Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 52
SAGA CLASS Fyrlr.þá sem eru aðeins á undan FLUGLEIDIR FIMMTUPAGUR 2. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Keflavíkur- flugvöllur: Prófanir á ^Boeing 767 í hliðarvindi 35 MANNA hópur á vegum bandarísku Boeing-flugvélaverk- smiðjanna kom hingað til lands síðastliðinn þriðjudag og hefur verið hér við prófanir á Boeing 767-vél með nýrri tegund af RB- 211 hreyfli frá Rolls Royce- verksmiðjunum. Að sögn Craig Simcox, yfirflugvélaverkfræð- ings hópsins, sem hér er stadd- ur, er þetta í fyrsta sinn sem þessi gerð hreyfils er reynd í -—Boeing 767-þotur en Boeing 747- þotur hafa einkum verið með þann hreyfil. Simcox sagði að gerðar hefðu verið prófanir í hliðarvindi allt upp að 30 hnútum en aðstæður til slíkra prófana eru óvíða betri en á Keflavíkurflugvelli. Sagði hann að tilraunaflugið hefði gengið mjög vel á þriðjudag en í gær hefði dregið úr vindi og því ekki tekist að ljúka vissum þáttum prófunarinnar. __w Simcox sagði að ísland hefði verið valið með tilliti til veðurfars. Upplýsingar veðurstofa sýndu að á þessum árstíma færi vindur oft upp í 15-30 hnúta hér á landi. Kristinn Halldórsson, forstöðu- maður viðhalds- og verkfræðideild- ar Flugleiða, sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri í fyrsta sinn sem Boeing-verksmiðjurnar gerðu prófanir hér á landi. Hér hefðu verið framkvæmdar prófanir af Fokker-verksmiðjunum og fyrir nokkrum árum hefðu BAe 146-vél British Aerospace-verksmiðjanna og franska skrúfuþotan ATR verið prófaðar á íslandi. Morgunblaðið/Linden Asgeir og Amór í þriðju umferð „Ég er ekki alveg dauður úr öllum æðum ennþá,“ sagði Ásgeir Siguivinsson, knattspyrnumaður, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi eftir að VfB Stuttgart, sem hann leikur með, hafði sigraði sov- éska félagið Zenit frá Leníngrad 5:0 í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu á heimavelli. Asgeir átti stjörnuleik í gærkvöldi; skoraði tvívegis og lagði upp önnur tvö mörk. Á myndinni skorar Ásgeir, sem er lengst til hægri, fyrra mark sitt. Knötturinn sést skjótast á milli varnarmanna. Arnór Guðjohnsen, sem er á innfellda myndinni, og félagar í belgíska liðinu Ánderlecht gerðu góða ferð til Barcelona á Spáni í gær. Þeir töpuðu að vísu 1:2 fyrir heimamönnum, núverandi Evrópumeisturum bikarhafa, en komast áfram þar sem þeir unnu heimaleikinn 2:0. Ásgeir og Amór leika því báðir í þriðju umferð Evrópumótanna. Nánar um Evrópumótin á íþróttasíðum, bls. 49 og 51. Morgunblaðið/Bjarni Lögreglan „klippir“ af óskoðuðum bílum Lögreglan í Reykjavík hóf í gærkvöldi að klippa númeraplötur af bílum sem ekki hafa verið færðir til skoðunar á tilsettum tíma. Lögregian hyggst halda þessum aðgerðum áfram allan þennan mánuð en um 5.000 bílar eru enn óskoðaðir í höfuðborginni. Bifreiðaskoðun íslands hefur látið lögreglunni í té lista yfir óskoðaðar bifreiðir og er sá listi flokkaður eftir götum og pósthverfum borgarinnar. Mikið annríki var hjá starfsmönnum Bifreiðaskoðunar íslands í dag og voru alls 430 bílar skoðaðir. Hefur það aðeins gerst einu sinni áður að fleiri bílar Thafi verið skoðaðir á einum degi. Myndin var tekin að lögreglumönnum að störfum í Vesturbænum í gærkvöldi. Edward Notter, formaður Atlantal-hópsins: Stækkun álversins kostar 37 milljarða EDWARD Notter, einn framkvæmdastjóra Alusuisse, sem er formað- ur Atlantal-hópsins og stýrir þeim þríhliða viðræðum sem fara fram milli fyrirtækjanna um hugsanlega samvinnu um stækkun álversins í Straumsvík, segir að niðurstaða fúndarins í Amsterdam hafi verið sú að allir aðilarnir vildu halda áiiram viðræðum. „Hver aðili fyrir sig vill auðvitað skoða málið mjög grannt, fara yfir útreikninga og möguleika á fjárfestingum," sagði Notter í saintaii við Morgunblaðið í gær. Notter benti á að ekkert gæti talist óeðlilegt við það, þar sem um gífurlega fjármuni væri hér að ræða; áætlanir sýndu að stækkun álversins í Straumsvík myndi kosta um 600 milljónir dollara, eða 87 milljarða króna. „Því samþykktum við í bróðerni að fara með gögn af fundinum í Amsterdam og yfirfara vandlega efnahagsreikninga, áður en við hittumst á nýjan leik þann 4. desember,“ sagði Notter. Hann sagði að um það ríkti einnig sam- komulag að hver aðili fyrir sig gæti kannað samstarfsmöguleika og hagkvæmni, óbundinn af Atlan- tal-hópnum. Notter sagði að viðtal það sem birtist i Financial Times í síðustu viku við aðstoðarforstjóra AIu- suisse, Dr. Theodor Tschopp, hefði verið tekið þann 23. ágúst síðastlið- inn. Það sagði hann skýringuna á þvi að Dr. Tschopp hefði gefið svo afdráttarlausa yfirlýsingu i þá veru að stjórn Alusuisse væri enn langt frá því að gefa grænt ljós á stækk- un álversins í Straumsvík. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að líkurnar á viðræðum um nýtt álver en ekki stækkun í SVO getur farið að fóðurverk- smiðjan Istess hf. á Akureyri þurfi að flytja inn fískimjöl, ef ekki rætist úr loðnuveiðum. Fyriitækið hefur aflað sér upp- lýsinga frá Danmörku varðandi kaup á mjöli þaðan. Endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin, en kaupin gætu orðið Straumsvík hafi frekar aukist en minnkað að hans mati. Hann sagð- ist ráðgera að hitta hvern aðila málsins fyrir sig á næstu vikum. í skoðanakönnun sem Gallup á íslandi hefur gert fyrir Rikisútvarp- ið og birt var í gær kom fram að 54% þeirra sem svöruðu eru hlynnt- ir aukinni áliðju hér á landi, 16% andvígir en 30% hlutlausir eða tóku ekki afstöðu. Fleiri vildu stækkun álversins í Straumsvík en nýtt ál- ver. I úrtakinu voru 850 manns á aldrinum 15-70 ára og fengust svör frá 70%. Sjá viðtal við Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra á bls. 20. nauðsynleg til að unnt verði að balda uppi fóðurframleiðslu fyrir- tækisins. Guðmundur Stefánsson fram- kvæmdastjóri ístess hf. sagðist von- ast til að loðnuveiðar færu að glæðast, svo ekki þurfi að koma til þess að mjöl sé keypt erlendis frá. Sjá nánar á bls. 30. Danskt fiskimjöl keypt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.