Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1989, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1989 Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útveg Frjálst framsal veiðii atriði svo hægt sé að: Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Flokkur án forsendu Alþýðubandalagið sækir hugsjónir sínar til þess kenningakerfis sem nú er að hrynja í Austur-Evrópu. Innan flokksins hafa þeir mátt sín mest, þegar til kastanna hefur komið, sem hafa haldið uppi vörnum fyrir ríkisstjórnirnar, sem nú hrökklast frá völdum hver af annarri austan járn- tjalds. Á landsfundi Alþýðu- bandalagsins sem nú stendur yfir ættu menn að staldra við þessar staðreyndir og huga að fortíð eigin fiokks. Alþýðubandalagsmenn minna gjarnan á það, þegar þessi mál ber á góma, að þeir hafi slitið öll formleg tengsl við ríkin í Austur-Evrópu (nema Rúmeníu) eftir innrás Varsjár- bandalagsheija í Tékkóslóvakíu 1967. Ástæðulaust er að and- mæla því. Á hinn bóginn sam- þykkti Alþýðubandalagið stefnuskrá fyrir 15 árum, sem hefst á þessum orðum: „And- stæður auðvaldsþjóðfélagsins ólu af sér sósíalisma nútímans, hann er andsvar við þeim. Jafn- framt er sósíalisminn viðleitni til að sigrast á mótsögnum auð- vaidsþjóðfélagsins og leysa það af hólmi. Frá öndverðu felur sósíalism- inn í sér vísindalega greiningu á gerð auðvaldsþjóðfélagsins, þeim lögmálum sem það lýtur og þeim innri mótsögnum sem marka alla þróun þess þótt í breýtilegum myndum sé.“ Undir lok þessarar stefnu- skrár er vitnað í Karl Marx og síðan sagt: „Sósíalísk hreyfing á íslandi er að vísu tiltölulega ung að árum, en einnig þar hefur ýmsu verið áorkað. Og svo hafa mál þróast að segja má að Alþýðubandalagið sé nú hinn eini eiginlegi arftaki og merkisberi þeirrar hreyfingar. Því fylgir í senn vandi og veg- semd, bæði ræktarskylda við þá sem áður héldu merkinu hátt á loft, og hollustukvöð við samtíð og framtíð, við það fólk sem barist er með og fyrir þá hugsjón sem baráttan er vígð.“ Ætlar Alþýðubandalagið að snúa baki við þessum grunn- þáttum stefnu sinnar á núver- andi landsfundi? Það er ekki nóg að hreykja sér af því að hafa slitið formlegum tengslum við kommúnistaríkin til að vera trúverðugt stjórnmálaafl í lýð- ræðisríki. Menn verða einnig að hafa þrek til að lýsa því í hveiju „ræktarskylda“ þeirra hefur falist og hvort þeir ætli áfram að telja fólki trú um að marxismi, kommúnismi og sós- íalismi eigi best við í íslensku þjóðfélagi samtímans. Alþýðubandalagið er í raun flokkur án hugsjónalegrar for- sendu. Spurningin er hvort nú verði uppgjör á milli þeirra inn- an vébanda hans sem segjast átta sig á nýjum tímum og hinna sem enn halda í þráðinn, sem slitnaði ekki með stefnu- skránni frá 1974 og nær allt aftur til byltingarinnar í Sovét- ríkjunum 1917. Án slíks upp- gjörs heldur Alþýðubandalagið áfram að starfa sem hreinn valdastreituflokkur, sem hefur ráðherrasósíalisma að leiðar.- ljósi. Hvatning Walesa Lech Walesa var sýndur sá fágæti heiður að fá að ávarpa Bandaríkjaþing. Boð- skapur hans til þingheims var skýr og einfaldur: Nú er komið að því að Bandaríkjamenn geta veitt okkur þá fjárhagsaðstoð, sem Stalín bannaði að við fengj- um 1947, Marshall-aðstoðina. Þeir sem fylgst hafa með sögu eftirstríðsáranna vita, að það var ein helsta kveikjan að kalda stríðinu, hve Stalín og skoðanabræður hans og fylgj- endur um alla Evrópu, ekki síður hér á landi en annars stað- ar, snerust harkalega gegn því þegar George Marshall, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti áætlun um endurreisn Evrópu úr stríðsrústunum með gífurlegri bandarískri fjárhags- aðstoð. Hafa marxistar hér og annars staðar keppst í áratugi við að hallmæla þessari hjálp. Ástandið í ríkjunum sem lot- ið hafa stjóm marxista frá stríðslokum er ekki betra nú en fyrir rúmum 40 árum. Þeir þurfa á sambærilegri aðstoð að halda nú og þá var gripið til af þeim sem betur máttu sín. Bandaríkjamenn hafa ekki sömu fjármálayfirburði og áð- ur. Þjóðirnar sem þeir aðstoð- uðu fýrir 40 árum, Evrópumenn og síðan Japanir, hafa öðlast mikinn efnahagslegan styrk. Walesa höfðar ekki síður til þeirra en gestgjafa sinna, þegar hann biður um aðstoð í ræðu- stól Bandaríkjaþings. HÉR FER á eftir ræða Kristjáns Ragnarssonar, formanns LIU, sem hann flutti við upphaf aðal- fundar sambandsins í gær. Enn sem fyrr er sjávarútvegur- inn burðarásinn í atvinnulífí landsmanna, þótt til nokkurs sam- dráttar hafi komið á þessu ári. Áætlað er, að sjávarvörufram- leiðslan verði 56 milljarðar króna á þessu ári, sem er í raun lækkun um 2%, þegar tekið er tillit til breytinga á innlendu verðlagi. Þessi samdráttur á sér stað annað árið í röð og verður víða vart, enda mikil umskipti frá uppgangi áranna þar á undan. Enn er spáð verulegum samdrætti á næsta ári, eða 4,5%, vegna þess að nauð- synlegt er að draga úr veiði, til þess að ofgera ekki okkar helstu fískistofhum. Þetta verða að telj- ast váleg tíðindi, þegar þijú sam- dráttarár koma í röð. Sjávarútvegurinn fagnar því, ef unnt reynist að skjota fleiri stoðum undir atvinnulífið, en harma ber Iítt grundaðar Qárfest- ingar í fiskeldi og loðdýrarækt, sem reynast munu þjóðinni dýr- keyptar. Hægfara uppbygging þessara atvinnugreina, þar sem byggt er á reynslu, mun reynast okkur farsælli í þessu sem öðru. Lækkun afiirðaverðs Söluverð á helstu útflutningsaf- urðum okkar er nú mun lægra en undanfarin ár. Þannig er frystur fiskur á 12% lægra verði en meðai- verð undanfarinna 3ja ára að teknu tilliti til verðbreytinga í markaðs- löndunum. Saltfiskur er á 14% lægra verði, rækja 23% lægra, hörpudiskur 7% lægra, loðnumjöl 3% lægra og loðnulýsi á 20% lægra verði. Verðlækkanir eins og þær, sem hér hefur verið lýst, hafa haft mjög slæm áhrif á afkomu sjávarútvegs- ins, eins og gefur að skilja. Hefur það tekið stjórnvöld alltof langan tíma að laga kjör fólksins í landinu að þessum breyttu aðstæðum með breytingu á gengi krónunnar. Á meðan hefur sjávarútvegurinn tap- aði milljörðum króna og hefur nú eytt nær öllu eigin fé í taprekstur. Hér er ekki eingögu við stjórnvöld að sakast, því á sama tíma og verð- lag á afurðum okkar hefur farið hraðlækkandi, hafa aðilar í sjávarút- vegi tekið þátt í að semja um launa- hækkanir, sem engin innistæða var fyrir. Millifærslusj óðir Stofnun millifærslursjóða mis- munar fyrirtækjum og einstökum greinum innan sjávarútvegsins. Meðan einni grein er gert að eyða innistæðum sínum í Verðjöfnunar- sjóði fær önnur styrk úr ríkissjóði, og gengi krónunnar er þar með fals- að. Slíkt rekstarumhverfi slævir ábyrgðartilfinningu manna, sem reka fyrirtæki í sjávarútvegi. Full þörf er á að efla hana á ný, og að hver og einn beri ábyrgð á sínum rekstri og fjárfestingum, jafnvel þótt um sé að ræða fyrirtæki, sem er burðarás í atvinnulífi á viðkomandi stað. Það er einnig áhyggjuefni, að opinber sjóður í Reýkjavík sé orðinn eigandi meirihluta hlutafjár í fjöl- mörgum fyrirtækjum á landsbyggð- inni. Eignaraðildin er þá komin all fjarri fólkinu, og leiðin styttist í rekstrarform, sem landsmenn hafa ekki talið æskilegt. Skuldbreytingar eru engin lausn í þessum efnum, nema rekstrarskilyrði fyrirtækja í sjávarútvegi séu bætt samhliða, sem gera þeim mögulegt að skila hagn- aði, til þess að þau geti greitt skuld- ir sínar. Verðjöfiiunarsjóður Þótt gild rök hafi verið fyrir stofn- un Verðjöfnunarsjóðs á sípum tíma til þesíj, að jafna afurðaverð, hefur reynslan orðið á þann veg, að sjóður- inn hefur orðið tæki í höndum stjórn- valda til að mismuna fyrirtækjum. Aðstæður hafa líka breyst verulega varðandi ráðstöfun á afla. Utflutn- ingur er nú í höndum fleiri aðila en áður og jafnframt margbrejítilegri. Sýnist því einsýnt að leggja beri sjóð- inn niður. Afkoma fiskískipaflotans Afkoma bátaflotans var afieit á sl. ári, en þá varð halli á rekstri bátanna, sem nam um 8% af tekjum eða um 650 milljónum króna. Þessi halli vex enn á þessu ári eða í 13% af tekjum, sem nemur um 1250 milljónum króna. Á sama tíma er afkoma togaranna mun betri, og eru þeir reknir með lítilsháttar hagnaði. Á undanförnum árum hefur ekki verið teljandi munur á afkomu báta og togara. Launakostnaður báta er um 12 prósentustigum hærri en á togurum, sem skýrir afkomumun í aðaiatriðum. Hvað getur þá valdið þessum mikla mun á launakostnaði, þegar tillit er tekið til þess, að hluta- skiptin eru sambærileg hjá þessum tveimur flokkum skipa? Samkvæmt reikningum bátanna kemur í ljós að verulegar launagreiðslur falla utan hlutaskipta, sem getur stafað af því, að til kauptryggingargeiðslna komi oftar á bátum en togurum. Sé svo, virðist eðlilegt og nauðsynlegt að lengja kauptryggingartímabil á bátum í næstu kjarasamningum úr einum mánuði í t.d. 3 mánuði. Þessi mismunur á afkomu báta og togara verður ekki lagfærður af stjórn- völdum, heldur verðum við að finna sjálfir lausn á þessum vanda í kjara- samningum. Ráðstöfun aflans hefur veruleg áhrif á afkomu fiskiskipaflotans. I yfirliti Þjóðhagsstofnunar um af- komu hans kemur fram, að meðal- verð fyrir afla, sem landað er til vinnslu hér heima, er 33 til 35 krón- ur fyrir hvert kíló. Þá er tekið tillit til meðalverðs á afla, sem seldur er annars vegar á markaði og hins vegar á föstu verði. Afli, sem seldur er ferskur á erlendum markaði, hef- ur selst fyrir að meðaltali 85 til 93 krónur eftir því, hvort hann kemur úr skipum eða gámum. Kostnaður við að senda ferskan fisk utan er nálægt 25 krónum á hvert kíló. Má hveijum manni vera Jjóst hversu mikill munur er á verði fisksins, hvort hann er seldur hér innanlands eða á fiskmörkuðum erlendis. Jafn- framt sýnir þetta okkur, hve mikil- vægur þessi útflutningur er fyrir fiskiskipaflotann. Bátarnir hafa 29% af sínum tekjum af ferskfiskútflutn- ingi, minni togararnir 37% og stóru togararnir hafa 53%. Væri þessum afla ráðstafað- til sölu innanlands og meðalverð væri það sama og áður er nefnt, myndi afkoma fiskiskipaflotans versna um 2300 milljónir króna, og halli vaxa í hlutfalli af tekjum um 14%. Veru- leg breyting á ráðstöfun aflans myndi því leiða til rekstrarstöðvunar flotans, fyrr en varir. Þó þarf að gæta þess að tak- marka framboð á erlenda fiskmark- aði, þannig að fiskverð falli ekki, og við fáum á hveijum tíma gott verð fyrir aflann. Með sama hætti verður að taka tillit til fiskvinnslunn- ar og gæta þess, að hún fái afla til vinnslu. Það verður ekki gert með því að stofna til illdeilna um ráðstöf- un aflans með því að auka skerðingu á aflamarki úr 15% í 25%, þegar afla er ráðstafað ferskum á erlendan markað. Ferskfiskútflutningur Stjórnun á útflutningi á ferskum fiski á að vera í höndum þeirra, sem aflann eiga. Leggja þarf niður það fyrirkomulag, sem nú gildir, að ut- anríkisráðuneytið úthluti leyfum til útflutnings í gámum. Mikil tor- tryggni ríkir gagnvart þeirri úthlut- un og óttast margir mismunun, m.a. vegna þess að ekki fæst upplýst, hveijir fá leyfi hveiju sinni. Svo virð- ist, að öllum sé þetta ljóst og jafn- framt að nauðsynlegt sé að breyta þessu. Því miður hefur enn engin ákvörðun verið tekin um að breyta þessu óeðlilega og óvinsæla fyrir- komulagi. Alls hafa verið fluttar út til Bret- lands fyrstu 10 mánuði ársins um 50.000 lestir af ferskum fiski. Þorsk- ur hefur minnkað um 5.500 lestir og er þorskur nú innan við helming- ur af útfluttum fiski til Bretlands. Meðalverð á útfluttum ferskfiski er 7% hærra í erlendri mynt á þessu ári, en var á árinu 1988. Meðalverð er 0,97 sterlingspund fyrir hvert kíló, eða um 90 krónur. Á sama tíma hafa 29.000 lestir verið seldar til Þýskalands fyrir 2,46 mörk sem eru 73 krónur að meðaltali fyrir hvert kíló. Þetta er 7,5% hærra verð en í fyrra í erlendri mynt. Útflutningur til Þýskalands hefur aukist um 7.000 lestir milli ára. Þannig hefur ferskur fiskur hækkað í verði, þegar aðrar afurðir hafa lækkað. Á fiskmörkuðum á suðvesturhorni landsins höfðu verið seldar um 40.500 lestir af fiski fyrstu 10 mán- uði ársins fyrir nær 1,8 milljarða króna. Meðalverð er 44 krónur á kíló. Sú tilraun að koma á fiskmörk- uðum hér á suðvesturlandi, hefur heppnast, og munu þeir verða hluti af verðmyndunarkerfi á fiski hér innanlands á næstu árum. Verðmyndun á fiski Nauðsyn ber til að taka 30 ára gamalt verðmyndunarkerfi sjávarút- vegsins til endurskoðunar í því aug- namiði að auka fijálsa verðmyndun. Æskilegt upphaf á þeirri leið gæti verið að gefa verð á einhveijum mikilvægum fisktegundum frjálst, enda þótt ákveðið verði lágmarks- verð fyrir aðrar með hefðbundnum hætti. Þær raddir hafa heyrst að undanf- örnu að hætta eigi að senda fisk á markað ytra. Þess í stað eigi að bjóða allan fisk upp hér á landi. Þeir, sem lengst vilja ganga, telja að svipta eigi menn rétti til að vinna eigin afla, og allur fiskur eigi að seljast á fiskmörkuðum. Þetta eigi jafnvel að gera á stöðum, þar sem einn fisk- kaupandi er. Þetta er mikill misskiln- ingur á áhrifum fiskmarkaða. Ef selja ætti þann fisk á markaði hér, sem nú er seldur úr landi, myndu aðeins stærstu erlendu kaupendurnir eiga fulltrúa á þeim markaði. Þeir mörgu smáu, sem nú halda uppi verði á fiskmörkuðum ytra, myndu hverfa. Stóru fiskvinnslufyrirtækin erlendis myndu kaupa á markaði hér og þá væntanlega kaupa allt, sem falt væri, til að fylla flutningaskip. Islenskri fiskvinnslu yrði ekki vært í þeirri samkeppni. Athyglisvert er, að á sama tíma og þessi umræða fer fram hér á landi, er rætt um það opinberlega í Þýskalandi af eigendum stærstu fiskvinnslufyrirtækjanna, að æski- legt sé að loka fiskmörkuðunum í Bremerhaven og Cuxhaven. Ástæð- an er að þeir skili þeim ekki fiski til vinnslu fyrir nægilega lágt verð. Heppilegra sé að kaupa fiskinn beint frá Islandi fyrir lægra verð, en þeir fái hann keyptan fyrir á markaðnum í dag, vegna samkeppni við hina mörgu smáu kaupendur. Talsmenn þessara hugmynda hér á landi eiga sér augljóslega samheija í stórfyrir- tækjum hafnarborga Þýskalands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.