Morgunblaðið - 03.11.1989, Side 13
_____________.____________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
Kiarnorkuúrgangur í Dounreay;
Niðurstöður opinberrar _
rannsóknar vegna öryggis
eftir Guðmund Heiðar
Frímannsson
ÁKVÖRÐUN Skotlandsmálaráð-
herrans, Malcolms Riíkinds, í
síðustu viku um að heimila bygg-
ingu evrópsku endurvinnslustöðv-
arinnar á kjarnorkuúrgangi á sér
langan aðdraganda. Það er
ástæða til að skýra hann svolítið.
Áður en það er gert er rétt að
ítreka enn frekar, að þessi ákvörðun
þýðir ekki að endurvinnslustöðin
verði byggð í Dounreay. í fyrsta lagi
er ákvörðunin einungis heildarleyfi
(outline planning permission) en ekki
fullt leyfi til byggingar slíkrar stöðv-
ar. Til að fá fullt, endanlegt leyfi
þurfa umsækjendur að leggja fram
nákvæmar upplýsingar um upp-
byggingu stöðvarinnar og sú umsókn
krefst nýrrar ákvörðunar ráðherrans.
í öðru lagi veltur ákvörðunin um
staðsetningu stöðvarinnar á samn-
ingum kjarnorkuráðanna í Bretlandi,
Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi og
ýmislegt bendir til þess að endur-
vinnslustöð verði ekki byggð í Do-
unreay, eins og Morgunblaðið greindi
frá sl. laugardag. í þriðja lagi er
heimilt samkvæmt skipulagslögum í
Skotlandi að kæra ákvörðun ráð-
herrans frá síðustu viku fyrir skozk-
um dómstólum. Ef enginn gerir það
innan 6 vikna, er hún endanleg.
Eins og greint hefur verið frá, fór
fram opinbér rannsókn eða könnun
á umsókn Brezka kjarnorkuráðsins
um skipulagsleyfi fyrir evrópsku end-
urvinnslustöðina. Sú rannsókn fór
fram árið 1986 frá 7. apríl til 19.
nóvember. Samkvæmt skozkum
skipulagslögum sér sérstakt embætti
um allar slíkar rannsóknir, sem nefn-
ist „The Chief Reporter" og mætti
kalla á íslenzku skipulagsdómara.
Það gilda um það flóknar reglur,
hvaða ástæður nægja til þess að
opinber könnun fari fram, en í þessu
tilviki réð það að bygging og starf-
semi evrópsku endurvinnslustöðvar-
innar gæti haft skaðleg áhrif á um-
hverfi víðar en í Dounreay. Skýrsla
þessa embættismanns var gefin út í
síðustu viku um leið og ráðherrann
tilkynnti ákvörðun sína. Ákvörðun
ráðherrans er að mestu leyti byggð
á niðurstöðum þessarar skýrslu.
Skipulagsdómarinn starfar óháð
stjórnvöldum og kemst að eigin nið-
urstöðum. Yfirvöld eru ekki bundin
af niðurstöðum hans og geta hafnað
þeim eða fallist á þær eftir efnum
og ástæðum hveiju sinni. Skýrsla
hans losar 230 blaðsíður og vi'kur
að öllum ágreiningsefnum, sem upp
hafa komið um evrópsku endur-
vinnslustöðina í Dounreay. Fyrir
dómarann komu fulltrúar frá Brezka
kjarnorkuráðinu og frá sveitarstjórn-
um á Katanesi og í Hálöndunum og
á Orkneyjum og Hjaitlandseyjum.
Einnig komu fulltrúar samtaka, sem
voru andsnúin framkvæmdinni, og
einstaklingar, sem töldu sig málið
varða. Allir þurftu að svara ítarleg-
um spurningum dómarans og aðstoð-
armanna hans og fulltrúa gagnaðil-
ans.
Ég hef einungis undir höndum
hluta skýrslunnar, þar sem öll aðalat-
riðin eru sett fram og niðurstöður.
Einnig hefur mér borizt rökstuðning-
ur ráðherrans, sem er mjög ítarlegur
í 31 lið.
Fjögur aðalatriði
Skýrsla skipulajgsdómarans snýst
um 4 aðalatriði. I fyrsta lagi hvort
fyrirhuguð endurvinnslustöð sé í
samræmi við gildandi skipulagslög.
I öðru lagi hvort evrópska endur-
vinnslustöðin geti uppfyllt þær ör-
yggiskröfur, sem í gildi eru. í þriðja
lagi hvort skynsamlegt sé að álíta,
að sérstakar flutningsleiðir muni
koma til á byggingartíma endur-
vinnslustöðvarinnar. Og í fjórða lagi
hvort stöðin muni hafa áhrif á sam-
félagið og umhverfið, sem séu óvið-
unandi.
Fyrstu tvö atriðin þarf ekki að
hafa mörg orð um: stöðin uppfyllir
allar þær kröfur, sem gerðar eru í
skipulagslögum eða um öryggi. Þess
er einnig sérstaklega getið að flutn-
ingar á þeim 100 tonna geymum,
sem brezka kjamorkuráðið ætlar að
nota til flutninga á úrganginum, falli
innan þeirra reglna, sem Alþjóða-
kjarnorkuráðið hefur sett. “Það er
tekið fram, að nú þegar séu til geym-
ar, sem uppfylli slíkar alþjóðlegar
kröfur, þótt brezka kjarnorkuráðið
lýsti því yfir við rannsóknina, að það
hyggist hanna nýja og öruggari
geyma.
Um þriðja atriðið er sagt að um-
sækjendur hafí ekki lagt fram ná-
kvæmar tillögur um flutningsleiðir.
En í aðalatriðum komi tvennt til:
Annars vegar sjóflutningar • til
Scrabster, sem er lítil höfn rétt utan
við bæinn Thurso á norðurströnd
Skotlands nálægt Dounreay, og lest-
arflutningar þaðan, eða lestarflutn-
ingar á aðrar hafnir, sem nú þegar
flytja geyma með kjarnorkuúrgangi.
Skipulagsdómarinn telur heppilegast
að byggja sérstaka lestarleið frá
Scrabster til Dounreay, en mun ná-
kvæmari upplýsingar þurfi að liggja
fyrir áður en ákvörðun sé möguleg.
Þessu máli er einnig vísað undir sam-
gönguráðuneytið. Það hefur verið
tekið fram í kjölfar þessarar ákvörð-
unar Malcolms Rifkinds, að leggja
þyrfti fram nýja umsókn vegna flutn-
inganna, ef endurvinnslustöðin verð-
ur sett niður í Dounreay. Að líkindum
mun þá ekki verða gripið til sérstakr-
ar rannsóknar vegna slíkrar umsókn-
ar, ef til kemur.
Um fjórða atriðið er bent á, að
starfsemi kjarnakljúfs og endur-
vinnslustöðvar í Dounreay hafi ekki
haft nein merkjanleg skaðleg áhrif.
Evrópska endurvinnslustöðin þýðir
verulega aukningu starfseminnar í
Dounreay. Á árabilinu 1981 til 1985
voru endurunnin 8 tonn af úrgangi
að því er segir í skýrslunni en í fyrir-
hugaðri stöð verða unnin að jafnaði
80 tonn á ári. í leyfínu er heimilað
að hún vinni allt áð 100 tonnum á
ári en á hvetju fimm ára bili verða
vinnslan að vera 80 tonn að jafnaði
á ári. Brezka kjarnorkuráðið lýsti því
yfir við rannsóknina, að úr evrópsku
endurvinnslustöðinni myndi ekki fara
meira af úrgangi í hafið á hveiju ári
en farið hefði að jafnaði á árunum
1981—1985. Þetta er tæknilega
framkvæmanlegt. Af þessu leiðir að
áliti skipulagsdómarans, að evrópska
endurvinnslustöðin ætti ekki að hafa
nein skaðleg áhrif á hafið. Síðan
segir: „í ljósi þeirra þungu áhyggna,
sem skozki fiskiðnaðurinn hefur látið
í ljósi, og önnur lönd, sem hagsmuni
eiga í Norðursjónum, þá tel ég þessa
niðurstöðu sérstaklega mikilvæga."
(Bls. 225.)
Skipulagsdómarinn segir að starf-
semin í Dounreay hafi ekki valdið
áhyggjum fyrr en evrópska endur-
vinnslustöðin var lögð til og starf-
semin í Dounreay hafi ekki valdið
neinum efnahagslegum skaða á nán-
asta umhverfi sínu, hvorki á norður-
strönd Skotlands né á eyjunum úti
fyrir. Skipulag stöðvarinnar er miðað
við að líkindi á slysi eða óhappi séu
einn á móti 10 milljónum. Starfsem-
in mun uppfylla öryggiskröfur. Af
þessu telur skipulagsdómarinn leiða,
að ólíklegt sé að starfsemi evrópsku
endurvinnslustöðvarinnar muni hafa
skaðleg áhrif á umhverfi sitt. Það
séu hreinar getgátur að segja að hún
muni hafa skaðlegri afleiðingar en
núverandi starfsemi í Dounreay.
Hann hefur einn fyrirvara á þess-
ari niðurstöðu, sem lýtur að tíðni
krabbameins í bömum og unglingum
í Thurso. En tíðni krabbameins í
kringum Dounreay og Sizewell-stöð-
ina á norðvesturströnd Englands
hefur valdið áhyggjum nú um nokk-
urt skeið og reyndar í kringuni aðrar
kjamorkustöðvar. Frá því að rann-
sóknin fór fram og þangað til ákvörð-
un Skotlandsmálaráðherrans var til-
kynnt var gerð rannsókn á þessari
óeðlilegu tíðni krabhameins í Thurso.
Niðurstaðan úr þeirri rannsókn var
sú að ekki væri hægt að tengja veik-
indin við orsakir í starfsemi stöðvar-
innar í Dounreay, en ástæða væri til
frekari rannsókna.
Rökstuðningur ráðherra
Malcolm Rifkind byggði ákvörðun
sína á þessum niðurstöðum. Hann
hafnar sumu í tillögum skipulags-
dómarans en fellst á flest og gaf því
leyfið.
í rökstuðningi hans er vikið að því
að ríkisstjórnin hafi á síðasta ári
________________________________ 13
~ ■ rn
ákveðið að draga úr framlögum tif
rannsókna á eldiskjamakljúfum úr
105 milljónum sterlingspunda á ári
niður í 10 milljónir sterlingspunda.
Þar er einnig bent á að samkvæmt
núverandi áætlun kjamorkuráða
Bretlands, Frakklands og Vestur-
Þýzkalands verði einn eldiskjarna-
kljúfur byggður og ein endurvinnslu-
stöð. Upphaflega hafi verið áætlað
að byggja 3 kljúfa og 3 endurvinnslu-
stöðvar og taka ákvörðun um stað-
setningu þeirra fyrir árslok 1987, en
ákvörðuninni hafi seinkað um 6 ár.
Ráðherrann virðist því gera ráð fyrir
að ákvörðun um eldiskjamakljúfinn
og endurvinnslustöðina geti dregizt
fram á árið 1993, en ekki aðeins
fram á næsta ár, eins og mér var
tjáð í síðustu viku að væri líklegt.
En gert er ráð fyrir að þessi eina
endurvinnslustöð muni taka til starfa
árið 1997. Það er rétt að geta þess
að brezk stjórnvöld gera ekki ráð
fyrir að vinnsla raforku úr eldis-
kjamakljúf verði hagkvæm næstu
30 til 40 árin.
Skipulagsdómarinn víkur að erfið-
leikunum við að gera þessa rannsókn
í skýrslunni. Hann segir að sjónar-
miðin, sem fyrir sig hafi komið hafi
verið allt frá því að andmæla starf-
semi kjarnorkuvera á þeim forsend-
um að fullkomið öryggi starfseminn-
ar væri ekki fyrir hendi til þess að
starfsemi þeirra væri ömgg, um hana
giltu strangar reglur og aukin geisl-
un gæti jafnvel verið holl. Hann vísar
á bug kröfunni um fuilkomið öryggi
með vísan til umferðarlaga. Um-
ferðarlög eru ekki sett til að tryggja
fullkomið öryggi á vegum, það er
ekki gulltryggt að aldrei muni koma
fyrir slys, þótt allir haldi sig innan
hraðatakmarkana. Lögin em sett til
að tryggja ótvíræðan almannahag
af vegakerfi og halda skaðanum inn-
an ásættanlegra marka. Svipuð sjón-
armið hljóti að gilda um starfsemi
kjamorkuvera. Hann tekur það sér-
staklega fram að rannsóknin beinist
ekki að sefnu stjómvalda um starf-
semi kjamorkuvera heldur einungis
að þessari tilteknu endurvinnslustöð,
sem fyrirhuguð er í Dounreay.
Skipulagsdómarinn bendir á að
djúp vantrú sé ríkjandi á opinbemm
tölum um mengun af völdum kjarn-
orkuvera. Hann leggur til að stofnuð
verði á Orkneyjum og Hjaltlandseyj-
um og á norðurströnd Skotlands,
fulltrúar samtaka sjómanna og
bænda aðild að henni. Ráðherrann
hafnaði þessari tillögu og taldi að
núverandi eftirlitsstofnanir nægðu
og engin ,rök hefðu komið fram, sem
bentu til annars.
Það er rétt að taka það fram í
lokin, að ég hef ekki lagt neitt mat
á sjónarmið skipulagsdómarans. Það
er hins vegar ástæða til að átta sig
á þeim skoðunum og rökum, sem
liggja að baki ákvörðunar brezkra
stjórnvalda um evrópsku endur-
vinnslustöðina í Dounreay.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins íBretlandi.
Hvað er lofsvert? —
Hver er lofsverður?
eftirSvein G.
Hálfdánarson
í Morgunblaðinu 26. október sl.
birtist grein eftir dr. Hannes Hólm-
stein Gissurarson, stjórnmálafræðing
og lektor, undir yfirskriftinni „Úlfa-
þytur“. Fjallar hún um skýrslu og
störf yfirskoðunarmanna ríkisreikn-
ings ársins 1988 og framlagningu
og kynningu skýrslunnar.
í greininni segir stjómmálafræð-
ingurinn að Geir H. Haarde, einn
yfirskoðunarmanna, hafi ekki „laum-
að“ upplýsingum úr skýrslúnni til
Sjónvarpsins degi áður en hún var
lögð fram á Alþingi. Það er sjálfsagt
umdeilanlegt, jafnvel innan stjórn-
málafræðinnar, hvað sé að „lautna"
i tilviki sem þessu. Allavega höfðum
við, undirritaður og Lárus Finn-
bogason, félagar Geirs við yfirskoð-
unarstörfin, ekki hugmynd um
hvernig skýrslan hafði komist í hend-
ur fréttamannsins þegar við sáum
og heyrðum fréttina, kvöldið fyrir
framlagningu hennar á Alþingi.
Þess var ekki getið í fréttinni,
hvaðan hún væri komin. Skýrslan
var á þessum tíma í vinnstu á fjölrit-
unarstofu. Og aðeins við þremenn-
ingar og ríkisendurskoðun höfðum
afrit af henni undir höndum. Þannig
að við, sem ekki vildum verða þess
„lofs verðir“ að koma skýrslunni ,á
framfæri við fjölmiðil á undan Al-
þingi, lágum einnig undir grun, og
það þótti okkur miður.
Hvað um það. Þetta er búið og
gert. Og Geir H. Haarde hafði fulla
heimild til að vinna á þennan veg,
þótt ég og Lárus Finnbogason séum
ósammála þessum vinnubrögðum.
Reyndar virðíst mér Geir vera það
líka í dag.
Eintala — fleirtala
Að mínu mati var það skaði, úr
því sem komið er, að skýrslan skyldí
aðeins komast i hendur eins frétta-
manns.
Það er nefnilega rangt hjá stjóm-
málafræðingnum að Geir hafi „svar-
að fréttamönnum“. Hann lét einn
fréttamann hafa skýrsluna í hendur.
Sá matreiddi umsögn slna á þann
veg, að almenningur fær þá hiig-
mynd að skýrslan fjalli aðeins um
„ Stj órnmálafræðingur-
inn gerir því skóna, að
Geir H. Haarde hafi
einn grafið upp þær
upplýsingar sem í
skýrslunni eru. Það er
misskilningur.“
aðstoðarmann Stefáns Valgeirssonar
og ferðakostnað ráðherra fyrri ríkis-
stjóma. Vandaðri fréttaflútningur af
skýrslunni, eins og t.d. í Morgun-
blaðinu 19. október, kom of seint og
hefur ekki náð nægjanlega vel til
almennings, þrátt fyrir mikla út-
breiðslu þess blaðs. Sjónvarpið fékk
forgang sem það hafði ekki nokkurn
rétt á og notaði mjög illa.
Það er skarplega athugað hjá
stjórnmálafræðingnum, að skýrslur
sem þessar eigi ekki að vera trúnað-
armál. Þær eru það ekki og hafa
aldrei verið. Hins vegar hefur hingað
til viðgengist sú verklagsregla að
Sveinn G. Hálfdánarson
leggja slíkar skýrslur fyrst fyrir Al-
þingi. Og eftir það hafa allir jafnan
aðgang að þeim, almenningur jafnt
sem fjölmiðlar.
Lof o g last
Stjómmálafræðingurinn gerir því
skóna, að Geir H. Haarde hafi einn
grafið upp þær upplýsingar sem í
skýrslunni eru. Það er misskilningur.
Við unnum þessi störf í góðri sam-
vinnu, allir þrír. Hins vegar beitti
hann sér fyrir könnuninni á áfengis-
kaupum utanríkisráðherra, en þeirra
er ekki getið í skýrslunni. Það er
afgreitt mál.
I skýrslu yfirskoðunarmanna árs-
ins 1987, sem þá voru undirritaður,
Geir og Jóhanna Eyjólfsdóttir, segir
m.a:
„Þó er ljóst að öll almenn endur-
skoðun og eftirlit með daglegum
rekstri stofnana verður á verksviði
Ríkisendurskoðunar svo sem verið
hefur í framkvæmd um áratuga
skeið.“
Þetta var samróma álit okkar.
Þess vegna höfum við ekki setið við
að fletta fylgiskjölum með ríkisreikn-
ingi nema í þessu eina tilviki. Við
álitum þau störf í góðum höndum
ríkisbókhalds og ríkisendurskoðunar.
Vel má vera að þetta mat okkar
hafi verið rangt, og yfirskoðunar-
menn komandi ára verði í þvi að
fletta fylgiskjölum. Sérstaklega
varðandi brennivínskaupamál og/eða
afmælisveisluhald ráðherra, og hljóta
að launum lof einstakra stjómmála-
fræðinga. Þess háttar lofsyrði af-
þakkar undirritaður.
Það er von mín að nú fari að fær-
ast ró yfir umræðuna um störf yfir-
skoðunarmanna. Sú umræða, sem
fram hefur farið á þessu hausti, hef-
ur bæði skaðað Ríkisendurskoðun og
yfirskoðun. Þessir aðilar verða að
njóta fyllsta trúnaðar þings og þjóðar
ef störf þeirra eiga að koma að gagni.
Höfundur er yfirskodunarnmður
ríkisreiknings.