Morgunblaðið - 03.11.1989, Síða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ . FÖSTUDAGUR 3. NÓ.VEMBER 1989
Laugaland í Holtum:
Fj ölsky lduhátí ð
og* Ijósmyndir
KVENFÉLÖGIN í Hellulæknishéraði standa fyrir hátíð í menning-
armiðstöðinni að Laugalandi í Holtum sunnudaginn 5. nóvember •
klukkan 14, til styrktar hjúkrunarheimilinu að Lundi.
Á hátíðinni verður ýmislegt á
dagskrá. Daglangt verður þar sýn-
ing á ljósmyndum úr síðustu fjall-
ferð Land- og Holtamanna á Land-
manna-afréttir. Þar verða sýndar
um 200 ljósmyndir úr efnisöflun-
arferð blaðamanna Morgunblaðs-
ins, Árna Johnsen og Ragnars
Axelssonar. Sama sýning var dag-
langt á Kjarvalsstöðum fyrir
skömmu og á þeim eina degi sóttu
sýninguna um fimm þúsund
manns.
Ýmislegt fleira verður um að
vera á Laugalandi á sunnudag,
sameiginlegt kaffisamsæti, blóma-
sala, kökubasar og fleira. í frétt
frá kvenfélögunum segir, að allir
séu velkomnir.
Bókum
frönsku
*
Islands-
sjómennina
kynnt
Bókin Fransí biskví eftir
Elínu Pálmadóttur var kynnt
í Franska bókasafninu í
Reykjavík í gær. Bókin fjall-
ar um sögu frönsku íslands-
sjómannanna. Á myndinni
eru Kristján Jóhannsson,
framkvæmdastjóri AB, Elín
og Jaques Mer, sendiherra
Frakka, en honum var við
þetta tækifæri afhent eintak
af bókinni.
Ein ljósmynda Ragnars Axelssonar úr Qallaferðinni.
Viðskiptatækni 128 klst.
Markaðstækni 60 klst.
Fjármálatækni 60 klst.
Sölutækni 36 klst.
Hringdu í síma 62 66 55 og fáðu sendan bækling
V Viðskiptaskólinn
Borgartúni 24, s í m i 6 2 6 6 5 5
Munum halda
stefiiu okkar
tii streitu
— segir Tibor Melege, aðstoðarvið-
skiptaráðherra Ungverjalands
Búdapest. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgiinblaðsins.
„UMBÆTURNAR sem eiga sér stað í Austur-Evrópu eiga sér ekki
fordæmi og því er rétt að nýjar leiðir verði farnar til að koma til
móts við þjóðirnar og rangt að ríghalda í gamlar hefðir,“ sagði Ti-
bor Melege, aðstoðarviðskiptaráðherra Ungverjalands, í samtali við
Morgunblaðið í vikunni, Hann fer meðal annars með samskipti Ung-
veijalands við Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) og Evrópu-
bandalagið (EB) og mun eiga fúnd með Jóni Baldvin Hannibalssyni
utanríkisráðherra í Búdapest í dag.
„Við viljum nálgast Vestur-
Evrópu sem frekast er unnt með
nánu samstarfi við EFTA og EB.
Ungveijaland er lítið land og það
sem gerist í Sovétríkjunum hefur
áhrif á okkur. En efnahagsleg um-
bótastefna okkar hófst fyrir 20
árum, óháð því sem þá var að ger-
ast í Sovétríkjunum. Við munum
halda okkar stefnu til streitu en
auðvitað mun það hjálpa okkur ef
perestrojka Gorbatsjovs ber árang-
ur.“
Melege afhenti Jóni Baldvin ung-
versk drög að yfirlýsingu um aukið
og nánara samstarf EFTA-ríkjanna
og Ungveijalands í Genf fyrir tæp-
um hálfum mánuði. Ungveijar vilja
að sameiginleg nefnd fulltrúa
EFTA og Ungverja verði skipuð til
að undirbúa aukið samstarf aðil-
anna á sviði viðskipta, iðnaðar,
ferða- og samgöngumála. Þeir vilja
semja um tvíhliða fríverslunar-
samninga við aðildarríki EFTA og
nálgast samtökin þannig. „Við iögð-
um drögin að samstarfsyfirlýsing-
unni fram til að hefja þá þróun og
vonum að þeim verði vel tekið,"
sagði Melege. Gyula Horn utanrík-
ísráðherra Ungveijalands, sagði á
miðvikudag að Ungveijar vildu
ganga í EFTA, samkvæmt frétt
ungversku fréttastofunnar MTI.
Ráðherranefnd EFTA, sem Jón
Baldvin er nú formaður fyrir, mun
fjalla, um tillögxi yngveijalands á
vetrarfundi sínum í Genf í desem-
ber. Hún mun varla taka jákvæða
afstöðu til hennar, þar sem EFTA
vill hefja samningaviðræður við EB
um evrópskt efnahagssvæði og
fylgjast með þróuninni innan þess
í átt að einum markaði áður en
hafið verði náið samstarf við Aust-
ur-Evrópu.
Ungveijar undirrituðu samning
um samvinnu á sviði viðskipta- og
efnahagsmála við EB í september
í fyrra. Þeir vilja að EB opni mark-
aði sína fyrir ungverskum innflujn-
ingi en bið verði á að innflutningur
frá EB til Ungveijalands verði gef-
inn fijáls þar til efnahagskerfi þjóð-
arinnar hefur þróast og það er orð-
ið samkeppnisfært.
Melege sagði að Ungveijar hygð-
ust ekki segja sig úr Comecon,
(efnahagsbandalagi kommúnista-
ríkja). Um 50% utanríkisviðskipta
þeirra eru við aðildarlönd þess. Tæp
60% viðskipta Ungveija við Vestur-
lönd eru við aðildarríki EB og yfír
35% við EFTA-ríkin.
Viðskipti Ungverjalands við ís-
land hafa verið heldur lítil fram til
þessa. „Markaðir beggja landanna
eru litlir svo þjóðirnar hafa ekki séð
sérstaka ástæðu til að sækja fram
á þeim,“ sagði Melege. „Fjarlægðin
er mikil og það er engin hefð fyrir
viðskiptum landanna. En nýstofnað
sameignarfélag á sviði jarðhita
gæti stuðlað að frekari yiðskiptum."^
ENDURNYJAÐU NUNA
« . /
NYTTU ÞER KYNNINGARTILBOÐIÐ A
damixa blöndunartækjunum
///
50LINAN
Besf í eingripstækium
Afsl. 10%
ARCHITECT LINE ►
Stíll og stöðugleiki
Afsl. 10%
30LINAN
Einföld og ódýr
Áður kr. 2.428,- Nú kr. 2.185,-
COSMO LINE
Pab allra nýjasta i Eönnun
Áður kr. 9.765,-Nú kr. 8.789,-
4 ARCHITECT LINE
Med útdraganlegum barka
Afsl. 10%
Útsölustaðir
Byggingavörur, Borgarnesi
iQ— Byggingavörur, Eyri,
Sauðárkróki
Byggingavörur, Húsavík
20LINAN
Sígild og örugg
Áður kr. 7.001,-
Nú kr. 5.951,-
n § i ivá«f í 3