Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1989 Súsanna Páls- dóttir — Minning Fædd 16. júlí 1906 Dáin 26. október 1989 í dag kveðjum við okkar hjart- kæru móðursystur Súsönnu Páls- dóttur. Á kveðjustund ' sem þessari er ekki laust við að ljúfsárar minning- ar sæki að hjá systrunum. Að okkur finnist stórt skarð höggvið þegar elsku Súsönnu frænku nýtur ekki lengur við. Hun reyndist okkur ómetanlegur vinur þegar við stóðum uppi móður- laus ung börn. Til hennar gátum við alltaf leitað bæði í sorg og í gleði. Hún gaf sér alltaf tíma til að hlusta ef okkur lá eitthvað á hjarta, og hún hafði allt- af svör á reiðum höndum. Hun var hafsjór af fróðleik til hennar var alltaf bæði gott og gam- an að koma. Við þökkum henni líka hvað hún var alltaf hugulsöm og góð við syst- ur okkar, Margréti, sem hefur verið vistmaður á Skáiatúni frá því að móðir okkar dó. í hjarta sínu geym- ir hún minningu um kærleiksríka frænku. Elsku Lárus, Alla, Unnur og Iris, okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessari sorgarstundu. Við minnumst frænku með þökk og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Bára og Fjóla Pálmadætur í dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju, frú Súsanna Mag- dal Pálsdóttir, Hverfisgötu 73, en. ____________Brids________________ Amór Ragnarsson Vetrarspilamennska Sunnudaginn 29. október sl. fór fram fyrsta vetrarspilamennska Bridssam- bandsins, sem spiluð er með sama sniði og sumarspilamennska BSÍ. Áætlað er að spiluð verði vetrarspilamennska í húsakynnum Bridssambandsins að Sigtúni 9 alla þá sunnudaga sem húsið er laust. Húsið er opnað klukkan 13.00, og spilamennska hefst um leið og riðlar fyllast. Keppnisstjóri á sunnudögum er Ragnar Magnússon. Á fyrsta degi mættu aðeins 10 pör til leiks, og efstu skor hlutu: ísak ð. Sigurðsson - SigurðurB. Þorsteinsson 132 HallgrimurHallgrímsson-GuðniHallgrímsson 114 Guðjón Jónsson - Guðlaugur Sveinsson 113 Meðalskor var 108. Spilarar eru hvattir til að mæta, og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Parabrids Skráning stendur nú sem hæst í parabridsmótið sem haldið verður verð- ur laugardaginn 18. nóvember í Sig- túni 9. Spilaður er barómeter, hámark 42 pör. Verðlaun eru glæsileg, 80 þús. fyrir fyrsta sætið, 50 þús. fyrir annað, 30 þús. fyrir þriðja og 15 þús. fyrir fjórða sætið. Helmingur verðlauna eru hrein peningaverðlaun, hinn helming- urinn eru persónulegir munir til herr- ans og dömunnar. Skráning á mótið er í síma Bridssambandsins (ísak, sími 689360). Stofnanakeppni BSI Stofnanakeppni BSÍ fer fram dag- ana 7., 12. 14. nóvember nk. Þátttöku- skilyrði í þetta mót hafa verið rýmkuð. Þátttökurétt í stofnanakeppni BSÍ 1989 liafa hvers kyns hópar, stofnanir og félög, og gefur augaleið að flestir geta verið með ef þeir á annað borð hafa áhuga. Spiluð verður sveita- keppni, allir við alla, nema þátttaka verði mjög mikil, en þá verður spiluð sveitakeppni með Monradsniði. Spila- staður er Sigtún 9, og spilatími 19.30, þriðjudagskvöldin 7. og 14. nóvember og 13.00, sunnudaginn 12. nóvember. Þátttökugjald í stofnanakeppnina er 12.000 kr. á sveit. Stórmót á Húsavík Stórmótið á Húsavík, sem haldið þar hafði hún búið frá því er amma hennar, Gróa Jónsdóttir, tók hana í fóstur er foreldrar Súsönnu skildu. Foreldrar Súsönnu voru Páll Snorrason trésmiður, f. 13. júní 1876, d. 22. janúar 1957 og Gest- heiður Árnadóttir, f. 27. júlí 1886, d. 13. nóvember 1918. Hún var dóttir Árna Árnasonar dómkirkju- varðar eldri og Ingibjargar Gests- dóttur, konu hans. Þau eignuðust 3 dætur, Súsönnu, Elisu Olgu Magdal, gift Ásmundi Friðrikssyni, Ingibjörg Arna Magd- al, sem alltaf var kölluð Bára, mað- ur hennar Eiríkur Þorsteinsson. Gestheiður átti auk þess tvö önn- ur börn, Sunnevu Guðmundsdóttur, gift Pálmari ísólfssyni, og Þorstein skipstjóra, öll eru þau systkini dáin. Eftir skilnaðinn hvarf Páll til Vesturheims þar sem hann kvænt- ist í annað sinn frú Ragnheiði Magdal og á hann þar allmyndar- legan afkomendahóp vestra. Foreldrar Páls voru Snorri Ólafs- son, þá vinnumaður á Blesastöðumn á Skeiðum og heitkona hans, Gróa Jónsdóttir, f. 27. mars 1852, d. 1936, Snorri dó skömmu seinna, ætt hans er mér ekki kunn. Foreldrar Gróu voru Jón Pálsson, f. 1809 í Hjálmholti, d. 1873, bóndi í Rútstaðar-Norðurkoti 1845 og kona hans Þorkatla f. um 1809, Egilsdóttir, Jónssonar sonar Þórar- ins hreppstjóra á Hræringsstöðum Sigurðssonar. Faðir Jóns var Páll f. 1783, bóndi í Mjósundi, Magnússonar á Brúna- stöðum, Ófeigssonar, Jónssonar á Brúnastöðum sonar Ófeigs lög- réttumanns á Reykjum á Skeiðum. Móðir Jóns var' Þuríður, dóttir Halls Jónssonar í Hjálmholti, Giss- verður dagana 3.-5. nóvember, er sveitakeppni, og eina slíka mótið sem haldið er með peningaverðlaunum á spilaárinu. Spilað er eftir Monrad-fyrir- komulagi. Mótið mun ekki fara fram nema a.m.k. 16 sveitir taka þátt, og eru því þeir sem áhuga hafa á að vera með, hvattir til að skrá sig hið fyrsta. Skráning er í síma 96-42100 (Guðlaug) þar sem jafnframt er hægt að ganga frá pöntun á gistingu og/eða flugi. Helgarpakki sem inniheldur flug og gistingu Rvík — Húsavík-Rvík kostar 11.000 kr. en sé aðeins tekin gisting í tvær nætur með morgunverði, þá er verðið 3.900 kr. á mann. Bridsfélag kvenna Nú er 23 umferðir af 29 lokið í baró- meternum og er staða efstu para þann- ig: Kristín Þórðardóttir - Asa Jóhannesdóttir 262 SteinunnSnorradóttir-ÞorgerðurÞórarinsdóttir 212 Halla Bergþórsdóttir - Soffía Theodórsdóttir 189 Ólína Kjartansdóttir - Guðlaug Jónsdóttir 183 AldísSchram-NannaÁgústsdóttir 182 Sigríður Möller — Freyja Sveinsdóttir 156 Hildur Helgadóttir - Karolína Sveinsdóttir 131 Lovfsa Eyþórsdóttir - Ragnhciður Einarsdóttir 120 Næstu skor síðasta kvöld náðu eftir- talin pör: Kristín Isfeld - Hrafnhildur Skúladóttir 97 Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigríður Pálsdóttir 69 Ólina Kjartansdóttir - Guðlaug Jónsdóttir 68 Kristín Þórðardóttir - Ása Jóhannesdóttir 62 Mjólkursamsalan Lokið er tveimur umferðum af fímm í tvímenningskeppninni hjá Mjólkur- samsölunni. Þátttakan er 14 pör og spilað í fímm kvöld. Staðan: Ingólfur - Guðmundur 260 Sævar - Ólafur 251 Erlendur - Sveinn 243 Guðrún - Jóna 237 Ingólfur - Magnús Úrslit síðasta spilakvöld: Ingólfur Jónsson - 231 Guðmundur Ásgeirsson Erlendur Björgvinsson - 126 Sveinn Sveinsson Sævar Arngrímsson - 126 Ólafur Júlíusson Arnar Guðmundsson - 122 Margrét Hansen Jóhanna Guðmundsdóttir - 116 Guðrún Ólafsdóttir 116 Næsta spilakvöld er 13. nóvember. Spilað er í húsi Mjólkursamsölunnar uppi á Höfða. urarsonar í Tungufelli, sonar Odds í Jötu launsonar Jóns lögréttu- manns á Grafarbakka Jónssonar. Eins og fyrr er getið ólst Sús- anna upp hjá Gróu ömmu sinni og manni hennar, Guðmundi Jónssyni, bóndasyni vestan af Mýrum í Borg- arfirði. Þau hjónin voru vel bjargálna, hagsýnt fólk sem birgðu heimilið upp á haustin með saltkjöti í tunnu, súrmat og fleiru, svo Súsanna kynntist aldrei skorti í uppvextin- um, en kynntist aftur því, að oft var stungið einhveiju að þeim sem skort liðu. Heimilið á Hverfisgötu var mynd- ar- og regluheimili, með hefðarblæ betri heimila þeirra tíma og var Gróa ströng að fylgt væri venjum hinna gömlu góðheimila. Gróa reyndist sonardóttur sinni sem besta móðir, og vandaði vel uppeldi hennar að hætti betri heim- ila þess tírha. Súsanna var vel gefin og glæsileg stúlka og alla ævi bar hún hefðarþokka þann sem amma hennar hafði tamið henni á æsku- árum. Ung veiktist Súsanna af berklum og varð að dvelja langtímum á Vífilsstöðum á æskuárum sínum, en ekkert bugaði reisn hennar og glæsileika sem fylgdi henni til ævi- loka. Súsanna giftist 19. apríl 1930, Sigurði Benjamínssyni, f. 13. febrú- ar 1908, d. 13. febrúar 1963 á 55. afmælisdegi sínum. Sigurður var sonur Benjamíns Kr. Jónsson, f. 1877 í Dalsmynni í Eyjahreppi og Guðlaugar Árnadótt- ur f. 1880, frá Undirhrauni, en bróðir hennar Árni Árnason dóm- kirkjuvörður yngri, var kvæntur Elisabetu systur Gestheiðar móður Súsönnu. Þeim Sigurði og Súsönnu varð ekki barna auði, en þau ólu upp Lárus Guðgeirsson, flugmann, son Láru systur Sigurðar og æskuvin- konu Súsönnu. Lárus f. 31. mars 1942, hann er kvæntur Aðalbjörgu Hólmgeirs- dóttur f. 17. ágúst 1940, hún er dóttir Hólmgeirs Jónssonar Mýrdal Jónssonar f. í Hjörleifshöfða. Dætur þeirra eru Unnur Björk - sagnfræðinemi, gift Agli Ólafssyni sagnfræðingi og íris, sem enn er á skójaskyldualdri. Ég votta Lárusi, Aðalbjörgu, dætrum og öðrum venslamönnum samúð mína, um leið og ég þakka Súsönnu liðin ár og bið Guð að blessa hana á nýrri ævibraut. Ingimundur Stefánsson PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA HAFNARFIRÐI Ákveöið hefur verið að efna til opins prófkjörs dagana 2. og 3. desember 1989 vegna væntanlegra bæjarstjórnarkosninga í Hafnarfirði vorið '1990. Af því tilefni er hér með óskað eftir framboðum í prófkjörið. Frambjóðandi skal vera búsettur í Hafnarfirði. Hvcrt framboð til prófkjörs skal bundið við einn mann og undirritað til samþykkis af frambjóðanda. Jafnframt skal framboðið undirritað til stuðnings af 10 flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins, búsettum í Hafnarfirði. Athuga ber að samkvæmt prófkjörsreglum getur enginn flokksmaður verið stuðningsmaður við fleiri en sex frambjóðendur til prófkjörsins. Framboðum ber að skila skriflega eigi síðar en föstudaginn 10. nóvember 1989 til trúnaðarmanns kjörnefndar, Eggerts ísakssonar, Arnarhrauni 39, Hafnarfirði. Kjörnefnd Sjálfstæðisflukksins í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.