Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989 Noregur: Utanríkisráðherra verður á í messunni Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. KJELL Magne Bondevik, nýjum utanríkisráðherra í Noregi, hefur heldur betur orðið á í messunni. Fyrir nokkrum dögum boðaði hann breytta stefnu norskra stjórnvalda til PLO, Frelsissamtaka Pa- lestínu, en þegar fulltrúar samstarfsflokkanna höfðu tekið liann til bæna féll hann frá öllu saman. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur meðal annars af trúarlegum ástæð- um ávallt verið hlynntur ísraelum og formaður hans og núverandi utanríkisráðherra er þar engin und- antekning á. Á þingi alþýðusam- bandsins í síðustu viku neitaði Bondevik að taka á móti fulltrúa PLO, sem boðið hafði verið til þings- ins, og sagði, að stefna stjórnvalda til samtakanna væri nú önnur en áður. Margir þingmenn og aðrir frammámenn í Hægriflokknum og Miðflokknum, sámstarfsflokkum Kristilega þjóðarflokksins í stjórn, Bhutto stóð af sér vantrauststillögu Islamabad. Reuter. TILLAGA um vantraust á Benaz- ir Bhutto, forsætisráðherra Pa- kistans, var naumlega felld á þingi landsins í gær. Að atkvæða- greiðslu lokinni hét Bhutto því að athuga hvað betur mætti fara Sovétríkin: Kolaverk- fall við Donetsk Moskvu. Reutcr. NÁMAMENN á Donetsk-kola- vinnslusvæðinu í Úkrainu í Sov- étríkjunum efndu til tveggja stunda verkfalls í "gær til þess að leggja áherslu á kröfúr um hærri lífeyrisgreiðslur og fleiri frídaga. Verkfallið náði til svo til allra náma á svæðinu, en þær eru 28 að tölu. Um er að ræða stærsta kolavinnslusvæði Sovétríkjanna. I fyrradag ákváðu leiðtogar námumanna á Donetsk-svæðinu að fara ekki í allsheijarverkfall á borð við það sem lamaði kolagröft þar í júlí-mánuði. Hermt er að námamenn greini verulega á í af- stöðunni til verkfallsaðgerða. Valentín Bazílevskíj, talsmaður kolanámumanna á Donetsk-svæð- inu, gaf til kynna í gær að von væri á framhaldsáðgerðum. Hann sagði að teknar yrðu ákvarðanir í dag um hugsanlegar framhaldsað- gerðir. Samkvæmt nýjum lögum eru kolaverkföll bönnuð í Sov- étríkjunum. Hermt er að verkfall haldi áfram í einni námu af 13 við borg- ina Vorkuta í Síberíu. Hefur verk- fall því staðið þar i átta daga. Vinna var lögð niður í einni námu þar í gær og starfsmenn þeirrar þriðju lesta ekki flutningavagna og berast þvi engin kol þaðan. í stjórn lands- ins. 107 þingmenn greiddu van- trauststillögunni atkvæði en 125 sátu hjá og af- stýrðu þannig falli ríkisstjórnar Bhutto. Bhutto sagði að atkvæða- greiðslunni lokinni að hún hefði þegar hafið viðræður við hófsamari arm stjórnarandstöðunnar um þátt- töku í ríkisstjórninni. Öfgafulli arm- ur stjórnarandstöðunnar eru að hennar mati fyrrum fylgismenn Zhia ul-Haqs heitins hershöfðingja og leiðtoga landsins. Þeir bára fram vantrauststillöguna í síðustu viku og þóttust eiga stuðning 18 stjórn- arsinna vísan. Stjórnarsinnunum snerist hins vegar hugur og það varð'Tlhutto til bjargar að mati stjórnmálaskýrenda. Benazir Bhutto er 36 ára gömul og á nú von öðru barni sínu. mótmæltu þessu hástöfum og brátt kom í ljós, að stefnubreytingin hafði aðeins átt sér stað hjá Bondevik sjálfum. í fyrrakvöld varð hann svo að ganga undir það jarðarmen að viðurkenna, að „aðalatriðin í stefnu norskra stjórnvalda í málefnum Miðausturlanda eru óbreytt". Til að fylgja yfirlýsingunni eftir tók Bondevik í gær á móti fulltrúa 'PLO í Noregi, Omar Kitmitto, og bauð honum upp á marsipanbrauð og karamellur. Voru báðir hinir ánægðustu með fundinn. Það hefur annars ekki farið fram hjá neinum, að nýi utanríkisráð- herrann heitir Kjell Magne Bonde- vik, og á það ekki síst við þegar smastarfsmenn hans í ráðuneytinu vilja gera sér glaðan dag. Bonde- vik, sem er guðfræðingur að mennt og alger bindindismaður, hefur gert það lýðum ljóst, að á vegum ráðu- neytisins verði engar vínveitingar stundaðar. Sú undantekning er þó á, að með mat má veita borðvín sé jafnframt boðið upp á líkar veigar en áfengislausar. Rockefeller Center á Manhattan í New York. Innfellda myndin er af David Rockefeller, sem tilkynnti í fyrradag að japanskt fyrirtæki hefði fest kaup á meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu, sem rekur byggingarnar. Rockefeller Center: Engin ástæða sögð til að óttast flárfestingar Japana New York. Reuter, New York Times. DAVID Rockefeller, banka- og fjármálamaður, réttlætti í gær sölu fjölskyldu sinnar á Rocke- feller Center á Manhattan-eyju í New York og sagði ástæðulaust að óttast að Japanar væru að leggja Bandaríkin undir sig. Róckefeller sagði einnig að jap- anska fyrirtækið Mitsubishi Estate hefði greitt hátt verð fyrir 51% hlutabréfa í fyrirtækinu sem rekur Rockefeller Center - 846 milljónir Bandaríkjadala, eða 52 milljarða ísl. kr. í Rockefeller Center eru 19 Lockerbie-sprengingin: Böndin berast að Palest- ínumönnum 1 Stokkhólmi New York. Stokkhólmi. Reuter. HJÁ sænsku lögreglunni hafa vaknað grunsemdir um að fjórir Pal- estínumenn, sem eru fyrir rétti í Stokkhólmi sakaðir um hryðjuverk á Norðurlöndum og víðar, séu viðriðnir sprengingu í Boeing 747 þotu bandaríska flugfélagsins Pan Am yfir skoska bænum Lockerbie í desember í fyrra. Pan Am hefur nú krafíst þess að bandaríska leyni- þjónustan CIA, alríkislögreglan FBI og fleiri opinberar stofnanir verði kvaddar til yfirheyrslu til að fá fram hvort þær hafi haft upp- lýsingar um yfírvofandi sprengjuárás en haldið þeim Ieyndum. Bresk og bandarísk dagblöð hafa undanfarna daga skýrt frá því að þeir sem vinni að rannsókn málsins telji að sprengjan hafi komist um borð í Pan Am þotuna falin í tösku frá Möltu. Föt sem voru í töskunni hafa verið rakin til verksmiðju á eynni. Sá sem afhenti töskuna á Möltu fór ekki sjálfur um borð. í Frankfurt hafi taskan verið flutt yfir í Pan Am þotuna sem millilenti í London á leið til New York. Flug- félagið Air Malta neitaði því á þriðjudag að taska af þessu tagi hafi verið um borð í flugvél félags- ins. Samkvæmt heimildum innan sænsku lögreglunnar hefur komið í ljós að, Mohamed Abu Talb, einn fjögurra Palestínumanna sem eru fyrir rétti í Stokkhólmi vegna sprengjutilræða í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi og Amsterdam, flaug til Möltu 19. október 1988. Er get- um leitt að því að hann hafi tekið með séiy semtex-sprengiefni frá Vestur-Þýskalandi. Sængka dag- blaðið Kvállposten segir að á Möltu hafi Mohamed Abu Talb hitt félaga í palestínsku hryðjuverkasamtökun- um PFLP. Viku síðar fór hann aft- ur til Stokkhólms. Bandaríska dag- blaðið New York Times segir að einn íjórmenninganna hafi játað á sig aðild að sprengjuárásinni. Allir sem voru um borð í þotu Pan Am, 270 manns, fórust. skýjakljúfar og ná þeir yfir 8,9 hektara svæði í hjarta New York- borgar. Rockefeller fór fögrum orðum um Mitsubishi-fjölskylduna og sagði að hún hefði sama gildismat og Rockefeller-fjölskyldan. Hann kvað kaup Japahanna styrkja New ’ York sem alþjóðlega fjármálamið- stöð. Ed Koch, borgarstjóri New York, sagði á blaðamannafundi að salan á byggingunum skipti borgina engu. „Við höfum alls ekkert út á útlendinga að setja. Ég tel að Hol- lendingar hafi íjárfest mest í New York og reynslan af þeim er góð,“ sagði borgarstjórinn. Japanar hafa að undanförnu keypt íjölmörg fyrirtæki í Banda- ríkjunum og nýlega var skýrt frá því að japanska stórfyrirtækið Sony hygðist kaupa kvikmyndafyrirtækið Columbia. Ronald Reagan, fyrrver- andi Bandaríkjaforseti, varði ijár- festingar Japana í sjónvarpsviðtali í Japan nýlega. Hann sagði að það væri hræsni af Bandaríkjamönnum að fordæma slíkar fjárfestingar því engin þjóð ijárfesti jafn mikið í öðrum löndum og þeir sjálfir. „Ég er ekki of stoltur af þeim ósiðlegu og dónalegu myndum sem komið hafa frá Hollywood að und- anförnu," sagði forsetinn fyrrver- andi ennfremur. „Það hefur hvarfl- að að mér að ef til vill þurfi Holly- wood einhveija utanaðkomandi til að velsæmis fari aftur að gæta í myndunum," bætti Reagan við. f Kenlruck 3 LYFTARAR ÁRVÍK ÁRMÚLI t — REYKJAVÍK — SlMI 687222 -TELEFAX 687295

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.