Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989 18 Um eignaskatta og flár- magnst ekj uskatta eftir Pétur Pétursson Fyrir nokkru las ég ágætt viðtal við prófessor Guðmund Magnússon í Fjármálum (blað Fjárfestingarfé- lagsins, sept. 1989). Fjallar hann þar um eignaskatt sem veijanlegt fyrirbæri vegna „verðbólgugróða" og er ég honum lítt sammála. En hann fjallar þó meir um skatta á fjármagnstekjur og er ég honum mjög svo sammála um þau efni. í Morgunblaðinu 24/10 er þess getið að ríkisstjórnin undirbúi nýjan skatt á fjármagnstekjur. Telur við- skiptaráðherra rétt að fara varlega í sakirnar um skattabreytingar og hefði hann mátt segja þá speki fyrr, t.d. áður en hinn illræmdi eigna- skattur var stórhækkaður um síðustu áramót. Em vegna greinar prófessors Guðmundar langaði mig til að leggja orð í belg í þessari skattaum- ræðu og þau orð mín sem á eftir fara ætluð til þess að fá aukna umijöllun um skattamál nú, þegar breytingar eru í deiglunni. Eg er í fyrsta lagi á móti notkun skatta sem refsivanda eða réttlætis- stóla. Skattar eru til þess að afla ríki og sveitarfélögum tekna og eiga að ná inn sem mestum tekjum með sem minnstum skaðlegum áhrifum á efnahagslíf landsmanna og sem minnstum þrautum eða skaða fyrir þá sem eiga að greiða þá. Mikilvægt er að skattar gangi sem jafnast yfir alla, og er þar helsta viðurkennda viðmiðunin greiðslugeta. Mætti orða það þann- ig, að sú byrði og erfiðleikar sem skattheimtu fylgja verði sem jöfn- ust fyrir alla greiðendur. Hvers vegna er óraunhæft að tala um eignaskatt til jöfnunar verðbólgugróða? — í fyrsta lagi er í framkvæmd ómögulegt að greina á milli þeirra eigna, sem til hafa orðið við verð- bólgugróða og eigna sem orðið hafa til á eðlilegan hátt við elju og sparn- að. — í öðru lagi er verið að hengja bakara fyrir smið. Verðbólgugróði verður þannig til, að menn eignast eignir (fasteignir eða önnur verð- mæti) fyrir fé, sem tekið er að láni á neikvæðum vöxtum, að öllu jöfnu vegna verðbólgu. Þannig er fyrst og fremst við þá stjórnendur að sakast, sem skapa möguleika til slíkrar eignasöfnunar. Lækningin er ekki sú að ráðast á alla eigna- menn með háum eignasköttum, heldur að stjórna vöxtum þannig, að menn græði ekki á því einu sam- an að kaupa eignir fyrir vaxtalaust lánsfé. — í þriðja lagi er ekkert réttlæti í því að leggja að jöfnu til eigna- skatts skuldabréf, hlutabréf og bankainneignir sem bera lága eða neikvæða vexti við önnur bréf, sem bera vexti langt umfram verðbólgu og eru því raunverulega miklu verð- mætari, eða með öðrum orðum, skapa eigendum greiðslugetu. Við álagningu eignaskatts verður löggjafinn að gera sér grein fyrir hver greiðir skattinn að lokum. Nærtækasta dæmið er eignaskatt- urinn á ekkjurnar, sem í skattaum- ræðunni hefur fengið á sig versta orðið. Hvers vegna skyldi það vera? — Jú, sá skattur lendir á húsnæði eigandans sem hann notar sjálfur. Húsnæðiskostnaður hans eykst, en án aukningar greiðslugetu. Afleið- ingin er versnandi lífskjör og e.t.v. nauðungarsala eignarinnar vegna greiðslugetuleysis húseigandans. En hvernig snýr dæmið að at- vinnurekandanum? Fyrirtæki, sem flytur inn vörur og selur í heildsölu, þarf í sumum tilfellum ekki að eiga húsnæði til reksturins, en*myndi sennilega þurfa að greiða hærri húsaleigu vegna skattsins. Þessi hækkun getur skipst í tvo staði: frádrátt frá tekjuskatti til ríkis (frá- dráttarbær reksturskostnaður) og/eða hækkun vöruverðs. Hins vegar eru til fyrirtæki, s.s. frystihús og fiskmjölsverksmiðjur, sem þurfa eðlis rekstrar síns vegna að eiga hús og vélar, sem geta verið jafn- Pétur Pétursson „Mikilvægt er að skatt- ar gangi sem jafnast yfir alla, og er þar helsta viðurkennda við- miðunin greiðslugeta. Mætti orða það þannig, að sú byrði og erfiðleik- ar sem skattheimtu fylgja verði sem jöfnust fyrir alla greiðendur.“ virði ársveltu félaganna. Vel rekin félög ættu að eiga þessar eignir skuldlitlar og leggst því eignaskatt- ur á nettó eign. Ekki hygg ég að erlendir kaupendur framleiðsluvara þessara fyrirtækja væru fúsir að greiða hærra verð vegna ákvörðun- ar um skattlagningu eignanna. Leiðir eignaskattur slíkra félaga einfaldlega til versnandi afkomu vel rekinna fyrirtækja. Hins vegar fá þeir, sem skulda í bönkum og sjóð- um allt verðmæti framleiðslutækja sinna, þá umbun að þurfa engan eignaskatt að greiða. Hvar finna menn svo réttlætið í þeirri skatt- lagningu? — Þannig má ljóst vera að greiðendum eignaskatta er mjög mismunað eftir eðli rekstrar eða getu hins skattlagða til þess að velta skattinum yfir á aðra í verð- lagningu vöru sinnar, þjónustu eða hækkaðri leigu húseigna. — Niðurstaðan af þessum þönk- um og fleirum, sem hér eru raktir, er þvf sú, að alla eignaskatta skuli leggja niður, e.t.v. í tveimur eða þremur áföngum, t.d. að þeir lækki á næsta ári í þá upphæð, sem þeir voru fyrir síðustu breytingu, en verði síðan lagðir alveg niður í ein- um eða tveimur áföngum. Um fasteignir ætti að gilda sú almenna regla, að á þær verði ekki lögð önnur eignagjöld en fasteigna- gjöld sveitarfélaga. Víðast eru fast- eignagjöld aðaltekjustofnar sveitar- félaga og er það vægast sagt óráð- legt, að ríkið sé að seilast lengrá ofan í vasa skattborgaranna með því að gera heimili þeirra og hús- eignir að tekjustofnum fyrir síhækkandi eignaskatta. Mér er hins vegar Ijóst, að ekki er líklegt til árangurs að Íeggja til einhliða tekjulækkun ríkissjóðs, án þess að benda á leiðir til að bæta ríkinu upp tekjumissinn. Telja má réttlætanlegt að taka upp hóflega skattlagningu raun- vaxta sparifjár, arðsúthlutunar, húsaleigutekna og annarra eigna- tekna að því skilyrði uppfylltu að eignaskattarnir falli niður. Þarf þá að gæta þess að slíkir fjármagns- tekjuskattar verði ekki tii þess að gera upp á milli sparnaðarforma, svo og að stilla þeim svo í hóf, að ekki dragi tii muna úr almennum sparnaði og leiði þannig til aukinn- ar verðbólgu. Sérstaklega þarf að fjalla um lífeyrissjóðina við skattlagningu raunvaxta. Finnst mér eðlilegt að lífeyrissjóðir væru skattfijálsir af öllum vaxtatekjum en íjármagns- tekjuskattur greiddur af móttak- endum greiðslna úr sjóðunum, enda yrði tekjuskattur á fjármagnstekjúr verulega lægri en hinn almenni tekjuskattur. Mecfþví að láta sjóð- ina standa skil á staðgreiðslu skattsins er auðvelt að veita aðhald um rétt skil. Að lokum langar mig aðeins að fjalla um hina gífurlegu verðmæta- rýrnun sem verður við fljótfærnis- Iegar hækkanir skatta, s.s. hækkun eignaskattsins um síðustu áramót. Taka má dæmi um verslunar- húsnæði sem metið er til eignar á kr. 10.000.000. Til að einfalda dæmið skulum við gefa okkur að greiddur hafí verið 2,5% skattur (eignask. og sérst. skattur á versl- unarhúsnæði) af eigninni 1988. A þessu ári hækkar skatturinn um tæp 3 prósentustig. í peningum þýðir þetta um kr. 300.000 hækkun eignaskattsins á ári. Ef við gefum okkur, að eignin endist í 20 ár þá þýðir þetta raunverulega að eigand- inn hefur verið sviptur kr. 6.000.000 af andvirði eignarinnr og með „kapitalíseringu“ skattsins hafi eigandi tapað á ári kr. 300.000 í skatt og kr. 6.000.000 í verðrýrn- un. Þetta dæmi miðast við að fram- boð á verslunarhúsnæði sé það mik- ið að skattinum verði ekki velt yfir í verðlag éða á leigjendur. Það, að raunverulegt verðhrun verslunarhúsnæðis hefur ekki orðið meira en raun ber vitni hér á landi, ber vott um þá bjartsýni manna, að stjórnvöld muni sja að sér og leiðrétti þessa vafasömu skattlagn- ingu. Væri óskandi að svo yrði sem fyrst. Eins og sagt var hér að framan er grein þessi skrifuð sem hugleið- ing um eignaskatta eftir lestur greinarinnar í Fjármálum. í dag- blöðin skrifa því miður allt of fáir af þeim, sem um.þessi mál fjalla á Alþingi. Geir Haarde, þingmaður, er þar undantekning, þar sem hann hefur íjallað um þessi mál meir en aðrir, og af þekkingu. Væri full ástæða nú þegar nýtt ljárlagafrum- varp er í myndun að alþingismenn gerðu landsmönnum nána grein fyrir viðhorfum sínum til hinna ýmsu skatta, sem þeir þurfa að ákveða á næstunni handa skatt- píndri þjóð sinni. Viðhorf þeirra gætu nefnilega haft áhrif á suma um, hvernig þeir greiða atkvæði í næstu kosningum. Höfundur er hagfræðingur. Leiklistarþing: „Þjóðleik- húsið á tí- unda ára- tugnum“ LEIKLISTARÞING verður haldið laugardaginn 4. nóv- ember næstkomandi að hót- el Sögu og verður Qallað um „Þjóðleikhúsið á tíunda áratugnum“. Þingið verður sett klukkan tíu af formanni Leikligtarsam- bands Islands Sigrúnu Val- bergsdóttur og síðan mun Svavar Gestsson, mennta- málaráðherra, flytja ávarp. Að því loknu hafa framsögu Stefán Baldursson, sem er formaður nefndar um endur- skoðun þjóðleikhúslaga, Haukur Ingibergsson, for- maður nefndar um rekstur þjóðleikhússins, Þórhallur Sigurðsson, leikari og leik- stjóri, Guðbergur Bergsson, rithöfundur, Hlín Agnarsdótt- ir, leikstjóri, María Kristjáns- dóttir, leikstjóri, og Gísli Al- freðsson, þjóðleikhússtjóri. Vaxtarmótarinn Með aðeins 5-10 mínútna þjálfun á dag N kemur þú líkamanum í betra lag. PÓSTSENDUM ■^SKíhaHíáMtD SKEIFUNN119-108 REYKJAVÍK \ SÍMI 681717 Vaxtarmótarinn er öflugt, einfalt og öruggt æfingaáhald sem reynst hefur milljónum manna um heim allan afburða vel. Grennir og mótar mitti, mjaðmir, fætur og brjóst. Styrkir hjarta- og æðakerfi og eykur úthald. Æfingakerfi á íslensku. Verðaðeins kr. 980,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.