Morgunblaðið - 17.11.1989, Page 31
MORGUHBLAÐIU FÖSTUDAGUR 17. N0VEMBER .1986 '
31.
Slippstöðin hf.:
Viðræður um sölu ný-
smíðaskipsins í gangi
VIÐRÆÐUR hafa verið í gangi við ákveðinn aðila um kaup hans á
nýsmiðaskipi Slippstöðvarinnar hf. Það ræðst væntanlega í næstu viku
hvort af kaupunum verður. Stærsta verkefni stöðvarinnar er við strand-
ferðaskipið Heklu, en þau verkefni sem nú er unnið að og eru væntan-
leg eru fyrst og fremst á sviði trésmíða. Nú bíða Slippstöðvarmenn
eftir að ákvörðun verði tekin um hvar gera eigi við hafrannsóknarskip-
ið Árna Friðriksson, en tilboð í verkið voru opnuð fyrr í þessum
mánuði. Ákvörðun verður líklega tekin um helgina, en lægsta tilboðið
kom frá Póllandi.
Sigurður Ringsted forstjóri Slipp-
stöðvarinnar sagði að eftir að samn-
ingur sá sem gerður hafði verið við
útgerðarfyrirtækið Þór hf. á Eski-
firði um kaup á skipinu brast hafi
viðræður við þennan aðila verið
teknar upp að nýju. Þessi aðili hafi
sýnt skipinu áhuga, en viðræður
dottið niður eftir að samningar tók-
ust við Þór hf. á Eskifirði um kaup-
in í júlí síðastliðnum.
„Þetta er einn þeirra aðila sem
sýndi skipinu áhuga á sínum tíma
og hann vaknaði aftur til lífsins eft-
ir að ljóst varð að skipið færi ekki
austur á Eskifjörð," sagði Sigurð-
ur.„Við höfum verið í viðræðum við
þennan aðila um kaup á skipinu og
ég reikna með að málið skýrist í
næstu viku.“
Þau verkefni sem unnið er að hjá
Slippstöðinni mæða mest á trésmið-
um og verða fimm til sex smiðir
ráðnir að stöðinni á meðan unnið
er við þessi verk. Stærsta verkefnið
er við Hekluna, en einnig er verið
að skipta um stýrishús í Otri frá
Dalvík og íbúðarbreytingar í skipinu.
Þá er unnið að viðgerðum á Nökkva
frá Blönduósi, en hann varð fyrir
ísskemmdum og Skinney frá Homa-
firði er væntanleg á næstunni.
Breyta á íbúðum skipsins.
Sigurður sagði að verkefni vant-
aði fyrir jámiðnaðarmenn. „Það
myndi bjarga okkur, ef við fengjum
verkið við Arna Friðriksson," sagði
Sigurður. Alls bámst 16 tilboð í
verkið, lægsta boðið kom frá Pól-
landi, 43 milljónir, næstlægsta frá
Englandi, 43 milljónir, og þá komu
svipuð tilboð frá þremur íslenskum
stöðvum sem vom í kringum 57
milljónir króna. Þessi tilboð vom frá
Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts
á Ákranesi, Slippstöðinni og Vél-
smiðjunni Stál og Vélsmiðju Seyðis-
fjarðar, sem buðu sameiginlega.
Vignir Thoroddsen hjá Hafrann-
sóknarstofnun sagði að ekki væri
búið að ákveða hvaða tilboði yrði
tekið, en ákvörðun þar um yrði að
líkindum tekin um helgina. Um
umfangsmiklar breytingar á skipinu
er að ræða, spilbúnaður þess er ónýt-
ur og þarf því að skipta um hann,
þá er ætlunin að byggja rannsókriar-
stofu ofan á skipið aftan til og út-
búa aðstöðu fyrir starfsfólk og einn-
ig þarf að endurbyggja vélina.
Reiknað er með að byijað verði á
verkinu í janúar og það taki um fjóra
mánuði.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Frá vinstri á myndinni eru Brandur Hermannsson yfirtæknifræðing-
ur, Alexander Pálsson umdæmistæknifræðingur, Bergþór Halldórs-
son yfirverkfræðingur, Hilmar Ragnarsson yfirverkfræðingur, Ár-
sæll Magnússon umdæmisstjóri og sitjandi er Gísli J. Eyland stöðvar-
stjóri.
Póstur og sími:
Tvær nýjar stafrænar sím-
stöðvar teknar í notkun
TVÆR nýjar stafrænar símstöðv-
ar hafa verið teknar í notkun,
annars vegar á Akureyri og hins
vegar fyrsta útstöðin sem er á
Dalvík. Stöðvarnar voru tengdar
aðfaranótt fimmtudags.
Á Akureyri var tekin í notkun
ný stafræn símstöð sem annast mun
sjálfyirka langlínuumferð á 96-
svæðinu og er auk þess móðurstöð
Pólarpels á Dalvík:
Annað tilboð í reksturinn
FÓÐURSTÖÐIN á Dalvík á mikilla hagsmuna að gæta varðandi áfram-
haldandi rekstur loðdýrabús að Böggvisstöðum, en um 30% af allri
fóðursölu fyrirtækisins hafa farið þangað. Fjölmargir hafa setti sig í
samband við bústjóra þrotabúsins og lýst yfir eftirsjá verði dýrastofh-
inn skorin niður. Tilboði í rekstur búsis, sem hljóðaði upp á 15,2 millj-
ónir króna, var hafiiað af kröfúhöfúm á skiptafúndi í fyrradag, en
þeir aðilar sem áhuga hafa á rekstrinum áttu fúndu með bústjóra í
gær. Talið var líklegt að þessir aðilar skiluðu inn öðru tilboði jafúvel
í dag.
Ámi Pálsson bústjóri þrotabúsins
sagði að menn hvaðanæva af landinu
hefðu haft samband við sig og lýst
yfir að mikil eftirsjá væri að dýmn-
um ef þeim verður slátrað. I gær
vom seld 200 dýr úr búinu, en þar
em alls um 25 þúsund minkar.
Samningur hefur verið gerður við
aðila í Skagafirði um verkun á skinn-
um og sagði Árni að hann hefði
verið gerður, svo ekki hefði þurft
að bæta við starfsfólki við búið.
Símon Ellertsson framkvæmda-
stjóri Fóðurstöðvarinnar sagði að
stöðin ætti mikilla hagsmuna að
gæta, að rekstur búsins yrði tryggð-
ur áfram. Um 30% af allri fóðursölu
fyrirtækisins hefur verið til Pólarp-
els. „Þama er einn besti dýrastofn
á landinu og ég tel það ákaflega
mikla skammsýni ef dýrin verða
drepin. Eg held að menn verði að
taka höndum saman og tryggja að
þama verði áframhald á rekstrin-
um,“ sagði Símon, en bætti við að
tíminn væri að hlaupa frá þeim sem
hagsmuna ættu að gæta varðandi
það að þarna verði rekið loðdýrabú.
fyrir útstöðvar í Eyjafirði. Um leið
var tekin í notkun fyrsta útstöðin,
sem er á Dalvík og nær hún yfir
Dalvíkursvæðið, yfir Svarfaðardal,
Árskógshrepp og Hrísey. Símnot-
endur á Dalvík hafa notið þjónustu
stafræna símkerfisins í nær ellefu
mánuði, er fékkst með tengingu
símstöðvarinnar sem er í flytjanlegu
húsi, svokölluðum „Flakkara," en
hann verður nú fluttur að Blöndu-
ósi.
Með tengingu móðurstöðvarinn-
ar á Akureyri býðst ný símaþjón-
ustu fyrir þá notendur sem bætast
við og tengjast stafrænu stöðinni.
Alls bjóðast tólf þjónustuþættir í
sérþjónustu stafræna símakerfisins
og má þar m.a. nefna að unnt er
að stytta löng símanúmer, t.d. til
útlanda, eða símanúmer sem oft er
hringt í, þá er hægt að láta símtal
bíða meðan rætt er við annan við-
mælanda og einnig er hægt að láta
flytja símtal frá einum síma í ann-
an. Þá geta símnotendur einnig
gerst áskrifendur að svokölluðu
þriggja manna tali, en í því felst
að unnt er að koma á símtali fyrir
þijá símnotendur, auk þess sem
hægt er að tala við tvo viðmælend-
ur til skiptis.
Tenging móðurstöðvarinnar á
Akureyri leiðir til bættrar þjónustu
fyrir símnotendur í bænum og á
96-svæðinu, bæði hvað varðar hrað-
ari afgreiðslu og minni vandræði á
álagstímum.
íisMéíc
Dansleikur
laugardagskvöld
Hljómsveitin
Kvartett
leikurfyrirdansi til kl. 03.
Kristjón Guðmundsson
leikur fyrir matargesti.
Hótel KEA
Nýr ACCORD 1990. Stíl-
hreint, svipsterkt og klass-
ískt útlitið segir ekki allt.
Stórfelldar breytingar eru
á bílnum frá fyrri árgerð-
um. Má þar fyrst nefna
100% aluminium vél,
(feyknalega) kraftmikil,
16-ventla og með tvöfalda
jafnvægisása á sveifarás,
sparneytin og umfram allt
hljóðlát.
Frábærir aksturseiginleikar
sem eiga sér fáar hliðstæð-
ur eru framkallaðir með
endurbótum á fjörðun,
sjálfstæðri fyrir hvert hjól,
sem eykur rásfestu og
öryggi í akstri. ACCORD
1990 er stærri, rýmri og
vandaðri en áður.
Aukin þægindi, meiri
hljóðeinangrun, vandaður
Honda frágangur og rúm-
góður bíll fyrir 5 fullorðna,
gerir aksturinn og tilveruna
að samfelldri ánægjustund.
Honda Accord 1990, glæsi-
bifreið á hagstæðu verði
sem sannarlega er vert að
kynna sér.
Sýníng laugardag og sunnu-
dag.
Honda á Islandi, Vatna-
görðum 24, sími 689900.