Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989
47~
VELNAKANDI
SVARiR í SÍMA
691282KL. 10-12
FRÁ NÁNUDEGI
TIL FCSTUDAGS
Menning’in, taprekstur-
inn og Evrópubandalagið
Njáll Arason skrifar:
í ágætu Reykjavíkurbréfi í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins þann 29.
október er vikið að afstöðu íslend-
inga til Evrópubandalagsins. Höf-
undurinn fjallar um nokkrar hugs-
anlegar skýringar á þeirri stað-
reynd, sem fram kemur í nýlegri
könnun, að stór hópur íslendinga
vill að landið sæki um aðild að band-
alaginu og því að stuðningur við
aðild er mestur meðal ungs fólks.
Höfundurinn leiðir hins vegar ekki
hugann að þeim möguleika að stór
hluti landsmanna geti fyllilega sætt
sig við að íslendingar geri það sama
og aðildarríkin 12 og játist undir
yfirþjóðlegt vald að nokkru leyti.
Alltjent má færa gild rök fyrir því
að íslenskir stjórnmálamenn fái
engan veginn ráðið við hlutyerk
sitt. Nýjasta efnahagskreppan, sem
er heimatilbúin, sannar þetta raun-
ar ágætlega en flestir munu geta
verið sammála um að óstjórnin und-
anfarin 20 ár hafi verið með algjör-
um ólíkindum. Vera kann að um-
talsverður hluti íslendinga líti svo
á að ef til vili verði unnt að lifa í
þessu ágæta landi okkar í framtí-
ðinni verði hæfir menn fengnir til
að stjórna ýmsum þáttum efna-
hagslífsins þannig að það verði eitt-
hvað í líkingu við það sem tíðkast
meðal þróaðra og sæmilega siðaðra
þjóða.
í fyrrnefndri könnun kemur fram
að mjög mikill meirihluti þjóðarinn-
ar hefur skoðun á því hvort sækja
beri um aðild og hvort leyfa beri
útlendingum að stunda veiðar innan
íslenskrar fiskveiðilögsögu en sú
krafa mun hafa komið fram af
hálfu Evrópubandalagsins. Hins
vegar kemur einnig fram að mikill
meirihluti þjóðarinnar veit alls ekki
neitt um bandalagið eða Fríversl-
unarsamtök Evrópu sem íslending-
ar tilheyra. Þekkingarleysi bók-
menntaþjóðarinnar upplýstu og ein-
stöku hefur sjaidan verið afhjúpað
með jafn eftirminnilegum hætti. Þá
sætir það furðu að einungis 11 pró-
sent aðspurðra geta hugsað sér að
leyfa útlendingum að stunda veiðar
innan íslenskrar fiskveiðilögsögu
ekki síst sökum þess að taprekstur
hefur v.erið á útgerð og frystingu
svo lengi sem elstu menn muna.
Þessum taprekstri hefur alþýðu
manna á Islandi verið gert að
standa undir. Svo virðist sem sam-
staða hafi myndast um það í þjóðfé-
laginu að það ógni ekki aðeins hags-.
munum þjóðarinnar heldur einnig
tilveru hennar verði breyting þar
á. Á sama tíma virðast menn algjör-
lega hafa gleymt að leiða hugann
að þeim stórkostlegu möguleikum
sem bjóðast með aðild að svo
öflugri ríkjaheild á sviði atvinnu-
mála, lista, mennta og menningar.
Ferðamenn!
Vinsamlegast gangið vel um neyðarskýli Slysavarnarfélagsins.
Notið ekki búnað þess nema nauðsyn krefur. Öll óþörf dvöl í skýlun-
um eru óheimil.
iS&'-- AA
ArA
*
$
&
Kl. 40.750,- Styi.
Þráðlaus fjarstýring
Rafeindastýrð sjálfleitun
Stfirir hátalarar
Mikil myndgæði
Við fengum takmarkað magn ó þessu fróbæra verði.
Verð óður kr. 49.900 - nú kr. 40.750 staðgreitt.
Otborgun kr. 5.000
og síðan kr. 5.000 á mánuði
Einar Farestveit&Co.hf.
BORQARTVIN 28, SÍMAR: (91) 1699S OO 822900 - HAO BÍLA8TÆÐI
Bakveildr og gi^lieikir bylla sér
oftar í rúminu hverja nótt og hafa órólegri svefn en þeir
sem eru verkjalausir í skrokknum. Samt sýna rannsóknir
að heilbrigð manneskja snýr sér 60-80 sinnum í svefni
hverja nótt. Stífir hálsliðir, verkir í gömlum meiðslum,
verkir í liðamótum og vöðvum, og annað slíkt eykur
vanlíðan í svefni sem hugsanlegt er að laga mikið með
góðri dýnu.
Kannast þú við það að vákna á morgnana einhvern-
veginn ónóg(ur) sjálfri(um) þér, stirð(ur), já þreytt(ur)
eftir 7-8 tíma svefn og þurfa tvo kaffibolla minnst til að
koma þér í gang? Eða ertu kannski búin(n) að gleyma
því hvað það er að líða vel í skrokknum?
I Húsgagnahöllinni er sérstök útstilling fyrir þá sem vilja
gera eitthvað í þessum málum. Þar getur þú séð hvernig
dýnurnar eru byggðar upp mismunandi stífar og mismun-
andi mjúkar og þar getur þú valið þér dýnu og skipt við
pkkur þangað til þú finnur dýnuna sem þér líður best á.
í samanburði við margt annað sem við þurfum að kaupa
í búið okkar er ódýrt að láta eftir sér það besta sem völ er
á í rúmdýnum. Þannig kostar hjónasett iðulega minna
en einn hægindastóll.
Við höfum upplýsingar um það frá Norðurlöndum að
sala á vatnsdýnum hefur hrunið, t.d. í Danmörku, en
sala á sænsku fjaðradýnunum, sem við eigum fullkomið
úrval af, frá SCAPA hefur meira en tvöfaldast á þessu ári.
Vertu góð(ur) við sjálfa(n) þig og gefðu þér gjöf sem gef-
ur þér til baka góðan væran svefn.
Fáóu þér
Iv-
:v
|^iS!!»»!
dfnu!
&M
Húsgagna*höllin
REYKJAVÍK