Morgunblaðið - 03.11.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989
15
að altarinu í Dómkirkjunni. Þessa
sólríka águstdags hefur afi oft
minnst með gleði í hjarta.
Á námsárunum voru tímabundin
„dagvistarmál" þess valdandi að
amma og afi tóku að sér að gæta
næstelsta barnsins okkar, Ornu
Daggar, og var hún hjá þeim góðan
part úr ári. Hún hændist. mjög að
langömmu og langafa og þau tóku
miklu ástfóstri við hana. Segja má
að hún hafi verið sólargeislinn
þeirra á efri árum. Hún varð
„hjartadrottningin hans afa“. Arna
Dögg tengdist afa álíka sterkum
böndum og ég sem barn. Til marks
» um það er myndin af henni sem
afi bar á sér til dauðadags, og svo
myndin af afa sem alltaf hefur stað-
ið á náttborði Örnu Daggar.
Við ástvinamissi verða öft miklar
breytingar í lífi fólks. Það reyndi
afi þegar amma svo skyndilega féll
frá. Hann flutti úr hjónaíbúðinni á
JÖkulgrunni í lítið herbergi í Hrafn-
istubyggingunni. Hann var fyllilega
sáttur við þær breytingar, en sökn-
uðurinn var sár og hann var oft
mikið einmana þrátt fyrir stórar
vinahóp og fjölskylduna sem vild
allt fyrir hann gera. Honum lei(
bezt í herberginu sínu á Hrafnisti
pg vildi hvergi annars staðar vera
í ágústmánuði sl. fékk hann alvar-
legt hjartaáfall og lá í sjúkrahús:
um tíma. Hann bjóst sjálfur ekki
við að snúa til baka úr þeirri hildi.
en hafði þó betur í það skiptið.
Hann sneri á ný í litla herbergið
sitt á Hrafnistu og naut eftir það
góðrar umönnunar hjúkrunarfólks-
ins þar. En áfallið hafði sett sín
spor á heilsu hans og þrek og hann
var veikbyggðari en nokkru sinni
fyrr. Það var ánægjulegt að heyra
hann dásama starfsliðið allt á
Hrafnistu og hann hafði á orði að
honum væri ekki betur sinnt þótt
börnin hans ættu í hlut. Það tók
tímann sinn að safna kröftum á ný
en hann frískaðist með hverri vik-
unni sem Ieið og var orðinn léttur
í spori og lék á als oddi.
Það var stjörnubjartur himinn og
stillt veður þegar ég kvaddi afa
hinsta sinni, þremur kvöldum fyrir
andlát hans. Við höfðum setið í
herberginu hans og skrafað um
heima og geima og hann hafði eins
og venjulega viljað fá fregnir af
börnunum. Síðan fylgdi hann mér
út fyrir bygginguna og við stóðum
þar góða stund og héldum áfram
spjalli okkar, það var svo margt sem
gaman var að ræða um við afa. Svo
kvöddumst við undir stjörnun-
um ... Þegar kallið kom var hanr
að æfa jólasálma með félögum úi
Hrafnistukórnum. Vart er hægt ac
hugsa sér neitt betra en að fá ac
syngja sig inn í eilífðina, ekki síst
fyrir afa sem var svo mikill kirkj-
unnar maður og elskaði sönginn
Hann var vel undirbúinn fyrir svefn-
inn langa og þráði hvíldina. Hanr
hafði rætt þá hluti mikið við mi^
og er það mikil huggun fyrir okk
ur, börnin hans, sem unnum honun
svo heitt.
Ég vil þakka elsku afa mínun
og ömmu alla þá ást og umhyggji
sem þau ætíð veittu mér. Það e
gott til þess að hugsa að þau skul
vera komin til fundar hvort vi<
annað á ný. Börnin mín og eigin
maður taka undir þessi þakkarorc
Elsku fóstursystkini mín, é|
þakka ykkur þá hlutdeild sem éj
átti í afa og ömmu.
Blessuð sé minning þeirr;
beggja. _
Sigríður Steinarsdóttir.
Fleiri greinar um Sigurjón
ííristjánsson munu birtast í blað-
inu næstu daga.
Ættfræöinámskeid
hefjast bráðlega hjá
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTUNNI
(lýkur um miðjan desember).
Leiðbeinandi Jón Valur Jensson.
Innritun ísíma 27101 daglega.
Ættfræðiþjónustan
Minning:
Guðmundur Guð-
mundsson vörubílstjóri
Fæddur 14. mars 1922
Dáinn 28. október 1989
Þegar vinur okkar Guðmundur
Guðmundsson hefur lagt upp í ferða-
lagið sem bíður okkar allra viljum
við minnast hans með nokkrum orð-
um.
Guðmundur lést á Jósefsspítala
Hafnarfirði þann 28. okt. eftir stutta
legu, en hann var búinn að vera
veikur nokkur undanfarin ár en vann
ætíð þegar hann gat.
Guðmundur var fæddur 14. mars
1922 og ólst upp og bjó alla tíð í
Hafnarfirði. Það eru liðin þijátíu ár
frá því við sáumst fyrst, en við
bjuggum í sama húsi í nokkur ár.
Fyrst fannst mér hann hijúfur en
er við kynntumst betur fundum við
að hann hafði mikla samúð með öll-
um sem minna máttu sín og mátti
ekkert aumt sjá. Á þessum árum
var lífsbaráttan hörð. Hann og kona
hans Ásta Vilmundsdóttir áttu fjög-
ur börn sem öll voru ung. Guðmund-
ur stundaði alla vinnu sem h'ægt var
að fá og dró ekki af sér því dugnað-
urinn var mikill og þrekið ótrálegt.
Á þessum árum eignaðist hann vöru-
bíl og stundaði síðan akstur meðan
heilsan leyfði. Hann var afar greið-
vikinn og hlífði sér aldrei við vinnu.
Það er gaman að minnast þeirra ára
sem Guðmundur var með kindur sér
til gamans og búdrýginda. Hann
hugsaði svo vel um þær og með svo
mikilli ánægju. Ásta og Guðmundur
voru sérlega samhent hjón og hann
mat konu sína afar mikils. Að leiðar-
lokum viljum við þakka fyrir vináttu
þeirra og hjálpsemi okkur til handa
og biðjum honum blessunar á nýjum
leiðum. Konu hans, börnum og öðr-
um vandamönnum vottum við ein-
læga samúð.
Lóa og Kjartan
MERUINR
POTTURI
Nú er til mikils aö vinna í íslenskum Getraunum.
Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum.
Þess vegna er þrefaldur pottur
- og þreföld ástæða til að vera með! /
Láttu nú ekkert stöðva þig. /
Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. !