Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIB FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 íslenska hljómsveitin: Starfsárið hefst með tónleikum í Gerðubergi FYRSTU tónleikar íslensku hljómsveitarinnar á níunda starfsári verða haldnir í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi sunnudaginn 5. nóvember næst- komandi og heQast kl. 16. Á Guðmundur Emilsson. Yfírlitssýningu á verkum Jóns Stefánssonar í Listasafhi íslands lýkur næstkomandi sunnudag 5. nóvember og verð- ur hún ekki framlengd. efnisskránni eru þrjú tónverk: Kristallar fyrir kammersveit eftir Pál. P. Pálsson, Oktett í Es-dúr op. 103 fyrir blásturs- hljóðfæri eftir Ludwig van Beet- hoven og Sinfóníetta op. 1 fyrir Páll P. Pálsson því að nokkur þúsund manns til viðbótar sjái sýninguna áður en henni lýkur á sunnudaginn. Fiskiþing: kammerhljómsveit eftir Benj- amin Britten. Kristallar Páls P. Pálssonar voru samdir árið 1970. Verkið vakti verulega athygli og þótti marka tímamót á tónsmíðaferli Páls. í því kristallast þær ólíku tónsmíða- aðferðir sem tónskáld beittu og deildu um á þessum árum, jafnt ströng raðtækni, tilviljanastíll (ale- atoría) sem gamla dúr/moll kerfið. Höfundurinn, Páll P. Pálsson, stjórnar flutningi verksins. Oktett hins unga Beethovens 1792 þótti taka flestu fram sem samið hafði verið af stofutónlist. Þá er mikið sagt því á meðal ann- arra tónskálda Vínarborgar á síðari hluta átjándu aldar voru virtir meistarar eins og Haydn og Mozart sem báðir höfðu verið ötulir á sviði stofutónlistar. Vinsældir oktettsins ullu því að Beethoven umritaði hann fyrir allmarga ólíka hljóðfærahópa, m.a. fyrir sfcrengi. Benjamin Britten var aðeins 19 ára að aldri þegar hann samdi Sin- fóníettu op. 1 (1932). Verkið er sannkallaður forboði glæsilegs tónsmíðaferils Brittens; hér er ung- ur völundur að verki sem auðheyri- lega gjörþekkir tónsmíðatækni gömlu meistaranna, ekki sísfc vinnu- brögð rómantískra tónskálda og impressjónista, og eykur óhikað við þau bæði hvað hljómasambönd og tónblæ varðar. Guðmundur Emils- son stjórnar flutningi verksins. Yfirlitssýningu Jóns Stefánssonar að ljúka Dansahöfúndarnir Qórir, Ingólfur Björn Sigurðsson, Lára Stefáns- dóttir, Hany Hadaya og Sylvia Von Kospoth. Pars pro toto-flögur dansverk flutt í Iðnó SYNINGIN „Pars pro toto-fjögur dansverk", verður firumsýnd í Iðnó föstudaginn 3. nóvember. Að sýningunni standa félagar úr íslenska dansflokknum auk fleiri. I fréttatilkynnngu segir, að verkin fjögur séu eftir fjóra höfunda, sem hafi ólíkan bakgrunn. Markmið þess- arar sýningar sé að fanga ólíka strauma nútímadansins í sjálfstæð verk, sern myndi heild. Fyrsta verk- ið „Orante ’89“, við.tónlist Sofíu Gubaidulina, er eftir Sylviu Von Kospoth, sem kemur sérstaklega frá Hollandi sem gestur sýningarinnar. Annað verkið er „Laus festa“ eftir Ingólf Björn Sigurðsson, við hljóð- verk Páls Sveins Guðmundssonar, þá verður flutt verkið „Vera“ eftir Láru Stefánsdóttur við tónlist John Speights og loks „Saga úr Eden“ eftir Hany Hadaya við tónlist frá miðöldum, eftir Oswald Von Wolken- stein og fleiri. Dansarar í sýningunni eru Auður Bjarnadóttir, Birgitta Heide, Friðrik Thorarensen, Björgvin Friðriksson, Helga Bernhard, Hany Hadaya, Guðmunda Jóhannesdóttir, Katrín Þórarinsdóttir, Ingólfur Bjöm Sig- urðsson, Lilja Ingvarsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Margrét Gísladóttir og Ólafía Bjarnleifsdóttir. Einnig koma fram Árni Pétur Guðjónsson, leikari og hljóðfæraleikaramir Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Richard Kom og Óskar Ingólfsson. Hönnun búninga og leikmynda er í höndum Ragnhildar Stefánsdóttur og Friðriks Weisshappel, Önnu Þ. Guðjónsdótturj Ásdísar Guðjóns- dóttur og Ólafar Ingólfsdóttur. 'Sveinn Benediktsson hannaði lýs- ingu og framkvæmdastjóri sýningar- innar er Bryndís Halldórsdóttir. Sýningar verða alls tíu og lýkur þeim 25. nóvember. Fjórfalt dýrara að sækja grá- lúðuna að austan en vestan Listasafn íslands er opið alla daga, nema mánudaga klukkan 11-17 og er veitingastofa safnsins opin á sama tíma. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um sýninguna fer fram í fylgd sérfræðings sunnudaginn 5. nóvember klukkan 15. Sýningin á verkum Jóns Stef- ánssonar hefur vakið mikla at- hygli og fáar sýningar Listasafns- ins hafa hlotið jafn mikla aðsókn. Nú hafa um 20 þúsund manns séð sýninguna. Miðað við venjulega aðsókn að sýningum má búast við OLÍUKOSTNAÐUR við grá- lúðuveiðar frá AusfcQörðum er fjórfalt meiri, en við veiðar frá VestQörðum, sé miðað við sömu afíaheimildir og siglingu frá heimahöfn á miðin og til baka. Fjóra sólarhinga tekur sigling fram og til baka frá Austfjörðum en sólarhring að vestan. Þetta er niðurstaða fjórðungsþings fískideildanna á VestQörðum. Miðað er við aflaheimildir 11 togara upp á 4.886 tonn. 846.000 lítra af olíu, sem kosta 10,6 millj- ónir króna, krefst sókn á grá- lúðumiðin að austan, en 216.000 lítra fyrir 2,6 milljónir sé sótt að vestan. Þessar upplýsingar voru lagðar fram á Fiskiþingi, sem nú stendur yfir og í samþykkt Vestfirðinganna segir svo: „Oft hefur verið fullyrt á undanfömum árum að kvóta- kerfi í sjávarútvegi sé þjóðhags- lega hagkvæmt. Útdeiling grá- lúðukvóta fyrir árið 1989 afsannar þessa fullyrðingu. Veiðum, sem Vestfirðingar, Norðlendingar og nokkrir Vestlendingar höfðu stundað í áraraðir, var útdeilt til allra landsmanna," segir í saman- tekt Vestfirðinganna. Síðan ertek- ið dæmi um aukin útgjöld við að sækja grálúðuaflann eftir útdeil- inguna og reiknaður olíukostnaður Austfjarðatogara á hvert veitt grá- lúðukíló annars vegar og hins veg- ar sambærilegur kostnaður togara, væru þeir gerðir út frá Vestfjörð- um með sömu aflaheimildir. Tekn- ir eru inn í dæmið 11 togarar af Austfjörðum, en aflaheimildir þeirra í grálúðu á þessu ári námu 4.866 tonnum. Grálúðuafli þeirra árið áður var 691 tonn. Olíukostn- aður Austfjarðatogaranna á hvert veitt kíló er 2,17 krónur á kíló en V estfj arðatogaranna 54 aurar. Olíukostnaðurinn samkvæmt þessu er fjórum sinnum meiri við veiðar togaranna að austan en væru þeir gerðir út að vestan. Þá benda Vestfirðingar á annan kostnað, svo sem veiðarfæri og segja að út frá þessu dæmi megi síðan álykta hve mikið það kostaði Vestfirðinga að sækja karfa suður og austur fyrir land. í ljósi þessa leggja Vestfirðingar til að tekin verði upp svæðaskipt- ing fyrir grálúðuveiðar í sóknar- marki fyrir komandi ár. Verði svæðin austur- og vestursvæði, skorin um Reykjanesvita og Rauð- anúp og verði sóknarmarksheim- ildir mismunandi eftir svæðum í samræmi við aflareynslu fyrri ára. Vestfirðingar telja að grálúðuút- hlutun fyrir þetta ár hafi leitt til mikillar mismununar. Því til sönn- unar benda þeir á að aflaheimildir Sunnlendinga í ár séu meira en fjórfalt meiri en afli þeirra árið 1988 og heimildir Austfírðinga rúmlega tvöfalt meiri en aflinn. Á sama hátt séu aflheimildir Reyk- nesinga skertar um fjórðung og heimildir Vestfirðinga og Norður- lands vestra um 14%. Líkur á viðræðum um nýtt álver hafa aukist Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra: JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, átti fíind með helstu ráða- mönnum Alusuisse, í Zurich í Sviss í gær, þar sem hann ræddi við þá um möguleikana á stækkun álversins í Straumsvík. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að á daginn hefði komið að athugun þessa máls tæki lengri tíma, en ætlað hefði verið, en fyrir lægi að aðilamir þrír í Atlantalhópnum, Alusuisse, sænska fyrirtækið Gránges Aluminium og hollenska fyrirtækið Alumined Beheer ætluðu að halda áfram viðræðum um sam- starf, þótt að tvö síðastnefndu fyrirtækin vildu jalhframt taka á ný til skoðunar byggingu á nýju álveri, án samstarfs við Alusuisse. „Lfkurnar á viðræðum um nýtfc álver, en ekki stækkun í Straumsvík hafa frekar aukist en minnkað. En ég tek það fram að allir þrír aðilarnir að Atlantal- hópnum halda áfram málinu. Þetta dregst á langinn vegna þess að félögin þrjú fundu ekki sameiginlega niðurstöðu um kostnaðáætlun vegna tengingar stækkunarinnar við ÍSAL. Það hefur komið í ljós að aðilunum finnst að sú hagkvæmni, sem þeir væntu af samrekstri og teng- inu við aðstöðuna sem fyrir er, hafi ekki reynst sú sem þeir hafi ætlað,“ sagði iðnaðarráðherra. Ráðherra var spurður hvort hann teldi að afstaða Svíanna og Hol- lendinganna mótaðist af því að þeir væru að reyna að fá Alusu- isse til þess að verðleggja þá að- stöðu sem fyrir er í Straumsvík ódýrar: „Ég ætla ekkert að full- yrða um það, en það er auðvitað partur af málinu. Ég held þó að aðalskýringin sé sú að menn séu ekki sáttir við áætlanir um kostn- að við nauðsynlegar viðbótar- framkvæmdir og fyrirkomulag, sem Alusuisse kynnti hinum aðil- unum nýverið á fundinum í Amst- erdam,“ sagði Jón. Iðnaðarráðherra sagði að næsti fundur Atlantalhópsins hefði ver- ið ákveðinn þann 4. desember næstkomandi. „Upp úr þeim fundi mun ég knýja á um að fram komi ný yfirlýsing um vilja til framhaldsviðræðna, með eigin- lega samninga fyrir augum,“ sagði ráðherra. Hann sagðist ráð- gera á næstu vikum að hitta hvern aðila fyrir sig, til þess að geta metið það sjálfur hvemig hver og einn stæði að þessum viðræðum. í næstu viku yrði hann á fundi með Aronson, forstjóra Granges í Stokkhólmi og hann ætti von á því að fulltrúar Alum- ined Beheer kæmu til íslands upp úr 20. þessa mánaðar. Grálúðuafli og veiðiheimildir skipa eftir landshlutum. 1986—1988 er afli og 1989 veiðiheimildir. 1986 1987 1988 1989 88-89 +/- % Suðurland 1.137 1.346 1.135 4.592 +3.457 304 Reykjanes 7.268 10.587 14.672 10.989 -3.683 25 Vesturland 2.409 2.636 3.138 3.390 + 252 8 Vestfirðir 7.466 9.882 10.470 9.005 -1.465 14 Norðurland v. 3.597 6.475 5.840 5.018 - 822’ 14 Norðurland e. 6.371 10.052 10.968 11.968 + 460 4 Austfirðir Samtals: 2.510 30.546 2.815 43.793 2.258 48.481 5.534 49.956 +3.276 145

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.