Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.11.1989, Blaðsíða 38
38. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NOVEMBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag er það umfjöllun um of mikið vatn eða skort á vatni í stjömukorti. Vatnsmerkin eru Krabbi, Sporðdreki og Fiskur. Ef enginn eða aðeins einn af persónulegu þáttunum Sól, Tungl, Merkúr, Venus, Mars, Rísandi og Miðhiminn er í vatnsmerki getur verið um skort að ræða, en ef marg- ir þeirra eru í vatnsmerkjum getum verið of mikið af vatni. Of mikið vatn Þegar of mikið er af Krabba, Sporðdreka og Fiski í einu og sama kortinu er hætt við að viðkomandi verði óhóflega til- finningaríkur og óþægilega viðkvæmur og ímyndunar- veikur. Einnig er hætt við að hann „lokist inn í sér“ verði ómeðvitaður og nái ekki til umhverfisins. Það síðast- nefnda vísar til þess að vatnið er táknrænt fyrir órökræna þætti tilverunnar, eins og t.d. það að skynja með tiifinninga- legu innsæi sem erfitt er að orða eða skilja. Á floti í fyrsta lagi getur viðkvæmni háð vatnsmerkjunum. Hún er t.d. þess eðlis að vinnufélagar fara auðveldlega í taugamar á þeim. Ef vinnufélagi er geð- vondur og óánægður þá tekur vatnsmaður líðan hans inn á sig. Hann á því erfitt með að úmgangast hvem sem er. Við- kvæmni hans er einnig þess eðlis að vanhugsað og geð- vonskulegt orðalag getur auð- veldlega leitt til sárinda, þó engin sérstök persónuleg ástæða liggi að baki. Þeir sem hafa mikið af vatni láta um- hverfið því koma sér of auð- veldlega úr jafnvægi og eiga til aö þjést af stöðugri ólgu. og tilfínningastormum. ímyndunarveiki Ég hef áður fjallað töluvert um tilhneigingu vatnsmerkj- anna til að ímynda sér allt mögulegt og ómögulegt. Astæðan fyrir þessu er sú að vatninu fylgir sterkt ímynd- unarafl sem vill fara úr bönd- um ef því er ekki beint inn á uppbyggileg svið, s.s. að list- sköpun. Tjáningarhöft Annað vandamál vatnsmerkja er fólgið í tjáningarerfiðleik- um. Þau eiga erfitt með að segja af hveiju þeim finnst eitt gott eða annað vont, því þegar skoðanir þeirra byggja á fílfínningum, sem þau eiga sjálf erfitt með að skilja. Inn- sæi bg næmleiki vatnsmerkj- anna er það mikill og djúpur og svo fjarri orðum að þau geta ekki útskýrt hann. Þess vegna iokast vatnsmerkin oft og ná ekki að gera sig gjald- andi í heimi sem krefst rök- rænna útskýringa. Vatnsleysi Ekki er hægt að segja að þeir sem hafa engan persónu- legan þátt í vatnsmerki séu .tilfinningalausir. Hins vegar getur skortur á vatni leitt til erfiðleíka með það að tjá til- finningar sínar og hræðslu við tílfinningaiega nálægð og til- fmningar annarra. Skortur á vatni getur einnig fylgt van- mat á heimi innsæis og skort- ur á samúð og samhyggð í .garð náungans. Vatnsleysi getur því oft skapa kuldalega hegðun og skilningsleysi. Yfirborðs- mennska Eins og áður var sagt fylgir vatni oft töluverð tilfinninga- leg dýpt og næmleiki. Skortur á vatni bendir aftur á móti til andstöðu þess og getur skapað yfirborðsmennsku og skilningsléysi á innri veru- leika lífsins og mannlegra til- finninga. ;«Gr r nrt /n T'-u."' tr-íiílt GARPUR í/SJAKAhl VAR E/N AF /VIERKUSTU.. 06 /V/EST HÖTU£>U—STJO/SNeKDUU /'SÖGU ETeRNÍU ! £/NS QOTTÖB ) RANGT. HÚ/Z ER FROS/N J LOB/NHEILI .' FÖST. EJNU/H y L'/TTTV/VU/SU/H STJÖEHANPfíf AÐ HUGSA 06 n/R/R\ haltukzaft/ — Þ/6 ABS/6EA J Bs ÞaRFAB UND/R.. r~\ BÚA ETEFNUMÖT ! j V/B TAND//S. GRETTIR Jí’M RAWb BRENDA STARR A/E/r É6fí V/Ð BONAPA&TE.' HAHN E£ E/NN AF NE/UEND- UM /UÍNUM íENSKUTÍ/HUm/AL- LJOSKA VILTU FA SOPNAR, RAKADAR. EÐ FRANSKAdl KARTÖFLUR ? PAD ÖET ÉG BARAEKKl'AKl :::::: :::=: :!!! veðja að vatnsdollan mín er írosin. Ég heyrði Bíbí aka vagninum. FERDINAND SMAFOLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Bandaríski spilarinn Marty Bergen er mikill fræðimaður í sögnum, einkanlega hvað varðar baráttustöður. Makker ströglar ofan í opnun andstæðings og næsti maður doblar til úttektar. Hvað þýðir þá redobl þitt? Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ 9854 ¥ÁKD3 ♦ D6 ♦ K72 Vestur ♦ KD1073 .. ¥74 ♦ A83 ♦ G65 Austur ♦ G2 ¥ G10862 ♦ 72 ♦ D1043 Suður ♦ Á6 ¥95 ♦ KG10954 ♦ Á98 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 1 spaði Dobl Pass 2 tíglar Pass 2 spaðar Dobl 2 grönd Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: spaðasjöa. Sagnir ganga i upphafi: 1 tígull — 1 spaði — dobl. Nú eru margir sömu skoðunar og Berg- en að redobl austurs eigi að sýna einn af þremur efstu í spaða. Með öðrum orðum: tilgangurinn er fyrst og fremst sá að und- irbúa vöimina, leiðbeina makker varðandi útspilið. Þetta er skyn- samlegt, því það er ólíklegt að fjórða höndin geti átt nógu sterk spil til að réttlæta redobl í hefð- bundinni merkingu. Pass austurs í upphafi neitar því ás, kóng eða drottningu í spaða. Þegar norður krefur spil- ið með tveimur spöðum getur austur notað tækifærið og doblað til að sýna gosann! Sem hjálpar vestri ekki svo lítið í útspilinu. í stað þess að leggja af stað með spaðakóng, eins og eðlilegt væri að öðrum kosti, getur hann fyrirbyggt stíflu í litnum með því að spila út smáum spaða. Og það gerír gæfumuninn í þessu spili. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Þessi skemmtilega skák er í nýjasta hefti Bréfskáktíðinda, hún var tefld í landskeppni íslands og Italíu í bréfskák. Hvítt: Alberto Mazzeo, Svart: Bragi Gíslason, Reykjávík, Sikileyjarvörn, Sozin- árásin, 1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 - exd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - a6, 6. Bc4 - e6, 7. Bb3 - b5, 8. 0-0 - Be7, 9. f4 - Bb7, 10. e5 — dxe5, 11. fxe5 — Bc5!, 12. Be3 - Rc6, 13. exf6 - Bxd4, 14. Del — Bxe3+, 15. Dxe3 - Dd4, 16. Hael - Hd8, 17. Re4 - gxf6, 18. Rxf6+ - Ke7, 19. Rd5+ - Hxd5, 20. Bxd5 - Dxd5, 21. Hdl (Hingað til hef- ur verið teflt á sama hátt og Rom- anishin og Shaskin gerðu í Sov- étríkjunum 1974, en í næsta leik fylgir svartur tillögu enska stór- meistarans John Nunn um endur- bót:) 21. - De5!?, 22. Db6 - Ba8, 23. c3 - Hg8, 24. Hdel? 24. — Hxg2+! (Bragi átti nú von á að andstæðingurinn gæfist upp, en ekki var því að heilsa. Hann tók sér 5 vikna sumarfrí og til viðbótar langan umhugsunartíma á hvern leik uns hann varð mát!) 25. Kxg2 — Rd4+, 26. Kgl — Dg5+, 27. Kf2 - Df4+, 28. Kgl - Dg4+, 29. KE - DI3+, 30. Kgl — Dg2 mát.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.