Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 2. NÓVEMBER 1989 |5 A Islandsbanki hefiir augastað á Húsi verslunarinnar: 14,99% hlutur VR í húsinu ekki til sölu Kaup á húsi VÍS við Ármúla ekki lengur inn í myndinni HÚS verslunarinnar í Kringlunni er einii þeirra kosta sem forsvars- menn íslandsbanka hafa verið að skoða sem mögulegar höfuðstövar bankans. Fleiri möguleikar eru í athugun og er ekki hægt að segja að einn sé líklegri en annar, að sögn Vajs Valssonar, bankastjóra. Húsnæði Vátryggingafélags íslands við Armúlann var einn þeirra möguleika sem hefur verið athugaður, en er ekki lengur inn í mynd- inni að sögn Vals. „Einn þeirra kosta sem við höfum verið að skoða er Hús verslunarinn- ar, meðal annars af því að Verzlun- arbanki íslands á fyrir 30% húss- ins. Við höfum kannað á hvern hátt við gætum best nýtt okkur það og hvoi-t meira pláss væri til reiðu þar. Það mál er í athugun," sagði Valur. Hann sagði að þessi möguleiki væri skoðaður til jafns við aðra, en ekki væri hægt að upplýsa um þá kosti að svo stöddu. Hann sagði að þessum athugunum hefðu ekki ver- ið sett ákveðin tímamörk, niður- staða þyrfti ekki að liggja fyrir um áramót þegar bankarnir sameinast, en best væri að þetta skýrðist sem fyrst. Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, en félagið á 14,99% í Húsi verslunarinnar, hefur ekki hugsað sér að að selja sinn hlut í húsinu, að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, formanns VR. „Hins vegar höfuni við ekki lokað fyrir viðræður við íslandsbanka um þetta erindi með tilliti til byggingarréttar á lóðinni við hliðina, sem Hús versl- unarinnar hefur fengið úthlutað," sagði Magnús ennfremur. Hann sagði að að VR hefði áhuga á því að íslandsbanki hefði tengsl við Hús verslunarinnar, eins og Verzlunar- bankinn hefði haft til þessa. Meðalævilengd Is- lendinga lækkar Meðalævilengd íslenskra karla 1987-’88 var 74,5 ár en meðalævi- lengd kvenna á sama tímabili var 79,7 ár. Meðalævilengd karla hef- ur hækkað úr 71,6 árum í 74,5 ár frá 1971-1988 og meðalævilengd kvenna hefur hækkað úr 77,5 árum í 79,7 ár á sama tímabili. Þetta kemur fram í septemberheíl Hagtíðinda sem Hagstofa Islands gefúr út. Þar kemur jafnframt fram að meðalævilengd karla hefur lækkað úr 75,1 ári 1986-’87 í 74,5 ár 1987-’88. Meðalævilengd kvenna hefur lækkað úr 80,3 árum 1985-’86 í 79,7 ár 1987-’88. Meðalævilengd íslendinga lækk- aði vegna óvenjuhárrar dánartíðni af völdum öndunarfærasjúkdóma, lungnabólgu og inflúensu. Með Veröld til Amsterdam á einstöku tilboðsverði í nóvember og desember Sérstakur samningur Veraldar við Crest hótelkeðjuna í Amsterdam gerir okkur nú kleift að bjóða borgarpakka á frábæru verði til þessarar heillandi borgar. Amsterdam er nú einn vinsæl- asti áfangastaður Islendinga í útlöndum enda frábær heim að sækja. Valkostirnir eru enda- lausir: Glæsileg verslunarhverfi, fjölskrúðugt listalíf og veitinga- hús úr öllum heimshornum. fmmmsiðii Austurstræti 17, sími 622200 og Kirkjutorgi 4, Sími 622011 Ferðamiðstöðin Veröld hefur nú sent þúsundir ís- lendinga til Amstcrdam í ár og vegna sérstakra við- skiptakjara okkar getum við nú boðið farþegum okkar gæðahótel á einstöku verói. Rembrant Crest, Schillcr Crest eða Doelen Crest. Og auðvitað öll hin hótelin: Amsterdam Klassik, frábært nýtt hótel á miðju Dam-torginu, Pulitzer eða Krasnapolskv. IN Kuldafatnaður á góðu verði hjá Ellingsen Nokkur dæmi um úrvatíð: Hlýjar enskar nylonúlpur með loðkanti í skærgulum öryggislit. Henta þeim sem þurfa að sjást öryggisins vegna. Stroff á ermum og hægt að þrengja í mittið, margir vasar og þægileg hetta. Kr. 4.650,- Hlýjar enskar nylonúlpur, dökkbláar með loðkanti. Stroff á ermum og hægt að þrengja í mittið, margirvas- ar og þægileg hetta. Kr. 4.650,- Norsku Stil ullarnærfötin. Dæmi um verð: Barnabuxur st. 10-12 kr. 1.275- Dömubuxur kr. 1.610— Herrabuxur kr. 1,946— Langermabollr kr. 1.998- Barna langermabolir st. 10-12 kr. 1.398- Norsku Stil ullarnærfötin eru nú fáanleg tvöföld, þ.e. fóðruð með mjúku 100% Dacron efni. Dæmi um verð: Dömubuxur kr. 1.694—. herrabuxur kr. 2.040- og bolir kr. 2.247-. Barnastærðir eru væntan- legar. fslensku nærfötin frá Fínull úr 100% angóruull. Einnig heilsunærföt úr sama efni sem halda hita á hluta líkamans hverju sinni. Dæmi um verð: Herrabuxur kr. 2.818-. mittisskjól kr. 1.500-. axlaskjól kr. 1.230— og hnéskjól kr. 1.070- SENDUM UM ALLT LAND Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.