Morgunblaðið - 17.11.1989, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989
* _____
Olafur Ragnar Grímsson á landsfundi Alþýðubandalagsins:
Islenskt eignarhald ræð-
ur ekki úrslitum í stóriðju
ÓLAFUR Ragnar Grímsson Qár-
málaráðherra og formaður Al-
þýðubandalagsins sagði í setn-
ingarræðu sinni á landsfundi
flokksins í gær að nýta yrði ís-
lenskar orkulindir og reisa
orkufrek iðjuver. í því sambandi
þyrfti islenskt eignarhald eitt og
sér ekki að vera úrslitaatriði í
samstarfi við erlend íyrirtæki ef
Islendingar hefðu af því umtals-
verðan hagnað, tryggt væri að
íslensk lög giltu um fyrirtækin
og að íslensk stjórnvöld hefðu
áhrif á stefnumótun fyrirtækj-
anna.
Ólafur sagði í þessu sambandi
að svissneska fyrirtækið Alusuisse
hefði leikið íslendinga grátt í tvo
áratugi. Margt benti til þess að
fyrirtækið hafi aldrei í alvöru viljað
ræða við íslendinga eða fyrirtækin
sænsku og hollensku í Atlantal-
hópnum um nýja áfanga í orkufrek-
um iðnaði á íslandi. Því kæmi til
greina að ríkisstjórn íslands beitti
sér fyrir sérstökum viðræðum við
álfyrirtækin frá Svíþjóð og Hol-
landi.
Landsfundur Alþýðubandalags-
ins ber yfirskriftina: 2001 Nýir
tímar - nýr grundvöllur. í setning-
arræðu sinni fjallaði Ólafur Ragnar
meðal annars um þær breytingar
sem orðið hafa í Austur-Evrópu að
undanförnu. Hann sagði í því sam-
bandi að harðstjóm sú, sem sovéski
herinn hefði komið þar á fót, hefði
nú blessunarlega mnnið sitt skeið
á enda. Hagkerfi hinnar stalínísku
miðstýringar riði nú til falls.
Síðán sagði Ólafur að fyrir ári
hefði Alþýðubandalagið tekið þá
ákvörðun að stöðva tortímingareim-
reið fijálshyggjunnar í íslensku
þjóðfélagi og ný landsstjórn hefði
tekið við því erfiða verki að sauma
saman sárin eftir fimm ára forræði
Sjálfstæðisflokksins. Á þessu ári
sagði Ólafur að tekist hefði að snúa
þróuninni við og taldi upp ýmislegt
máli sínu til stuðnings.
Ólafur sagði að nú væri björgun-
in senn á enda og skapa þyrfti
nýjan grundvöll á öllum sviðum
atvinnuvega og þjóðlífs. Það væri
verkefni Alþýðubandalagsins að
tryggja að á næstunni verði þessi
gmndvöllur lagður. Ólafur ræddi
stefnumótum flokksins og sagði að
rök fortíðarinnar tilheyrðu fortíð-
inni. Ekki mætti torvelda umbóta-
starfið með viðbrögðum sem sprott-
in væm af sárindum eða vinnu-
brögðum sem ættu við aðra tíma í
sögunni en nú væm, og aðra gerð
af stjómmálasamtökum en Alþýðu-
bandalagið hefði ásett sér að vera.
Tvær stjórnmálaályktanir
Drög að tveimur stjórnmálaá-
lyktunum liggja fyrir landsfundi
Álþýðubandalagsins. Önnur drögin
hefur stjórn flokksins lagt fram.
Þar er m.a. lagt til að að veiðirétt-
ur verði í formi kvótaleigu og
ókeypis veiðiréttur verði afskrifaður
á nokkrum árum. Þá er lagt er til
VEÐURHORFUR íDAG, 17. NÓVEMBER.
YFIRLIT í GÆR: Austan eða suðaustan gola eða kaldi á landinu.
Snjókoma eða rigning á Norðurlandi, súld eða rigning austan- og
norðaustanlands en skýjað og þurrt í öðrum landshlutum.
SPÁ: Haegviðri eða austangola. Slydduél á Suður- og Vesturlandi
og sumstaðar norðanlands en léttir til austantil. Hiti nálægt frost-
marki.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Norðaustanátt og vægt frost um nær
allt land. Él víða við strendur landsins, sízt þó vestanlands.
HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg átt og bjart veður víðast
hvar. Þó líklega vestan strekkingur við norðurströndina siödegis.
Nokkurt frost inn til landsins en hiti nálægt frostmarki við sjóinn.
TÁKN:
Heiðskirt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
/ Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
•|0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
V
*
V
Skúrir
Éi
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / # Slydda
/ * /
* # *
* * * * Snjókoma
* * *
’, ’ Súld
OO Mistur
—[- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hKi veður
Akureyri 0 snjókoma
Reykjavík 1 skýjað
Bergen 8 hálfskýjað
Helsinki 1 léttskýjað
Kaupmannah. 4 léttskýjað
Narssarssuaq +7 skýjað
Nuuk +4 léttskýjað
Osló 2 léttskýjað
Stokkhólmur 3 léttskýjað
Þórshöfn 8 alskýjað
Algarve 20 léttskýjað
Amsterdam 7 heiðskirt
Barcelona 13 þrumuveður
Berlín 6 léttskýjað
Chicago +2 snjóél
Feneyjar 13 heiöskírt
Frankfurt 7 léttskýjaö
Glasgow 10 léttskýjað
Hamborg 6 léttskýjað
Las Palmas 21 skýjað
London 10 léttskýjað
Los Angeles 16 léttskýjað
Lúxemborg 6 léttskýjað
Madríd 14 alskýjað
Malaga 19 léttskýjað
Mallorca 20 þokumóða
Montreal 17 skýjað
New York 17 skúr á s. kl.
Orlando 21 þrumuveður
París 8 heiðskírt
Róm 14 þokumóða
Vin 6 skýjað
Washington 17 þrumuveður
Winnipeg ^•21 léttskýjað
Morgunblaðið/Bjarni
Ólafur Ragnar Grímsson flytur
setningarræðu sína á iandsfiindi.
að svæðaskipulag verði tekið upp í
landbúnaði.
Hin drögin hafa Ragnar Stefáns-
son, Páll Halldórsson , Guðmundur
Hallvarðsson og Sveinn Rúnar
Hauksson, áður félagar í Fylking-
unni, lagt fram og koma þar fram
gerólík viðhorf. Meðal annars er
sérstakur kafli um ríkisstjórnar-
þátttöku Alþýðubandalagsins. Þar
segir að ríkisstjórnin hafi verið
byggð á þeim grunni að verkalýðs-
hreyfingin var svipt samningsrétti,
nokkuð sem flestir Alþýðubanda-
lagsmenn töldu algerlega óþolandi.
Og í stjóminni hafi ráðherrar
flokksins staðið í stríði við nánast
alla verkalýðshreyfinguna.
Evrópuráðið:
Skýrsla utan-
ríkisráðherra
um EB/EFTA
JÓN Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra lagði í gær fram
skýrslu og flutti yfirlitsræðu uin
viðræður EFTA og EB á fiindi
utanríkisráðherra aðildarríkja
Evrópuráðsins í Strasbourg, en
utanríkisráðherra er formaður
ráðheiranefiidar EFTA.
Jón Baldvin sagði m.a. í ræðu sinni
að mikilvægur árangur hefði náðst
í þeirri þróun að skapa evrópskt efna-
hagssvæði sem næði til þeirra átján
ríkja sem eru í EFTA og EB.
Þá gerði hann grein fyrir þeim
niðurstöðum sameiginlegrar stjóm-
arnefndar EFTA og EB, að svo virt-
ist sem málsaðilum hefði tekist að
skilgreina innihald og form hugsan-
legt samkomulags. Ennfremur að
undantekningar með tilliti til mikil-
vægra hagsmuna einstakra þjóða
yrðu viðfangsefni samninga.
Utanríkisráðherra ræddi einnig þá
áherslu sem EFTA-ríkin leggja á
þátttöku í allri mótun og töku
ákvarðana um lagaleg og stofnana-
leg atriði. Ennfremur að innri mátt-
arviðir EFTA yrðu styrktir.
Deilt um lóðaút-
hlutun til Snorra
Ekki algengt að gatnagerðargjöld séu
greidd eftir að framkvæmdir hefjast
G ATN AGERÐ ARG J ÖLD vegna
lóðar Snorra hf. við Lágmúla í
Reykjavík voru greidd í gær, en
framkvæmdir þar hófust fyrir
nokkru. Alfreð Þorsteinsson,
varaborgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins, vakti máls á þessu í
borgarstjórn í gær og taldi þessa
málsmeðferð óeðlilega. Jón G.
Tomasson, borgarritari, sagði það
ekki algengt að gefið væri leyfi
fyrir byrjunarframkvæmdum áð-
ur en gatnagerðargjöld hefðu að
fiillu verið greidd en slíkt væri
þó ekkert einsdæmi.
Alfreð Þorsteinsson, varaborgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins, lagði
fram fyrirspurn á fundi borgarráðs
á þriðjudaginn, þar sem hann spurði
hvort borgaryfirvöld ætluðu að aftur-
kalla úthlutun lóðar fyrir verslunar-
og skrifstofuhúsnæði við Lágmúla 6
til 8 í Reykjavík. Eitt fyrirtækjanna
sem þar fengu úthlutað var innflutn-
ingsfyrirtækið Snorri hf., sem er í
eigu Júlíusar Hafstein, borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins. Alfreð
taldi forsendur úthlutunar til Snorra
hf. brostnar, þar sem Júlíus hefði
selt rekstur fyrirtækisins fyrir
nokkru og ásakaði hann um lóða-
brask.
Júlíus vísar ásökunum
um lóðabrask á bug
Á fundi borgarstjórnar í gær sagði
Júlíus Hafstein að fyrirspurn Alfreðs
einkenndist af illgirni og meinfýsi í
sinn garð. Hann kynnti síðan svar
sitt við fyrirspurn Jóns G. Tómasson-
ar, borgarritara, um byggingaráform
Snorra hf. og kom þar fram, að lóð-
inni að Lágmúla 8 hefði verið úthlut-
að til fyrirtækisins og Ólafs H. Jóns-
sonar hf. sameiginlega árið 1985,
framkvæmdir hefðu hafist í haust
og ætti verktaki að skila húsinu fok-
heldu í mars næstkomandi. Eftir þar
tækju eignaraðilarnir hvor við sínum
hluta hússins og tækju þá akvörðun
um áframhald verksins. Vegna sölu
ákveðinna rekstrarþátta hefðu um-
svif Snorra hf. verið minni að undan-
förnu en áður. Það væri þó einungis
tímabundið ástand; unnið hefði verið
að því að afla nýrra viðskiptasam-
banda og áæltlað væri að auka um-
svifin eftir að fyrirtækið flytti í nýja
húsnæðið í Lágmúlanum.
Júlíus lagði áherslu á það í máli
sinu, að engar athugasemdir hefðu
komið fram vegna úthlutunar lóðar-
innar á sínum tíma, sagði að öll sam-
-skipti við borgaryfirvöld vegna máls-
ins hefðu verið góð og vfsaði á bug
ásökunum um lóðabrask.
Framkvæmdir hófiist áður
en gjöld voru greidd
Alfreð Þorsteinsson sagði að ekk-
ert nýtt hefði komið fram í máli Jú-
líusar og ítrekaði þá skoðun sína, að
honum bæri að skila lóðinni. Hann
sagði enn fremur, að komið hefði í
ljós, að framkvæmdir hefðu hafist
áður en gatnagerðargjöld og bygg-
ingarleyfisgjöld hefðu verið greidd,
en slíkt væri óheimilt. Gatnagerðar-
gjöldin hefðu ekki verið greidd fyrr
en í gærmorgun. Sagðist hann ætla
að fara fram á að borgarendurskoð-
andi skæri úr um hvort sú málsmeð-
ferð væri eðlileg.
Jón G. Tómasson, borgarritari, tók
til máls vegna þessa atriðis og sagði,
að byggingarfulltrúi borgarinnar
hefði gefið leyfi til að hefja byijunar-
framkvæmdir þótt þessi gjöld hefðu
ekki verið greidd. Slíkt væri ekki
algengt en þó ekkert einsdæmi og
væri til úrskurður félagsmálaráðu-
neytisins um að slík málsmeðferð
væri heimil. Borgarritari sagði að
málið yrði aftur tekið til umræðu á
fundi borgarráðs næstkomandi
þriðjudag.
Slys í Hafiiaríjarðarhöfn:
Tildrög ókunn
KONAN, sem fannst drukknuð í
Hafnarfjarðarhöfn i fyrrakvöld,
var um þritugt og frá Grænl-
andi. Að sögn rannsóknarlög-
reglu hafði hún verið látin í
nokkrar klukkustundir þegar
hún fannst en ekki var ljóst seint
í gær hvernig dauða hennar hafði
borið að höndum.
Konan var veðurteppt hér á leið
sinni frá Danmörku til Grænlands
og hafði, ásamt fleirum sem líkt
var komið á með, verið gestkom-
andi um borð.í grænlenskum togara
í Hafnarfjarðarhöfn. Rannsoknar-
lögregla ríkisins yfirheyrði í gær
þá sem talið var að gætu varpað
ljósi á málið en ekki var enn vitað
hvernig slysið hafði atvikast síðast
þegar innt var frétta.