Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 40
SJÓVÁHnALMENNAR ’FÉLAG FOLKSINS e EINKAfíEIKNINGUfí Þ/NN í LANDSBANKANUM FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Gömul brú fær nýtt hlutverk Morgunblaðið/Rúnar Þór Gamla brúin úr Víkingi AK 100 frá Akranesi hélt í dálítið ferðalag í gær, þegar hún var flutt frá Slipp- stöðinni á Akureyri að Giýtubakka í Höfðahverfi. Víkingur var í miklum endurbótum í sumar og var þá m.a. smíðuð ný brú í skipið og henda átti þeirri gömlu. En í stað þess að lenda á haugunum fær brúin nýtt hlutverk og mun í framtíðinni veita gæðingum Stefáns bónda Kristjánssonar í Grýtubakka skjól fyr- ir vetrarveðrum. Fiskiþing: Stuðningur við kvótann og aftiám sóknarmarks MEIRIHLUTI þingfulltrúa á yfírstandandi Fiskiþingi er fylgjandi nieginþáttum frarnkominna írumdraga að frumvarpi til stjórnunar fisk: veiða, en atkvæðagreiðsla um ályktun þar að lútandi verður í dag. í því felst áframhaldandi úthlutun aflakvóta á fiskiskip og veiðar sam- kvæmt aflamarki. Sjávarútvegsnefiid þingsins sendi Irá sér álitsgerð þess efhis í gær og í umræðunum um hana kom fram viss ágreining- ur, en jafnframt vilji þingfúlltrúa til að ná sáttum um ályktun um stjórnun fískveiða. Framsögumaður sjávarútvegsnefndar, Hjörtur Hermannsson, sagði álitsgerð hennar eins konar sáttargjörð milli ólíkra sjónarmiða og líklega væri enginn íyllilega ánægður með hana. Flugleiðir: Ekkert flog- ið til Frank- fiirt í mánuð FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að fella flug til Frankfúrt í Þýska- lan31 niður í nóvember. Flugið hefst að nýju í desember. I vetraráætlun Flugleiða, sem tók gildi í lok október, var gert ráð fyrir tveimur ferðum í viku til' Frankfurt, á þriðjudögum og laug- ardögum. Gert var ráð fyrir að flog- ið yrði á ieiðinni Keflavík-Glasgow- Frankfurt. Að sögn Marinós Einars- sonar, hjá tekjueftirliti Flugleiða, hefur aðsókn í Glasgow-fiugið verið ágæt. Sömu sögu er ekki að segja af Frankfurt á þessum árstíma og sagði Marinó það endurspegla efna- hagsástandið hér á landi. Hann sagði að frá og með 2. desember yrði flogið tii Frankfurt að nýju. Arlax hf. ósk- ar eftir gjald- þrotaskiptum FYRIRTÆKIÐ Árlax hf., sem rek- ið hefur matfískeldisstöð á Kópa- skeri -og seiðastöð í Kelduhverfi, óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í gær. Eignir fyrirtækisins eru um 163 milljónir í fasteignum og tækjum og er verðmæti fiskbirgða reikningsfært 23 milljónir króna, að sögn Björns Guðmundssonar, stjórnarformanns Árlax. Skuldir fyrirtækisins nema um 214 millj- ónum. Björn sagði að forsendur rekstr- arins hefðu gjörbreyst og mateldis- fiskur verðfallið á erlendum mörk- uðum. í hálft annað ár hefði fyrir- tækið verið tekjulaust, en þurft að tfjármagna þriðjung af fjárfesting- um sínum og standa straum af rekstri. í ágúst sl. brustu tvö ker í eigu fyrirtækisins og missti það mikinn fisk sem ella hefði verið slátrað um þessar mundir. Björn sagðist telja tjónið vegna óhappsins 25-30 milljónir króna. Stærstu kröfuhafar í þrotabú Árlax hf. eru Fiskveiðasjóður, Byggðasjóður, Framkvæmdasjóður og Samvinnubankinn sem veitti fyr- irtækinu afurðarlán. Vextir af almennum lánum úr Byggingarsjóði eru nú 3,5%, en ein- hverjir lánaflokkar bera lægri vexti. Tillaga formanns húsnæðismála- stjórnar var að hækka þessa vexti í 4,5%, og á öðrum lánaflokkum jafnframt um jafn mikið, einn hundraðshluta. Vaxtahækkunin ,átti að koma á þau lán sem veitt verða eftir að húsbréfakerfi kemst í gagnið, þann 15. þessa mánaðar. Helztu breytingar, sem lagðar eru til á frumvarpsdrögunum, eru að svokallað kvótaár verði tekið upp og hefjist það fyrsta september. Með því færist hætta á atvinnuleysi á haustmánuðum yfir á sumarleyfis- mánuðina. Þá er lagt til að við sölu fiskiskips með aflakvóta úr byggðar- lagi skuli viðkomandi sveitarstjórn í samráði við aðila í atvinnugreininni hafa forkaupsrétt á jafnréttisgrund- velli, það er að ganga inn í hæsta tilboð í skipið. Lagt er til að heimild- Eldri lán áttu að bera óbreytta. vexti. Samkvæmt heimiidum Morg- unblaðsins eiga húsbréf að bera 6% vexti. Björn Þórhallsson, fulltrúi laun- þega í húsnæðismálastjófn, bar upp tillögu urn óbreytta vexti, eftir að hækkunartillagan var fallin. Hún felur það í sér að húsnæðismála- stjórn sendir ríkisstjórninni tillögu um að vextir á lánum úr Byggingar- ir til að færa afla milli ára verði auknar, að álag á kvóta vegna ísfisk- útflutnings verði 15%, að gjöld vegna veiðileyfasölu skuli aðeins standa undir hluta kostnaðar við veiðaeftir- lit. Miklar umræður urðu um þann þátt frumvarpsdraganna sem fjallar um úthlutun aflamarks til sóknar- marksskipa í nýja kerfinu, sem ein- göngu mun miðast við aflamark. Lagzt er gegn hugmyndum um úreldingarsjóð fiskiskipa eins og þær hafa verið kynntar og sömuleiðis sjóði verði óbreyttir. Sú tillagá var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins urðu allsnarpar umræður um báðar tillögurnar, en þó einkum um hina síðari. Toguðust þar á sjón- armið annars vegar þeirra sem vilja áfram niðurgreiða vextina, hins vegar þeirra sem telja óeðlilegt að halda áfram niðurgreiðslunni til allra lántaka. í húsnæðismálastjórn sitja tíu menn, sjö kosnir af Al- þingi, tveir tilnefndir af ASÍ og einn af VSÍ, þrír þeir síðastnefndu skip- aðir af félagsmálaráðherra. Á fund- inn í gær vantaði annan fulltrúa sjálfstæðismanna og voru því aðeins níu mættir. Annar fulltrúi fram- sóknarmanna sat hjá við fyrri at- kvæðagreiðsluna, en greiddi tillögu hugmyndum um nýjar og hertar vigtunarreglur fyrir landaðan afla. Lagt er til að útflutningur á ísuðum fiski skuli vera á einni hendi, hjá LÍÚ, og að lögum um bann við lönd- un á afla erlendra fiskiskipa hér verði breytt þannig, að skipunum verði heimil löndun til vinnslu aflans hér á landi. Þá var lagt til að heimil- aðar verði á næsta ári veiðar á 500 hrefnum, en útflutningsverðmæti slíkra afurða gæti orðið 700 til 800 milljónir króna árlega. Mest andstaða gegn tillögum sjáv- arútvegsnefndar kom frá Vestfirð- ingum. Einstakir fulltrúar þeirra höfnuðu bæði þeim og framkomnum frumvarpsdrögum og jafnframt kom frá þeim tillaga um jafnstöðuafla til 5 ára í senn, 320.000 til 380.000 tonn á ári. Fiskiþingi lýkur í dag með endanlegri afgreiðslu ályktana og stjórnarkjöri. Björns atkvæði. Fulltrúar vinnu- veitenda og launþega voru á önd- verðum meiði við atkvæðagreiðsl- una. Einn þeirra sem studdu hækkun- artillöguna sagði í samtali við Morg- unblaðið, að menn óttuðust um hag Byggingarsjóðs vegna vaxtaniður- greiðslunnar, einkum eftir að ljóst hefði orðið að stjórnvöld ætluðu að draga verulega úr fjárveitingum til sjóðsins. Yrði ekkert að gert stefndi sjóðurinn í gjaldþrot á skömmum tíma. Hann taldi að hækkunartillag- an hefði ekki gengið nægilega langt, meðal annars með tilliti til jöfnunar eftir að nýjar reglur um vaxtabætur kæmu til framkvæmda, tillagan hefði aðeins verið um ný Íán en hefði einnig þurft að ná til eldri lána. Loðnuveiðar: Flugvél leitar að hnúfubaki FLUGVÉL Landhelgisgæslunnar mun í dag, ef veður leyfir, leita að hnúfubaki í liafinu á milli Is- lands og Grænlands. Mikið var um hnúfúbak á loðnumiðunum á síðustu vertíð og því' er vonast til að loðna finnist þar sem hnúfú- bakurinn heldur sig Tveir starfs- menn Hafrannsóknastofnunar og fjórir hvalatalningarmenn verða um borð í vélinni. „Við ætlum að leita að hnúfubaki með ísröndinni á milli 68. og 70. gráðu,“ sagði Jóhann Siguijónsson hjá Hafrannsóknastofnun í samtali við Morgunblaðið. Jóhann sagði að enda þótt hnúfubakurinn hefði ver- ið í loðnunni gerði hann þó ráð fyr- ir að meginhluti hnúfubaksstofnsins væri fyrir sunnan landið á þessum árstíma. Tíu skip voru á loðnuveiðum skammt fyrir sunnan Kolbeinsey í gær og fengu nokkur þeirra afla í fyrrinótt. Loðnan var þó blönduð, að sögn Sigurðar Kristjónssonar skipstjóra á Skarðsvík SH sem land- aði 620 tonnum á Siglufirði í gær. „Loðnuskipin eru öll að kasta á sama fimmeyringnum við Kol- beinsey og við teljum að megin- hluti stóru loðnunnar sé norðar,“ sagði Sigurður Kristjónsson. Eyðing vargfiigls: Tuttugu aurar fyr- ir vænginn Hafa ekki breyst síðan 1965 VERÐLAUN fyrir vængi af vargfúgli eru nú 20 aurar, og hafa þau ekki breyst síðan lög um eyðingu svartbaks voru sett árið 1965. Að sögn Páls Hersteinssonar veiði- sfjóra hafa einstaka sveitar- félög og æðarræktarfélög greitt ákveðnum aðilum hærri verðlaun, og önnur sveitarfélög hafa lagt í bein- an kostnað við að fækka vargfuglum. Páll sagði að varðandi eyð- ingu á tófu og mink væru sér- stökum mönnum greidd föst laun og aksturskostnaður fyrir að fara og vinna greni, og einn- ig væru greidd verðlaun fyrir dýr sem vinnast á annan hátt. „Þau verðlaun eru tiltölulega lág, að minnsta kosti fyrir ref- inn, þannig að menn leggja þetta ekki mikið fýrir sig. Verð- launin hafa þó að vísu hækkað með vísitölunni og fyrir hlaupa- dýr eru nú greiddar 950 krón- ur, en fyrir minkinn eru greidd- ar 750 krónur,“ sagði Páll. Hann sagði að í framtíðinni kynni svo að fara að ákveðnir menn yrðu ráðnir til að fækka vargfugli á ákveðnum svæðum, í stað þess að veita hveijum sem væri verðlaun. Húsnæðismálastjórn: Tillaga um hækkun vaxta felld TILLAGA um eins hundraðshluta hækkun vaxta á öllum lánaflokkum Byggingarsjóðs ríkisins var felld með jöfnum atkvæðum á fúndi húsnæðismálastjórnar í gær. Formaður stjórnarinnar, Ingvi Orn Kristinsson, bar upp tillöguna að fenginni beiðni þar um frá félags- málaráðherra. Eftir að tillagan hafði fallið var borin upp önnur, sem felur þáð í sér að húsnæðismálastjórn leggur til að vextir af framan- greindum lánum verði óbreyttir. Sú tillaga var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.