Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 4 Ferðamálanám er svarið Ef þú hefur áhuga á störfum tengdum ferðamannaþjónustu hér heima eða erlendis, getur ferðamálanám opnað þér nýjar leiðir. Ferðamálanám gefur möguleika á fjölbreyttum störf- um, þar sem þú færð svalað ævin- týraþrá og kynnist nýju fólki á hverj- um degi. Meðal námsgreina: Starfsemi ferða- skrifstofa, erlendir og innlendir ferða- mannastaðir, tungumál, rekstur fyrirtækja í ferða- mannaþjónustu, flugmálasvið og heimsóknir í fyrirtæki Námið er 176 klst. og stendur yfir í 11 vikur. Kenn- arar á námskeiðinu hafa allir mikla reynslu á sviði ferða- mála. Láttu drauminn rætast. Hafðu samband við okkur hjá Málaskólanum og fáðu sendan bækling. U^JU Málaskólinn BORGARTÚNI 2 4, SÍMI 62 66 55 Innritun stendur yfir Lögfi*æðingar vefengja fiill- yrðingar Ríkisendurskoðunar Forsetar Alþingis hafa óskað skýrslu Lagastoftiunar um málið LÖGFRÆÐINGARNIR Tryggvi Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson, settur prófessor, komast að þeirri niðurstöðu í lögfræðilegri álitsgerð að fullyrðingar Ríkisendurskoðunar um að tvær reglugerðir Jóns Helga- sonar landbúnaðarráðherra frá árinu 1987 eigi sér ekki lagastoð, stand- ist ekki. Samkvæmt þessum reglugerðum var fullvirðisrétti úthlutað aukalega til bænda og hélt Ríkisendurskoðun því fram í skýrslu, sem út kom í apríl síðastliðnum, að sú úthlutun væri umfram búvörulög og að ríkissjóður væri ekki greiðsluskyldur vegna hennar. Lögfræðingarn- ir sömdu álitsgerð sína fyrir Stéttarsamband bænda, Framleiðsluráð landbúnaðarins og Landssamtök sláturleyfishafa. Forsetar Alþingis hafa óskað eftir álitsgerð frá Lagastofiiun Háskólans um það, hvort fullyrðingar Ríkisendurskoðunar séu réttar, og jafhframt um það hvort hlutverk sto&iunarinnar sé að kveða upp úr um það hvort reglu- gerðir eigi stoð í lögum. Lögfræðingamir segja að reglu- gerðirnar tvær, sem eru númer 157 og 443/1987, hafi gilt um fullvirðis- rétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárin 1987-1989 án breyt- inga og dómstólar hafi ekki hnekkt gildi þeirra. Alit Ríkisendurskoðunar um lagagildi þeirrá hafi enga þýð- ingu að lögum og geti alls ekki ve- reið grundvöllur þess að ríkissjóður synji fyrir greiðsluskyldu sína sam- kvæmt ákvæðum þeirra. Lögfræðingarnir telja að land- búnaðarráðherra hafi ótvírætt haft heimild til setningar og þær hafi efnislega verið innan þeirra marka sem búvörulög setji. „Ákvæði búvör- ulaga stóðu því ekki í vegi, að land- búnaðarráðherra væri með reglugerð heimilt að úthluta allt að 13.500 ærgildisafurða fullvirðisrétti umfram magntölur búvörusamnings, og á þeim tíma, sem reglugerð nr. 157/1989 var gefin út, voru gerðar fullnægjandi ráðstafanir til þess að afla fjár til þess að mæta skuldbind- ingum af því tilefni. Að því marki, sem á þennan fullvirðisrétt reyndi á gildistíma reglugerðar nr. 443/1987, vereður að telja, að þar hafi verið um að ræða ráðstöfun á fullvirðis- rétti, sem rúmaðist innan 9. greinar MITSUBISHI PAJERO 1990 BÍLL FRA HEKLU BORGAR SIG IhIHEKLAHF * k ‘Laugavegi 170-174 Simi 695500 VERÐ FRA KR. 1.757.000 (stuttur) 2.1 57.000 (langur) búvörusamningsins frá 20. marz 1987,“ segir í álitsgerðinni. Lögfræðingarnir segja ekki ákvæði að finna í búvörulögunum eða öðrum lögum, sem mæli fyrir um það magn sem landbúnaðarráð- herra sé heimilt að semja um við Stéttarsamband bænda. Þá sé ríkis- valdinu skylt að tryggja samkvæmt búvörulögum að staðið verði við samninga um umsamið magn. Ríkissjóður er ótvírætt greiðslu- skyldur vegna verðábyrgðar á full- virðisréttinum, sem Jón Helgason úthlutaði með umræddum reglugerð- um, að mati lögfræðinganna. „Ríkis- sjóður hefur þegar með aukaijárveit- ingu innt af hendi greiðslur vegna reglugerðar nr. 157/1987, án fyrir- vara, og verður því ekki séð, að grundvöllur sé fyrir hendi til þess að endurkrelja viðtakendur um þær greiðlsur. Þá teljum við engan veginn útilokað, að jafnvel þótt dómstólar kæmust að þeirri niðurstöðu, að umrædd ákvæði reglugerðanna hafi ekki átt lagastoð, sé ríkisvaldið samt sem áður greiðsluskylt vegna full- virðisréttar, sem þegar hefur verið úthlutað," segir í álitsgerðinni. Framleiðandi, sem í réttmætu trausti þess að reglurnar standist að lögum ag hagað hefur framleiðslu sinni í samræmi við þær, biði íjártjón við greiðslusynjun ríkisvaldsins, og það fjártjón ætti hann að okkar mati að geta fengið bætt hjá ríkis- sjóði, annað hvort á grundvelli al- mennra reglna um bótaábyrgð hins opinbera vegna mistaka við fram- kvæmd opinberrar stjórnsýslu eða grundvelli reglna um eignarnáms- bætur.“ Lögfræðingarnir fallast aukin- heldur ekki á það álit Ríkisendur- skoðunar að megintilgangur með setningu búvörulaga hafi verið að draga úr framleiðslu búvara í áföng- um þar til hún nægi sem næst inn- lendri neyzluþörf, heldur sé tilgangur laganna skýrðu svo að aðlaga beri framleiðsluna að tiltækum mörkuð- um og því sé gagngert gert ráð fyr- ir ákveðinni umframframleiðslu. Þá sé heldur ekki hægt að fallast á þá skoðun Ríkisendurskoðunar að ákvæði í VII. kafla búvörulaga séu óskýr um grundvallaratriði fram- leiðslustjórnunarinnar og að óljóst sé með hvaða hætti eigi að ákvarða fullvirðisrétt svæða og einstakra framleiðenda. „Þá verður ekki talið að löggjafninn hafi viið setningu reglna um framleiðslustjórnun bú- vöru í víðtækara mæli en við setn- ingu reglna um stjórnun fiskveiða framselt vald sitt til framkvæmdar- valdshafa," segja þeir Tryggvi Gunn- arsson og Þorgeir Örlygsson. Að sögn Guðrúnar Helgadóttur, forseta sameinaðs þings, hafa forset- ar þingsins óskað álitsgerðar Laga- stofnunar Háskólans um réttmæti fullyrðinga Ríkisendurskoðunar og ýmis atriði í samskiptum þings og Ríkisendurskoðunar. Von var á skýrslunni í september að sögn Guð- rúnar, en dráttur hefur orðið á því að hún sé tilbúin. Guðrún segir að þingforsetar vilji bíða.með að tjá sig um álitsgerð tvímenninganna þar til þeir fái hitt álitið í hendur. Halldór V. Sigurðsson ríkisendur- skoðandi segir að Ríkisendurskoðun ætli að láta gera faglega úttekt á báðum fyrrnefndum greinargerðum. Lögfræðingur stofnunarinnar hafi álitsgerð Tryggva og Þorkels þegar til meðferðar. Verðlagsráð sjávarút- vegsins verði lagt niður AÐALFUNDUR skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar, hald- inn á Isafirði 22. október síðastliðinn, krefst þess að Verðlagsráð sjávarútvegsins verði lagt niður hið fyrsta. Fundurinn beinir því til Alþingis meðalverði á þeim. Fundurinn telur að sett verði lög, sem ákveði að öll að einungis fijáls verðlagning geti sala sjávarfangs skuli fara fram um komið í veg fyrir þá óþolandi mis- fiskmarkaði eða á verði sem tengist munun sem er á kjörum sjómanna. Ríkisendurskoðun telur aukaúthlutun á fullvirðisrétti án lagastoða: appelsín - að sjálfsögðu. GULUR, RAUÐUR, GRÆNN OG BLÁR gerður af meistara höndum Allir þekkja EGILS-appelsínið eina og sanna, þetta með bláu röndunum. En EGILL hugsar líka um þá sem forðast sykurinn. EGILS Diet-appelsín er drykkurinn þeirra, þetta með grænu röndunum. YDDA F5.43/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.