólabíó hefur tekið til sýn- inga myndina „Stöð sex 2“ með A1 Yankovic og Victoria Jackson í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Jay Levey og tónlist er eftir John Du Prez. Gjaldþrota bæjarsjónvarpsstöð kemur óvænt upp í hendurnar á George Newman og honum falið að stýra henni. Það er við ramman reip að draga þar sem er R.J.Fletcher eigandi og fram- kvæmdastjóri aðalstöðvar bæjar- ins. Þegar stöð sex 2 nýtur meiri vinsælda líst honum ekki á blik- una. En vinsældum stöðvarinnar má þakka óvæntum hæfileikum Stanley Spadwoski sem sjónvarps- manns, en hann var áður húsvörður sem rekinn var af stöð 8. Þar með hefst grimm samkeppni milli stöðv- anna tveggja. Reiknilíkan um mjólkurvinnslu í dag, fimmtudaginn 2. nóvem- ber, munu Hólmgeir Karlsson hjá Mjólkurbúi KEA og Helgi Sigvaldason ráðgjafaverkfræð- ingur kynna reiknilíkan sem var unnið lyrir Afúrðastöðvanefnd. Reiknilíkanið var notað til þess að finna hagstæðustu vörusam- setningu hvers mjólkurbús og áhrif fækkunar þeirra á rekstrarafkomu iðnaðarins í heild. Niðurstöður mæla með fækkun mjólkurbúa úr 17 í 10 og ef til vill í 8 í framtíð- inni segir í fréttatilkynningu frá Aðgerðarannsóknafélagi íslands. Fundarstaður er Oddi, hugvís- indahús Háskólans við Suðurgötu, og hefst hann stundvíslega kl. 17.15 í stofu 101. Smekkleysu- kvöld í Kjallara keisarans Fimmtudagskvöldið 2. nóvem- ber, efhir Smekkleysa Ál/t til skemmtikvölds í veitíngahúsinu Kjallari keisarans á Laugavegi 116 kl. 23. Þar koma fram þungarokksveitin Bootlegs og hljómsveitin Ham. Tilefni skemmtikvöldsins er út- gáfa Smekkleysu á nýrri hljóm- plötu Bootlegs og nýlokinni hljóm- leikaferð Ham um Bretlandseyjar í fylgd með Sykurmolunum. Ham hafa einnig sent frá sér nýja breiðskífu sem útgáfufyrirtæki Sykurmolanna, One Little Indian í Bretlandi gefur út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.