Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 Vonlitlir um að Rússar kaupi meira af freðfiski héðan í ár - segir Gylfi Þór Magnússon framkvæmdastjóri hjá SH „VIÐ erum orðnir vonlitlir um hraðfrystihúsanna, í samtali við að Sovétmenn kaupi meira af Morgnnblaðið. Gylfi Þór sagði fi-ystum fiski héðan í ár,“ sagði að reiknað væri með að samn- Gylfi Þór Magnússon, fram- ingaviðræður við Sovétmenn um kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð freðfiskkaup þeirra héðan á Kaupmannahöfh: Málverk Asgríms á 1,5 millj. Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. MÁLVERK eftir íslenska listmálara voru á meðal þeirra sem seld voru á uppboði hjá uppboðsfyrirtæki Arne Bruun Rasmussens í Kaupmannahöfn á þriðjudag „íslenskt landslag“ eftir Ásgrím Jónsson var seld á 170.000 krónur (um 1,5 milljónir ísl. kr.) og var sú upphæð þrefalt hærri en matsverð myndarinnar. Tvær myndir eftir Jóhannes Kjarval voru jafnframt boðnar upp og fengust 20.000 d. kr. fyrir „Uppstillingu með skál og könnu“ og rúmar 70.000 krónur fyrir landslagsmálverk. Að auki voru boðnar upp myndir eftir Guð- mund Einarsson og Svavar Guðna- son. Hæsta verð fékkst fyrir mynd eftir hollenska listmálarann Karel Appel 200.000 d. kr. (1,7 millj. ísl kr.). Uppboðinu var fram haldið í gær en því lýkur í dag, fimmtudag. Alls verða um 700 málverk boðin upp að þessu sinni. næsta ári hæfúst um miðjan þennan mánuð. „Við stefnum á að auka magnið verulega frá þessu ári,“ sagði Gylfi Þór. Fyrirtækið Sovrybflot, sem sér um fiskkaup Sovétmanna, óskaði eftir viðbótarfjárveitingu á þessu ári til kaupa á 5.500 tonnum af frystum fiski frá íslandi. Samið var í nóvember í fyrra um sölu á 9 þúsund tonnum af frystum flökum og 700 tonnum af heilfrystum fiski til Sovétríkjanna, aðallega af karfa, ufsa og grálúðu, fyrir um 20 millj- ónir Bandaríkjadala (um 1,2 millj- arða króna) á þessu ári. Viðskipta- bókun íslands og Sovétríkjanna frá árinu 1985 gerir hins vegar ráð fyrir að Sovétmenn kaupi af okkur 20 þúsund tonn af frystum flökum og 4 þúsund tonn af heilfrystum fiski á ári. Árið 1988 keyptu Sovétmenn svipað magn af frystum fiskafurð- um héðan og í ár en næstu ár á undan keyptu þeir 15-20 þúsund tonn á ári. VEÐUR Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) IDAGkl. 12.00: VEÐURHORFUR íDAG, 2. NÓVEMBER: YFIRLIT í GÆR: Skammt vest-suðvestur af Reykjanesi er 974 mb. lægð sem þokast austur og grynnist , en yfir Grænlandi'er 1014 mb. hæð. I nótt fer að kólna í veðri, fyrst norðvestanlands. SPÁ: Fremur hæg norðaustan- og austanátt. Smá skúrir á annesj- um norðvestan- og noröanlands, en annars staðar úrkomulaust. Hiti 3-7 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG::Fremur hæg norðan- og norðaustanátt. Skúrir eða slydduél norðan og vestanlands en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti 4-5 stig. TÁKN: Heiðskírt a ■Qk Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■j 0 Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur _|_ Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hltl veður Akureyri 3 skýjað Reykjavík 5 skúrlr Bergen 9 þrumuveður Helsinkl 4 þokumóða Kaupmannah. 14 hólfskýjað Narssarssuaq vantar Nuuk vantar Osló 8 skýjað Stokkhólmur 7 alskýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 23 skýjað Amsterdam 13 skýjað Barcelona 22 heiðskírt Berlín 13 þokumóða Chicago 0 heiðsklrt Feneyjar vantar Frankfurt 13 rigning Glasgow 11 skýjað Hamborg 13 hálfskýjað Las Palmas 27 léttskýjað London 13 skýjað Los Angeles 11 léttskýjað Lúxemborg 12 rigning Madrid 20 heiðskírt Malaga 22 léttskýjað Mallorca 22 þokumóða Montreal vantar New York vantar Orlando 18 þokumóða París 14 rigning Róm 20 þokumóða Vln 17 skýjað Washington 10 heiðskirt Winnipeg skýjað Morgunblaðið/Kari Sigurgeirsson Gullið íhaugum Hvammstanga. Rækjubátar frá Hvammstanga hafa sett í góðan afla, nú á nýhafinni innfjarðarvertíð og á myndinni er skipstjórinn á mb. Jóni Kjartan, Dagbjartur M. Jónsson, brosmildur í brúnni enda að koma inn með „ allt fullt af rækju.“ Undanfarið hafa bátar fengið tvisvar um fjögurra tonna dagsafla af „gulli hafsins“. Miðin eru best í „vesturkanti", sem er 2-10 sjómílur norður af Heggstaðanesi. Sjómenn segja, að rækjan sé mjög hrein, þ.e. lítið af loðnu eða smásíld komi með aflanum. - Kari Stór loðna suð- ur af Kolbeinsey TÖLUVERT virðist vera af stórri loðnu suður af Kolbeinsey en erfitt hefur verið að veiða hana, þar sem hún stendur djúpt. Hilm- ir SU, Skarðsvík SH, Albert GK og Kap II. VE fengu samtals nokkur hundruð tonn af frekar smárri hrygningarloðnu við Kol- beinsey í gærmorgun. Hilmir og Harpa RE lönduðu á Siglufirði á mánudag samtals 175 tonnum af blandaðri loðnu sem skipin fengu suður af Kolbeinsey. Mikið var um hnúfubak á loðnu- miðunum á síðustu vertíð og hugs- anlegt er að vanur hvalatalningar- maður leiti að hnúfubak á milli ís- lands og Grænlands úr flugvél Landhelgisgæslunnar, að sögn Jóns B. Jónassonar, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu. Rannsóknaskipið Árni Friðriks- son fór í loðnuleiðangur síðastliðinn fimmtudag. Skipið hefur verið við Vestfirði undanfarna daga og fann þar ársgamla og ókynþroska loðnu. „Við þurfum að líta á allan loðnu- stofninn, ekki einungis veiðanlegu loðnuna," sagði Sveinn Sveinbjörns- son leiðangursstjóri í samtali við Morgunblaðið. Bjarni Sæmundsson, skip Haf- rannsóknastofnunar, átti að fara í loðnuleiðangur í gær, 1. nóvember, en getur hins vegar ekki farið í leiðangurinn fyrr en í fyrsta lagi 10. nóvember, að sögn Vignis Thor- oddsens hjá Hafrannsóknastofnun. Vignir sagði að Bjami Sæmundsson hefði verið í slipp að undanförnu og gat hefði fundist á tank í skip- inu. Hins vegar væri unnið allan sólarhringinn við viðgerðjr á skipinu til að það kæmist sem fyrst í loðnu- leiðangurinn. Hvammstangi: Innbrot í kaupfélagið Hvammstanga. Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn í Kaupfélag Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga og stolið úr búðarkössum og varningi fyr- ir um 150.000 krónur. Málið er í rannsókn. Verksummerki sáust er starfsfólk mætti til vinnu í gær- morgun, gluggi á kaffistofu hafði verið spenntur upp og fót- spor vora á gólfi. Við nánari skoðun kom í ljós að skiptimynt í seðlum hafði verið hirt úr köss- um í kjörbúð ásamt 50 lengjum af vindlingum. Einnig hafði ver- ið farið í byggingarvörudeild og stolið þaðan hljómflutnings- tækjum og skiptimynt úr kassa. Einnig hafði verið reynt að komast í peningaskáp hjá versl- unarstjóra án árangurs. Ekki var farið inn í skrifstofur kaup- félagsins en þær eru á efri hæð hússins. Innbrotið er óupplýst en lög- reglan vinnur að rannsókn málsins. Karl Sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps HÆSTIRÉTTUR hefúr staðfest dóm sakadóms og dæmt 25 ára Reykvíking, Víði Kristjánsson, í 6 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Víðir stakk mann um fertugt með hníf á heimili þess síðarneftida að morgni sunnudagsins 13. nóvember í fyrra. Mennimir tveir hittust seint á laugardagsnótt í miðbæ Reykjavík- ur og bauð sá eldri Víði með sér heim, í íbúð í vesturbæ Reykjavík- ur. Snemma á sunnudagsmorgun urðu mennirnir ósáttir og lagði Víðir til húsráðanda með stórum hníf og stakk hann í kviðarholið vinstra megin, neðan við rifbein. Hlaut hann af mikið sár, enda var hnífsblaðið um 20 sm langt og 4-5 sm breiCt. Húsráðandi gat gert lög- reglu viðvart um klukkan 8 um morguninn, en árásarmaðurinn hafði horfið á brott eftir verknað- inn. Lögreglan hafði upp á honum síðdegis á sunnudag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 15. nóvem- ber á síðasta ári. Hæstiréttur hefur nú staðfest dóm undirréttar um sex ára fangelsi og kemur gæsluvarð- hald mannsins til frádráttar refs- ingu. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.